Fréttablaðið - 30.05.2006, Side 58

Fréttablaðið - 30.05.2006, Side 58
 30. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR26 menning@frettabladid.is Kl. 19.00 Fyrsta Viðeyjarganga sumarsins. Félagsmenn úr Myndhöggvarafé- lagi Reykjavíkur leiða göngufólk um sýninguna Site-Actions sem opnuð var í eynni síðasta fimmtu- dag í tengslum við Listahátíð. Gangan er ókeypis utan ferjutolls og tekur hún rúma tvo tíma. > Ekki missa af... ókeypis aðgangi í Þjóð- minjasafnið út maímánuð. Síðustu forvöð að nýta sér þetta kjaraboð. yfirlitssýningum Birgis Andréssonar og Steingríms Eyfjörð í Listasafni Íslands. Sýningin er hluti af Lista- hátíð í Reykjavík. óperunni Galdraskytt- unni sem verður sýnd á Listahátíð um helgina. Örfáar sýningar á þessari mögnuðu óperu, konfekt fyrir augu og eyru. Sudoku-æðið kann að vera að renna af fólki en nú er komin önnur japönsk rökþraut sem vísast getur fengið menn til að brjóta heilann og ófáa blýanta. Fyrsta Kakuro-þrautin birtist í bresku dagblaði haustið 2005 og hafa nú sífellt fleiri heillast af gátunum og er fyrsta þrautabókin komin núna út á íslensku. „Bókin um Kakuro og hvernig hún er leyst“ inniheldur 100 gátur auk leiðbeininga og lausna svo áhugasamir geta heldur betur hugsað sér gott til glóðarinnar. Höfundur Kakuro-gátanna í bókinni, Dr. Gareth Moore, varði doktorsritgerð sína um gervigreind véla við háskólann í Cambridge á Englandi en gátunum mætti líkja við krossgátu með tölum en þær reyna á rökhugsun og einfalda reikn- ishæfileika, það eina sem fólk þarf að kunna til þess að ráða gáturnar er einföld sam- lagning. Nafnið Kakuro er samsetning á japanska orðinu yfir „samlagningu“ og japönskum framburði á enska orðinu „cross“. Kakuro-gáturnar eru misstórar en eins að öllu öðru leyti. Hver gáta hefur „vísbendingareiti“ og auða reiti fyrir „lausnartölur“ sem mynda „lausn- arlínur“, ýmist lóðréttar eða láréttar. Aðrir reitir eru svertir og ekki notaðir. Vísbendingartala hverrar lausnarlínu er jöfn öllum lausnartölum línunnar samanlögðum. Ólíkt Suduko má ekki nota hverja tölu nema einu sinni í hverri lausnarlínu og allar tölur línunn- ar samanlagðar verða að vera jafnar vísbendingartölu línunnar. Þá er bara að ydda blýantinn. Lárus Jón Guðmundsson þýddi og staðfærði en Hugall ehf. gefur bókina út. Glímt við talnaþrautir EINFALDAR GÁTUR FYRIR ALLA Heilabrot fyrir byrjendur og len- grakomna sem halda sellunum við efnið. Leikhópurinn Sokkabandið frumsýnir Ritskoðarann eftir skoska leikskáldið Anthony Neilson á morgun. Verkið kannar samband milli listamanns og gagn- rýnanda og tengslin milli ástar og kynlífs. Elma Lísa Gunnarsdóttir, leikkona og annar forsprakki Sokkabands- ins, heillaðist af vinnu Neilsons þegar hún sá verk hans Penetrator sett upp hjá Reykvíska listaleik- húsinu í Klink og Bank í fyrra. „Hann er ótrúlega spennandi og djarfur höfundur sem skrifar verk sem fjalla um allt aðra hluti en almennt er verið að fjalla um í leikhúsi. Hann skrifar öll verkin upp úr spuna og leikstýrir þeim sjálfur, samtölin í verkunum verða til dæmis mjög eðileg,“ útskýrir Elma Lísa. Verkið fjallar um mann sem vinnur við kvikmyndaeftirlit og samskipti hans við konu sem leitar til hans og vill fá leyfi fyrir mynd sem hún er að gera. „Hún þarf að koma myndinni í gegnum eftirlit og hann þarf að ritskoða myndina. Verkið fjallar síðan um þeirra samband og svo kemur eiginkona mannsins einnig við sögu,“ segir Elma Lísa. Í leikritinu er varpað fram áleitnum spurningum um kenndir og þrár, listfengi og klám og hvort kynlíf og ást geti farið saman í heimi þar sem líkaminn er söluvara og ef svo er hvort ástin lifi það af? „Þessar spurningar eru mjög aðkallandi í dag, til dæmis vegna klámvæðingarinnar sem tröllríður öllu – hvenær förum við yfir strik- ið? Hvað er rétt og rangt?“ spyr Elma Lísa. „Hvernig kemst nútíma- maðurinn af í samfélagi sem upp- hefur tækifærissiðgæði?“ Verkið er stranglega bannað börnum en það hlaut á sínum tíma góðar viðtökur hjá áhorfendum í Bretlandi þótt verkið væri umdeilt fyrir opinskáa umfjöllun sína um kynferðismál og nokkrir hefðu sopið hveljur á sýningunum. Aðeins fimm sýningar eru fyr- irhugaðar á verkinu en þær fara fram í sal Sjóminjasafnsins við Grandagarð 8 í Reykjavík. „Þetta er mjög hrátt rými sem hentar þessu verki mjög vel því að sagan gerist í óttalegri skítaholu. En það komast bara þrjátíu áhorfendur fyrir á hverri sýningu og nálægðin er mjög mikil. Ég er persónulega mjög hrifin af svona stuttum og kraftmiklum sýningum,“ segir Elma Lísa. Sokkabandið setur verkið upp með liðsinni Hafnarfjarðarleik- hússins en leikstjóri þess er Jón Páll Eyjólfsson en auk Elmu Lísu leika Stefán Hallur Stefánsson og Arndís Hrönn Egilsdóttir í sýning- unni. Hljóðmynd sýningarinnar semur Hallur Ingólfsson en leik- hópurinn hannar leikmyndina. Stefán Hallur þýddi verkið í félagi við Vigni Rafn Valþórsson. Nánari upplýsingar um sýning- una og leikhópinn má finna á heimasíðunni ritskodarinn.blogs- pot.com en sími midasölunnar er 821-6013. -kristrun@frettabladid.is Klám á tímum tækifæranna STEFÁN HALLUR STEFÁNSSON OG ELMA LÍSA GUNNARSDÓTTIR Sokkabandið setur upp Ritskoðarann, kraftmikið og ögrandi leikverk eftir leikskáldið Anthony Neilson. ! ��������������������������������� ����������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� ������������������������������ ������������ �������������� �� ����������� �������������� �������� �������� ���������������������������������� ������������������ ������ ������������� ����������������������������������� �������� ��������������� �������� ������������������ ������������� �������� ��������� ������������� �������� ��������� ������������������������ ��������� ������������� �������� ��������� Sími 581 1281 • gitarskoli@gitarskoli.is www.gitarskoli.is Gítarnámskeið hefst 6. júní 4 vikur, 8 einkatímar Fullt hús ævintýra Við opnum 2. júní www.sturta.is allan sólarhringinn! Sími: 565-5566R e yk ja ví k u rv e g u r 6 4 , H a fn a rf jö rð u r. Ó tr ú le g ve rð !! !! Sumarnámskeið Laugarneskirkju í Júní Fyrir börn fædd 1994-1999 Skráning stendur yfir til 2. júní Upplýsingar og skráning: Sr. Hildur Eir s: 863-1504 hildurbo@simnet.is Andri Bjarnason s: 694-7083 andribja@hi.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.