Fréttablaðið - 30.05.2006, Page 40

Fréttablaðið - 30.05.2006, Page 40
12 ■■■■ { norðurland } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Listalífið fyrir norðan hefur aldrei verið öflugra en nú. Vinnustofan Svartfugl og hvítspói, var opnuð fyrir rúmu einu og hálfu ári í bakhúsi í Brekkugötu 3a, og hafa eigendurnir, Sveinbjörg Hallgríms- dóttir og Anna Gunnarsdóttir, ekki látið sitt eftir liggja til að gera Akureyri að einum fremsta menn- ingarbæ landsins. Að sögn Önnu hefur starfsemin gengið mjög vel síðan þær Svein- björg opnuðu. „Þar sem þetta er opin vinnustofa, erum við aðallega með verk eftir okkur sjálfar,“ segir Anna. „Við hlið vinnustofunnar er salur þar sem verkin eru höfð til sýnis. Sveinbjörg, sem er menntuð í grafík úr Myndlista- og handíða- skólanum, sýnir tré- og koparristur eftir sig. Svo er ég sjálf að vinna með ýmis efni, svo sem ull, silki, leður og roð. Þetta er fatnaður og ljósskúlptúrar, en ég lauk námi á hönnunar- og textílbraut frá Verk- menntaskólanum á Akureyri og fór þaðan í nám til Danmerkur, eins og Sveinbjörg gerði. Kosturinn við að hafa vinnustofu og sal í sama húsnæði er sá að fólk getur bæði komið til að skoða verkin okkar og séð hvernig þau verða til,“ bætir hún við. Anna segir að þótt þær Sveinbjörg hafi vinnustofuna við hlið sýningarsalsins, þá sýni þær öðru hverja eftir aðra listamenn. „Björg Eiríksdóttir var til að mynda með sýningu á olíumálverkum hjá okkur um daginn sem tókst vel til í alla staði. En eins og ég segi þá einblínum við aðallega á eigin verk og Sveinbjörg, sem var kosin bæjarlistamaður, hélt mjög vel heppnaða einkasýningu í húsinu,“ bætir hún við í lokin. Svartfugl og hvítspói Sveinbjörg Hallgrímsdóttir og Anna Gunnarsdóttir bjóða gestum og gangandi að sjá hvernig list verður til. Svartfugl og hvítspói er skemmtileg vinnustofa og sýningarsalur þar sem gestir geta skyggnst inn í veröld listamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS Mikið af fallegum verkum eru til sýnis á stofunni í Brekkugötu 3a og ljóst að þær Anna og Sveinbjörg hafa auðgað bæinn með list sinni. FRÉTTABLADID/HEIDA.IS Sumir hlutanna sem eru til sýnis eru skemmtilega skrítnir í útliti, réttnefnt augnakonfekt. FRÉTTABLADID/HEIDA.IS Þessi mynd sýnir með skemmtilegum hætti hversu stutt er á milli listköpunar, saman- ber tvinnana til hægri, og listaverksins, það er „eggsins“, í Svartfugli og hvítspóa. FRÉTTABLADID/HEIDA.IS N† VÖRU- OG fiJÓNUSTUSKRÁ Á VISIR.IS/ALLT ... sem flig vantar til a› hefja n‡tt líf F í t o n / S Í A Hringdu í 550 5000 ef blaðið berst ekki - mest lesið N† VÖRU- OG fiJÓNUSTU- SKRÁ Á VISIR.IS/ALLT ... sem flig vantar í n‡ja húsnæ›i›

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.