Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.05.2006, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 30.05.2006, Qupperneq 36
8 Við Ráðhústorgið í miðbæ Akur- eyrar, nánar tiltekið við Brekku- götu 3, er falleg antíkbúð kennd við Frúna í Hamborg. Þetta er þó engin venjuleg fornmunaverslun þar sem yngstu hlutirnir eru 25 ára, auk þess sem þar eru einnig seld notuð föt. Eigendur búðarinnar eru þær Þorbjörg Halldórsdóttir og Guðrún Jónsdóttir, sem var svo vinsamleg að segja aðeins frá Frúnni. „Við erum náttúrlega ekki bara með antíkmuni, þar sem hlutur þarf að vera yfir hundrað ára gamall til að geta borið það heiti með réttu,“ byrjar Guðrún á að segja. „Við selj- um allt frá saumnálum, gömlum plötum, annarri smávöru og upp úr. Svo seljum við gamlan fatnað og erum með umboðssölu fyrir fata- verslunina Spútník.“ Samkvæmt Guðrúnu er alltaf nóg að gera í antíkbransanum. „Það eru ekki miklar sveiflur í bransan- um, þó að notaðir hlutir séu meira í tísku á sumum tímum en öðrum,“ segir hún. „Fólki finnst núna flott að blanda því nýja saman við það gamla. Varan sem við seljum er aðallega innflutt frá Belgíu, Hol- landi og Þýskalandi og eitthvað smávegis frá Danmörku. Svo kaup- um við hluti af fólkinu í kring.“ Frúin í Hamborg er uppfull ger- sema og að sögn Guðrúnar er elsta húsgagnið í búðinni 120 ára gam- all ruggustóll. „Það kemur stund- um fyrir að hingað ratar einhver ofboðslega flottur munur,“ segir hún. „Þá setjum við kannski gott verð á hann, stundum í því skyni að halda honum lengur þar sem hann setur flottan svip á búðina. Það eru allir velkomnir að heim- sækja okkur og kíkja á úrvalið,“ segir hún loks. Hingað rata alls kyns gersemar Frúin í Hamborg er öðruvísi antíkbúð, þar sem selt er allt frá saumnálum upp í notuð föt. Guðrún Jónsdóttir rekur Frúna í Hamborg í samstarfi við Þorbjörgu Haraldsdóttur. Hún býður þeim sem vilja að kíkja í heimsókn og skoða úrvalið. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS Í versluninni eru fallegir hlutir í miklu úrvali, eins og þessar tvær hillur sýna glögglega. Auk húsgagna eru þar seldir ýmsir smámunir og notuð föt. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS Skartgripir, skrautlegir speglar, hattar og hirslur. Allt saman fæst þetta í Frúnni í Hamborg, en hlutirnir eru meðal annars innfluttir frá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS Það væri vafalaust þægilegt að halla sér út af í þessu fallega gamla rúmi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS Föt á alla fjölskylduna. Í Frúnni í Hamborg fást notuð föt á konur og karla á öllum aldri. Hér sést fallegur skírnarkjóll á stelpur í bleikum lit. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS ■■■■ { norðurland } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.