Fréttablaðið - 24.07.2006, Síða 51
MÁNUDAGUR 24. júlí 2006 23
menning@frettabladid.is
!
Íslenska hreyfiþróunar-
samsteypan samanstendur
af fimm ungum dönsurum;
þeim Vigdísi Evu Guð-
mundsdóttur, Melkorku
Sigríði Magnúsdóttur, Katr-
ínu Gunnarsdóttur, Ásgerði
Guðrúnu Gunnarsdóttur
og Ragnheiði Sigurðard.
Bjarnason.
Danshópurinn er meðal fjöl-
margra annarra sem taka þátt í
verkefninu Skapandi sumarstörf
hjá Hinu húsinu, en æfingar á
dans- og leikverki eru nú í fullum
gangi og að sögn Melkorku ganga
þær vonum framar. „Bæði hug-
myndavinnan og dansæfingar
hafa staðið yfir í allt sumar en við
munum halda áfram þeirri vinnu
fram að frumsýningu, sem verður
10. ágúst næstkomandi.
Sýningin okkar er hluti af stórri
listahátíð sem grasrótarhátíð
ungra listamanna stendur fyrir en
hátíðin nefnist ArtFart og fer hún
fram í verksmiðjuhúsnæði John-
son & Kaaber.“
Melkorka segir Íslensku hreyfi-
þróunarsamsteypuna ekki ein-
vörðungu hafa fengið styrk frá
Hinu húsinu heldur jafnframt frá
félaginu Ungt fólk í Evrópu, en
það er styrktarfélag sem veitir
ungu listafólki tækifæri til að
leggja rækt við list sína. „Verkið
okkar fjallar um raunveruleika-
sjónvarpsefni sem svo vinsælt er
alls staðar í heiminum í dag. Við
tökum fyrir megináherslurnar í
þessari tegund sjónvarpsefnis,
sem að okkar mati leggur allt upp
úr því að niðurlægja fólk. Málum
virðist nefnilega því miður þannig
háttað að áhorfendur margir hafa
gaman af því að fólk sé gert að
athlægi.
Þetta setjum við síðan inn í
heim sem byggir á Disney-veröld.
Allt sem við vinnum með í þessu
verki passar inn í Disney-veröld
sem er ekkert annað en ofurraun-
veruleiki.“
Melkorka segir að því lengra
sem liðið hafi á vinnuferlið hafi
þær fært sig lengra inn á svið
ofurraunveruleika. Meinið er, að
sögn Melkorku, að það er búið að
taka raunveruleikann úr samhengi
í þessari tilteknu tegund af sjón-
varpsefni og búa til úr honum
eitthvað allt annað sem ekki er
raunverulegt, heldur fáránlegt og
handan þess sem er. „Við vinnum
með þetta efni út frá spuna þar
sem allir eru jafnir og við útilok-
um ekkert við úrvinnslu hug-
mynda.“ Melkorka segir þær
stöllurnar áður hafa starfað
saman; í fyrra sýndu þær verk í
Færeyjum sem þær nefndu Best í
heimi, en verkefnið var styrkt af
menntamálaráðuneytinu. „Við
unnum þetta verk út frá heimild-
armynd Kristínar Ólafsdóttur
sem heitir How do you like Ice-
land og sýnd var í Ríkissjónvarp-
inu í fyrra.“ Hún segir þær vin-
konurnar líka hafa nóg fyrir stafni
næstu misserin, enda var þeim
boðið að taka þátt í afmælissýn-
ingu hjá Dansleikhúsi Með Ekka
sem haldin verður um næstu ára-
mót, auk þess sem nokkrar þeirra
eru á leið í nám erlendis. „Við
munum engu að síður halda áfram
af fullum krafti að vinna saman,
þrátt fyrir að Atlantshafið skilji
sumar okkar að. Það þarf meira til
en hafið til að leiða okkur í sundur.
Samstarf okkar er rétt að hefjast,“
segir Melkorka í lokin. - brb
Dans og ofurraunveruleiki
ÍSLENSKA HREYFIÞRÓUNARSAMSTEYPAN Tekur fyrir raunveruleikasjónvarp í dansleikhúsi sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
KL. 14.00
Brúðubíllinn skemmtir börnum
og þeim sem enn varðveita
barnið í sér í Árbæjarsafni.
Eiginkona titilpersónu bókarinnar
Bóksalinn í Kabúl hefur sótt um
hæli í Evrópu og segir að bókin hafi
stofnað lífi sínu í hættu. Bókin, sem
er eftir norsku blaðakonuna Åsne
Seierstad, segir frá hjónunum Shah
Mohammed Rais og Suraya Rais og
fjölskyldu þeirra eftir fall talíbana-
stjórnarinnar þar í landi.
Bókin kom út árið 2002 og naut
vinsælda víða um heim. Nýlega var
hún gefin út í Afganistan og segir
Rais að hún sé ekki lengur óhult
eftir það. Hún hefur því sótt um
hæli í Svíþjóð en svo gæti farið að
hún fari til Noregs. Eiginmaður
Rais hefur hins vegar ekki sótt unm
hæli og er óvíst að hún geri það.
Fljótlega eftir að bókin kom út
höfðaði eiginmaður Rais mál á
hendur Seierstad þar sem hún hefði
svert orðstír hans með því að lýsa
honum sem ofstækismanni sem
stjórnaði fjölskyldu sinni harðri
hendi. Seierstad segir að hann hafi
ekki hlustað á neinar sáttatillögur
heldur fari nú offari í fjölmiðlum
til að ná sér niðri á henni og for-
laginu og heimti skaðabætur. Hann
stefnir líka á að gefa út bók þar sem
hann segir sína hlið á málinu.
Sækir um hæli í Svíþjóð
21. júlí – fös kl. 20 – Uppselt
27. júlí – fi m kl. 20 – laus sæti
28. júlí – fös kl. 20 – laus sæti
17. ágúst – fi m kl. 20 – laus sæti
18. ágúst – fös kl. 20 – laus sæti
INNKÖLLUN
stofnfjárbréfa
Stjórn SPV gerir kunnugt að hún hefur ákveðið að stofn-
fjárbréf í sparisjóðnum verði tekin til rafrænnar skráningar í
kerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf. Rafræn skráning tekur
gildi mánudaginn 31. júlí 2006 kl. 9.00 árdegis. Frá þeim
tíma ógildast hin áþreifanlegu stofnfjárbréf í sparisjóðnum
í samræmi við heimild í ákvæði til bráðabirgða nr. II í lögum
nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa, sbr.
6. gr. laga nr. 32/2000, um breytingar á ýmsum lögum
vegna tilkomu rafrænnar eignarskráningar á verðbréfum
og reglugerð nr. 397/2000, um rafræna eignarskráningu
verðbréfa í verðbréfamiðstöð.
Stofnfjárhlutir í SPV eru 3205 og eru allir gefnir út á
pappírsformi. Nafnverð hvers hlutar er 25.000 kr. og allir
stofnfjárhlutir eru í sama fl okki. Stofnfjárbréfi n ógildast er
rafræn skráning tekur gildi skv. framansögðu.
Við rafræna útgáfu stofnfjárbréfanna verður nafnverð þeirra
skráð með sama hætti og áður, þ.e. hver stofnfjárhlutur er
25.000 kr. að nafnverði.
Reykjavík, 24. febrúar 2006
F.h. stjórnar SPV,
Ragnar Z. Guðjónsson,
Sparisjóðsstjóri
Föstudag 21. júlí kl. 20 uppselt
Laugardag 22. júlí kl. 20 uppselt
Sunnudag 23. júlí kl. 15 aukasýning
Sunnudag 23. júlí kl. 20 uppselt
Föstudag 28. júlí kl. 20 örfá sæti laus
Laugardag 29. júlí kl. 20 örfá sæti laus
Sunnudag 30 júlí kl 15 aukasýning
Sunnudag 30. júlí kl. 20 nokkur sæti laus
Föstudagur 4. ágúst kl. 20
Laugardagur 5. ágúst kl 20
Sunnudagur 6. ágúst kl. 15
Sunnudag 6. ágúst kl. 20
Laugardagur 19. ágúst kl 20
Tvíréttaður kvöldverður og
leikhúsmiði
kr. 4300 - 4800.-
Sa
m
kv
. d
ag
bó
ka
rk
ön
nu
n
G
al
lu
p
ap
ríl
2
00
6.
ÅSNE SEIERSTAD Bóksalinn frá Kabúl
segir frá fjölskyldu í Afganistan eftir fall
talíbanastjórnarinnar.
> Ekki missa af...
...tríóinu Tónafljóði í Sigurjónssafni
í Laugarnesinu á morgun. Tríóið er
skipað þeim Sigrúnu Erlu Egilsdóttur
sellóleikara, Þórunni E. Pétursdóttur
sópransöngvara og Valdísi Vigfúsdóttur.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30.
...samsýningunni Eiland í Gróttu með
listamönnunum Ásdísi Sif Gunnarsdóttir,
Friðriki Erni Hjaltested, Haraldi Jóns-
syni, Hrafnkeli Sigurðssyni og Ragnari
Kjartanssyni. Opið er í dag á milli tíu og
fimmtán.
...sýningu Ragnars Axelssonar, ljósmynd-
ara Morgunblaðsins, í Vestmannaeyjum.
Íshúsið í Vestmannaeyjum er prýtt
myndum Ragnars, sem hefur um árabil
verið einn virtasti ljósmyndari landsins.
Hönnunartvíeykið Stígvél saman-
stendur af tveimur ungum stúlk-
um, Ingunni Jónsdóttur og Þór-
unni Árnadóttur, en þær taka
þátt í Skapandi sumarstörfum á
vegum Hins hússins. Þær opn-
uðu sýningu á verkum sínum í
Gallerí Gyllinhæð en hún stóð
yfir nú um helgina. „Sýningin
okkar var afrakstur átta vikna
rannsóknarvinnu á íslenskri
menningu. Við sýndum ljós-
myndir frá ýmsum uppákomum
á eigin vegum, hluti sem við not-
uðum á uppákomunum og eins
hluti sem sérstaklega voru hann-
aðir með sýninguna í huga,“
segir Ingunn.
Á yfirlitssýningunni kenndi
ýmissa grasa, en Ingunn og Þórunn bjuggu
til margvíslega muni sem allir
hafa vísun í alþýðumenningu
Íslendinga. „Við hönnuðum til
dæmis hálsmen sem er gert úr
móti af íslenskum kleinum. Við
byrjuðum á því að steikja klein-
urnar þannig að þær yrðu pínu-
litlar eða aðeins tveir sentimetr-
ar á lengd, tókum svo mót af
þeim úr plastefni og hönnuðum
hálsmen.“
Þær hönnuðu einnig ljós sem
búið er til úr áli, skreið og ber
laufabrauðsmynstur. „Á sýning-
unni getur einnig að líta mjög
þykkt teppi sem er sérstaklega
búið til fyrir íslenskar aðstæð-
ur, en það er vatnshelt. Við
létum síðan prenta á það net úr
íslenskum blómum til að gera það fallegt.“
Hönnunartvíeykið Stígvél
INGUNN OG ÞÓRUNN Sýna
ljósmyndir frá ýmsum uppá-
komum sem þær hafa sjálfar
staðið fyrir.