Fréttablaðið - 24.07.2006, Side 26
24. júlí 2006 MÁNUDAGUR8
Sala er hafin á lóðum í nýju
sérbýlishúsahverfi í Mosfells-
bæ sem nefnist Leirvogstunga.
Fyrsta skóflustunga að íbúða-
hverfinu Leirvogstungu í Mos-
fellsbæ var tekin rétt fyrir helg-
ina. Þar verða einungis
sérbýlisíbúðir, 400 að tölu, er
skiptast í einbýlishús, raðhús og
keðjuhús. Í fyrsta áfanga verða
seldar um 100 lóðir er liggja næst
miðbæ Mosfellsbæjar af lóðum
hverfisins. Tengibraut verður lögð
í miðbæinn frá Leirvogstungu en í
miðju hverfinu verður reistur
sambyggður leik- og grunnskóli
sem samræmist framsæknum
hugmyndum Mosfellsbæjar um
einstaklingsmiðað nám.
Sama fjölskyldan hefur búið í
Leirvogstungu í á annað hundrað
ár. Bjarni Sveinbjörn Guðmunds-
son, sem er af fimmta ættlið fjöl-
skyldunnar, stendur að fram-
kvæmdunum, ásamt konu sinni
Katrínu Sif Ragnarsdóttur. Þau
reka fyrirtækið Leirvogstunga
ehf. Teiknistofa arkitekta - Gylfi
Guðjónsson og félagar hefur ann-
ast mótun byggðarinnar, verk-
takafyrirtækið Ístak sér um gatna-
framkvæmdir og verkfræðistofan
Fjölhönnun hannar alla innviði.
Umhverfishönnun og landslags-
mótun var í höndum starfsmanna
Landmótunar. SPV sér um fjár-
mögnun og Grant Thornton sá um
aðstoð við áætlanagerð.
Opnuð hefur verið heimasíðan
www.leirvogstunga.is með ítarleg-
um upplýsingum um hverfið og
skipulag þess.
Sala á lóðum í Leirvogstungu
fer fram í gegnum fasteignasala
og hægt er að gera tilboð til 24.
ágúst. Fasteignasalarnir eru Garð-
ar Garðarsson, gardar@landslog.
is hrl. og löggiltur fasteigna- og
skipasali hjá Landslögum og Einar
Páll Kjærnested, einarp@fastmos.
is löggiltur fasteignasali hjá Fast-
eignasölu Mosfellsbæjar.
Nýtt sérbýlishúsahverfi
að myndast í Mosfellsbæ
Guðmundur Magnússon, faðir Bjarna
Sveinbjörns, annars eiganda Leirvogstungu
ehf, tók fyrstu skóflustunguna ásamt
Herdísi Sigurjónsdóttur, varaforseta bæjar-
stjórnar Mosfellsbæjar.
Lýsing: Komið er inn í flísalagða forstofu með fataskáp. Inni af forstofunni er
gestasnyrting með flísum og úr forstofunni er einnig gengið inn í þvottahúsið.
Gangur með eikarparketti og góðum fataskápum. Tvær stofur með eikarparketti og
arni. Mjög stórt eldhús með eikarinnréttingum, góðum tækjum, flísum milli skápa
og korkdúk á gólfi. Stórt búr er inni af eldhúsinu. úr eldhúsinu er gengið út á nýja
timburverönd.
Á efri hæð er parkettlagt hol, baðherbergi með baðkari og góðri innréttingu, þrjú
barnaherbergi með parketti og rúmgott hjónaherbergi með parketti og góðum
skápum.
Úti: Við húsið er góð lóð.
Annað: Bílskúrinn er 33,1 fermetri og í helmingi hans hefur verið innréttað gott
íbúðarherbergi. Innangengt er milli íbúðarhúss og bílskúrs.
Fermetrar: 179,5 auk 33,1 fermetra bílskúrs Verð: 47.5 milljónir Fasteignasala: Hof
109 Reykjavík: Aukaherbergi í bílskúr
Kleifarsel 63: Fasteignasalan Hof hefur til sölu fallegt 179,5 fermetra
einbýlishús á tveimur hæðum ásamt góðum bílskúr.
Fr
um
Sigrún Gissurardóttir,
lögg. fasteignasali
Steinar S. Jónsson,
sími 898 5254
Daníel Björnsson,
lögg. leigumiðlari
sími 897 2593
Þorsteinn Austir,
sími 820 3466
OPIÐ
mánud. - fimmtud. frá kl. 9-18
föstud. frá kl. 9-16. Svo er GSM-inn alltaf opinn
EINB - RAÐ- OG PARHÚS
LANGAGERÐI MEÐ BÍLSKÚR
OG ÚTSÝNI
ÁHV. CA 23.0 M MEÐ 4,15 %
FÖSTUM VÖXTUM. Einbýlishús
170,8 fm 42,5 fm bílskúr alls 213,3 fm.
Húsið er á tveimur hæðum. Á neðri hæð er
forstofa, hol, tvö herbergi, stofur með arinn
og sólstofa með arinn, eldhús og baðher-
bergi. Á efri hæð er geymsla, gangur, þrjú
herbergi og möguleiki að setja upp eldhús í
einu þeirra, dagstofa og baðherbergi. Bíl-
skúrinn er sérstæður með hita,rafmagni,
vatni og sjálfvirkum hurðaropnara. Innaf
bílskúr er gott vinnuherbergi. húsinu hefur
alltaf verið velviðhaldið. HÚSIÐ ER LAUST
VIÐ KAUPSAMNING.
BLEIKARGRÓF EINBÝLISHÚS
TIL AFHENDINGAR VIÐ
KAUPSMANING. Einbýlishús á einni
hæð 139,5 fm og bílskúr 49,3 fm alls 188,8
fm. Húsið er steinklætt að utan og því við-
haldslítið. Í húsinu eru 3jú svefnherbergi, 2.
stofur, rúmgott eldhús með borðkrók, bað-
herbergi, þvottahús og risloft yfir öllu hús-
inu. Bílskúrinn er rúmgóður með nýlegu
þaki og góðri innkeyrsluhurð. Garðurinn í
kringum húsið er vel gróin. Verð kr. 36,9
m.
PARHÚS Í SMÁRANUM Í
KÓPAVOGI.Mjög gott 180 fm parhús
með innbyggðum bílskúr í Grófarsmára í
Kópavogi. Fjögur til fimm svefnherbergi.
Arinn í stofu. Fallegur garður, ásamt suður
verönd. V. 48,9 m.
HAGAMELUR
Góð 4ra herbergja 107,2 fm kjallaraíbúð
með sérinngang á þessum vinsæla stað. Í
eldhúsi er ný innrétting með nýju keramik-
helluborði, blásturofni og veggháf, Flísum á
gólfi , flísum á milli skápa og góðum borð-
krók. Stofan er björt með parketi á gólfi.
Herbergisgangur og herbergi eru með
parketi á gólfi. Baðherbergi með flísalagt
gólf, flísar á veggjum, innréttingu og bað-
kari. Í sameign er þvottahús.
GULLSMÁRI - 4RA HER-
BERGJA Vorum að fá í sölu mjög flotta
95 fm íbúð á 2. hæð á þessum eftirsótta
stað. Parket og flísar á gólfum, baðher-
bergi ný uppgert. Íbúðin er laus. Verð 25,4
m
BJÖRTUSALIR - SÉR GARÐ-
UR Vorum að fá í sölu 117fm 4ra her-
bergja íbúð á 1. hæð fimm íbúða húsi. Sér
afgirtur suður garður með sólpalli. Fallegar
eikar innréttingar, parket og flísar á gólfi.
GULLSMÁRI - GÓÐ STAÐ-
SETNING Mjög góð 4ra herbergja íbúð
á 2.hæð í fallegu litlu fjölbýlishúsi á einum
besta stað í Smáranum. Stórar suður sval-
ir. Hús og sameign nýlega máluð. Afhend-
ing í júní-júlí n.k. V. 22,9 m
ÞORLÁKSGEISLI - GRAFAR-
HOLTI TILBÚIN TIL AFHEND-
INGAR 4ra herb. endaíbúð á 3ju hæð
með 2 svölum í fallegu lyftuhúsi. Íbúðin er
108 fm og henni fylgir 8,7 fm sér geymsla
samt. birt séreign 116,7 fm og stæði í bíl-
geymslu. Sölumenn á Lyngvík sýna. Áhv.
21 m í myntkörfu. Verð 27,0 m.
3JA HERB.
KARLAGATA LAUS TIL AF-
HENDINGAR. Mikið endurnýjuð 3ja
herb. 63,6 fm íbúð á efri hæð í góðu þríbýl-
ishúsi. Eldhúsið er nýtt með nýrri innrétt-
ingu, keramikhelluborði, veggháf, blást-
urofn, tengi fyrir þvottavél og borðkrók. Öll
gólfefni eru nýtt parket nema á baði er flís-
ar. baðkar og gluggi. Verð. 17,6 m. Áhv.
11,0 m Íls. veðbréf til 40 ára vextir 4,6%.
FRÓÐENGI 3JA herb. 103fm mjög fal-
lega og rúmgóða íbúð á 2. hæð á þessum
eftirsótta stað í Grafarvogi. Baðh. endur-
nýjað á mjög smekklegan hátt. V. 20,9 m
ÁSTÚN KÓPAVOGI Vorum að fá í
sölu fallega 79fm 3ja herb íbúð á 4. hæð. 2
góð herbergi, eldhús með eikarinnréttingu,
stórar svalir með miklu útsýni. V. 16,9 m
KRISTNIBRAUT MEÐ STÆÐI Í
BÍLSKÝLI Mjög góð 82,1 fm íbúð og
geymsla 14,7 fm alls 96,8 fm. með stæði í
bílageymslu.Í eldhúsi er glæsileg innrétting
með flísum á milli skápa og borðkrók.
Borðstofa og stofa með parketi og suður
svölum með góðu útsýni. Baðherbergi flí-
salagt með innréttingu og baðkari. Þvotta-
hús í íbúð. Tvö góð herbergi með parketi
og skápum. í sameign í kjallara er góð
geymsla hjóla og vanga geymsla. Stutt í
alla þjónustu svo sem leikskóla og grunn-
skóla. Verð. 22,9 m
ÁLFKONUHVARF - LAUS
STRAX
Um er að ræða mjög vel staðsetta 3ja her-
bergja íbúð á efstuhæð í lyftuhúsi, ásamt
stæði í bílgeymslu. Sölumenn á Lyngvík
sýna.
RAUÐAVAÐ - 3JA HERB MEÐ
BÝLGEYMSLU
Vorum að fá í sölu nýja 95 fm 3ja herbergja
íbúð á jarðhæð með ca 42 fm sérafnotarétt
lóðar. Parket og flísar á gólfum. Íbúðinni
fylgir stæði í bílgeymslu. V. 23,7 m
ÁSAKÓR - MEÐ BÍLSKÚR.
Um er að ræða mjög vel staðsetta 100 fm
3ja herbergja íbúð á 5.hæð ( efstu ) í nýju
lyftuhúsi með mjög góðu útsýni, íbúðinni
fylgir 28 fm bílskúr. Íbúðin skilast fullbúin
án gólfefna og er afhending um næstu ára-
mót. V. 27,8 m.
2JA HERB.
DALSEL
2ja herbergja íbúð á 3.hæð með góðu út-
sýni. Íbúðinni fylgir stæði í bílgeymslu.
Verð. 14,9 m.
4RA HERB
VESTURGATA LYFTUHÚS
4ra herbegja 103,3 fm íbúð á þessum vin-
sæla stað vestast í vesturbænum. Tvær
samliggjandi stofur og er gengið út á suður
svalir frá annarri. Hægt er að loka á milli
þeirra með rennihurð. Tvö góð svefnher-
bergi annað með’ skáp. Eldhús með góðri
innréttingu og borðkrók. Baðherbergi með
baðkari, flísum upp á miðja veggi og
glugga. Góð sameign. Í kkjallara er þvotta-
hús, sauna og séreymsla.
HOFTEIGUR - SÉR INNGANG-
UR Rúmgóð og vel staðsetta 137 fm 4-5
herbergja íbúð í kjallara með sér inngangi.
stór og góð herbergi. V. 24,9 m
STÓRAGERÐI MIKIÐ ENDUR-
NÝJUÐ Mikið endurnýjuð 4ra herbergja
95,8 fm íbúð á 1. hæð. Hol með parketi og
skáp. Baðherbergi flísalagt gólf baðkar
smá innrétting og gluggi. 3jú herbergi með
parketi á gólfi og skápum svalir frá svefn-
herbergi. Stofa með parketi á gólfi og
gegnið út á suður svalir. Eldhús með nýrri
innréttingu, keramikhelluborði, blásturofni,
veggháf. tengi fyrir uppþvottavél allt nýtt
og borðkrók. Verð kr. 21,9 m Áhv. Íls.
veðbréf 11,4 m vextir 4,45% til 40 ára.