Fréttablaðið - 30.05.2006, Side 64
32 30. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR
sport@frettabladid.is
Fylkir, handknattleiksdeild leitar eftir
áhugasömum þjálfurum til að taka þátt
í uppbyggingu yngri flokka félagsins.
Umsóknir sendist á fylkirhandbolti@hotmail.com
Nánari upplýsingar veitir Sigurður í 695-8843.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var
ekki sáttur í viðtölum við fjölmiðla eftir
leikinn gegn Fylki í Árbænum á sunnu-
daginn. Hann sagði að það hefðu komið
skilaboð frá varamannabekk Fylkis um
að slátra sínum mönnum. Það var þó
ekki þjálfarinn Leifur Garðarsson sem
var þar að verki heldur markvörðurinn
Bjarni Þórður Halldórsson sem sat á
bekknum í þessum leik en hann er að
jafna sig af nárameiðslum.
„Það er ýmislegt sem er látið flakka í
hita leiksins og ég viðurkenni það alveg
að ég öskraði eitthvað inn á völlinn í
þessum leik. Mér finnst það samt mikið
blásið upp, þetta var ekkert verra en
margt annað sem sagt er,“ sagði Bjarni
Þórður. „Það hefði aldrei verið gert
svona mikið út úr þessu ef þetta hefði
verið öfugt. FH-ingar voru sjálfir ekkert
rólegir á bekknum og létu ýmislegt
út úr sér. Það er of mikil virðing
borin fyrir þessum mönnum,“
Bjarni segir fáránlegt að halda því
fram að þessi öskur hans hafi orðið
til þess að einhverjar tæklingar hafi
átt sér stað. „Ég kallaði inn á völlinn
„slátrið þeim“, en ég var ekkert
með neinar morðhótanir.
Þessi frasi er notaður yfir
marga hluti í leiknum
og það er hægt að
slátra andstæðingnum
með því að gera betur
en hann í ýmsum
hlutum,“ sagði Bjarni
sem vildi ekki meina
að hans orð hafi verið
eitthvað harðari en mörg önnur
sem fá að fjúka í leikjum hér í
deildinni.
Ólafur Jóhannesson var þó allt
annað en sáttur við þessi orð
Bjarna Þórs og fannst sumar
tæklingar Árbæjarliðsins fara
yfir strikið. Hann vildi til dæmis
sjá Sævar Þór Gíslason
fá rautt spjald fyrir að
fara í markvörðinn
Daða Lárusson
undir lok leiksins.
„Sævar setti sól-
ann beint í Daða
og það átti að
reka hann út af
fyrir það,“ sagði
Ólafur.
BJARNI ÞÓRÐUR HALLDÓRSSON: LÉT ÝMISLEGT FLAKKA AF BEKKNUM Í LEIK GEGN FH
Of mikil virðing borin fyrir FH-ingum
Golfmót Þróttar 2006
Verður á Garðavelli Akranesi föstudaginn 2. júní.
Mæting kl. 13.15, ræst út kl. 14.00. Dregið í ráshópa.
Nánar á www.trottur.is eða mótaskrá www.golf.is
Skráning: Gunnar Árnason (garnason@vis.is) eða
Haukur Nikulásson (haukur@mtt.is)
HANDBOLTI Einar Örn flaug frá
Spáni yfir til Þýskalands á sunnu-
dag og gærdagurinn fór í hinar
ýmsu skoðanir hjá læknum félags-
ins. Hann fór svo aftur til Spánar í
morgun og bíður niðurstaðna úr
skoðuninni en ljóst er að Einar
verður ekki lengur í herbúðum
Torrevieja.
Læknar Minden vilja skoða
Einar vel og vera þess fullvissir
að hann sé heill heilsu enda gekkst
Einar undir aðgerð á hné í lok
febrúar en hann hefur spilað og
æft síðustu sex vikur án þess að
kenna sér meins.
„Læknar Minden vilja skoða
allar myndirnar vel og fá frekari
upplýsingar frá lækninum á Spáni
sem skar mig upp,“ sagði Einar
Örn í gær en Minden lenti í því
með Patrek Jóhannesson á sínum
tíma að hann reyndist verr meidd-
ur á hné en talið var í fyrstu og því
eru læknisskoðanir leikmanna
með hnémein mun ítarlegri nú en
þær voru.
„Ég finn ekkert til í hnénu en
ég skil vel að þeir vilji skoða hnéð
gaumgæfilega. Ég vil líka sjálfur
fá úrskurð um stöðuna á hnénu því
ef eitthvað alvarlegt finnst þá er
ég ekkert hrifinn af því að rústa á
mér hnénu. Ég vil geta gengið
eftir að handboltaferlinum lýkur,“
sagði Einar Örn en hann var
nýkominn úr læknisskoðuninni
þegar Fréttablaðið náði í hann.
„Lokahnykkurinn á skoðuninni tók
klukkutíma en fyrr í dag fór ég í
blóðprufur og hjartaskoðanir.“
Minden er svo gott sem búið að
tryggja sæti sitt í þýsku úrvals-
deildinni þegar ein umferð er eftir
af mótinu. Með liðinu leikur miðju-
maður íslenska landsliðsins,
Snorri Steinn Guðjónsson. Einar
Örn á ekki von á því að það verði
mikið vandamál að ganga frá per-
sónulegum kjörum verði niður-
staðan úr læknisskoðuninni
jákvæð.
„Umboðsmaðurinn minn sér
eiginlega um það mál en ég hef
ekki heyrt annað á honum en
að það gangi allt saman upp. Ég er
bara jákvæður og vona það besta,“
sagði Einar Örn Jónsson.
henry@frettabladid.is
Niðurstaða á næstu dögum
Handknattleiksmaðurinn Einar Örn Jónsson fór í læknisskoðun hjá þýska úr-
valsdeildarfélaginu Minden í gær. Niðurstöður verða ljósar á næstu dögum og
verði þær jákvæðar þá gengur hann í raðir liðsins frá Torrevieja.
Á LEIÐ Í NÝJAN BÚNING? Einar Örn mátar hér brasilíska landsliðsbúninginn á ÓL í Aþenu.
Hann gæti skipt um félag á næstu dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
HANDBOLTI Það er fátt sem bendir
til annars en að dómstóll HSÍ
þurfi að útkljá mál Fram og mark-
varðarins Egidijusar Petkevici-
us. Fram ákvað að framlengja
ekki viðaukasamningi (launa-
samningi) Petkeviciusar við
félagið en krefst greiðslu fyrir
hann þar sem leikmannasamn-
ingur markvarðarins við félagið
rennur ekki út fyrr en næsta
sumar.
Þetta sættir Petkevicius sig
ekki við og segist tilbúinn að fara
langt með málið láti Fram ekki af
kröfunni. Í reglum HSÍ um leik-
mannasamninga kemur skýrt
fram að leikmanna- og viðauka-
samningur skuli hafa sömu tíma-
mörk en þar stendur einnig að ef
gildistími er ekki sá sami þá gildi
tímamörk leikmannasamnings-
ins.
„Nú þekki ég þetta mál ekki
þar sem það er ekki komið inn á
okkar borð en ég get þó sagt að í lögum og reglum HSÍ er ætlast
til þess að það sé sami gildistími
á þessum samningum. Menn eiga
ekki að gera neitt annað en að
hafa hlutina þannig. Það eru
okkar leiðbeiningar og við ætl-
umst til þess að eftir þeim sé
farið,“ sagði Einar Þorvarðarson,
framkvæmdastjóri HSÍ.
Þessu máli svipar mjög til
máls landa Petkeviciusar, Robert-
as Pauzuolis, er hann gekk í raðir
Hauka frá Selfossi. Selfyssingar
riftu samningi Litháans við félag-
ið en fóru síðan fram á greiðslu
fyrir hann þegar Pauzuolis samdi
við Hauka. Það mál fór í gegnum
bæði dómsstig HSÍ og hafði Pauz-
uolis betur og því greiddu Hauk-
ar ekkert fyrir hann. Stóri mun-
urinn á þessum tveim málum
virðist vera sá að Selfyssingar
fóru eftir leiðbeiningum HSÍ og
höfðu sama tíma á samningunum
tveimur en því er ekki fyrir að
fara í máli Fram og Petkevicius-
ar. - hbg
Mál Fram og Egidijusar Petkevicius ekki alveg án fordæma:
Svipar til máls Robertas Pauzuolis
EGIDIJUS PETKEVICIUS Tilbúinn að berjast
gegn Frömurum standi þeir fast á því að
krefjast greiðslu fyrir hann.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
FÓTBOLTI Varnarmaðurinn Grétar
Sigfinnur Sigurðsson í Víkingi
þurfti að fara af velli þegar um
hálftími var eftir af leik liðsins
gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á
sunnudag. „Það var stuggað við
mér, ég missti jafnvægið og lenti
illa. Ég missteig mig í lendingu en
tæklingin sjálf var alls ekki gróf.
Ökklinn er bólginn og ég bað um
skiptingu strax og þetta atvik kom
fyrir. Ég trúi því samt ekki að
þetta sé eitthvað alvarlegt, maður
hefur oft misstígið sig og vona að
þetta sé ekki eitthvað alvarlegra
en áður,“ sagði Grétar.
Víkingur vann leikinn í Eyjum
1-0 og hefur því unnið tvo leiki í
röð. Grétar spilaði með Valsmönn-
um í fyrra en næsti leikur Víkinga
er einmitt gegn Val. Grétar er
ákveðinn í að taka þátt í þeim leik.
„Ég ætla mér að ná leiknum gegn
Val, það kemur ekkert annað til
greina. Ég spila á hækjum ef þess
þarf,“ sagði Grétar.
- egm
Grétar Sigfinnur Sigurðsson:
Ákveðinn í að
leika gegn Val
GRÉTAR Harður nagli.
> Dönsk meiðsli hjá FH
Ólafur Jóhannesson þjálfari FH-inga býst
við að Danirnir þrír verði allir orðnir heilir
fyrir næsta leik liðsins í Landsbankadeild-
inni sem verður gegn Keflavík á mánu-
dag. Allan Dyring fór meiddur af velli
er þeir léku
við Fylki en
þau meiðsli
eru ekki
talin alvarleg.
Þá var engin
áhætta tekin
með Tommy
Nielsen sem átti
við smávægileg
meiðsli að stríða
og var ekki teflt fram
í Árbænum. Athygli hefur
vakið að varnarmaðurinn Peter Matzen
hefur engin tækifæri fengið það sem af
er Íslandsmóti en Ólafur segir að það sé
vegna nárameiðsla, hann ætti þó að vera
orðinn góður á mánudag.
FÓTBOLTI Ruud Van Nistelrooy,
sóknarmaður Manchester United,
er efstur á óskalista AC Milan til
að fylla skarð Andriys Shevchenko
sem er á leið til Chelsea. Talsmað-
ur ítalska liðsins lét hafa eftir sér
í dagblaði þar í landi að Nistelrooy
væri einn af sárafáum leikmönn-
um sem gæti fyllt skarð Shev-
chenkos.
United er tilbúið til að hlusta á
tilboð í Nistelrooy en hann er ekki
í náðinni á Old Trafford í augna-
blikinu og þurfti talsvert að verma
varamannabekkinn undir lok síð-
asta tímabils. Hann hefur skorað
150 mörk í 200 leikjum fyrir Unit-
ed en hann hefur verið hjá félag-
inu í fimm ár.
Nistelrooy skoraði sigurmark
Hollendinga sem lögðu Kamerúna
1-0 í æfingaleik á sunnudag en
hann verður í eldlínunni á HM í
Þýskalandi.
- egm
Leitað arftaka Shevchenko:
Nistelrooy á
óskalista Milan
TIL ÍTALÍU? AC Milan vill fá Ruud van
Nistelrooy. NORDICPHOTOS/AFP
Allir á völlinn
Heil umferð fer fram í Landsbankadeild
kvenna í kvöld. KR tekur á móti Keflavík,
FH sækir Breiðablik heim, Fylkir fær
Val í Árbæinn og Þór/KA tekur á móti
Stjörnunni.