Fréttablaðið - 24.07.2006, Síða 58

Fréttablaðið - 24.07.2006, Síða 58
 24. júlí 2006 MÁNUDAGUR30 Dagur Tími Lið Völlur 19:15 ÍA – Kefl avík Akranesvöllur 19:15 KA – Þróttur Akureyrarvöllur 19:15 Valur – Víkingur Laugardalsvöllur 19:15 KR – ÍBV KR-völlur 8 LIÐA ÚRSLIT Sunnudagur 23. júlí 2006 Mánudagur 24. júlí 2006 VISA-bikar karla: VALUR-VÍKINGUR 1-2 1-0 Garðar Jóhannsson (11.), 1-1 Daníel Hjaltason (17.), 1-2 Höskuldur Eiríksson (76.). ÍA-KEFLAVÍK 3-4 0-1 Þórarinn Brynjar Kristjánsson (18.), 1-1 Arnar Gunnlaugsson (36.), 1-2 Guðmundur Steinarsson, víti (47.), 2-2 Arnar Gunnlaugsson (60.), 2-3 Guð- mundur Steinarsson (75.), 2-4 Simun Samuelsen (80.), 3-4 Jón Vilhelm Ákason (86.). KA-ÞRÓTTUR 1-5 0-1 Sinisa Valdimar Kekic (17), 1-1 Sveinn Elías Jónsson (42.), 1-2 Halldór Arnar Hilmisson (67.), 1-3 Sinisa Valdimar Kekic (73.), 1-4 Magnús Lúð- víksson (77.), 1-5 Andrés Vilhjálmsson (82.). ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Þróttur tryggði sér sæti í undanúrslitum VISA-bikarkeppn- innar í gær með ótrúlegum sigri á KA, 1-5, norður á Akureyri. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og liðin gengu jöfn til leikhlés og fátt sem benti til þess að Þróttur myndi rúlla yfir heimamenn. Um miðjan hálfleik- inn duttu gestirnir í gírinn og í hönd fór örugglega einar eftir- minnilegustu fimmtán mínútur sem hafa verið spilaðar í knatt- spyrnuleik á Akureyri lengi. Þróttur skoraði þá fjögur mörk og mark Sinisa Kekic var sérstak- lega eftirminnilegt en hann lék þá leikmenn KA upp úr skónum áður en hann setti boltann í netið. Magn- aður leikur hjá Kekic, sem skoraði tvö mörk og virðist ætla að vera drjúgur fyrir Þróttara. - hbg Fjör á Akureyri: KA steinlá gegn Þrótti STÓRSIGUR Á AKUREYRI Atli Eðvaldsson stýrði lærisveinum sínum í Þrótti til stórsig- urs gegn KA á Akureyri í gær. FÓTBOLTI Keflvíkingar eru komnir í undanúrslit VISA-bikars karla eftir 4-3 sigur á Skagamönnum. Fyrri hálfleikur liðanna í gær var hin besta skemmtun. Heimamenn fengu sýnu betri færi í fyrri hálf- leik en það voru þó gestirnir sem skoruðu fyrsta markið. Þar var að verki Þórarinn Brynjar Kristjáns- son sem smellti boltanum glæsi- lega upp í samskeytin af 25 metra færi. Heimamenn héldu áfram að pressa og uppskáru loksins jöfn- unarmark þegar Arnar Gunn- laugsson vippaði snyrtilega yfir Ómar Jóhannsson, markmann Keflvíkinga. Glæsilegt mark hjá hinum spilandi þjálfara en sá sem gegnir sama starfi hjá ÍA, bróðir hans Bjarki, fór mjög illa að ráði sínu þegar hann slapp aleinn í gegn eftir frábæra sendingu Þórð- ar en var allt of lengi að athafna sig og Keflvíkingar náðu að bjarga á síðustu stundu. Það var ekki mínúta liðin af síð- ari hálfleik þegar Igor Pesic sparkaði í andlitið á Guðjóni Árna Antoníussyni og Einar Örn Daní- elsson, góður dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu. Úr henni skor- aði fyrirliði Keflvíkinga, Guð- mundur Steinarsson, örugglega og kom gestunum yfir á nýjan leik. Skagamenn bitu í skaldarrend- ur og náðu að jafna leikinn á nýjan leik. Eftir góða sókn sendi vara- maðurinn Dean Martin fyrir þar sem Arnar var mættur á fjær- stöngina á nýjan leik og í þetta skipti skallaði hann boltann í tómt markið og jafnaði þar með leikinn í 2-2. Þessi stórskemmtilegi leikur stóð svo sannarlega undir vænt- ingum og Guðmundur Steinarsson kom Keflvíkingum aftur yfir þegar hann skoraði eftir lipra sókn þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Færeyingurinn Símun Samu- elsen skoraði svo glæsilegt mark þegar hann vippaði frábærlega yfir Bjarka, markmann Skaga- manna, utarlega í vítateignum. Jón Vilhelm Ákason minnkaði muninn í 4-3 með enn einu glæsi- markinu þegar hann þrumaði bolt- anum í bláhornið úr vítateignum en það dugði ekki til og Keflvík- ingar fóru með sigur af hólmi af Akranesi. - hþh Mikil dramatík í leik ÍA og Keflavíkur: Keflavíkursigur í æsilegum leik FÖGNUÐUR Færeyingurinn Simun Samuelsen fagnaði marki sínu gegn ÍA með miklum tilþrifum eins og sjá má. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR FÓTBOLTI Keflvíkingar unnu Skaga- menn 4-3 í VISA-bikar karla í gær- kvöldi í æsilegum leik liðanna sem var frábær skemmtun. Skaga- menn voru mjög ósáttir við að fá ekki dæmt mark þegar þeir sköll- uðu að marki undir lok leiksins og boltinn virtist fara inn fyrir lín- una. „Hann var langt fyrir innan, það sáu það allir, en línuvörðurinn þorði ekki að dæma mark, það er alveg skelfilegt,“ sagði Bjarni Guðjónsson, leikmaður ÍA, eftir leikinn. Guðmundur Steinarsson, fyrir- liði Keflvíkinga, var að vonum glaður eftir leikinn en hann skor- aði helming marka Suðurnesja- liðsins. „Þetta var ekta bikarleik- ur og ég held að það hafi allir skemmt sér frábærlega vel, nema kannski Skagamennirnir. Það var boðið upp á frábær mörk og gott spil hjá báðum liðum en munurinn lá kannski í því að við höfðum meira blóðbragð í munninum,“ sagði Guðmundur. - hþh Hiti í mönnum: Skagamenn ósáttir FÓTBOLTI Víkingar komust í undan- úrslit VISA-bikarsins í gær með því að leggja Valsmenn 2-1 á Laugardalsvellinum. Valsmenn þurftu að leika einum færri allan seinni hálfleikinn eftir að Guð- mundur Benediktsson fékk að líta rauða spjaldið í stöðunni 1-1. Þegar boltinn var ekki í leik féll Valur Úlfarsson, varnarmaður Víkinga, með tilþrifum og var Guðmundi vísað af velli en það var Sigurður Óli Þórleifsson aðstoðardómari sem lét Magnús Þórisson vita af því að Guðmundur ætti að fá rautt. Skiljanlega voru Valsmenn mjög ósáttir við þennan dóm enda virt- ist þetta sárasaklaust og ekki verðskulda brottvísun. Þetta gerðist á 40. mínútu og var vendipunkturinn í leiknum en eina ógn Valsmanna í seinni hálf- leik kom úr föstum leikatriðum. Sigurmarkið kom þegar um stundarfjórðungur var eftir en það var enginn annar en fyrirlið- inn Höskuldur Eiríksson sem skor- aði eftir að Grétar Sigfinnur Sig- urðsson skallaði boltann til hans eftir horn. Höskuldur er ekki þekktur fyrir markaskorun en hann skoraði þó bæði mörk Vík- inga í sigri á FH í sextán liða úrslitum og heldur því uppteknum hætti í bikarkeppninni. Fjölmenni var á leiknum í gær en athygli vakti að Garðar Jóhannsson fór strax inn í byrjun- arlið Vals og var ekki lengi að stimpla sig inn því hann skoraði fyrsta mark leiksins á elleftu mín- útu eftir að hafa fengið langa send- ingu fram og varnarmenn Víkings réðu ekkert við hann. Daníel Hjaltason jafnaði metin á sautjándu mínútu með laglegum skalla eftir hornspyrnu Arnars Jóns Sigurgeirssonar. Einum fleiri voru Víkingar betri í seinni hálfleiknum og heldur því bikarævintýri liðsins áfram með þessum 2-1 sigri og undan- úrslitaleikur á Laugardalsvelli bíður. „Allt liðið spilaði vel að mínu mati og við vorum kraftmiklir nán- ast allan leikinn ef smá kafli í byrj- un leiks er undanskilinn. Bikar- keppnin er frábær keppni og nú erum við búnir að leggja Íslands- meistarana og bikarmeistarana á útivöllum,“ sagði Magnús Gylfa- son, þjálfari Víkings, eftir leik. Spurður út í hina umdeildu brottvísun Guðmundar sagðist Magnús ekki hafa séð atvikið nægilega vel. „Ég sá bara minn mann detta en ef aðstoðardómari flaggar og lætur dómara reka leik- mann af velli hlýtur hann að hafa séð eitthvað, hann er varla að búa þetta til. Annars veit ég ekkert hvað gerðist.“ elvargeir@frettabladid.is Bikarmeistararnir slegnir út af fersku Víkingsliði Eftir að Víkingur sigraði Íslandsmeistarana í sextán liða úrslitum var komið að bikarmeisturunum í gær. Sigurmarkið skoraði fyrirliðinn Höskuldur Eiríksson. HVAÐ ERTU AÐ DÆMA, MAÐUR? Guðmundur Benediktsson sendir hér Sigurði Óla Þorleifs- syni aðstoðardómara tóninn en Guðmundur var sendur í bað eftir ábendingu Sigurðar Óla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.