Fréttablaðið - 30.05.2006, Page 38
10
Að sögn Bergsveins býr Kjarnaskógur yfir ómældum möguleikum sem útivistarsvæði. Þar
má finna góða göngustíga, grillaðstöðu og leiksvæði. FRÉTTABLAÐIÐ/KK
■■■■ { norðurland } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Í hugum margra er eitt helsta úti-
vistarsvæði landsins að finna norð-
an heiða, nánar tiltekið í Kjarna-
skógi á Akureyri, en talið er að
um 120.000 manns leggi leið sína
þangað á ári hverju. Bergsveinn
Þórsson, umhverfisfræðingur
hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga,
segir skóginn fyrirmynd annarra
útivistarsvæða á landinu.
„Bærinn keypti landið árið 1910
en Skógræktarfélag Eyfirðinga
fékk það til afnota í nokkrum hlut-
um á tímabilinu 1946-53,“ segir
Bergsveinn. „Í dag er svæðið sex
hundruð hektarar að stærð, en
gamla Kjarnaskógarsvæðið er um
hundrað hektarar. Á áttunda ára-
tugnum samþykktu Akureyrarbær
og Skógræktarfélagið síðan að
breyta svæðinu í útivistarsvæði,“
bætir hann við.
„Fyrirhyggjan var mikil því
þarna var strax farið að leggja
upplýsta göngustíga,“ útskýrir
Bergsveinn. „Í dag eru göngustíg-
ar nærri sex kílómetrar að lengd.
Auk þess er ógrynni mjórri stíga,
sem telja margfalt fleiri kílómetra.
Í fyrsta lagi eru 3-4 metra breiðir
upplýstir aðalstígar. Svo eru óupp-
lýstir malbikaðir stígar, um það
bil 1,5 metrar að breidd. Loks eru
innan við metra breiðir skógarstíg-
ar, eða kurlstígar, sem hlykkjast
eftir skóginum,“ segir hann enn
fremur.
Að sögn Bergsveins hóf félag-
ið snemma niðursetningu trjáa í
Kjarnaskógi, svo að nú er þar mikil
gróðursæld. „Búið er að planta 170
trjá- og runnategundum í skóginn,
þar á meðal fjölda skrauttrjáa,“
segir hann. „Síðan eru leiksvæði
í skóginum frá níunda áratugn-
um. Ekki má heldur gleyma góðri
grillaðstöðu og á vetrartímanum
eru hérna troðnar skíðabrautir sem
njóta töluverðra vinsælda. Á þessu
opna útivistarsvæði ætti því að
vera eitthvað við allra hæfi,“ segir
Bergsveinn að lokum.
Náttúruperla
norðan heiða
Bergsveinn Þórsson segir Akureyrarbæ og Skógræktar-
félag Eyfirðinga hafa unnið gott starf í Kjarnaskógi.
Í júlí 2002 fór Vignir í stutt ferða-
lag í Fjörður með vinkonu sinni.
„Við gistum í tvær nætur í tjaldi
í Hvalvatnsfirði og gengum um
svæðið á daginn,“ segir hann.
Ekki er hægt að komast á bíl í
Þorgeirsfjörð en vegur liggur niður
í Hvalvatnsfjörð. „Við tjölduðum
alveg niðri við strönd í Hvalvatns-
firði og fyrsta kvöldið sóttum við
rekavið í fjöruna og kveiktum bál
og vorum aðallega við tjaldið.
Daginn eftir gengum við svo yfir
í Þorgeirsfjörð. Í Þorgeirsfirði er
slysavarnarskýli og gamlar rúst-
ir sem við skoðuðum. Við röltum
síðan aftur yfir í Hvalvatnsfjörð
eftir að hafa skoðað okkur vel
um.“
Seinna kvöldið kveiktu Vign-
ir og vinkona hans aftur bál og
drógu fram bókin Huldulandið.
„Bókin fjallar um Fjörður og sögu
svæðisins. Í bókinni er sagt frá
rústum sem er að finna þarna og
í henni er mikið af þjóðsögum og
draugasögum um fólk sem varð úti
á leiðinni milli Þorgeirsfjarðar og
Hvalvatnsfjarðar.“
Vignir og vinkona hans voru
mjög heppin með veður þann tíma
sem þau voru í Hvalvatnsfirði.
„Það var snilldarveður allan tím-
ann, fimmtán til tuttugu stiga hiti
eða meira og sól og logn.“
Vignir segir að Fjörður séu frá-
bært útivistarsvæði og ýmislegt sé
hægt að gera þar. „Í Hvalvatnsfirði
eru tjaldstæði og veiðiá og hægt
er að kaupa veiðileyfi hjá veiði-
verði sem er þarna. Það er ekkert
svo langur gangur á milli Þor-
geirsfjarðar og Hvalvatnsfjarðar,
kannski klukkutími og stígurinn er
vel merktur.“
Vignir var mjög ánægður með
ferðina í Fjörður og mælir hiklaust
með svæðinu fyrir þá sem hafa
gaman af útivist. „Það var líka
mjög gott að hafa Hulduland með
og ef fólk ætlar eitthvað að stoppa
þarna og skoða sig um er fínt að
lesa þessa bók til þess að fá svona
innsýn inn í svæðið.“
Alveg einstök náttúrufegurð
Fjörður eru tveir firðir, Hvalvatnsfjörður og Þorgeirsfjörður, sem hafa ekki verið í
byggð síðan í kringum 1944. Margir leggja þó leið sína þangað þar sem Fjörðurnar
þykja einstaklega fallegt svæði. Vignir Stefánsson fór í ferðalag í Fjörður árið 2002 og
varð mjög hrifinn.
Vignir Stefánsson var ánægður með ferðalag sitt í Fjörður.
Umhverfið er einstaklega fallegt og ýmislegt hægt er að gera.
Vignir og vinkona hans kveiktu bál bæði kvöldin sem þau voru í Hvalvatnsfirði.