Fréttablaðið - 30.05.2006, Síða 34

Fréttablaðið - 30.05.2006, Síða 34
6 Í Freyjulundi stendur skemmtilegt einnar hæðar hús með kjallara, sem hefur gegnt nokkuð marg- þættu hlutverki í gegnum tíðina. Hjónin og listamennirnir Aðal- heiður S. Eysteinsdóttir og Jón Laxdal festu kaup á húsinu fyrir nokkrum árum og gerðu á því rót- tækar breytingar, sem áætlað er að ljúki á þessu ári. Aðalheiður segir þau hjónin hafa verið að leita sér að húsnæði til að sameina heimili og vinnuaðstöðu. „Eftir árangurslitla leit á Akur- eyri fréttum við af þessu húsi. Við ákváðum að taka það að okkur til að gera upp, eftir að við komumst að því að það væri dæmt ónýtt og bærinn vildi losna við það.“ Aðalheiður segir húsið hafa verið byggt í þremur áföngum, áður en þau Jón keyptu það. „Elsti hlutinn er frá byrjun 20. aldar, einhvern tím- ann á milli 1910 og 1920,“ útskýr- ir hún. „Síðan var tvisvar sinnum bætt við húsið fram til ársins 1960, þar sem þurfti að laga það að nokk- uð ólíkri starfsemi. Fyrst voru hér hreppstjórnarskrifstofur, síðan var húsnæðinu breytt í skóla og loks starfaði félagsheimili í húsinu áður en við tókum við því.“ „Húsið gekk síðan í gegnum fjórða breytingaskeiðið þegar það kom í okkar eigu,“ segir Aðalheið- ur. „Helstu breytingarnar voru að sameina kvenna- og karlaklósett í stærra baðherbergi og breyta fataherbergi í svefnherbergi. Eld- hús, borðstofa og salur og svið frá tímum félagsheimilisins voru látin óhreyfð. Kjallarinn, þar sem leik- ararnir höfðu búningaaðstöðu, var lagfærður og hýsir nú geymslur og gestaaðstöðu. Við lögðum hins vegar nýjar lagnir, einangruðum og múruðum upp á nýtt. Svo var skipt um alla glugga og hurðir. Þakið er það eina sem var látið halda sér með litlum lagfæringum,“ útskýrir hún. Aðalheiður, Jón og sonur þeirra stóðu að miklu leyti sjálf í lagfær- ingunum á húsinu, Iðnaðarmenn voru fengnir þegar þurfti og vinir og vandamenn kallaðir í vinnutarn- ir. Hún segir þau ekki hafa fengið neina styrki til framkvæmda, bæði þar sem húsið hafi verið byggt af vanefnum og í þrennu lagi. „Við eigum hins vegar eftir að athuga hvort einhverjir sjóðir séu tilbúnir til að styrkja þá starfsemi sem við ætlum að reka í húsinu, það er tón- leika, sýningar og fyrirlestrahald,“ segir hún loks. Líflegt heimilishald Félagsheimili breytt í íverustað listamanna með áhugaverðri útkomu. Hjónin og listamennirnir Aðalheiður S. Eysteinsdóttir og Jón Laxdal og börn þeirra ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Þau tóku Freyjulund að sér þrátt fyrir að búið væri að dæma húsið ónýtt og hafa staðið í ströngu við að lagfæra það. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS Eldhús ásamt borðstofu, kjallara, svið og sal var leyft að vera áfram sem næst upprunalegri mynd sinni. Engu að síður krafðist húsið mikilla viðgerða sem staðið hafa í tæp tvö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS Með bjór og sígó. Það mætti halda að þessi skemmtilegi karl, sem kallaður er Hannes, sé að taka sér pásu frá allri erfiðisvinnunni sem farið hefur í húsið. Hannes er eitt margra sköpunarverka Aðalheiðar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS Vinnuborð í stofunni. Á því eru svokölluð „collage“-verk, eða klippimyndir eins og þær heita í lauslegri þýðingu, sem Jón er að vinna að. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS Anna og Jón vildu finna húsnæði þar sem þau gætu bæði unnið og búið í. Reyndist Freyju- lundur tilvalinn staður og var ákveðið að stofan skyldi jafnframt vera vinnustofa. Aðalheiður er önnum kafin við listsköpun en hún opnar sýningu á verkum sínum laugardaginn 3. júní í J.V. galleríi við Kaup- vangsstræti á Akureyri. Aquis handklæði Létt, fyrirferðalítil og frábær í ferðalög og íþróttir. Góð við húðina, þurrka vel og alltaf mjúk. Daggir ehf. Strandgötu 25 Akureyri • s: 462-6640 • www.daggir.is Útsölustaðir: Daggir, Tékk kristall Kringlunni • Hárgr.stofan Scala Lámúla 5 • Everest Skeifunni 6 1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 2 1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 2 ■■■■ { norðurland } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Í Freyjulundi er gott pláss fyrir listamennina til að athafna sig auk þess sem birtuskilyrði eru kjörin til listsköpunar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.