Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.07.2006, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 24.07.2006, Qupperneq 54
Leikkonan Alicia Silverstone lét sig engu varða þó kjaftasögur gengu um að hún væri lesbía. Ástæða þess var sú að hún vildi halda ástarævintýri sínu með Chris Jarecki fyrir sig. Alicia lét því sem hún tæki ekki eftir því að fréttir birtust í fjölmiðlum um að hún væri lesbía. Alicia og Chris gengu í hjónaband fyrir ári síðan eftir að hafa hist á laun um nokk- urt skeið. Fram að því höfðu fjöl- miðlar furðað sig á því að hún væri ekki orðuð við neina heita piparsveina eða sæist á stefnu- mótum. Þess vegna fóru kjafta- sögurnar af stað. „Ég hitti Chris fyrst þegar ég var tvítug,“ segir Alicia, sem í dag er 29 ára. „Við byrjuðum ekki saman fyrr en löngu seinna því ég var svo upptekin við að leika í kvikmyndum. Síðar uppgötvaði ég að hann væri besti maður sem ég hefði nokkurn tímann hitt og að ég myndi eflaust aldrei hitta annan slíkan. Þegar hlutirnir gerðust svo vildum við ekki auglýsa samband- ið í fjölmiðlum. Þannig er ég bara þegar kemur að einkalífi mínu,“ segir Alicia, sem sér ekki eftir neinu. Lét sem hún væri lesbía ALICIA SILVERSTONE Leyndi sambandi sínu við núverandi eiginmann sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES ULTRAVIOLET kl. 4.50, 8 og 10.10 B.I. 12 ÁRA OVER THE HEDGE ÍSL. TAL kl. 3, 5 og 7 OVER THE HEDGE ENSKT TAL kl. 3, 5, 7, 9 og 11 SÝND Í LÚXUS ENSKT TAL kl. 3, 5, 7, 9 og 11 STICK IT kl. 3, 5.30, 8 og 10.20 CLICK kl. 9 B.I. 10 ÁRA RAUÐHETTA ÍSL. TAL kl. 3 ULTRAVIOLET kl. 5.50, 8 og 10.10 B.I. 12 ÁRA THE BENCHWARMERS kl. 6, 8 og 10 B.I. 10 ÁRA CLICK kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 10 ÁRA DA VINCI CODE kl. 6 og 9 B.I. 14 ÁRA STICK IT kl. 8 og 10 STAY ALIVE kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA THE BENCHWARMERS kl. 6 B.I. 10 ÁRA CLICK kl. 6 B.I. 10 ÁRA !óíbí.rk004 Gildir á allar sýnin gar í Regnboganum me rktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 50.000 MANNS BYGGÐ Á VINSÆLUSTU BÓK Í HEIMI! Blóðstríðið er hafið! Milla Jovovich í mögnuðum Sci-Fi spennutrylli! ÓVÆNTASTA, KYNÞOKKAFYLLSTA OG SKEMMTILEGASTA GRÍNMYND ÁRSINS FRÁ HÖFUNDI BRING IT ON Í Gróttu á Seltjarnarnesi er nú rekið kaffihús í tengslum við sýn- inguna Eiland. Kaffihúsið er til húsa í Fræðasetrinu og er þar hægt að fá vöfflur, kaffi og kakó. „Við verðum líka með súpu og brauð með hummus á kvöldin og aðra smárétti,“ segir rekstrar- stjórinn Sigríður Stella Guð- brandsdóttir. Hún segir að flestir þeir sem leggi leið sína út í Gróttu til þess að skoða sýninguna komi við á kaffihúsinu en þar er bæði hægt að sitja úti og inni. „Það er mjög kósý stemning hjá okkur. Við erum með húsgögn frá Góða hirð- inum og svo spilum við bara íslensk sixtíslög með Ellý Vil- hjálms og fleirum,“ segir Sigrður Stella. Ellý fær þó af og til hvíld frá fóninum því á kaffihúsinu verða líka reglulega ýmsar tón- listaruppákomur. Þannig lék nýlega kontrabassaleikari úr Sin- foníuhljómsveitinni á kaffihúsinu og fleiri uppákomur eru fyrirhug- aðar á kvöldin. Kaffihúsið verður starfrækt jafnlengi og sýningin Eiland er í gangi eða til 20. ágúst. „Opnunartímar fara eftir flóða- töflum. Við erum með gjallarhorn sem við köllum í til að láta fólk vita þegar farið er að falla að.“ Nánari upplýsingar um sýninguna og opnunartíma hennar er hægt að fá á heimasíðunni www.eiland.is Kósy kaffihús í Gróttu NÝTT KAFFIHÚS Kaffihúsið í Gróttu er opið til 20. ágúst. Sigríður Stella ber þar fram bæði súpur og sætabrauð. Hundrað og tuttugu Pólverjar, glaðir og reifir Rússar og fjöldi annarra af erlendu og innlendu bergi brotnu mættu í hvalaskoðun- arferð Alþjóðhúss á fimmtudags- kvöld, en alls fóru 330 manns í ferðina. „Þetta var mjög sérstakt, magnað að vera með fólki af svo fjölbreyttu þjóðerni og allir með bros á vör,“ segir Helga Ólafsdótt- ir, starfsmaður Alþjóðahúss. Auk fjörutíu Íslendinga var mætti fólk frá Georgíu, Palestínu, Grænhöfðaeyjum, Danmörku, Bretlandi, Perú, Finnlandi, Portú- gal, Brasilíu, Japan, Kína, Banda- ríkjunum, Litháen, Tyrklandi, Spáni, Taílandi, Filippseyjum, Kenýa, Níkaragua og fleiri löndum og virtust tungumálaerfiðleikar engin áhrif hafa á gleði bátsmanna. Fjölmargir höfrungar létu sjá sig við mikinn fögnuð en lítið sást af hvölum. „Þetta var mikið ævintýri því margir hafa aldrei farið í hvala- skoðun. Allir voru úti á dekkinu og það var mjög gaman að sjá litlu höfrungana hoppa og skoppa,“ segir Helga, en bátarnir voru á vegum Hafsúlunnar og Eldingar, sem tóku vel í að aðstoða Alþjóða- húsið og voru með tilboð á barnum svo ekki vantaði drykkina. Höfrungar skemmta þrjú hundruð innflytjendum GENGIÐ UM BORÐ Ístak splæsti rútu á sitt fólk og stórir hópar komu frá öðrum fyrirtækjum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ELDING OG HAFSÚLAN Hvalaskoðunarferðin var hluti af vikulegri dagskrá Alþjóðahúss, sem stendur fyrir uppákomum á fimmtudögum til að hrista saman ínnflytjendur og Íslendinga. STEMNING Í BÁTUNUM Hvalaskoðunarferð- in þótti takast mjög vel þrátt fyrir að lítið hefði sést af hval. GÓÐ MÆTING Hópurinn gekk fylktu liði frá Alþjóðahúsi niður að bryggju. Aðstandendur þriðju kvikmyndar- innar um sjóræningjana á Karíba- hafinu óttast að Keith Richards gæti slasast í tökum en gítarleik- ari Rolling Stones hefur ákveðið að leika föður Jack Sparrow í næstu mynd. Richards féll niður úr kókostré í apríl þegar hann var í fríi á Fídjieyjum og segir leik- stjórinn Gore Verbinski að ein- hver atriði gætu reynst honum erfið en Richards þarf að klifra upp í mastur á sjóræningjaskipi. „Fyrir mann sem féll úr kókos- hnetutré gætu þessi skref orðið smá vandamál,“ sagði leikstjórinn en Pirates of the Caribbean: Dead Man‘s Chest hefur slegið í gegn um allan heim að undanförnu og er væntanleg til sýningar hér á landi í þessari viku. Richards gæti slasast KEITH RICHARDS Leikur pabba Jack Sparrow í þriðju myndinni um sjóræn- ingjana á Karíbahafinu. Leikstjóri myndar- innar óttast um heilsu hans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.