Fréttablaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 66
 30. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR34 2-3 Kópavogsvöllur. Áhorf: 1050 Einar Örn Daníelsson (8) 0-1 Óli Stefán Flóventsson (19.) 1-1 Marel Baldvinsson (vsp. 43.) 2-1 Marel Baldvinsson (vsp. 70.) 2-2 Óskar Örn Hauksson (83.) 2-3 Óskar Örn Hauksson (85.) Breiðablik Grindavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 15–10 (6–4) Varin skot Hjörvar 3 – Colin 4 Horn 7–4 Aukaspyrnur fengnar 14–10 Rangstöður 1–2 GRINDAV. 4–4–2 Colin Stewart 7 Kristján Vald. 6 (62. Ahandour 5) Óðinn Árnason 6 David Hannah 6 Paul McShane 7 Óli Stefán 7 Guðmundur 5 (46. Ray Anthony 4) Eysteinn Húni 6 *Óskar Örn 7 Jóhann Þ. 7 (73. Guðm. Atli -) Sinisa Kekic 7 *Maður leiksins BREIÐA. 4–5–1 Hjörvar 4 Árni Kristinn 7 Guðmann 4 Srdjan Gasic 6 Stig Haaland 6 Gunnar Örn 5 (83. Ragnar -) Magnús Páll 5 (74. Olgeir -) Petr Podzemsky 4 Oliver Risser 6 Steinþór 6 Marel 7 STAÐAN Í LANDSBANKADEILDINNI 1. FH 4 4 0 0 9-2 12 2. KEFLAVÍK 4 2 1 1 6-3 7 3. GRINDAVÍK 4 2 1 1 8-7 7 4. FYLKIR 4 2 0 2 5-4 6 5. BREIÐABLIK 4 2 0 2 9-9 6 6. VALUR 4 2 0 2 6-5 6 7. VÍKINGUR 4 2 0 2 6-5 6 8. KR 4 2 0 2 3-7 6 9. ÍBV 4 1 0 3 3-9 3 10. ÍA 4 0 0 4 5-9 0 2-1 Laugardalsvöllur. Áhorf: 1204 Jóhannes Valgeirsson (6) 0-1 Igor Pesic (40.) 1-1 Sigurbjörn Hreiðarsson (49.) 2-1 Garðar Gunnlaugsson (85.) Valur ÍA TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 24–9 (15–4) Varin skot Kjartan 3 – Bjarki 11 Horn 10–3 Aukaspyrnur fengnar 8–19 Rangstöður 4–2 ÍA 4–3–3 Bjarki Freyr 9 Kári Steinn 4 Heimir Einars. 7 Bjarni Guðjóns. 7 Guðjón Heiðar 4 Igor Pesic 4 Pálmi Haraldss. 3 Þórður Guðjónss. 3 (63. Jón Vilhelm 5) Ellert Jón 5 (46. Hafþór Ægir 3) Hjörtur 3 (77. Andri Júl. -) Dean Martin 6 *Maður leiksins VALUR 4–4–2 Kjartan 7 Steinþór 7 Valur Fannar 7 Atli Sveinn 7 Birkir Már 8 Kristinn 5 (54. Örn Kató 5) Pálmi Rafn 7 Sigurbjörn 7 (80. Ari Freyr -) Matthías 5 (22. Baldur 8) Guðmundur 8 * Garðar 9 FÓTBOLTI Hótel í Weggis í Sviss stóð fyrir uppboði á netinu þar sem hægt var að bóka sömu her- bergi og leikmenn brasilíska landsliðsins gista á fyrir HM. Brasilíska liðið er nú í Sviss við æfingar og þeir sem buðu hæst geta fengið herbergið afhent aðfararnótt 3. júní, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að brasilíska liðið yfirgefur hótelið og heldur til Þýskalands eftir tveggja vikna dvöl. Athygli vekur að herbergi sóknarmannsins Ronaldos hjá Real Madrid var bókað á mestan pening eða 1.010 svissneska franka sem eru rúmar sextíu þús- und íslenskar krónur. „Það kemur á óvart að hæsta boðið hafi verið í herbergi Ronaldos,“ sagði Philipp Musshafen, aðstoðar- framkvæmdastjóri hótelsins. Herbergi Ronaldinho fór á 850 franka en þar á eftir var borgað mest fyrir að gista í sömu rúmum og Kaka, Adriano og Roberto Carlos. Hæstbjóðendurnir fá ekki bara að gista eina nótt í sömu her- bergjum og stjörnurnar heldur fá þeir einnig áritaðan landsliðs- búning Brasilíu. Brasilíska landsliðið er í riðli með Króatíu, Ástralíu og Japan á HM og á fyrsta leik gegn Króatíu í Berlín þann 13. júní. Liðið er talið eitt það alla sigurstrangleg- asta í keppninni. - egm Hótel í Sviss stóð fyrir uppboði á hótelherbergjum: Mest borgað fyrir herbergi Ronaldo Í SVISS Ronaldinho og Ronaldo við æfingar í Sviss. Mest var borgað fyrir herbergi þess- ara tveggja leikmanna á uppboði NORDICPHOTOS/AFP KÖRFUBOLTI Dallas Mavericks bar sigurorð af Phoenix Suns 95-88 á útivelli í úrslitakeppni NBA deild- arinnar í fyrrinótt. Það var fyrst og fremst frábær varnarleikur sem var lykillinn að sigri Dallas sem leiðir nú einvígið 2-1. Undir lok leiksins hirti Dallas hvert sóknarfrákastið á fætur öðru og gerði þar með út um leikinn. Þjóðverjinn Dirk Nowitzki átti frábæran leik hjá Dallas og skor- aði 28 stig auk þess að taka sautj- án fráköst en Josh Howard skor- aði 22 stig og hirti 12 fráköst. Liðið hefur ekki tapað leik þar sem Howard hefur náð að skora yfir tuttugu stig. Steve Nash skoraði 21 stig fyrir Suns og gaf sjö stoð- sendingar. Næsta viðureign lið- anna verður í Phoenix. - egm NBA körfuboltinn: Dallas er yfir HEITUR Tim Thomas kemur hér engum vörnum við þegar Dirk Nowitzki skýtur að körfunni. FÓTBOLTI Sóknarmaðurinn Andy Johnson er á leiðinni í ensku úrvalsdeildina á ný en Everton hefur keypt hann á 8,5 milljónir punda. Þessi 25 ára leikmaður er aukamaður hjá enska landsliðinu fyrir HM og æfir nú með liðinu, viðbúinn því að vera kallaður inn í hópinn ef einhver meiðsli koma upp. Johnson skoraði grimmt fyrir Crystal Palace í úrvalsdeildinni en liðið féll niður í 1. deild og tókst ekki að komast upp á nýafstöðnu tímabili. „Framtíð mín er hjá Everton, ég vil ná að afreka eitthvað með liðinu og vinna mér inn sæti í landsliðinu,“ sagði Johnson en hann mun skrifa undir fjögurra ára samning við félagið. Þá vildi hann þakka Wigan og Bolton en þau lið voru einnig með í barátt- unni um að fá hann í sínar raðir. - egm Andy Johnson á förum: Skrifar undir hjá Everton Á MERSEYSIDE Andy Johnson er á leið til Everton. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Fyrsta færi leiksins kom strax á sjöttu mínútu þegar Guð- mundur sendi fína sendingu á Garðar sem var í úrvalsfæri en slakur skalli Garðars fór beint á Bjarka. Leikurinn var tilþrifalítill framan af en það var aftur á móti mikið líf í Garðari sem fór illa með Kára Stein og litlu mátti muna að hann skoraði á 18. mín- útu en skot hans datt ofan á slána. Guðmundur Benediktsson fékk síðan besta færi ársins á 29. mín- útu er hann stóð einn fyrir framan opið mark ÍA. Guðmundur gerðist kærulaus, var ekki nógu einbeitt- ur og skaut boltanum fram hjá á ótrúlegan hátt. Það var þvert gegn gangi leiks- ins að Igor Pesic skoraði síðan fyrir Skagamenn fimm mínútum fyrir hlé. Hann fékk fína stungu- sendingu frá Dean Martin, sólaði Kjartan markvörð og lagði bolt- ann í netið. Reyndar verður að segjast að hann var grunsamlega nálægt því að vera rangstæður. Ef ekki þá var Valsvörnin að bíta gras því enginn varnarmaður Vals var nálægt Pesic. Valur fékk fleiri úrvalsfæri fyrir hlé en leikmenn liðsins voru klaufar uppi við markið og Bjarki þar að auki vel á tánum. Valsmenn byrjuðu síðari hálfleik eins og þeir luku hinum fyrri – með mikl- um látum. Eftir aðeins fjögurra mínútna leik í síðari hálfleik skor- aði Sigurbjörn með góðu skoti utan teigs eftir laglegt þríhyrn- ingsspil við Guðmund. Valsmenn réðu algjörlega ferð- inni í leiknum og léku Skagamenn sundur og saman. Stórleikur Bjarka í markinu bjargaði ÍA hvað eftir annað. Pressa Vals var í raun stöðug allan leikinn og eitthvað hlaut undan að láta. Það gerðist loks á 85.mínútu þegar Ari Freyr skeið- aði upp vinstri vænginn, gaf fyrir á Garðar sem fann loksins leiðina framhjá Bjarka. 2-1 og fullkom- lega verðskulduð staða og að lokum sigur. Valur lék frábæran fótbolta í þessum leik og undirritaður hefur ekki séð slíka yfirburði í háa herrans tíð hér á Íslandi. Skaga- liðið var í einu orði sagt ömurlegt og leikmenn og þjálfari liðsins verða að líta í eigin barm. Ekki skrítið að Ólafur þjálfari skyldi gefa í skyn að hann væri að spá í að hætta enda virðist hann ekki ná til leikmanna liðsins lengur. Valur sýndi og sannaði að hann er með hörkulið. Stórkostlegar fréttir fyrir liðið að Garðar og Baldur séu farnir að leika af eðli- legri getu sem og Guðmundur Benediktsson. Ef liðið heldur svona áfram fer það langt í sumar. Það er klárt mál. „Ég er hjartanlega sammála þér, við vorum bara lélegir. Ef ég vissi af hverju, þá væri ég löngu búinn að leysa það. Vörnin var eins og gatasigti hjá okkur í dag og við máttum þakka fyrir að þeir skyldu ekki skora meira,“ sagði Ólafur Þórðarson í viðtali við Sýn eftir leikinn, þegar Arnar Björns- son tjáði honum að lið hans hefði hreinlega átt lélegan dag. Aðspurður hvort hann væri orðinn þreyttur á þessu, lá ekki á svörunum hjá Ólafi. „Það vottar fyrir því að það sé komin þreyta á að stýra þessu liði þegar svona gengur. Ég get ekki neitað því að ég hef velt fyrir mér að hætta þessu, það hef ég gert í fullri alvöru,“ sagði Ólafur, bráðvondur eftir leikinn. henry@frettabladid.is Valsmenn eru vaknaðir Valur sýndi mátt sinn og megin gegn ömurlegu Skagaliði í Laugardal í gær. 2-1 voru lokatölurnar í leik sem Valur hefði getað unnið með enn meiri mun. BJARGAÐ Bjarki Freyr Guðmundsson átti frábæran dag fyrir ÍA í gær, en því miður fyrir hann var það ekki nóg. Bjarki varði yfir tug skota í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL BROT? Dean Martin er hér felldur í leiknum í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.