Tíminn - 07.01.1978, Blaðsíða 9
Laugardagur 7. janúar 1978
9
Otgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulitrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar .'■jiöumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsímar blaðamanna: 86562, 86495. Eftif kl. 20.00:
86387. Verð í lausasölu lir. 80.00. Askriftargjali) kr. 1.§00JÍ
mánuði. _ • i. '"BlaSap'renth.f. .,
Vígorð Heimdellinga
„Bákniðburt!” segja Heimdellingar. Fólk leggur
eyrun við þess konar vigorði. Þvi verður hugsað til
stofnana og embætta,sem þenjast út likt og af sjálfu
sér. Þvi verður hugsað til Parkinsonslögmálsins
fræga.sem fyllir skrifstofurnar af fólki með titlum
af alls konar gráðum og sprengir utan af þvi gamla
húsnæðið,s vo að til verður að koma nýtt og stærra,er
aftur fyllist jafnharðan. Þvi verður hugsað til alls
pappirsflaumsins sem streymir úr hendi i hönd
fólks,sem dag út og dag inn skrifar bréf með bréfi til
framsendingar i næsta herbergi eða á næstu hæð.
Þvi verður hugsað til allra skýrslnanna sem stritazt
er við að semja ósjaldan á torskiljanlegu máli og
hljóta oft þau örlög að verki loknu að rykfalla i
skjalageymslum. Þvi verður hugsað til bankanna
sem keppast við að koma upp útibúum út um allar
trissur,gjarnan tveir eða þrir hlið við hlið,eða svo til
og auka mannmergðina sem þar sýslar innan
grárra veggja langt til i réttu hlutfalli við sig eða
hrap krónunnar. Þvi verður hugsað til allra nefnd-
anna, sem sumar eru i svipuðu ástandi og sonur
ekkjunnar i Nain,áður en rakið var utan af honum;
en aðrar sú kvöð á forsjármönnum i ýmsum grein-
um er oft eru i þeim mörgum samtimis,að timi
þeirra til þess að sinna höfuðstörfum sinum er
skertur til stórtjóns.
„Báknið burt” — er það ekki timabært kall?
Þannig spyr fólk sjálft sig og liggur ekki i augum
uppi, að þensla stofnana og starfsgreina^sem er til
muna uinfram þörf þjóðfélagsins, hvort heldur hún
verður undir handarjaðri rikis og sveitarfélaga,
hálfopinberra almannastofnana eða einstaklinga,er
til þyngsla? Að sjálfsögðu væri umframfólkið betur
komið við framleiðslustörf eða iðnað, sem eykur
gjaldeyristekjur eða dregurúr innflutningi.
En ekki er allt sem sýnist. Þegar farið er að
krefja hina ungu Sjálfstæðismenn sagna um það,
hvað „báknið” tákni i þeirra munni,verður allt
annað uppi á teningnum. Þeir eiga ekki við endur-
skipulagningu embættiskerfisins i landinu. Þeir
eiga ekki við bankaþembuna. Og sizt af öllu eiga
þeir við ofvöxt þjónustugreina,sem stýrt er af svo-
nefndu einkaframtaki, þar sem sums staðar er
miklu fleira fólk bundið við störf en annað fengi
verkefninu,ef miðað er við samfélagsþörfina eina.
Þeim kann að visu að vera i nöp við eina og eina
rikisstofnun og þá einvörðungu af pólitiskum orsök-
um. Það á við framkvæmdastofnun rikisins, sem
meðal annars gegnir þvi hlutverki að greiða ný-
mælum veg, stuðla að jafnvægi i byggð landsins og
koma i veg fyrir tap sökum ónógrar vinnu á tiltekn-
um svæðum, sem dregizt hafa aftur út eða orðið
fyrir óvæntum áföllum.
En viða um landið eru bæjarútgerðir eða út-
gerðarfyrirtæki, sem sveitarfélög og samtök fólks
eiga mikinn hluta að. Á vegum rikisins eru fáein at-
vinnufyrirtæki,sem greiða öll gjöld til jafns við önn-
ur,iþyngja rikinu ekki og skila sum nokkrum arði.
Loks eru nokkur fyrirtæki, sem einstaklingar voru
búnir að sigla i strand,en rétt hafa verið við undir
opinberri stjórn, af þvi að það hefði verið áfall fyrir
marga,ef þau hefðu hrunið til grunna.
Vigorð ungra Sjálfstæðismanna táknar einfald-
lega,að þeir ágirnast þau af þessum fyrirtækjum,
sem arðvænleg eru,þar á meðal sum sem opinberir
aðilar hafa bjargað. Það, og ekki annað,er merking
hins snakaralega vigorðs: „Báknið burt”. Leiðar-
stjarnan er blind kennisetning.sem á heima i flokki
með upphrópun eins og „alræði öreiganna”.
JH
Það getur haft áhrif á efnahagsstefnuna
LÖNGUM hefur verið litið á
aðalbankastjóra bandariska
seölabankans (Federal Re-
serve Board) sem einn vold-
ugasta mann Bandarfkjanna.
Þótt bankastjórarnir séu sjö,
hefur aöalbankastjórinn jafn-
an reynzt valdamestur. Seðla-
bankinn, sem rekur rætur sín-
ar til lagasetningar frá 1913,
hefur viötæk og sjálfstæö völd
i peningamálum landsins. Aö
nafninu til er bankinn ábyrgur
gagnvart þinginu, en i reynd
hefur þetta oröiö þannig, aö
hann sendir þvi skýrslur um
starfsemi sina, sem eru rædd-
ar I þingnefndum, en aldrei
hefur komiö til beinnar
ihlutunar þingsins um störf
hans. Bankinn er alveg óháöur
forsetanum og þinginu aö ööru
leyti en þvi, aö forsetinn skip-
ar aöalbankastjóra til fjög-
urra ára i senn. Það hefur orö-
iö eins konar hefö aö skipta
ekki um aöalbankastjóra og
hafa flestir þeirra verið
endurskipaöir hvað eftir ann-
aö. Reynt hefur veriö aö hafa
viss samráö um peningastefn-
una milli bankans og rikis-
stjórnarinnar. Oöru hverju
hefur þó komið til árekstra og
hefur bankinn oftast haft sitt
fram. Til mestra átaka mun
hafa komið I stjórnartiö Tru-
mans og lauk þeim þannig, aö
forsetinn varö aö láta i minni
pokann.
Þótt flestir aöalbanka-
stjórarnir hafi þótt ráörikir,
hefur sennilega enginn þeirra
beitt valdi sinu meira en Ar-
thur F. Burns, sem hefur veriö
aöalbankastjóri siöustu átta
árin. Hann hefur á þeim tima
ráöiö meira um efnahagsmál
Bandarikjanna en nokkur einn
maöur annar. Margir þakka
þaö honum, aö veröbólga hef-
ur orðiö minni I Bandarikjun-
um á þessum tima en viöast
annars staöar. Aörir kenna
honum hins vegar um at-
vinnuleysið, sem hefur veriö
tilfinnanlegt, einkum þó
meöal blökkumanna.
SIÐARA timabili Burns sem
aöalbankastjóra lýkur um
næstu mánaöamót. Undan-
farna mánuöi hefur veriö tals-
vert rætt um þaö i fjölmiðlum
og manna á meöal, hvort
Carter forseti myndi endur-
skipa Burns. Þaö mælti gegn
þvi, aö Burns var upphaflega
skipaður af Nixon og hann er
Arthur Burns
Miller, ásamt konu sinni og Carter
lika oröinn nokkuö aldurhnig-
inn, 73 ára gamall. Hins vegar
hefur Burns notiö mikillar
viröingar og álits meöal fjár-
málamanna og hann þvi ekki
aöeins notiö stuönings flokks-
bræöra sinna, republikana,
heldur margra ihaldssamra
demókrata. Lengi vel var tal-
iö, aö Carter væri á báöum
áttum, enda þótt Burns hafi
oft tekiö eindregna andstööu
gegn ýmsum efnahagstillög-
um hans, t.d. frumvarpinu um
skattalækkanir, sem Carter
flutti i fyrravetur, en féll siöar
frá. Ýmsir töldu þaö geta ver-
iö klókt af Carter, aö skipa
pólitiskan andstæöing, sem
nyti mikillar viöurkenningar, I
þetta ábyrgöarmikla embætti.
Meðal demókrata uröu tals-
verö átök um þetta, þvi aö hin-
ir frjálslyndari þeirra, eins og
Humphrey og Kennedy beittu
sér gegn Burns og töldu hann
of Ihaldssaman. Carter tók
endanlega ákvöröun rétt fyrir
áramótin. Hún var á þá leið,
aö hann lét Burns hætta og
skipaði nýjan mann i staö
hans. Fjölmiölar fullyröa, aö
þaö hafi veriö þrýstingur frá
Mondale varaforseta og
Blumenthal fjármálaráö-
herra, sem hafi ráöiö mestu
um þessa ákvöröun Carters.
HINN nýi aöalbankastjóri,
George William Miller, hefur
ekki áður komiö nærri banka-
málum og vita menn þvi
ógerla um stefnu hans i pen-
ingamálum. Ýmsir telja hann
þó liklegan til aö vikja eitt-
hvaö frá stefnu Burns. Þeir
draga þaö aöallega af þvi, aö
hann hefur tekiö sæti i nefnd-
um, sem hafa haft til meöferö-
ar ráöstafanir til aö draga úr
atvinnuleysi, einkum þó
meöal blökkumanna. Meöal
fjármálamanna nýtur hann
trausts sem framkvæmda-
stjóri Textron, sem er einn
stærsti iðnaöarhringur
Bandarikjanna. Textron rekur
um 180 iönfyrirtæki og verk-
smiöjur i Bandarikjunum, auk
nokkurra fyrirtækja erlendis.
Taliö er, aö um 65 þús. manns
starfi i þjónustu þess. Miller
réöist til Textron 1956 og hlaut
ekki háa stööu I fyrstu, en
hækkaöi stööugt i tign, unz
hann var oröinn aðalforstjóri
fyrirtækisins.
G. William Miller, eins og
hann skrifar nafn sitt venju-
lega,er fæddur 9. marz 1925 I
Oklahoma. Hann útskrifaöist
tvitugur aö aldri úr vélstjóra-
skóla strandgæzlunnar og fór
siöan á vegum hennar til
Shanghai, þar sem hann
dvaldi um skeiö.Þar kynntist
hann stúlku af hvit-rússnesk-
um ættum, Ariadna, og giftust
þau nokkru sfðar. Hjónaband
þeirra er sagt gott, en er barn-
laust. Eftir heimkomuna frá
Kina, lauk Miller laganámi I
Kaliforniu, og stundaöi sföan
málflutningsstörf I New York,
unz hann réöist til Textron.
Hann er sagður starfsmaöur
mikill og vinna oft á skrifstofu
sinni um helgar. Þau hjón ber-
ast litiö á og þykja reglusöm.
Miller hefur lýst skoöunum
slnum þannig, aö opinber af-
skipti eigi aö vera sem minnst,
en stundum séu þau nauösyn-
leg til aö örva einkaframtak
og beina þvi á réttar brautir.
Millerer flokksbundinn demó-
krati og hefur gegnt ýmsum
störfum innan samtaka
þeirra. Meöal annars annaöist
hann fjáröflun fyrir Humph-
rey, þegar þeir Nixon kepptu
um forsetaembættið 1968.
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Carter skiptir um
aðalbankas tj ór a