Fréttablaðið - 30.05.2006, Síða 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
����������
�����������������������������
Frá landnámi og fram á síðustu öld bjuggu kynslóðirnar gjarn-
an undir sama þaki. Þetta var ekki
tilviljun heldur útspekúlerað plott
sem gekk fullkomlega upp. Allir
höfðu praktískt hlutverk trúi ég,
til dæmis gátu afinn og amman
dillað börnunum á meðan foreldr-
arnir voru úti á engi.
ÞEIM sem lögðu þetta ágæta kerfi
niður hefur varla verið sjálfrátt,
að minnsta kosti er viljugri ömm-
unni ætíð tekið fagnandi á mínu
heimili. Einhver sagði að amma
nútímans hafi tekið við hlutverki
þarfasta þjónsins en móðir mín
kvartar aldrei yfir hlutskipti sínu.
Á þannig kannski eitthvað sameig-
inlegt með klárnum sem leitar
þangað sem hann er kvaldastur, að
minnsta kosti er full vinna að
heimsækja okkur. Litlu dæturnar
vilja absolútt láta sinna sér við-
stöðulaust svo hverjum sem til
mín villast er umsvifalaust rétt
smábarn. Þá get ég á meðan sinnt
einhverju sem þarf tvær hendur
til.
SENNILEGA mun ég síðar sjá
þetta annasama tímabil ævinnar í
rómantísku ljósi en akkúrat núna
vantar mig helst þriðju höndina.
Hún kæmi í góðar þarfir við ýmsar
aðstæður. Til dæmis þegar ég kem
heim með tvö gargandi börn, fimm
innkaupapoka og fæ ekkert bíla-
stæði. Rogast geðvond í slagveðri
upp tröppurnar, kötturinn þvælist
mjálmandi fyrir fótunum á mér á
meðan ég reyni að gramsa eftir
húslyklunum á víðáttumiklum
töskubotninum. Einmitt þá sár-
vantar mig þriðju höndina.
LÍKA þegar ég spóla um heimilið
og geng frá í snatri því sem liggur
tvist og bast. Nýti ferðalagið á
klósettið og til baka til að tína upp
kubb, dúkku og skeið og held allt í
einu líka á dagblaði, nærbol og
hárugri karamellu. Eða þegar
mata skal þrjá í einu. Þá væri upp-
lagt að hafa þriðju höndina.
EINMITT þegar ég barma mér
yfir öllum þessum önnum og finnst
enginn hafa jafnmikið að gera rifj-
ast upp blaðaviðtal við stúlku fyrir
nokkrum árum. Hún hafði áður
lent í slysi og misst annan hand-
legginn en var samt bara kát með
lífið. Sinnti öllu sínu með hinni
hendinni, þar á meðal hvítvoðungi.
Sagði að þetta væri ekkert mál en
henni fyndist tilhugsunin um tvo
handleggi hreinn munaður.
ÞÁ man ég loksins eftir að þakka
fyrir báða mína.
Þriðja höndin
SIMPLY CLEVER
SkodaOctavia Terno
Vegna hagstæðra samninga við Skoda
verksmiðjurnar getum við núna boðið takmarkað
magn Octavia Terno með 1,6 lítra vél, áfelgum,
ABS hemlalæsivörn, rafmagni í rúðum, ASR
spólvörn, aksturstölvu, hita í speglum o.fl.
á aðeins 1.690.000 kr.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
4
09
8
RUGLVERÐ
1.690.000 kr.
Takmarkað magn!
FASTEIGNALÁN
Í MYNTKÖRFU
Nánari upplýsingar veita lánafulltrúar Frjálsa og á www.frjalsi.is
Miðað við myntkörfu 3, Libor vextir 3.4.2006