Fréttablaðið - 30.05.2006, Síða 18
30. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000
SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja
ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum
á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Mest lesna viðskiptablaðið
AUGLÝSINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA
Sa
m
kv
æ
m
t
fj
öl
m
ið
la
kö
nn
un
G
al
lu
p
ok
tó
be
r
20
05
.
Við fórum úr vinnufötunum og
fundum okkur frambærilegri
klæðnað, bóndinn setti upp snot-
urt bindi, sonurinn fór í sómasam-
lega skyrtu og frúin lappaði upp á
andlitið á sér. Síðan lögðum við í
hann með bros á vör enda hátíð í
bæ. Þetta var að sjálfsögðu á laug-
ardaginn, kjördag í sveitarstjórn-
arkosningum.
Kjördagur er hátíðisdagur og
ætti jafnvel að vera almennur
fánadagur. Fátt er hátíðlegra en
að nýta sér þennan grundvallar-
rétt til að hafa áhrif á stjórn sveit-
arfélaga og ríkis og uppfylla jafn-
framt þessa sömu samfélagslegu
skyldu. Það er nefnilega bæði rétt-
ur okkar og skylda að kjósa. Það
er gaman að fara á kjörstað og
finna stemninguna sem þar ríkir,
hitta glaðbeitta, spariklædda
frambjóðendur sem heilsa óvenju
hlýlega, finna eftirvæntinguna
sem liggur í loftinu og fara svo inn
í kjörklefa með atkvæðaseðilinn,
treina sér örlítið að setja x-ið á
réttan stað og ganga að því loknu
út, hnarreistur og ánægður með
sitt framlag. Svo þarf að fylgjast
grannt með framvindu mála í
fréttum, bíða spenntur eftir fyrstu
tölum um tíu að kvöldi og vaka
fram á miðja nótt til að hlusta,
vega og meta. Þetta er skemmti-
legt.
Það getur svo hver haft sína
skoðun á því hvort aðdragandi
kosninganna var skemmtilegur og
enn frekar hvort niðurstöður voru
góðar. Sitt sýnist hverjum í því
máli. Hér í Kópavogi voru fram-
bjóðendur sýnilegir en ekki ágeng-
ir fyrir þessar kosningar, stefnu-
mál þeirra nokkuð ljós og
kosningabarátta virtist málefna-
leg. Frambjóðendur í Reykjavík
voru líka vel sýnilegir, sumir svo
mjög að mér þóttu þeir næstum
ágengir og bý þó í öðru sveitarfé-
lagi. Sem kennari saknaði ég
reyndar meiri umræðu um skóla-
mál, jafnt í höfuðborginni sem
mínu heimasveitarfélagi, en þau
geta kennarar rætt í það óendan-
lega svo sjálfsagt er erfitt að koma
til móts við okkur að því leyti.
Fleiri mál brenna líka á kjósend-
um og þarf engan að undra að
skipulagsmál höfuðborgarinnar
skyldu vega svo þungt í umræð-
unni, í slíkum ólestri sem þau virð-
ast vera. Vísari menn en ég spá í
niðurstöður.
Sveitarstjórnarkosningar eru
að mörgu leyti miklu skemmti-
legri en alþingiskosningar enda
birtist þar mun fjölbreyttari speg-
ill. Til dæmis er ekki boðið fram
eftir flokkum í öllum sveitarfélög-
um. Sums staðar skiptast menn í
tvær fylkingar sem geta heitið T-
listi eða S-listi eða eitthvað allt
annað og aðeins heimamenn vita
hvað býr þar að baki. Mér finnst
afar áhugavert að fylgjast með
niðurstöðum í sveitarfélögum um
allt land enda sat ég með kosn-
ingavöku Fréttastofu útvarps í
eyrunum langt fram á nótt og
hlustaði á Valgerði Jóhannsdóttur
og Brodda Broddason fréttamenn
flytja tíðindi og viðtöl ásamt félög-
um sínum, sem voru á spretti langt
fram eftir nóttu.
Kosningavaka Fréttastofu
útvarps hefur mér alltaf fundist
áhugaverðust ljósvakamiðla í
sveitarstjórnarkosningum enda
yfirleitt fljótust með upplýsing-
arnar og kemur þeim öllum á
framfæri meðan sjónvarpsstöðv-
arnar láta lítil sveitarfélög liggja
milli hluta. Þessa nótt saknaði ég
hins vegar Vestfirðinga og Aust-
firðinga í útsendingunni. Karl
Eskil Pálsson, fréttamaður á Akur-
eyri, stóð sig mjög vel og tók mörg
viðtöl við nýkjörna og endur-
kjörna sveitarstjórnarmenn í
sveitarfélögum um allt Norður-
land en lítið sem ekkert heyrðist
að austan eða vestan. Ég veit ekki
hverju er um að kenna en á svæð-
isstöðvunum á Ísafirði og Egils-
stöðum, eins og á Akureyri, starfa
heimamenn með mikla reynslu og
gríðarlega þekkingu á sveitarfé-
lögunum í sínum landshluta. Mér
þótti því nokkur synd að þessir
góðu kraftar skyldu ekki nýtast
betur en raun bar vitni. Sveitar-
stjórnarkosningar eru einmitt
tækifæri til að virkja þá miklu
þekkingu sem er fyrir hendi á
svæðisstöðvunum og var gert með
ágætum frá Akureyri en miður
frá hinum. Ég gat heldur ekki séð
að svæðisstöðvarnar væru með
dagskrá á sunnudegi eftir kjördag
eins og væri einmitt upplagt í
sveitarstjórnarkosningum. Þetta
gengur vonandi betur næst.
En þessa kosninganótt stóðu
fjölmiðlar sig vel eins og þeirra
var von og vísa. Fréttafíklar njóta
þess að hlusta á útvarpið og horfa
á a.m.k. tvær sjónvarpsstöðvar á
milli þess sem hlaupið er í tölvuna
og staðan tekin þar. Þegar þessi
orð eru slegin í tölvu á sunnudags-
kvöldi standa meirihlutaviðræður
yfir víða, einhverjir kunna að hafa
náð saman nú þegar og flestar
sveitarstjórnir væntanlega tilbún-
ar til starfa þegar þetta blað
kemur í hendur lesenda sinna. Til
hamingju með nýju sveitarstjórn-
irnar.
Vakað eftir úrslitum
Í DAG
KOSNINGAVAKA
INGA RÓSA ÞÓRÐ-
ARDÓTTIR
Þessa nótt saknaði ég hins veg-
ar Vestfirðinga og Austfirðinga
í útsendingunni.
Hugsa stórt
Björn Ingi Hrafnson, oddviti Framsóknar-
manna í höfuðborginni, var með slagorð
nýs meirihluta á vörunum þegar hann og
Vilhjálmur Þ., oddviti Sjálfstæðisflokksins,
kynntu í gær samkomulag um nýjan
borgarstjórnarmeirihluta.
„Hugsa stórt“ gat verið fólgið í því að
Alfreð Þorsteinsson og Vilhjálmur Þ. kom-
ust að því að heppilegt væri að mynda
meirihluta um málefni knattspyrnufé-
lagsins Fram á síðasta borgarráðsfundi
fráfarandi borgarstjórnar. Foringjar Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks í
borginni hafa stýrt því félagi lengst
af, Alfreð sjálfur á fyrri hluta síðasta
áratugar. Þeir úthlutuðu félaginu
25 milljónir árið 2009. Gamla
helmingaskiptaregla stjórnarflokk-
anna nær inn í borgarmál-
in og fótboltann.
Horfa langt
„Horfa langt“ vísar til þess að Björn Ingi
og Vilhjálmur Þ. höfðu ákveðið þegar
úrslit lágu fyrir í kosningunum að starfa
saman ef sú staða kæmi upp, sem líklegt
var, að Sjálfstæðisflokkurinn næði ekki
hreinum meirihluta. Heppilegt væri að
hefja gerviviðræður við frjálslynda, enda
liti það betur út. Auk þess væri ágætt
að rugla forystumenn annarra flokka og
fjölmiðla í ríminu. „Flokkar sem hafa
bara hagsmuni en ekki hugsjónir tryggja
sig áður en þeir slíta viðræðum,“ sagði
Ólafur frjálslyndi heldur ókátur eftir
að Vilhjálmur sleit viðræðum við
hann í gær. Sennilega hafði Vil-
hjálmur gert óraunhæfar kröfur
um að hann og aðrir frjálslyndir
gengju aftur í Sjálfstæðis-
flokkinn. Flugvallarmálið
var alltaf fyrirsláttur.
Byrja starx
„Byrja strax“ átti við Björn Inga sjálfan og
það uppbyggingarstarf sem hann hefur
tekist á hendur og felst í að byggja upp
fylgi Framsóknarflokksins í þéttbýlinu.
Núverandi skipstjóri hans í brúnni hefur
lítið fiskað á þeim miðum. Þótt svo að sá
skipstjóri hafi borið Björn Inga á höndum
sér er þess skammt að bíða að hann biðji
skipstjórann um að taka sér frí því nú sé
ekkert undanfæri að fá annan til verka
sem fiski meira. Sjálfstæðisflokkurinn
ætli að hjálpa til við uppbygging-
una með því að gera fram-
sóknarmanninn að formanni
borgarráðs, fá honum valdið
yfir Orkuveitunni og hafa hann
bærilega sýnilegan þegar Fram-
sóknarflokkurinn lendir í
stjórnarandstöðu eftir
þingkosningarnar.
johannh@frettabladid.isFyrir íbúa Reykjavíkur er meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn langskásti kosturinn í stöðunni og því fagnaðarefni út af fyrir sig.
Það var mikið ofmat hjá Samfylkingunni í Reykjavík að
meta stöðu sína svo sterka að útiloka fyrir kosningar, eitt
framboða, samstarf við Sjálfstæðisflokk um stjórn höfuð-
borgarinnar. Mikill samhljómur er um margt í áherslum þess-
ara flokka í borgarmálunum og ólíkt hefði meirihluti þeirra
haft sterkara umboð til verka, með ríflega 70 prósent atkvæða
að baki sér, en nýskipaður meirihluti. Athugið í því sambandi
að meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks byggir
á minnihluta atkvæða þeirra sem kusu til borgarstjórnar; 51
prósent þeirra sem tóku afstöðu vildu aðra flokka við stjórn-
völinn en þessa tvo.
Óþarfi er hins vegar að velkjast í vafa um að meirihluti
Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verður sterkari og
samstilltari en ef Frjálslyndi flokkurinn eða Vinstri hreyfing-
in - grænt framboð hefði skaffað þann fulltrúa sem upp á
vantar hjá Sjálfstæðisflokknum.
Himin og haf ber til dæmis í milli sjálfstæðismanna og
vinstri grænna í málefnum grunnskólanna. Þeir síðarnefndu
sjá engan annan möguleika en opinberan rekstur og telja að
stuðningur við einkaskóla sé á kostnað hinna opinberu. Hvern-
ig hefði farið um þá stefnu Sjálfstæðisflokks að „foreldrar
hafi aukið val um grunnskóla“ í félagsskap við vinstri
græna?
Hvað skal gera með 45 prósent hlut borgarinnar í Lands-
virkjun er annað mál sem framsóknar- og sjálfstæðismenn
eru meira samstíga um en hinir flokkarnir tveir. Af hálfu
beggja flokka í nýjum meirihluta liggur fyrir að þann hlut
skuli selja fáist fyrir hann rétt verð. Og er þar enginn fyrir-
vari um að orkufyrirtæki skuli vera í opinberri eigu eins og
hjá vinstri grænum og frjálslyndum.
Reykvíkingar mega sem sagt búast við að nokkuð góð sátt
ríki á nýja stjórnarheimilinu. Vissulega verður spennandi að
sjá hversu vel framsóknarmanninum Birni Inga Hrafnssyni
lukkast að gera sig gildandi í samstarfinu. Hann vann visst
afrek með því að ná kosningu og það var aðdáunarvert að sjá
hann vaxa með hverju skrefi í öllu því mótlæti sem hann varð
fyrir í aðdraganda kosninganna. Hér með er sett sú ósk honum
til handa að vonandi verði ekki of einmanalegt hjá honum í
selskap sjálfstæðismannanna sjö.
Hitt er svo allt annað mál hversu skynsamleg ráðstöfun það
er fyrir Framsóknarflokkinn, þegar litið er til framtíðar, að
leiða sjálfstæðismenn til valda í tveimur stærstu sveitarfé-
lögum landsins, Reykjavík og Kópavogi, með minnsta mögu-
lega tilstyrk á hvorum stað, eða einum fulltrúa.
Framsóknarflokkurinn tapaði nánast um land allt í kosn-
ingunum um helgina, hvort sem flokkurinn var í vinstra eða
hægra samstarfi. Erfitt er að álykta annað en að kjósendur
hafi þar verið að refsa honum fyrir langvarandi og heldur
vanmáttuga sambúð við sjálfstæðismenn í ríkisstjórn, eða
nokkuð svipaðan búskap og Framsóknarflokkurinn er nú að
hefja í Reykjavík og Kópavogi.
SJÓNARMIÐ
JÓN KALDAL
Friðsamlegt er yfir nýjum meirihluta í Reykjavík:
Skásti kosturinn