Tíminn - 07.01.1978, Blaðsíða 19
Laugardagur 31. desember 1977
flokksstarfið
Prófkjör
Utankjörstaðakosning vegna prófkjörs
Framsóknarflokksins i Reykjavík fyrir
væntanlega alþingis- og borgarstjórnarkosn-
ingar hefst miðvikudaginn 11. janúar og stend-
ur yfir til 21. janúar.
Kosið verður á skrifstofu flokksins að
Rauðarárstig 18 alla virka daga kl. 9.00-17.00,
laugardaga og sunnudaga kl. 13.00-17.00.
Þátttökurétt hafa allir flokksbundnir Fram-
sóknarmenn i Reykjavik, 16 ára og eldri, svo
og aðrir stuðningsmenn flokksins á kosninga-
aidri.
Kópavogur
Framsóknarfélögin i Kópavogi halda fund um fjárhagsáætlun
Kópavogskaupstaðar 1978 fimmtudaginn 12. janúar kl. 20.30 að
Neðstutröð 4.
Allt framsóknarfólk velkomið.
Stjómir félaganna.
Félag Framsóknarkvenna
í Reykjavík
Fundur verður haldinn 12. þ.m. að Rauðarárstig 18 kl. 20,30.
Sverrir Bergmann læknir kemur á fundinn, ræðir um heil-
brigðismál og svarar fyrirspurnum. Fjölmennið og takið kaffi-
brúsann með.
Stjórnin.
Jólahappdrætti
Framsóknarflokksins
Dregið hefur verið i Happdrætti Framsóknarflokksins og eru
vinningsnúmerin innsigluð á skrifstofu Borgarfógeta á meðan
skil eru að berast frá umboðsmönnum og fl. sem ennþá eiga eftir
að borga miða sina. Happdrættið hvetur menn eindregið til að
senda uppgjör næstu daga svo unnt sé að birta vinningaskrána.
Tapast hafa þrír hestar
frá Kirkjuferju i ölfusi.
Jarpskjóttur, 11 vetra, rauðglófextur með
stjörnu, 11 vetra og rauðskjótt hryssa, 6
vetra.
Upplýsingar i sima 3-50-04 og 7-40-38.
r---------------------------n
Rannsóknarstarf
Rannsóknarstofa Búvörudeildar óskar að
ráða strax meinatækni, eða starfskraft
með sambærilega menntun, til gerlarann-
sókna og efnamælinga.
Umsóknir sendist starfsmannastjóra, sem
gefur nánari upplýsingar.
Starfsmannahald
^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
Hraða
sagði forsetinn. ,,Við þurfum að
ná samkomulagi á breiðum
grundvelli sem felur i sér tolla-
lækkanir og afnám innflutnings-
hafta”.
Carter upplýsti að allar þjóðir,
sem þátt tækju i viðræðunum i
Genf, myndu eiga i talsverðum
erfiðleikum við breytinguna til
frjáls viðskiptakerfis. „Slikt er þó
smávægilegt miðað við þá kosti
sem hljótastaf frjálsum viðskipt-
19
um, það eru einnig smávægileg
vandamál miðað við erfiðleikana,
sem verndaraðgerðir myndu
leiða af sér,” sagði Carter.
Forsetinn sagði að Bandarikja-
menn myndu berjast við hlið
Efnahagsbandalagsins til að
vinna bug á verðbólgunni,
minnka atvinnuleysi og ná stöð-
ugleika á gjaldeyrismörkuðum.
Eftir fundinn hjá Efnahags-
bandalaginu ávarpaði forsetinn
fastafulltrúanna hjá NATO. Þar
gaf hann i þriðja skiptið á jafn
mörgum dögum yfirlýsingu um
fullan stuðning Bandarikja-
manna við bandamenn sina i
Evrópu. Er Carter var spurður af
fréttamönnum um afvopnunar-
viðræður Bandarikjamanna og
Rússa sagðist hann ekkert jafa að
fela fyrir öðrum NATO þjóðum.
„Við erum félagar i þess orðs
fyllstu merkingu”,sagði hann um
NATO þjóðirnar.
Dómsmál
kom fram að verkfall opinberra
starfsmanna hafi hugsanlega haft
einhver áhrif til fækkunar mála.
Aö jafnaöi sé þó málafjöldinn of-
urlitið breytilegur en f jöldinn hafi
orðið mestur árið 1975 eða
6000 dómsmál. Þá gat hann þess
að málafjöldinn 1975 hafi aö ein-
hverju leyti átt rætur aö rekja til
efnahagskreppu.sem hafi sagt til
sin i miklum fjölda skuldamála.
Að málin eru oröin þetta miklu
færri nú má þá þakka bættu efna-
hagsástandi.
Þá sagöi Björn aö litiö væri um
það hjá borgardómi að mál
drægjust á langinn. Þau væru
mikið til rekin skriflega og gengju
hratt fyrir sig. Aö þessu leyti
gegndi allt öðru máli hjá saka-
dómi þar sem mál væru flest rek-
in munnlega og álag miklu meira.
O Stokkseyri
Hroðaleg sjóslys hafa orðið en
menn ekki gefist upp. Vel má
igrunda hvort nokkurt tjón hefði
orðiö i þessum tveim flóöum á
bátum I þessum höfnum ef
„Dolos” — steinar hefði verið
komnir á grjótgarða þá sem eru
þarna til varnar. Stórkostlegt er
að sjá hvernig brotsjór deyr á
þeim steinum i Þorlákshöfn.
Að lokum sagði Páll það sina
skoðun, að ef Eyrarbakki, ölfus,
og Stokkseyrarhreppar, ásamt
útgerðarfélögum þessara staða,
kæmu upp i sameiningu dráttar-
braut og viðgerðaraðstööu fyrir
báta I Þorlákshöfn væri sú fram-
kvæmd, sem mundi duga, að brú
kæmi á ósinn og skiptap heyrði
fortiöinni til.
O Nauðsynlegt
inni sjálfri, en heimilistryggingin
varðar innbú manna og aðra per-
sónulega lausafjármuni þeirra á
heimilinu. Þetta er trygging sem
reiknast af brunabótamati
eignarinnar á hverjum tíma. Við
teljum að t.d. hjón séu þá fyrst vel
tryggð, þegar þau hafa tekið báð-
ar þessar tryggingar.
Húseigendatryggingin samein-
ar i eitt skirteini sjö aðalatriði, er
varða öryggi húseigenda. öll eru
þau utan þess sviðs, sem hin lög-
boðna brunatryggingnærtil. M.a.
bætir hún tjón sem verður vegna
leka úr miðstöðvarkerfi og hún
nær til tjóns sem verður á hinni
tryggöu húseign af völdum
óveðurs. Af öðrum tryggingum
má nefna glertryggingu, inn-
brotstryggingu, sótfallstryggingu
og ábyrgðartryggingu húseig-
enda.
O Siglufjörður
— Hér vantar radióvita svo
flugvélar geti lent hér, hann átti
aö vera kominn þvi okkur var lof-
að að vitinn yrði settur upp eftir
að framkvæmdum væri lokið á
Sauðárkróki, sagði Gestur. —
Flugvélar fá ekki aö lenda á vell-
inum eftir sólsetur, en svipaöar
reglur gilda um staði eins og t.d.
lsafjörð. Radióviti er vægast
sagtbráðnauðsynlegur. Viö liðum
fyrir það aö hann er ekki hér, og i
þá sérstaklega flugmennirnir \
sem þurfa að lenda á vellinum.
Aætlun er að visu ekki til, en ýms-
ar hugmyndir hafa verið uppi um
staðsetningu vitans.
Byggingartækni-
fræðingur
Ólafsvikurhreppur óskar eftir byggingar-
tæknifræðingi til starfa hjá Ólafsvikur-
hrepp.
Umsóknarfrestur er til 20. janúar.
Nánari upplýsingar veitir oddviti i sima
(93) 6153.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
KRISTNESHÆLI
Staða FORSTÖÐUMANNS Krist-
neshælis er laus til umsóknar. Stað-
an veitist frá 1. mai n.k. Laun sam-
kvæmt launakerfi rikisins. Umsókn-
ir er greini aldur, menntun og fyrri
störf sendist Skrifstofu rikisspital-
anna fyrir 15. febrúar n.k.'
Upplýsingar veitir starfsmanna-
stjóri, sima 29000, frá 10.30—12.
LANDSPÍTALI
STARFSMAÐUR óskast sem fyrst
að Taugalækningadeild til náms og
starfa við heilaritun. Stúdents-
menntun eða hliðstæð menntun
æskileg.
Upplýsingar veitir deildarstjóri i
sima 29000.
RÖNTGENLÆKNAR óskast að
röntgendeild spitalans. Umsóknar-
frestur er til 1. febrúar n.k.
Upplýsingar veitir hjúkrunarstjóri
röntgendeildar i sima 29000.
FóSTRUR óskast nú þegar á tvær
deildir Barnaspitala Hringsins.
Upplýsingar veitir hjúkrunarfor-
stjóri i sima 29000.
LAUNADEILD RÍKISSPÍTAL-
ANNA
^TARFSMAÐUR óskast nú þegar
við iaunaútreikninga. Stúdentspróf,
verslunarpróf eða hliðstæð menntun
áskilin, reynsla i tölvuskráningu
æskileg.
Umsóknir sendist starfsmanna-
stjóra fyrir 13. janúar.
Upplýsingar veitir starfsmanna-
stjóri i sima 29000.
VÍFILSSTAÐASPÍTALI
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Og
SJÚKRALIÐAR óskast nú þegar á
ýmsar deildir spitalans.
íbúðir og nýtt barnaheimili til stað-
ar.
Upplýsingar veitir hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri i sima 42800
Reykjavik, 6. janúar 1978.
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5; SÍMI 29000