Tíminn - 07.01.1978, Blaðsíða 11
Laugardagur 7. janúar 1978
11
WÍ'Mit'íl'I
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
TVNDA TESKEIÐIN, eftir
KJARTAN RAGNARSSON.
Leikstjóri:
Brfet Héöinsdóttir.
Leikmynd:
Guörún Svava Svavarsdóttir.
Lýsing:
Kristinn Danfelsson
Þaö er yfirleitt reynsla þeirra
er sækja leikhúsin aö staöaldri,
aö sæki maöur ekki fyrstu sýn-
ingar leikja, hvort heldur þaö er
nú aðalæfing, frumsýning, eða
fyrstu sýningarnar, en þar setja
margir sér fastar reglur, þá
dragist það úr hömlu aö maður
sjái leikinn, ef maður hefur sig
þá nokkurn tíma til þess.
Ekki skal þessi fullyrðing rök-
studd, eða um hana fjallað hér
að ööru leyti en því, að þarna er
skýringin á þvi, hvers vegna
undirritaður — og þá Tlminn er
svona seint á ferð með að fjalla
um Týndu teskeiöina, sem
frumsýnd var I Þjóöleikhúsinu,
einhvern tlma I haust sem leiö,
undirritaður var ekki i bænum,
þegar leikurinn fór af stað.
Týnda teskeiðin
Kjartan Ragnarsson er um-
svifamikill I leikhúsinu. Hann
leikur, leikstýrir og hann semur
leikrit, en svo skammt er siðan
hann hóf leikritun, að öll verkin
þrjú, sem hann hefur samið, eru
ennþá á fjölunum og mun það
llklega einsdæmi hér á landi.
Kjartan Ragnarsson nefnir
leik sinn grályndan gamanleik,
og tekur þar dálítið ómak af
gagnrýnendum, þvl satt að
segja er þaö dálltið erfitt að
haida þessu verki innan ákveð-
inna forma I bókmenntum, þvl
satt að segja er leikurinn settur
saman úr hræru af óllkustu
hlutum. Þetta er „krimmi,”
samt án raunveruleika glæpa-
Síðbúin
umsögn
um leik
söeunnar, farsi með alvörusvip,
lika „venjulegt” leikrit, það
sem hlúð er að atburðarás með
hefðbundnum hætti, svo sem
inngjöfum á stöðum, þar sem
spennan lækkar og linurnar
byrja að slakna.
Ef til vill er þó söguþráöurinn
einkennilegastur, eða langsótt-
astur af þessu öllu, og hann er
með þvlllkum ólikindabrag, aö
fæstir höfundar myndu líklega
leggja til við efnið, án beinnar
hjálpar I sannindum nútlmans,
en ef til vill eru þær þó til, því
hvaö getur ekki gerzt á Islandi á
vorum dögum?
En hvaö um þaö. Þótt leikritiö
standi fast I hálsinum á bók-
menntafræðingum, þá gerir það
llklega ekkert til, þvl Týnda te-
skeiðin er einkar haglega samið
verk og skemmtilegt, og það er I
raun og veru „grályndur gam-
anleikur”. Við það er að
minnsta kosti staðið , og menn
skemmtu sér eins og þeir höfðu
vit til.
Týnda teskeiöin er langbezta
verk Kjartans Ragnarssonar til
þessa, að voru mati. Hann er að
ná betri tökum á hinum ritaöa
texta og höfundur hefur lagt frá
sér kút og kork, sem sé leik-
brögö og aðrar sviökúnstir, til
þess aö halda öllu á floti. Fyrsti
þáttur verksins er þó greinilega
beztur, en þar er ekki um að
kenna hæfni höfundar, heldur á
hinn brothætti söguþráður sök-
in, sem virðist með svo miklum
óllkindablæ, að um tlma heldur
maður aö allt ætli nú úr böndun-
um, þrátt fyrir góðan fyrri hálf-
leik.
Höfundur er þarna farhægur
en honum tekst þó aö ná sér á
strik aftur og endirinn var líka
áhrifamikill, þrátt fyrir allt.
Þótt rætt hafi verið hér aö
framan um aö þetta leikrit
Kjartans Ragnarssonar sé
meira skrifað en önnur verk
hans, er leikhúsið samt ekki lát-
ið standa ónotaö. Hófsöm tök
leikstjóra virðast I fljótu bragði
ekki hafa neitt umframgildi. Við
nánari skoðun sannfærist mað-
ur þó um það, að þarna er rétt á
málum haldið. Raunveruleikinn
er færður i átt til fjarstæðunnar,
er fjarstæðan I átt til raunveru-
leikans, eöa eigum við að segja
hversdagsleikans? Aö vlsu jaör-
ar dálltið við ofleik I fyrstu og
slðustu atriðunum, en allt er þó
innan hins æskilega taumhalds,
þegar á heildina er litiö.
Leikendur
Hlutverk I Týndu teskeiðinni
leiklist
eru nlu talsins, en með þau
veigamestu fara þau Róbert
Arnfinnsson, ÞóraFriöriksdótt-
ir, GIsli Alfreðsson, Sigriður
Þorvaldsdóttir og Guðrún
Stephensen.
Flosi ólafssonfer þó með eins
konar aðalhlutverk I fyrsta
þættinum, en lætur þar llfið I
kraftasýningum.
Sigurður Skúlason, Lilja Þór-
isdóttirog Jón Gunnarssonfara
með minni hlutverk.
Ég hygg að þaö hafi veriö
mjög vel skipað liði til þessa
leiks. Tilefni til stjörnuleiks eru
fá, þvl að leikstjórinn sér um að
þarna séum „venjulegt” fólk aö
ræða, en ekki sérstök afbrigöi.
Við hlutum sæti upp I rjáfri að
þessu sinni, eða á efri svölum,
sem er eins konar leöurblökuloft
þessa húss.
Það er ágæt tilbreyting og þvl
unnt að votta ágæta framsögu
leikenda og er þá enginn undan-
skilinn, og er gott til þess aö
vita, að meiri áherzla er nú lögð
á framburð i Þjóðleikhúsinu en
verið hefir.
Leiktjöld Guörúnar Svövu
Svavarsdóttur eru þénug, en
staðsetja verkið þó fremur illa
innan millistéttarinnar og auð-
stéttarinnar I landinu. Ljós voru
björt, en geröu lítinn mun dags
og nætur i verki mikilla
myrkraverka.
Við óskum höfundi til ham-
ingju með ágætt verk. íslenzk
sviðsverk deyja oftast úr leið-
indum og dapurleika, eða vesl-
ast upp úr brjósthroða sem aug-
lýstur er undir nafninu fagrar
bókmenntir.
Við skoðun á verkum Kjart-
ans Ragnarssonar greinum við
dýrmæta hæfileika, og hann nær
til fólksins með verkum slnum,
en það skiptir miklu máli.
Jónas Guðmundsson.
SJÚKRALIÐASKÓLI (SLANDS F-HOLL 25. NÓVEMBER 1977
EFSTA RÖÐ FRÁ VINSTRI: Guðrún Agnes Sigurðardóttir, Þórstína Sóley Ólafsdóttir, Ásgerður Hlynadóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Helga Björg Björns-
dóttir, Anna Sigríður Jörundsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Kristjana Kristjánsdóttir, Margrét Ryel, Gunnhildur Knútsdóttir, Sigríður Ellen Konráðsdóttir,
Jonna Krog.
MIÐRÖÐ FRÁ VINSTRI: Björk Magnúsdóttir, Eygló Ósk Einarsdóttir, Anna Ölafsdóttir, Hrafnhildur Valbjörnsdóttir, Sigrún Jóhannesdóttir, Hrefna Ein-
arsdóttir, Auður Erna Höskuldsdóttir, Guðlaug Björk Benediktsdóttir, Agnes Svavarsdóttir, Júlíanna Árnadóttir, Sigríður Helga Einarsdóttir.
FREMSTA RÖÐ FRÁ VINSTRI: Lovísa Einarsdóttir, Jenný Níelsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, kennari, Kristbjörg Þórðardóttir, kennari, María
Ragnarsdóttir, María Rögnvaldsdóttir, Björg Sigurðardóttir.
Ljósmynd Mats.