Tíminn - 07.01.1978, Blaðsíða 7
Laugardagur 7. janúar 1978
7
Hvernig gekk rekstur kaupfélaganna á síðasta ári?
Viðunandi greiðslustaða
náðist með aðhaldsstefnu
sagði Valur Arnþórsson
hjá KEA um síðasta ár
Einn þeirra kaupfélagsstjóra,
sem Timinn náði tali af, var
Valur Arnþórsson, kaupfélags-
stjóri KEA á Akureyri. Valur
sagðist ekki hafa á reiðum
höndum nákvæmar tölur um
rekstur KEA á siðasta ári, en þó
mætti gera sér nokkra grein
fyrir honum, s.s. að um mikla
veltuaukningu er að ræða og að
greiðslustaða KEA við áramót
er viðunandi, en Valur sagði: I
fyrir, hvernig reksturs liðins árs
tæki sem Kaupfélag Eyfirðinga
erekkiauðvelt að gera sér grein
fyrir, hvernig rekstur liðins árs
hefur gengið Það er þó greini-
legt, að það hefur orðið mikil
veltuaukning og meira að segja
umfram verðhækkanir. Þannig
hefur veltuaukning i verzlun
orðið milli 45-50%, en með-
altalsverðhækkanir tæpast
meiri en 30-32%.
' í sjávarafurðadeildum KEA
varð veruleg magnaukning, en
útlit er fyrir, að afkoma fisk-
verkunarstöðva okkar sé veru-
lega lakari en árið 1976. Veruleg
aukning varð á mjólkurfram-
leiðslu i héraðinu, þannig að
rekstur mjólkursamlags okkar
jókst mjög að vöxtum. Hins
vegar sjáum við ekki enn hvort
samlagið geti greitt bændum
fullt grundvallarverð, og liggur
reyndar i augum uppi, að það
verður erfiðleikum háð vegna
þeirrar gífurlegu vaxtabyrði er
hvílir á samlaginu vegna sivax-
andi mjólkurvörubirgða, en
þær eru nú meiri en nokkru
sinni fyrr i sögu félagsins.
Sauðfjárafurðaframleiðsla
gekk vel og félagið gat greitt
bændum fullt grundvallarverð
fyrir verðlagsárið 1976-1977.
Um afkomu i verzluninni skal
ekki fullyrt. Veltuaukning er,
eins og ég sagði áðan, 45-50%, en
hins vegar er á það að lita, að
kostnaðarhækkanir hafa orðið
gifurlegar, sérstaklega hvað
varðar laun og vexti, þannig að
afkoman hefur alls ekki batnað
samfara aukinni veltu. Það sem
mér er þó efst i huga um ára-
mótin er sú staöreynd, að
greiðslustaða félagsins er til-
tölulega góð og alls ekki lakari
en viðupphaf undanfarinna ára.
Þegar fram kom á siðasta ár og
við sáum fram á gffurlegar
kostnaðarhækkanir vegna verð-
bólgu, lögðum við áherzlu á að
draga úr fjárfestingum, aukn-
ingu vörubirgða og útlána, og
árangur þéssarar stefnu hefur
Valur Arnþórsson, kaupfélags-
stjóri.
oröið sá, að félagið endaði árið
meö viðunandi greiðslustöðu.
Að lokum sagði Valur: I upp-
hafi ársins virðist okkur ástæða
til þess að fara að með fullri gát,
og munum við framfylgja sömu
stefnu og á siðasta ári, aðhald i
fjárfestingum, vörubirgðum og
útlánum. Við munum þó leggja
mikla áherzlu á að ijúka bygg-
ingu nýju mjólkurstöðvarinnar
á Akureyri, sem unnið hefur
verið við siðan siðla árs 1973.
Að öðru leyti vil ég aðeins
segja það, að reksturinn á árinu
1978 mótast mikiðaf þvi hvernig
Islendingum tekst að stjórna
efnahagsmálum sinum. Megin-
vandamál i rekstri stórfyrir-
tækis sem KEA er verðbólgan.
Takist að halda henni sæmilega
i skefjum hef ég þá trú, að okkur
muni sæmilega af reiða.
Hvernig gekk rekstur kaupfélaganna
á síðasta ári?
Að mörgu leyti
gott ár en halda
verður verðbólg
unni í skef jum
— sagði Þorsteinn Sveinsson
kaupfélagsstjóri á Egilsstöðum
Þorsteinn Sveinsson kaup-
félagsstjóri
Einn þeirra kaupfélagsstjóra,
sem Tlminn hafði samband viö i
tilefni nýliðins árs og baö um að
segja álit sitt á þvi I stuttu máli,
var Þorsteinn Sveinsson á
Egilsstöðum, en hann er kaup-
félagsstjóri Kaupfélags Héraös-
búa. Fram kom m.a. hjá Þor-
steini aö slðasía ár var Kaupfé-
lagi Héraðsbúa að mörgu leyti
gott, tiðarfar var gott, atvinna
næg og framleiðsluaukning varð
bæði á kjöti og mjólk, og útlit er
fyrir talsverða söluaukningu.
Þar á móti koma margir þættir
sem gera reksturinn erfiöan,
s.s. mikil hækkun á kostnaðar-
liðum, ranglátur söluskattur og
fleira, en Þorsteinn sagði:
Það eru fjórir þættir i starfi
kaupfélagsins árið 1977, sem ég
vildi minnast á. Sá fyrsti er
félagsmálaþátturinn. Mér
finnst miklu meira hafi verið
talað um félagsmál á siöasta ári
en endranær. Það stafar einkum
af þvi, aö Samband Islenzkra
samvinnufélaga varö 75 ára. I
kringum afmælið sköpuðust al-
mennar umræður um sam-
vinnustarf og kaupfélagsrekst-
ur. Nokkuð vannst á I þvi efni,
að kveða niður þann oröróm,
sem haldið er á lofti um, aö
kaupfélögin hafi einhver frið-
indi I sköttum. Miklu fleiri vita
nú, að þessi orðrómur er ósann-
ur, þvi samvinnufélögin sitja
við sama borö og aörir varöandi
greiöslur skatta og skil á sölu-
skatti.
Annar þátturinn er verzlunin.
Við vitum ekki ennþá endanlega
útkomu, en á miðju siðastliðnu
ári vorum við með lélega út-
komu. Söluaukning varð rúm
40%, en allir kostnaöarliöir hafa
hækkað mikiö. Sérstaklega ber
þar hæst vaxtahækkunina, sem
mér finnst vera alger firra.
Söluskatturinn sem leggst á
flutning vörunnar frá Reykja-
vík, er viöskiptamönnum okkar
þungbær og hann er afar órétt-
látur. Ég tel það fyrsta skrefiö
til þess að jafna út flutnings-
kostnað, að afnema söluskatt af
flutningsgjaldi. Einfaldast væri
að lækka prósentuálagningu
skattsins af þeim vörum, sem
fluttar eru út á land.
Þriöji þátturinn sem ég vildi
minnast á er framleiðsla til
sjávar og sveita. Tíðarfar var
hér með allra bezta móti, þótt
mikill snjór væri fram á sumar,
en þann 18. maí geröist krafta-
verk náttúrunnar. Þá kom sum-
ar, en viö fórum alveg á mis viö
voriö. — Framleiösluaukning
varð bæði á kjöti og mjólk og vel
tókst aö skila þvl veröi, sem
bændur eiga að fá pr. einingu,
þótt þeir með því nái ekki því
kaupi sem þeim er ætlaö miðaö
viö viðmiðunarstéttirnar. Nú
hillir undir að nýja mjókurstöð-
in verði tekin hér I notkun á
þessu ári og verður þaö mikill
áfangi fyrir framleiðendur og
neytendur.
Frystihús kaupfélagsins á
Reyðarfirði og Borgarfirði fengu
meira hráefni á slðasta ári en
áriö áður. Um útkomuna erum
við hins vegar uggandi eftir þvl
sem séð varð I uppgjöri á miðju
ári.
I fjórða lagi vildi ég nefna
ýmsar þjónustugreinar. þær
hafa undantekningarlítið gengið
vel. 1 heildhefur árið veriö gott,
næg atvinna og uppgángur, en
þegar dýpra er skyggnzt, læðist
að manni kvlöi um áframhaldið
ef ekki verður breyting til hins
betra I efnahagsmálum. Það fer
því vel á I lokin að taka sér I
munn orð.sem mörgum eru orð-
in töm, nefnilega: Finna verður
leið til þess að halda verðbólg-
unni I skefjum, sagöi Þorsteinn
Sveir.sson kaupfélagsstjóri á
Egilsstöðum að lokum.
SSt —
Fjármálaráöuneytid veitir 30 millj. kr.
til Reykhólaverksmiðj unnar
— með því skilyrði að heitt vatn verði tryggt
en þetta er I fæöingu, sagði Karl.
Að sögn Karls liggur þetta vanda-
mál annars vegar í þvi, að ná 15
sekúndulltra vatnsaukningu, hins
vegar i þvi að bæta tækjakost
verksmiöjunnar þannig aö betri
nýting á heitu vatni fáist í verk-
smiðjunni.
GV — Fjármálaráöuneytiö hefur
lofaö aö veitt veröi 30 milljón
króna rekstrarfé tii Þörunga-
vinnslunnar á Reykhólum meö
þvi skilyröi,aö iönaöarráöuneytiö
tryggi aö nægilegt heitt vatn fáist
til verksmiöjunnar til aö há-
tanga
AÞ — Snemma I gærmorgun fór
Land-Rover jeppi út af Grundar-
tangaveginum, skammt frá
Stóru-Fellsöxl í Skilmanna-
hreppi. Þrennt var f bifreiöinni og
marksafköst náist, sagöi ómar
Haraldsson framkvæmdastjóri J
viötaii viö Tlmann. — Nú er búiö
aö endurráöa starfsmenn verk-
smiöjunnar, en þeir voru á upp-
sagnarfresti til áramóta, en
ákveöin tillaga frá Orkustofnun
var alit flutt á Sjúkrahúsiö á
Akranesi. Meiöslieins þeirra sem
i bifreiðinni voru, reyndust ekki
stórvægileg og fékk hann aö fara
heim að lokinni rannsókn. Aö
sögn lögreglunnar á Akranesi var
þaö hálka sem oiii slysinu.
um vatnsöflun til verksmiöjunnar
liggur ekki fyrir, og á meöan svo
er, fáum viö ekki rekstrarféö,
sagöi ómar.
Blm. haföi samband við Karl
Ragnarsson hjá Orkustofnun, og
sagði hann, að i haust hefðu verið
gerðar prófanir á borholunum
tveimur á Reykhólum, og er nú
verið að athuga hvaöa leiöir sé
bezt að fara til aö afla meira
vatns. Þær athuganir eru nú á
lokastigi.
— Við erum allir af vilja gerðir
til aö leysa þennan vatnsvanda,
og eru ýmsir möguleikar sem
koma til greina. Ekki er búið að
koma sér niður á það endanlega,
Bílvelta hjá Grundar-
Keppni í
nútíma
fimleikum
verður i iþróttahúsi kennaraháskólans i
dag 7. janúar kl. 15.
Ný keppnisgrein á íslandi.
Fimleikasamband íslands.