Fréttablaðið - 24.07.2006, Síða 2
2 24. júlí 2006 MÁNUDAGUR
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
17
15
SPURNING DAGSINS
Gísli, ertu í harðri samkeppni
við Gallerí Húdd?
„Nei, það ríkir fákeppni á þessum
markaði.”
Gísli Ásgeirsson hefur opnað sýning-
una Hringrás í Gallerí Skotti. Galleríið er
farangursgeymslan á Isuzu-jeppa hans.
LÖGREGLUFRÉTTIR Maður um þrítugt
var handtekinn í gær á gatnamót-
um Miklubrautar og Kringlumýrar-
brautar fyrir ofsaakstur og grun
um að aka undir áhrifjum lyfja.
Fyrst var tilkynnt um ógætileg-
an akstur mannsins í Þingholtun-
um. Lögreglubíll mætti mannin-
um á Laugavegi við Nóatún og
gerði tilraun til að stöðva hann, en
maðurinn stakk af og upphófst elt-
ingaleikur. Loks var maðurinn
stöðvaður við Kringluna, en ekki
vildi hann koma með góðu og
þurfti að beita afli til að handtaka
hann. Í bílnum fundust fíkniefni
og er maðurinn grunaður um að
aka undir áhrifjum lyfja. - sgj
Ökuníðingur flúði lögreglu:
Stakk af undir
áhrifjum lyfja
VESTMANNAEYJAR Aðalsteinn Þor-
steinsson, forstjóri Byggðastofn-
unar, segir mistök hafa verið gerð
þegar Eignarhaldsfélag Vest-
mannaeyja ákvað að leggja nánast
allan sinn pening í eitt fyrirtæki,
Íslensk matvæli. „Út frá þeim
reglum sem gilda um svipuð eignar-
haldsfélög og hvernig þau starfa
er augljóst mál að þetta voru stór-
kostleg mistök,“ segir hann.
Guðjón Hjörleifsson, alþingis-
maður og fyrrverandi bæjarstjóri
í Vestmannaeyjum, segir auðvelt
að vera vitur eftir á, en hann var
stjórnarformaður félagsins þegar
kaupin voru gerð. „Þegar við geng-
um frá kaupunum á Íslenskum
matvælum höfðum við undir hönd-
um kannanir frá greiningardeild
Íslandsbanka og endurskoðunar-
fyrirtækinu Deloitte & Touche.
Þar lá fyrir að þetta væri ekki
slæm fjárfesting.”
Bergur Elías Ágústsson, full-
trúi Byggðastofnunar í stjórn
Eignarhaldsfélags Vestmanna-
eyja, sagði af sér á dögunum vegna
lögbrota félagsins sem hann kallar
svo. Í greinargerð sem hann skrif-
aði til Byggðastofnunar segir hann
að Guðjón Hjörleifsson hafi ekki
greitt fjórðung stofnfjár í eignar-
haldsfélagi Vestmannaeyja eins og
hlutafélagaskrá hafi verið tilkynnt
um. Einnig hafi hann ekki látið
bæjarstjórn vita af kaupum á fyr-
irtækinu Íslenskum matvælum.
Guðjón segir það alrangt sem
Bergur segir að hann og Þorsteinn
Sverrisson, framkvæmdastjóri
félagsins, hafi átt að leggja til
tvær milljónir í stofnféð. „Það
stóð aldrei til að við yrðum hlut-
hafar í félaginu, enda enginn ein-
staklingur hluthafi í því. Við lán-
uðum kennitölur okkar til að hægt
væri að stofna félagið. Stofnféð
átti að koma annars staðar frá og
gerði það.“ Hann segir einnig
rangt að bæjarstjórn hafi ekki
vitað af kaupunum, rætt hafi verið
um þau á aðalfundi eignarhalds-
félagsins og bæjarstjórnarfund-
um.
Daginn eftir stofnun Eignar-
haldsfélags Vestmannaeyja var
gengið frá kaupum þess á fyrir-
tækinu Íslenskum matvælum
fyrir 130 milljónir króna. Rúmu
ári síðar kom í ljós að rekstur fyr-
irtækisins gekk ekki sem skyldi
og varð það gjaldþrota. Tapaði
Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja
miklum peningum á kaupunum og
var nálægt því að fara í gjaldþrot.
Ekki náðist í Berg Elías Ágústs-
son vegna málsins í gær þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir.
salvar@frettabladid.is
Fjárfesting félagsins
stórkostleg mistök
Forstjóri Byggðastofnunar segir stórkostleg mistök hjá Eignarhaldsfélagi Vest-
mannaeyja að eyða öllu sínu fé í eitt fyrirtæki. Fyrrverandi stjórnarformaður
félagsins segir auðvelt að vera vitur eftir á, kaupin hafi þótt góð á sínum tíma.
VESTMANNAEYJABÆR Þegar Íslensk matvæli urðu gjaldþrota tapaði Eignarhaldsfélag Vest-
mannaeyja miklum fjármunum. Í greinargerð sinni segir Bergur Ágústsson að bæjarstjórn
hafi ekki vitað af þessum kaupum þegar hún lagði pening í félagið.
GUÐJÓN
HJÖRLEIFSSON
BERGUR ELÍAS
ÁGÚSTSSON
SVEITARSTJÓRNARMÁL Meirihluti Á-
lista í bæjarráði Álftaness sam-
þykkti á bæjarráðsfundi síðastlið-
inn fimmtudag að fela Sigurði
Magnússyni bæjarstjóra að ganga
frá samningsslitum við Hjúkrunar-
heimilið Eir um uppbyggingu þjón-
ustuíbúða og annarrar þjónustu í
miðbæ sveitarfélagsins.
Sigurður Magnússon bæjarstjóri
segir það rangt sem komið hafi
fram í fjölmiðlum að ákvörðunin
hafi verið einhliða frá bæjarráði.
Nú muni bæjarráð standa fyrir
arkitektasamningi með Arkitekta-
félagi Íslands um skipulag mið-
svæðisins.
„Þetta var eitt aðaldeilumálið í
kosningunum í vor, það var óskað
eftir því að svæðið yrði endurskipu-
lagt. Uppbyggingu svæðisins verð-
ur frestað um ár, en hluti svæðisins
verður notaður í uppbyggingu á
þjónustuíbúðum fyrir aldraða og
byggingu nýrrar stjórnsýslubygg-
ingar sleppt. Við teljum þær 100
þjónustuíbúðir, sem átti að reisa,
vera of mikið því við stefnum á
aukna heimaþjónustu fyrir aldraða.
Flestir vilja búa áfram heima, frek-
ar en að flytja í þjónustuíbúðir,“
segir Sigurður.
Guðrún Jóhannsdóttir, formaður
Félags eldri borgara á Álftanesi,
segist vera orðin langþreytt á enda-
lausum breytingum á skipulagi mið-
svæðisins. Aldraðir hafi tekið þátt í
undirbúningi fyrra skipulags og
þeirra vinna sé nú til einskis. - sgj
Eir og bæjarráð Álftaness slíta samningi um byggingu þjónustuíbúða:
Heimahjúkrun verði meiri
STARFSLOK „Ég óskaði sjálfur eftir
að hætta og geri það í góðu en ég
vil ekki tjá mig um hvað við tekur
að sinni,“ segir Reynir Traustason
blaðamaður, en hann er hættur
störfum sem ritstjóri Mannlífs.
Reynir hefur verið ritstjóri þar
síðan í desember 2004 þegar hann
hætti sem fréttastjóri DV og
hefur tímaritið selst vel undir
hans stjórn. Hann segir enga
óvissu taka við heldur sé fram-
undan nýtt og spennandi verkefni
en hann vill þó ekki opinbera að
sinni hvað um sé að ræða. „En ég
hætti í góðu og hef gott eitt af
mínum fyrrum vinnustað að
segja.“ - aöe
UMSKIPTI HJÁ FRÓÐA Reynir Traustason er
hættur sem ritstjóri Mannlífs.
Ritstjóri Mannlífs hættur:
Reynir annað
SIGURÐUR MAGNÚSSON Nýr bæjarstjóri
á Álftanesi segir breytingarnar vera í sam-
ræmi við vilja kjósenda. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
KJARAMÁL Félag íslenskra flug-
umferðastjóra sýnir af sér ótrú-
lega óbilgirni að láta í veðri vaka
að Flugmálastjórn hafi skellt á
nýju vaktakerfi án samráðs við
starfsmenn. Þetta kemur fram í
yfirlýsingu sem Ásgeir Pálsson,
framkvæmdastjóri flugumferðar-
sviðs Flugmálastjórnar Íslands,
hefur sent frá sér vegna ummæla
stjórnar Félags íslenskra flug-
umferðarstjóra um vaktakerfis-
breytingu sem gerð var 16. mars
síðastliðinn.
Þar segir hann rétt að Flug-
málastjórn hafi aldrei viljað semja
um vaktakerfi, en Félag íslenskra
flugumferðarstjóra fari viljandi
með hálfsannleik þegar því sé lýst
yfir að félagið hafi alltaf verið
reiðubúið að semja um vaktakerfi
og því hafi ekki borist nein tilboð
um slíkt frá Flugmálastjórn.
Ásgeir segir algerlega óviðunandi
að stjórn stéttarfélags skuli ekki
virða gildandi kjarasamning og
staðfesta túlkun hans, en kjósa
heldur að ala á óánægju.
Loftur Jóhannsson, formaður
Félags íslenskra flugumferðar-
stjóra, segist ekki ætla að svara
þessari yfirlýsingu að svo stöddu.
„Þarna er alla vega komið fram
það sem við höfum sagt, að Flug-
málastjórn hefur aldrei viljað
semja við okkur.“ - sþs
Framkvæmdastjóri flugumferðarsviðs Flugmálastjórnar Íslands:
Segir farið með hálfsannleik
FLUGUMFERÐARSTJÓRN Ásgeir segir óvið-
unandi að stjórn stéttarfélags skuli ekki
virða gildandi kjarasamning og staðfesta
túlkun hans en kjósa heldur að ala á
óánægju.
BJÖRGUN Fimm sluppu óslösuð
þegar pallbíll þeirra festist í
Krossá í Þórsmörk í gær. Bíllinn
lenti ofan í hyl, flaut upp og með
straumnum um þrjátíu metra
niður ána. Þar skorðaðist hann
fastur og vatn braut yfir. Fólkinu
tókst að klifra upp á þak bílsins og
var þaðan bjargað, af björgunar-
sveit Landsbjargar. Skálaverðir í
Húsadal drógu bílinn upp.
„Krossáin hefur tekið marga
bíla gegnum tíðina, enda erfið á og
þarf töluverða reynslu og kunn-
áttu til að komast yfir hana svo
öruggt sé,“ segir Sigurður Viðars-
son hjá Landsbjörg. „Þetta getur
komið fyrir hvern sem er, árnar
eru breytilegar og best er að vaða
yfir þær og kanna aðstæður.“ - sgj
Fólk hætt komið á ferð yfir á:
Flutu 30 metra
niður Krossá
TEHERAN, AP Mahmoud Ahmadin-
ejad, forseti Írans, lýsti því yfir í
gær að Ísraelsmenn hefðu „þrýst
á sjálfseyðingarhnapp“ með
aðgerðum sínum í Líbanon. Hann
útskýrði orð sín ekki nánar, en gaf
til kynna að múslimaríki og önnur
gætu einangrað Ísraelsríki á ein-
hvern hátt. Yfirmaður herráðs
Írana hafði tilkynnt daginn áður
að Íranar mundu alls ekki blanda
sér í stríðið í Mið-Austurlöndum.
Íranska ríkisstjórnin tók þátt í
stofnun Hizbollah-samtakanna á
níunda áratugnum og styrkir þau.
Ráðamenn í Teheran hafa hins
vegar vísað á bug þeim ásökunum
Ísraelsmanna að Hizbollah hafi
fengið eldflaugar frá Íran til árása
á Ísrael. - kóþ
Forseti Írans ómyrkur í máli:
Ísraelar á sjálfs-
eyðingarbraut
ENGLAND Tveir létust og tólf manns
slösuðust þegar risastórt uppblás-
ið listaverk losnaði úr festingum
sínum á sunnudag. Slysið varð í
Durham-sýslu í Englandi sam-
kvæmt fréttavef BBC.
Margir voru inni í listaverkinu,
sem samanstendur af tengdum
herbergjum, þegar það lyftist
fjörutíu metra upp í loftið, flækt-
ist í staur og brotlenti við nálæg-
an leikvöll.
Rannsókn á tildrögum slyssins
er hafin, en um fimm hundruð
manns voru í kringum listaverkið,
sem er á stærð við hálfan fótbolta-
völl, þegar það hófst á loft.
- sþs
Banaslys í Englandi:
Fljúgandi lista-
verk drepur tvo
Miðbær Reykjavíkur Allt fór vel fram
í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt, þótt
skemmtanahald væri mikið. Þrennt var
þó tekið fyrir ölvunarakstur.
LÖGREGLUFRÉTTIR