Tíminn - 07.01.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.01.1978, Blaðsíða 1
Gl IVI STING ORGUNVERÐU R ut RAUOARÁRSTÍG 18 1 8 m ÍMI S kt >88 \m 66 10-12 staurar eyðileggjast í eldingu Rafmagnslaust á 18 bæjum í Landssveit AÞ — í vatnsveörinu, sem gekk yfir Suöuriand i fyrrinótt, sló eldingu niöur í rafmagnsstaura skammt frá bænum Þiifu I Landssveit. Atján bæir uröu raf magnslausir og viögerö veröur tæplega lokiö fyrr en sfö- ar i dag. Eldingunni laust niöur um klukkan hálf sex, og splundruö- ust tiu til tólf stauranna. þaö er mjög óvanalegt að svo margir staurar eyöileggist af völdum eldingar, yfirleitt eru þeir ekki nema einn til þrir. Vinnuflokkur var sendur af stað I gær meö nýja staura, en þaö fer eftir veörihvefljóttrafmagnkemst á, Aö meöaltali er hleösla I eld- ingu um 1/120 tlr amperstund. Þegar straumur nær hámarki I einni eldingu, er hann talinn vera um 7 þilsund amper. Þaö svarar til þess aö spennan I eld- ingunni sé um 10 þúsund volt I hverjum metra. Enn skemmdir í fyrrinótt — á Stokkseyri — stórstreymt á þriðjudag og miðvikudag og uggur er í mönnum ef þá verður stormur MÓ — Vonzkuveöur var á Stokks- eyri i fyrrinótt og þá lögðust bát- arnir fjórir allir aftur á hliöina, en búiö var aö rétta þá viö. Tveir þeirra höföu veriö dæmdir ónýt- ir, en skemmdir hinna tveggja voru ekki fullkannaöar. En i óveörinu I nótt skemmdust þeir enn meir, t.d. brotnaöi stýrishús- iö á Hásteini og fleiri skemmdir uröu. Stórstreymt verður 10.-11. jan. n.k. Ef þá verður mikiö sunnan- rok samfara flóöinu er hætta á enn frekari skemmdum á mann- virkjum og lendum. Vernharöur Sigurgrimsson oddviti sagöi I viö- tali viö Timann i gær, aö nokkur uggur væri I mönnum vegna þess aö ljóst ei; aö ekki veröur unnt aö ljúka viögerö á sjóvarnargöröun- um fyrir þann tima. Páll Þorláksson á Sandhóli sagöi I viötali viö Tlmann aö eftir þau áföll, sem Stokkseyringar og Eyrbekkingar heföu oröið fyrir i sjávarflóöum 1975 og 1977, leitaöi margt á hugann. — Margir andvarpa yfir þvi aö brú skuli ekki vera komin á ölfusárósa, sagöi Páll, en fleiri telja, aö hinn almenni borgari munie.t.v.flytjaábraut. En fyrr hefur særok bariö þessa byggö. Framhald á bls. 19. Myndina hér aö ofan tók Páll Þor- láksson á Sandhóli f fyrradag, en þá voru bátar Stokkseyringa á réttum kili. En siðan kom rok og flóö og nú liggja bátarnir aftur á hliöinni enn meira brotnir. Næst á myndinni er Bakkavík frá Eyrar- bakka, en siöan kemur Vigfús Þóröarson AE 34. Þessir bátar eru báöir taldir ónýtir. Fjær eru Hásteinn og Jósep Geir AR 36. Skemmdir þeirra eru ekki full- kannaöar enn, en stýrishúsið á Hásteini brotnaöi, þegar bátorinn valt á hliöina f fyrrinótt. Tekið fyrir frjálsan inn- flutning — á notuðum bifreiðum GV — Viöskiptaráöuneytiö hefur ákveöiö aö innflutningur á notuöum fólksbifreiöum veröi háöur leyfum. Eftir sem áöur veröur leyföur innflutn- ingur á bifreiöum f eigu þeirra, sem flytjast búferlum til landsins. Björgvin Guö- mundsson, skrifstofustjóri I viöskiptaráöuneytinu, sagöi I viötali viö blaöiö I gær aö þessi ákvöröun heföi veriö tekin aöallega vegna bflainnflutn- ingsmálsins svonefnda sem er i rannsókn, en eins og kunnugt er hafa um 50 notaöar bifreiö- ar veriö fluttar inn á fölskum forsendum. 1 framhaldi af þvi máli bárust tilmæli frá toll- stjóra um aö innflutningur notabra bifreiöa veröi tekinn af frflista og hefur viöskipta- ráöuneytiö nú fallizt á þaö. Aö sögn Björgvins eru þaö þó nokkrir aöilar sem stundaö hafa þessi viöskipti annars vegar eru þaö nokkrir sem annast kaup á notuöum bif- reiöum fyrir aöra og hins veg- ar er nokkuö um aö menn kaupi notaðar bifreiöar sjálfir án milligöngu. Hreinn Halldórsson kjörinn „íþróttamaður ársins 1977” Hreinn Halldórsson var útnefndur íþrótta- maður ársins 1977 af Samtökum iþrótta- fréttamanna í gær í hófi sem samtökin og Veltir h.f. héldu að Hótel Loft- leiðum. „Sem Iþróttamaður er Hreinn sjálfum sér og þjóð sinni ekki aðeins til sóma með afrekum sin- um, heldur er öll framkoma hans slik að unnt er að tala um sanna iþróttamennsku í þvi sambandi”, sagði Steinar J. Lúðviksson for- maöur Samtaka iþróttafrétta- manna, þegar hann afhenti Hreini hina fögru styttu, sem hann mun varðveita i eitt ár. Eins og menn muna, var Hreinn einnig íþróttamaður ársins 1976. Hér á myndinni fyrir ofan sést Hreinn með hina glæsilegu styttu. Þá heldur hann um verðlaunagrip, sem Veltir h.f. gaf honum. Fremst á myndinni sést gull- skjöldur i öskju, en Hreini var af- hentur hann að gjöf frá Stokk- hólmi, til minningar um, aö hann setti glæsilegt vallarmet á Stokk- hólms Stadion sl. sumar, þegar hann kastaði kúlunniþar 21.09 m. Timinn óskar Hreini til hamingju með sæmdarheitið íþróttamaöur ársins 1977. Sjá nánar á bls. 17. (Timamynd: Gunnar).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.