Tíminn - 20.01.1978, Page 1
Fyrsta loðnan
komin til
Reykjavíkur
GV — Myndin er tekin i gær er verið var að dæla loðnu úr dansk/is-
lenzka skipinu isafold. Vikingur AK og isafold voru fyrst skipa á ver-
tiðinni til að sigla með aflann til Reykjavikur þar sem þrær verksmiðj-
anna við norðurströndina voru óðum að fyllast eftir afiahrotu siðastlið-
inna sólarhringa. Víkingur landaði 1200 lestum og isafold landaði 350
lestum. Alls öfluðu 36 skip 11.890 tonna siðastliðinn sólarhring.
Timamynd: Róbert.
Heildaraflinn metárið 1977:
Rúmlega 1365
þúsund lestir
GV — Heildaraflinn á árinu 1977
varð 1.365.194 lestir, en árið þar
áður var heildaraflinn alls 985.663
lestir, að þvi er segir I bráða-
birgðaskýrslu Fiskifélags is-
lands, sem blaðinu barst I gær.
Mestu munar um loönuaflann
sem var 809 þúsund tonn á árinu,
en árið 1976 var hann 458.731 lest-
ir.
Þá jókst kolmunnaaflinn til
muna og segja bráðabirgðatölur
Fiskifélagsins, að hann hafi verið
14.064 lestir, en árið áður var afl-
að 569 tonna af kolmunna. Spær-
lingsaflinn minnkaöi þó nokkuð
frá því sem var árið áður eða úr
35.470 lestum i 23.721 lestir árið
1977.
Botnfiskaflinn jókst nokkuö
mikið á árinu, var 471.379 lestir
áriö 1977, en 440.761 lestir árið
1976. Bátaaflinn minnkaði úr
rúmlega 237 lesum i rúmlega 233
lestir, en togaraaflinn jókst úr
203.027 lestum i 238.259 lestir árið
1977.
1 skýrslu Fiskifélagsins um
heildarafla desembermánaðar
kemur fram að hann hefur þrátt
fyrir þorskveiðibann aukist um 22
þúsund lestir, úr 37.967 lestum i
52.829 lestir. Mestu munar sem
fyrr um loðnuaflann, sem voru
tæpar 35 þúsund lestir i desember
’77 en á sama tima i fyrra var afl-
að tæplega 14 þúsund lesta af
loðnu.
Einnig hefur rækjuaflinn i des-
ember aukist var 319árið 1976, en
nú var hann 839 lestir.
Botnfiskaflinn hafði heldur
aukist I desember s.l. miðað við
dessember árið áður. Var 22.145
lestir i desember ’76,1 desember
’77 var hann 22.381 lestir.
N orglobal
liggur
innan við
Hrisey
— afkastar 1560
tonnum
á sólarhring
GV —Siödegis i gær sigldi norska
loðnubræðsluskipið Norglobal inn
Eyjafjörð, eftir sólarhrings sigl-
ingu frá Seyöisfiröi. Skipið liggur
nú innan við Hrisey og hóf að taka
á móti loðnu i nótt. Að sögn Jóns
Ingvarssonar framkvæmdastjóra
tsbjarnarins, er afkastageta
þe ssarar fljótandi verksmiðju
1560 tonn á sólarhring, og getur
skipið tekiö á móti 3600 tonnum i
einu. Á skipinu starfa 50—60
manns.
Tækjabúnaður skipsins hefur
verið bættur mikið frá þvi aö það
var hér siðast á leigu á árunum
1974 og 1975, og má þvi búast viö
að mjölnýtingarprósentan bætist
mikið frá þvi sem var þá. Leiga
skipsins kostar 130 þús. 'norskár
á sólarhring og miðað við núver-
andi gengi eru það rúmlega 5
milljónir islenzkar krónur. Á6
sögn Jóns Ingvarssonar miöast
leiguverðið við að mjölnýting
bræösluskipsins sé 16%. Sólar-
hringsleigan lækkar um 15 þús-
und krónur norskar við hvert pró-
sentustigsem fer niður fyrir þetta
Frh. á bls. 9
REGNBOGINN:
Skipulagsnefnd Reykja
víkur var sniðgengin
FI — Bygging kvikmyndahússins
Regnbogans að Hverfisgötu 54
hefur talsvert verið til umræðu I
blöðum og þá helzt verið haft á
Stórborgarbragurinn I Reykjavik er dýrt keyptur. Nýtt kvikmyndahús
er byggt við Hverfisgötu en engin bilastæöi. Illt er að þurfa aö bægja
bílum frá Ibúðarhúsum með trégrindum.
orði að I næsta nágrenni þess séu
engin bllastæði sjáanleg. Biógest-
ir neyðast til þess að leggja bilum
slnum upp á gangstéttir og jafn-
vel á heilagar biðstöðvar strætis-
vagna. Þetta sé til óþæginda fyrir
blógesti og ibúa á Hverfisgötu.
Allirgeta veriö sammála um þaö.
En hvernig stendur á þvi, að leyfi
fæst fyrir kvikmyndahúsi á þess-
um staö? Hvað segir skipulags-
nefnd borgarinnar t.d. um stað-
setninguna?
Helgi Hjálmarsson arkitekt, en
hann á sæti i nefnd þeirri, sem
endurskoðað hefur aðalskipulag
Reykjavikurborgar, sagöi
i samtali við blaðið að hann hefði
aldrei haft neitt um málið að
segja, þvi, að væntanleg bygging
kvikmyndahússins héfði aidrei
komið fyrir skipulagsnefnd. —
Min skoðun er sú, sagði Helgi, aö
þarna hafistór hlekkur brugöizt i
keðjunni og ómerkari mál en
þetta biómál höfum við i skipu-
lagsnefnd fengiö til umfjöllunar.
Égfagna aö visu öllu, sem getur
orðið til þess aö lifga upp á gamla
bæinn, en ég er ekki sammála
þessum vinnubrögðum.
Ef málið kom ekki fyrir skipu-
lagsnefnd, hvemig fór það þá i
gegnum borgarstjórn? Hjá
borgarstjórnanum Birgi Isleifi
Gunnarssyni fengum við þær
upplýsingar, að málið hefði feng-
ið eðlilega afgreiðslu i borgar-
stjórn. Þaðkom borgarstjóranum
reyndar nokkuð á óvart, að skipu-
lagsnefnd hefði ekki fengið málið
til umfjöllunar eins og reglur
segja fyrir um og fengust ekki
frekari skýringar á þvi.
Bókarnir sýna, aö mál þetta
hefur varið afgreitt á methraða
og ef til vill ekki undarlegt, þótt
skipulagsnefnd hafi verið sniö-
gengin. Beðið er um heimild til
þess að reka kvikmyndahús á
Hverfisgötu 54 þann 30. sept. sl.
Fjórða október er málið tekið fyr-
ir I borgarráði og samþykkt, en
óskað umsagnar umferðarnefnd-
ar. Sú gefur samþykki sitt 17. okt.
og þann 18. er leyfið um kvik-
myndahússrekstur samþykkt
einróma I borgarráði að uppfyilt-
um skilyrðum bygginganefndar,
heilbrigðisráös og eldvarnar-
nefndar. Alit skipulagsnefndar
viröist ekki áriðandi og opnun
hússins fer fram á annan i jólum.
— Mál þetta hefur verið afgreitt
á undarlegan hátt og sýnist helzt
hafa fengið pólitiska umfjöllun,
sagði Guðmundur G Þórarinsson
verkfræðingur i samtali við Tim-
ann. — Ekkert var leitað til fag-
manna skipulagsneínöarog Ibúar
i nágrenni biósins áttu sér einskis
von. Slik málsmeðferð er auðvit-
að fyrir meöan allar hellur.
Kelduhverfi og
Mývatnssveit
stækka stöðugt
AÞ— Við vitum ekki hve mikið
Þingeyjarsýslurnar hafa stækk-
að, en I umbrotunum fyrir
tveimur árum gliðnaði land út I
sjó og suður fyrir byggðina I
Kelduhverfi um einn og hálfan
metra. Gliðnunin átti sér Stað á
um fimmtán kilómetra kafla,
sem jafngildir um tveimur
hekturum. Núna virðist gliðn-
unin vera öllu meiri. Fréttir
hafa borizt um að það hafi þurft
að bæta tveimur metrum I
simalinuna og einhverju I
rafmagnslinuna.
Þannig komst Eysteinn
Tryggvason jaröeðhsfræöingur
að oröi, er rætt var við hann i
gær. Hannsagði aö fyrir um það
Frh. á bls.9