Fréttablaðið - 24.07.2006, Side 21
MÁNUDAGUR 24. júlí 2006 3
Guðmundur Óli Scheving
SKRIFAR UM MEINDÝR OG MEINDÝRAVARNIR
Lesendum Fréttablaðsins er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið
gudmunduroli@simnet.is.
Hambjalla fannst í fyrsta skipti á
Íslandi árið 1974 í húsakynnum
Náttúrufræðistofnunar. Bjöll-
ur þessar eru 3-4 mm á lengd.
Ástæðan fyrir því að hambjallan
lifir í híbýlum okkar er einfaldlega
að þar er hún við kjöraðstæður
með nægan mat, hita og gott skjól.
Tjón af völdum hambjöllunnar er
sáralítið.
Hambjallan er svartbrún með
gulleitan blett á hvorum skjald-
væng. Meðan hambjallan er á
lirfustigi skiptir hún 5-7 sinnum um
ham. Hamurinn er gulleitur og lík-
ist hrúðri og skilur lirfan hann eftir
þar sem hún hefur verið. Hambjalla
er af ættbálki (Coeoptera) bjallna
sem telur vel yfir 300.000 tegundir
í heiminum. Hún verpir tiltölulega
fáum eggjum sem úr skríða litlar,
hárugar, gulbrúnar lirfur sem nær-
ast á dýra- og skordýraleifum. Það
tekur lirfurnar um 5-6 mánuði að
ná þroska til að púpa sig. Lirfurnar
nærast nær eingöngu á dýraleifum
og oftast skordýraleifum. Þær geta
verið án fæðu langtímum saman.
Mörgum finnst hambjallan hvim-
leiður gestur og er þá eina ráðið
að fá meindýraeyði til að úða.
Mjög gott er að úða aftur eftir þrjá
mánuði til að vera alveg viss um
að bjallan hafi drepist.
Gífurlega fjölgun og útbreiðsla
hambjöllu má án efa rekja til þess
að hún fjölgar sér með meyfæð-
ingu. Karldýr hafa aldrei fundist.
Talið er að um 230 tegundir í
þessum ættbálki séu á hér landi.
Heitið hambjalla er tilkomið
af því að tegundin fannst fyrst í
fuglshömum en hamskipti eru þó
nokkuð sérstök fyrir tegundina.
Stundum má sjá í t.d. gluggakist-
um gulleita hami af bjöllunni á
lirfustiginu.
Hambjalla er útbreidd um allan
heim. Hún veldur yfirleitt litlum
skaða nema þá í náttúrudýrasöfn-
um og einstaka uppstoppuðum
dýrum í einkaeign.
Þegar fólk þarf að fá til sín
meindýraeyði eða garðúðara
skal alltaf óska eftir að fá að sjá
starfsskírteini útgefið af Umhverfis-
stofnun og eiturefnaleyfi gefið út
af lögreglustjóra/sýslumanni og
það mikilvægasta er að viðkom-
andi hafi starfsleyfi frá viðkomandi
sveitafélagi. Athugaðu hvort öll
skírteini séu í gildi. Félagar í Félagi
Meindýraeyða eru með félagsskír-
teini á sér. Fáðu alltaf nótu vegna
viðskiptanna.
Réttindi meindýraeyða og
gaðúðara frá erlendum ríkjum
og félagasamtökum gilda ekki á
Íslandi.
Heimildir: Upplýsingar og fróð-
leikur um Meindýr og varnir 2004
Hambjalla (Reesa vespulae)
Epli í garðinn minn
EPLATRÉ ERU EKKI ALGENG SJÓN
Á ÍSLANDI OG ÞYKJA FREKAR
VERA MERKISFYRIRBÆRI SEM
SJÁST Á ERLENDUM HITABELTI-
SLÓÐUM.
Stöðugar kynbætur í eplatrjárækt
hafa leitt af sér afbrigði sem vaxa
við styttra og kaldara sumar, að
því er fram kemur í bókinni Garð-
urinn allt árið.
Vilji fólk láta reyna á hvort heim-
ilið geti orðið sjálfbært í eplarækt
skal velja eplatrénu besta fáanlega
staðinn í garðinum þar sem bæði
er skjól og sól. Eplin frjóvga sig
yfirleitt ekki sjálf heldur þurfa
frjókornin að koma af öðru tré og
verður því að velja saman tré sem
blómstra á svipuðum tíma.
Enn fremur er tekið fram í bókinni
að erlendis rækti margir svokölluð
fjölskyldutré þar sem margir klón-
ar eru græddir á eina rót en með
því fæst uppskera yfir lengri tíma-
bil ásamt því að meiri fjölbreytni
verður í bragði og lit.
Nú er bara að sjá hvort sólin
brjótist ekki fram úr skýjunum svo
hægt sé að hefja eplaræktun í
íslenskum görðum.
Gamla Blómavalshúsið í
Sigtúni er nú fullt af varnarliðs-
eignum til sölu.
Um er að ræða húsgögn af öllum
stærðum og gerðum sem seld eru
vegna brottflutnings varnarliðs-
ins. Hægt er að prútta og gera
þannig góð kaup á stólum, borðum
og sófasettum en sem stendur eru
flest húsgögnin skrifstofuhús-
gögn. Enn sem komið er eru fáir
smáhlutir á boðstólum en þeim
ætti að fjölga síðar í sumar.
Varnarliðssalan fær sendingar
hálfsmánaðarlega fram í septemb-
er svo fjölbreytnin er alltaf til
staðar. Einnig er þess virði að
skoða bílana sem til sölu eru á
planinu fyrir framan húsið.
Opið er fimmtudaga 10 til 18,
föstudaga og laugardaga frá 12 til
19, og sunnudaga frá 12 til 18. - tg
Varnarliðs-
húsgögn til sölu
Flest húsgögnin núna er skrifstofuhúsgögn.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Þessi merkilegi trukkur er til sölu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Eplatré eru mikið augnayndi í garðinn
og uppskera þeirra góð undir tönn.
NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
���������������������������������
Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is
Opið virka daga frá kl. 10-18
Lokað á laugardögum í júlí
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
06
�������������������������
���������������������
��������������������������
���������������������
������������������������
���������������������
������������������������
���������������������
�������������������������������
����������������������
���������������������������
���������������������
����������������
���������������������
������������������
���������������������
���������
���������������������
�������� �
���������������������
������������������������
���������������������
�����������������������
���������������������