Fréttablaðið - 30.05.2006, Side 54
30. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR22
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkisatburði,
stórafmæli, andlát og jarðar-
farir í smáletursdálkinn hér
að ofan má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is eða
hringja í síma 550 5000.
MERKISATBURÐIR
1431 Jóhanna af Örk er brennd á
báli í Rúðuborg í Frakklandi
fyrir villutrú.
1593 Breska leikskáldið Christ-
opher Marlow er drepinn
á krá vegna deilna um
borgun á reikningi.
1768 Eggert Ólafsson, náttúru-
fræðingur og skáld, drukkn-
ar á Breiðafirði við áttunda
mann.
1851 Jón Sigurðsson er kosinn
forseti Kaupmannahafn-
ardeildar Hins íslenska
bókmenntafélags. Forseta-
titillinn festist við Jón.
1981 Forseti Bangladess, Zia Rah-
man, er ráðinn af dögum.
1984 Staðfest eru stjórnskipun-
arlög sem fjölga alþingis-
mönnum úr 60 í 63.
Þennan dag árið 1990
bönnuðu frönsk yfirvöld
allan innflutning á bresku
nautakjöti og lifandi naut-
gripum af ótta við kúariðu.
Frakkland var stærsti inn-
flytjandi bresks nautakjöts
og kom þetta sér því mjög
illa fyrir breska bændur.
Einnig kom þetta sér illa
fyrir bresk yfirvöld sem
höfðu þráfaldlega reynt að
sannfæra almenning um
að öruggt væri að neyta
nautakjöts.
Fáum dögum síðar bönnuðu Þýskaland og Ítalía
innflutning á nautakjöti. Banninu var aflétt nokkru
síðar eftir miklar samningaviðræður í Brussel.
Kúariðukreppan náði
síðan hámarki 20. mars
árið 1996 þegar bresk
yfirvöld viðurkenndu að
tengsl væru milli kúariðu
og Creutzfeldt-Jakob-sjúk-
dómsins, mannlegri útgáfu
hrörnunarsjúkdómsins sem
hafði fyrst fundist í bresk-
um kúm tíu árum áður.
Viku síðar var algert bann
við útflutningi á bresku
nautakjöti sett á. Banninu
var aflétt í öllum löndum
nema Frakklandi árið
1999 en eftir að Evrópusambandið hótaði stórum
fjársektum var banninu einnig aflétt í þar í október
árið 2002.
ÞETTA GERÐIST: 30. MAÍ 1990
Frakkar banna breskt nautakjötALEXANDER POPE (1688-1744), LÉST ÞENNAN DAG.
„Hreinskilinn maður er
göfugasta sköpunarverk
guðs.“
Ljóðskáldið Alexander Pope
skildi eftir sig mikinn fjölda
spakmæla.
Á fimmtudaginn heldur iðjuþjálfun
geðdeildarinnar við Hringbraut árleg-
an sumarmarkað. Markaðurinn er
stór dagur fyrir geðdeildina enda eru
þar til sölu munir úr vetrarstarfinu og
rennur ágóðinn til góðs málefnis.
„Sumarmarkaðurinn er alltaf mjög
skemmtilegur dagur og tilbreyting
fyrir geðdeildina og fólkið sem er
hérna í prógramminu,“ segir Sonja
Gústafsdóttir, iðjuþjálfi á geðdeild-
inni. Tveir markaðir eru haldnir á
hverju ári, um jól og í sumarbyrjun,
og hafa þeir tekist vel hingað til.
„Ávinninginn setjum við í sjóð sem
úthlutar styrkjum tvisvar á ári. Fólk
sem er hérna hjá okkur getur sótt um
styrkina til að byggja sjálft sig upp, til
dæmis ef það vill fara í skóla eða
stunda íþróttir. Hluti peninganna fer
síðan í það að gera eitthvað félagslegt
með fólkinu sem er í prógramminu.
Þá greiðum við til dæmis niður ferð í
leikhús eða á jólahlaðborð vegna þess
að það er auðvitað mikil þjálfun í því
að vera innan um fólk.“
Til sölu er mikið af fallegum
munum og eru þar meðal annars
saumavörur, smíðaðir hlutir og leir-
munir. „Markmiðið með iðjuþjálfun-
inni er að sjálfsögðu ekki að föndra
heldur er það bara útkoman úr starf-
inu. Við erum að æfa einbeitingu,
úthald, samvinnu og samskipti með
það að takmarki að fólk komist aftur í
vinnu, skóla eða geti sinnt heimilinu
sínu.“ Sólveig segir að mikill árangur
sjáist af endurhæfingarvinnunnni þó
hún taki vissulega langan tíma. „Til að
ná árangri í endurhæfingunni þarf að
sýna þolinmæði og fagna litlu sigrun-
um en ekki bara að horfa á heildina.
Við sjáum vel að því lengur sem fólk
helst í endurhæfingunni því betur
gengur því að fóta sig. Einnig eru
minni líkur á endurinnlagningu og
þær eru að jafnaði styttri hjá þeim
sem hafa klárað prógrammið hjá
okkur.“
Iðjuþjálfunardeildin hefur dálitla
sérstöðu innan geðdeildarinnar og
segir Sólveig að þar ríki sérstaklega
góður andi. „Við erum ekki klædd í
hvítt svo fólki finnst oft ekki eins og
það sé inni á spítala. Allir sem eru
hérna koma af fúsum og frjálsum
vilja og vilja gera eitthvað í sínum
málum.“
Allir eru velkomnir á sumarmark-
aðinn sem er, eins og áður sagði, hald-
inn fimmtudaginn fyrsta maí milli
klukkan 12 og 15.30 í anddyri geð-
sjúkrahúss LHS við Hringbraut.
IÐJUÞJÁLFUN Á GEÐDEILD LHS HRINGBRAUT: HELDUR SUMARMARKAÐ
Föndrið er bara afurð
Systir okkar og föðursystir
Sóley Þorsteinsdóttir
Álfaskeiði 64b, Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum við Hringbraut 22. maí sl.
Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
fimmtudaginn 1. júní kl. 15.00.
F.h. aðstandenda
Guðrún Ó. Hafberg
Guðjón Kristinn Einarsson
Ingólfur Einarsson
Einar Þórir Dagbjartsson
Okkar ástkæra
Soffía Arinbjarnar
lést á Landspítalanum í Fossvogi, föstudaginn 26. maí.
Útförin verður auglýst síðar.
Kristján Stefánsson
Hildur Betty Kristjánsdóttir Guðmundur Óli Hilmisson
Laufey Dögg Kristjánsdóttir Arthur Vilhelm Jóhannesson
Vilborg Arinbjarnar
og barnabörn.
Elskulegur sonur minn og bróðir okkar
Haraldur Elías Waage
Hafnarbraut 23, Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
31. maí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk-
aðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknar-
stofnanir.
Arnbjörg Jónsdóttir Waage
Guðbjörg Hallfríður Waage
Ágústa Waage Ingólfur Tryggvason
Guðný Waage
Arnbjörg Kristín og Markús Helgi
Guðleif Jóhannsdóttir
frá Siglufirði
lést á heimili sínu í Grimsby þann 19. apríl 2006.
Útförin fór fram 26. apríl í Grimsby.
Jóhannes Jónsson Sigríður Einarsdóttir
Carol Ann Robertsson
Vivien Evelyn Burkett
Hafdís Eyland Gísladóttir Árni Haraldsson
Sverrir Eyland Gíslason Sigurrós Sveinsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
SONJA GÚSTAFSDÓTTIR IÐJUÞJÁLFI Á GEÐDEILD LHS Í iðjuþjálfuninni klæðast starfsmenn ekki í hvítt og ríkir þar sérstaklega góður andi. Fólk sem kemur á
deildina kemur til að þjálfa upp einbeitingu og samskipti í því skyni að komast í vinnu, skóla eða geta sinnt heimilinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
AFMÆLI
Jónas Ingimundar-
son píanóleikari er
62 ára.
Ólafur Sigurðsson
fyrrverandi frétta-
maður er sjötugur.
JARÐARFARIR
13.00 Björk Arngrímsdóttir,
Kirkjuteigi 19, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Laugar-
neskirkju.
14.00 Friðrik Ársæll Magnússon
frá Höskuldarkoti, fyrrverandi
forstjóri Steypustöðvar Suð-
urnesja, Grundarvegi 2, Ytri-
Njarðvík, verður jarðsunginn
frá Ytri-Njarðvíkurkirkju.
14.00 Pétur Þorvarðarson, Ártröð
3, Egilsstöðum, verður jarð-
sunginn frá Egilsstaðakirkju.
Sent verður út frá athöfninni
í íþróttahúsið á Egilsstöðum.
15.00 Berta Björg Friðfinnsdóttir
verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju.
15.00 Guðmundur Hafsteinn
Friðriksson fyrrverandi
atvinnubílstjóri, Grensásvegi
56, Reykjavík, verður jarð-
sunginn frá Grensáskirkju.
EINN Í HEIMINUM Allir Íranarnir á
þessari mynd biðja hér föstudags-
bænirnar sínar í takt ef frá er talinn
einn sem greinilega hefur orðið
aðeins of seinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ANDLÁT
Guðný Soffía Tryggvadóttir,
Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, lést á
gjörgæsludeild Landspítala Foss-
vogi laugardaginn 20. maí. Útför
fór fram í kyrrþey.
Kristín Jónsdóttir, Freyjugötu 21,
Sauðárkróki, lést á heimili sínu
laugardaginn 27. maí.
Rodolphe Giess, Hátröð 4, Kópa-
vogi, lést í Frakklandi laugardaginn
13. maí.
William E. Wood, 5306 Rainy
Avenue, Orange Park, FLA, lést 9.
maí. Útför fór fram í Orange Park.
Þórey Ólafsdóttir, Háagerði 51,
Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimil-
inu Eir laugardaginn 27. maí.
Þorgerður Gunnarsdóttir, fædd
4.6 1930, til heimilis í Hörðalandi
10, Reykjavík, lést miðvikudaginn
24 maí.