Fréttablaðið - 30.05.2006, Page 17

Fréttablaðið - 30.05.2006, Page 17
KÆRAR ÞAKKIR Sjálfstæðisflokkurinn þakkar kjósendum um land allt fyrir góðan stuðning í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Jafnframt er þúsundum flokksmanna, sjálfboðaliðum og öðrum stuðningsmönnum sem tóku þátt í kosningastarfinu færðar bestu þakkir. Frí sólgleraugu í þínum styrkleika (gler og umgjörð) ef þú kaupir gleraugu með styrkleika hjá okkur. Gjáin, Kópavogi • JL-húsið, Hringbraut, Reykjavík • Apótekarinn, Akureyri Evrópusambandið hóf herferð gegn gróðurhúsaáhrifum í gær sem ætlað er að hvetja venjulegt fólk til að minnka áhrif mann- fólksins á örar loftlagsbreytingar. Samkvæmt talsmönnum her- ferðarinnar þarf oft ekki mikið til, jafnvel eitthvað svo einfalt sem að lækka hitann í húsum fólks um eina gráðu getur skipt máli. Her- ferðin gengur undir nafninu „Þú stjórnar loftslagsbreytingum,“ og gefur fólki 50 einföld ráð, sem geta dregið úr losun gróðurhúsa- lofttegunda út í andrúmsloftið, að sögn Jose Manuel Barroso, for- seta framkvæmdastjórnar ESB. „Lækkið. Slökkvið. Endurvinn- ið. Gangið. Breytið,“ segir á vegg- spjöldum sem sett verða upp víðs- vegar um öll lönd ESB á næstu dögum. Ráðin má nálgast á vefsíðunni www.climatechange.eu.com. Þar er fólk hvatt til að gera einfalda hluti svo sem að taka hleðslutæki úr sambandi, því um 95 prósentum af rafmagninu sem tækin nota á meðan ekki er verið að hlaða síma er eytt til einskis. Jafnframt er þar að finna margs konar áhuga- verðar upplýsingar, svo sem að vatnið sem kemur úr lekum krana getur mánaðarlega fyllt heilt baðker. Talið er að um 16 prósent allra efna sem stuðla að gróðurhúsa- áhrifunum í Evrópu komi frá heimilunum. - smk Evrópusambandið hefur nýja herferð: Evrópubúar gegn gróðurhúsaáhrifum HJÓLAÐ Í VINNU Evrópusambandið hefur hvatt Evrópubúa til að koma í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda í daglegu lífi sínu. Hjólin sem þessar ítölsku blómarósir notast við eru til dæmis mun umhverfisvænni en bílar. NORDICPHOTOS/AFP ÞRIÐJUDAGUR 30. maí 2006

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.