Fréttablaðið - 24.07.2006, Page 18
24. júlí 2006 MÁNUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Sögurnar, tölurnar, fólki›.
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður
Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á
FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING:
Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Í liðinni viku var rætt við frétta-
mann sem staddur var „í Kastrup“
og nokkrum dögum áður var annar
fréttamaður staddur „í Skriðu-
klaustri”. Og öll erum við orðin
hræðilega vön því að talað sé við
fólk „í Dalvík“ og „í Ólafsfirði“.
Enn hrapar næmi fjölmiðlafólks
fyrir því hvar við erum stödd á
landinu. Hin nákvæma tilfinning
íslenskunnar fyrir staðsetningu,
legu og lögun staðar, hverfur fyrir
flatneskjulegu og enskustolnu orð-
færi. Eða finnst okkur ekki falleg-
ur (og eðlilegur) munur á því að
fara upp á Akranes og koma síðan í
Borgarnes?
Fyrir nokkru vaknaði ég inn í
bítisviðtal við einn af mætustu
þingmönnum þjóðarinnar. Til sönn-
unar máli sínu sagði hann reynslu-
sögu úr þjóðlífinu. Hún hófst svo:
„Það sagði mér bóndi frá Árnes-
sýslu...“
Fyrir nokkrum árum skrifaði ég
blaðagrein til varnar forsetningum
framan við örnefni íslensk og
erlend. Greinin bar yfirskriftina:
„Í Grænlandi“. Hún hafði greini-
lega engin áhrif. Stuttu síðar tönn-
luðust tveir Kastljós-drengir á
þessari villu og varð tíðrætt um
uppgang handboltans „í Græn-
landi“. Ástandið í þessum málum
hefur ekki gert annað en að versna.
Menn virðast nú alveg hættir að
fara „austur á Selfoss“ heldur fara
þeir bara „til Selfoss“ og hitta þar
bændur „frá Árnessýslu“. Það
skiptir engu máli hvort það er Eff-
emm, eða háttvirt Fréttastofa Ríkis-
útvarpsins; þessi blæbrigði máls-
ins eru á undanhaldi og er það
miður. Um árið sagði fréttaritari
RÚV frá því að „vegurinn til Hall-
ormsstaðar“ væri lokaður. Vonandi
er vegurinn inn á Hallormsstað
ennþá opinn. Jafnvel reyndir
besserwisserar í fjölmiðlastétt
segja frá hlutum sem eru að gerast
„á Bretlandi“.
Sjálfsagt er ekki langt þar til
við munum búa „í Íslandi“.
Nú getur verið að hér sé um
eðlilega þróun að ræða. Þjóðin sé
smám saman að einfalda mál sitt;
íslenskan stefni að því að verða
auðtöluð tunga líkt og enskan sem
hefur fyrir löngu losað sig við flók-
indi líkt og þau sem hér um ræðir.
Ég er þó einn af þeim sem mun
sakna þessara blæbrigða tungu-
málsins sem lýsa þjóð sem þekkir
(eða þekkti) landið sitt.
Ég geri hér því tilraun númer
tvö til að sporna við þessari þróun.
Til hægðarauka fyrir útvarps- og
sjónvarpsfólk landsins er hér listi
yfir beygingarleiðir að helstu stöð-
um landsins og heimsins. (Fólk má
endilega leiðrétta mig fari ég með
fleipur.)
Við förum austur fyrir fjall,
austur í Hveragerði, austur á Sel-
foss, austur á Þingvelli, austur á
Laugarvatn, upp á Flúðir, upp á
Kjöl, yfir Kjöl, yfir Sprengisand,
upp í Landmannalaugar, upp á
Hveravelli, upp á hálendið, upp í
Kerlingarfjöll.
Við erum á Hellu, á Hvolsvelli, í
Fljótshlíð, í Þykkvabæ, undir Eyja-
fjöllum, úti í Eyjum, á Skógum, á
Kirkjubæjarklaustri, í Vík, í
Skaftafelli, á Höfn, í Hornafirði, á
Djúpavogi, á Breiðdalsvík, í Breið-
dal, á Stöðvarfirði, á Fáskrúðsfirði,
á Reyðarfirði, á Eskifirði, á Nes-
kaupstað, í Norðfirði, á Egilsstöð-
um, austur á Héraði, inni á Hall-
ormsstað, á Seyðisfirði, í
Loðmundarfirði, á Borgarfirði
Eystri, á Vopnafirði, í Möðrudal, á
Bakkafirði, á Þórshöfn, á Raufar-
höfn, á Sléttu, á Kópaskeri, á Húsa-
vík, í Mývatnssveit, á Mývatni, á
Laugum, í Vaglaskógi, í Fjörðum, á
Grenivík, á Akureyri, í Eyjafirði, á
Dalvík, í Hrísey, í Grímsey, á Ólafs-
firði, á Siglufirði, í Fljótum, á Hofs-
ósi, í Skagafirði, á Sauðárkróki, í
Varmahlíð, í Húnaveri, á Blöndu-
ósi, á Skagaströnd, á Hvamms-
tanga, í Hrútafirði, í Staðarskála, á
Brú, á Ströndum, á Hólmavík, í
Djúpuvík, á Drangsnesi, í Tré-
kyllisvík, í Árneshreppi, á Horn-
ströndum, í Djúpinu, á Ísafirði, í
Hnífsdal, í Bolungarvík, á Suður-
eyri, á Flateyri, á Þingeyri, á Bíldu-
dal, á Tálknafirði, á Patreksfirði, á
Brjánslæk, í Vatnsfirði, í Flatey, á
Breiðafirði, á Barðaströnd, á Reyk-
hólum, í Bjarkarlundi, í Saurbæ, í
Búðardal, í Stykkishólmi, á Grund-
arfirði, í Ólafsvík, á Búðum, á
Mýrum, í Munaðarnesi, í Borgar-
firði, í Borgarnesi, á Akranesi, á
Grundartanga, í Hvalfirði, í Kjós, á
Kjalarnesi, í Mosfellsbæ, í Grafar-
vogi, í Árbæ, í Breiðholti, í Mið-
bænum, á Seltjarnarnesi, í Kópa-
vogi, í Garðabæ, á Álftanesi, á
Bessastöðum, í Hafnarfirði, í
Vogum, í Sandgerði, í Garðinum, í
Grindavík, í Bláa lóninu, í Þorláks-
höfn, á Eyrarbakka, á Stokkseyri
og að sjálfsögðu á Litla-Hrauni.
Einu staðirnir sem við getum
farið „til“ eru Reykjavík og Kefla-
vík. Hvernig sem stendur á því.
Við getum verið ættuð af Suður-
landi, úr Skagafirði, að vestan, úr
Hrútafirði, norðan af Ströndum, úr
Þingeyjarsýslum, af Héraði, úr
Lóni, úr Árnessýslu...
Erlendis gerast hlutirnir á
Grænlandi, í Færeyjum, á Kanarí-
eyjum, í Bretlandi, á Bretlandseyj-
um, í Skotlandi, á Írlandi, í Wales, á
Spáni, í Portúgal, á Kúbu, í Banda-
ríkjunum, á Nýfundnalandi, í Sviss,
á Svalbarða, í Afríku, á Hawaii, í
Japan, á Ítalíu, í Grikklandi, á
Kýpur, í Ísrael, á Indlandi, í Víet-
nam, á Kastrup, í Leifsstöð, á tungl-
inu, á Mars, í alheiminum, hjá
guði.
Og hana nú.
„Vegurinn til Hallormsstaðar“
Í DAG
TIL VARNAR
FORSETNINGUM
HALLGRÍMUR
HELGASON
Við erum á Hellu, á Hvolsvelli,
í Fljótshlíð, í Þykkvabæ, undir
Eyjafjöllum, úti í Eyjum, á
Skógum, á Kirkjubæjarklaustri,
í Vík, í Skaftafelli, á Höfn, í
Hornafirði, á Djúpavogi, á
Breiðdalsvík, í Breiðdal, á
Stöðvarfirði, á Fáskrúðsfirði, á
Reyðarfirði...
Nánari uppl‡singar um fer›ir
ásamt l‡singum á hótelum
er a› finna á www.urvalutsyn.is
Mallorca
Sumartilboð
á mann m.v. 2 í íbúð 11. júlí.
59.900 kr.
Royal Playa de Palma
Úrval-Útsýn, Lágmúla 4: 585 4000 – Akureyri: 460 0600 – Vestmannaeyjum: 481 1450
Kristilegu kærleiksblómin spretta
Nokkur umræða er nú sprottin upp um
hugsanlegt samstarf Sjálfstæðisflokks
og Samfylkingar og sýnist sitt hverjum
um ágæti þeirra hugmynda. Í öllu falli
sýna skeytasendingar milli forystu-
manna þessara flokka ekki mikinn
samstarfshug; þannig andar greinilega
heldur köldu milli þeirra Björns Bjarna-
sonar dóms- og kirkjumálaráðherra og
Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns
Samfylkingar. Í nýlegum pistli á heima-
síðu Björns segir til dæmis að Björgvin
bregðist aldrei vondum málstað og sé
þess tilbúinn að lýsa því
yfir á prenti. Áður hafði
Björgvin látið þau orð
falla á heimasíðu sinni að
yfirgangur og bulluháttur
einkenndi umfjöllum
Björns um málefni
Samfylkingarinnar.
Það gæti því orðið líf og fjör í hugsan-
legri sambúð þessara flokka í ríkisstjórn.
Ljótt er ef satt er
Á nýja fréttavefnum ordid.blog.is,
sem Andrés Jónsson jafnaðarmaður
ku meðal annarra standa að, kennir
ýmissa grasa í fréttaflutningi. Þannig
upplýsir vefurinn til að mynda lesendur
sína um að það hafi verið sænski
skíðakappinn Ingemar Stenmark sem
kenndi Slóvenum þann ljóta sið að
taka í vörina að sænskum sið. Þetta
á Ingimar að hafa gert á þeim árum
sem enginn stóðst honum snúning í
skíðabrekkunum en tengsl hans við
Slóveníu voru gegnum júgóslavneska
skíðaframleiðandann Elan. Og Orðið
skúbbar þeirri frétt sömuleiðis að
gamli kommúnistaflokkurinn í Júgó-
slavíu hafi stöðvað byggingu háhýsis í
Ljubljana á sínum tíma!
Menningin blómstrar hjá forset-
anum
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
kemur af vinstri væng íslenskra stjórn-
mála eins og flestum er kunnugt um.
Það kom því ekki mörgum á óvart á
sínum tíma þegar Ólafur réði Örnólf
Thorsson í stöðu aðstoðarmanns síns
og síðan forsetaritara, en Örnólfur var
lengi innanbúðarmaður hjá því virta
bókaforlagi Máli og menningu sem
heldur betur hafði vinstri stimpilinn á
sér. Nú nýverið var svo annar gamall
starfsmaður Máls og menningar, Árni
Sigurjónsson bókmennta-
fræðingur, ráðinn í stöðu
skrifstofustjóra forsetaemb-
ættisins þannig að menn
leita ekki langt yfir skammt
í mannaráðningum á
þeim bænum.
ssal@frettabladid.isAthyglisvert er að fylgjast með viðbrögðum við róttækum tillögum svokallaðrar starfsnámsnefndar sem nýlega kynnti hugmyndir um nýjan framhaldsskóla með meira
frelsi og aukinni ábyrgð skólanna sjálfra.
Viðbrögðin vekja eftirtekt fyrst og fremst fyrir þá sök að tillög-
unum er víðast hvar vel tekið. Segja má að það sé fremur óvenju-
legt. Hitt hefur alltént verið algengara um langan tíma að menn
þræti um hvaðeina sem fram kemur á þessu mikilvæga sviði sam-
félagsstarfseminnar.
Að starfi nefndarinnar komu fulltrúar úr öllum áttum. Það gild-
ir hvortheldur litið er til skólanna eða stjórnmálanna. Nefndin
starfaði hratt og skilaði tillögum um afgerandi skólapólitíska
stefnubreytingu.
Umfram annað hefur verið ánægjulegt að sjá jákvæð viðbrögð
þingmanna bæði úr liði stjórnar og stjórnarandstöðu. Þau vekja
vissulega vonir um að skýrslan og tillögurnar sem í henni felast
geti orðið annað og meira en orðin tóm eða minnisstætt skúffu-
gagn.
Nú blasir við að gera orðin að veruleika. Hér verður því ekki
haldið fram að það sé einfalt mál eða eitthvert léttaverk. Þrátt
fyrir jákvæð viðbrögð getur vegurinn frá orðum til athafna verið
vandrataður og ferillinn snúinn.
Ástæðan er sú að nefndin hefur ekki leyst upp allan ágreining
um skólastefnu. Gildi tillagnanna felst í því að þær vísa veg til að
leysa úr hnútum ólíkra sjónarmiða. Aðferðin er aukið frelsi og
aukin ábyrgð.
Kjarninn í lausninni er í einfaldleika sínum sá að ein lausn þurfi
ekki að útiloka aðra. Hún opnar leið fyrir fjölbreyttara skólakerfi
þar sem menn geta farið ólíkar leiðir.
Hættan sem við blasir er sú að einstakir hagsmunahópar freisti
þess að tryggja sín sjónarmið áður en nýjar leikreglur taka gildi.
Væntanlega yrði það gert með þeim rökum að hnýta yrði alla lausa
enda um tiltekin efni áður en haldið yrði af stað í breytingar.
Vinnulag af þessu tagi myndi vitaskuld tefja framgang þeirrar
nýskipunar sem um er rætt. Hitt er þó öllu verra að það gæti gert
að engu grundvallarhugmyndina um aukið frelsi og aukna ábyrgð
skólanna sjálfra.
Nú má vera að þessi hætta sé óveruleg. En hvað sem því líður
segir reynslan að það væri ógætilegt og sennilega óhyggilegt að
reikna ekki með því að hún sé fyrir hendi.
Tillögurnar um nýjan framhaldsskóla fela til að mynda í sér
farveg til þess að leysa þrætuna um styttingu námstímans, sem
hefur verið í óleysanlegum hnút.
Óþarfi er að útiloka einn kost í þessu efni þegar fleiri geta
þróast samtímis með góðum árangri. Það er beinlínis æskilegt að
kerfið geti þjónað mismunandi markmiðum og og ólíkum þðrfum.
Mála sannast er að reyna mun á ráðkænsku að koma þessum
hugmyndum fram og gera skynsamleg orð á blaði að veruleika í
skapandi skólastarfi. Það vandasama verkefni hvílir nú á herðum
menntamálaráðherra.
Það mál sem hér er um að tefla er af þeirri stærðargráðu að
með engu er unandi við að það lendi í einhvers konar útideyfu. Í
því ljósi væri æskilegt að sjá áður en langt um líður tímasetta
aðgerðaáætlun stjórnvalda um að koma málinu fram.
Það ætti að létta róðurinn í því efni að pólitískt bakland málsins
sýnist vera traust og í góðu lagi.
SJÓNARMIÐ
ÞORSTEINN PÁLSSON
Nýr framhaldsskóli:
Vegurinn til
veruleikans