Tíminn - 25.01.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.01.1978, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 25. janúar 1978. I HLl1L,l|lL,Ll! 5 Holdanaut með f lugvél á bithaga í vanþró- uðum löndum — og siðan heim aftur i nægtalandið Ranglætið, miskunnarieysið og gróðahyggjan I hnotskurn: Holda- naut fituð á bithögum i hungurlandinu Haiti, þar sem fólkið er fiæmt upp i gróðurvana fjallahliðar, þar sem l'úka moldar er eins og fjár- sjóður i augum vesalinganna. Sex milljónir manna búa við hungur í heiminum, börn I milljónatali eru svo aðþrengd af næringarskorti, að þau megna ekki einu sinni aö gráta. og um tólf þús. manna deyja daglega úr hor og harðrétti. t þessum sama heimi eru blind og miskunnarlaus verðlagslögmál alls ráðandi á matvæla- markaðnum, og ekki spurt i skiptum þjóða og einstaklinga um gróða. Og við stjórnvölinn sitja þeir, sem rlkastir eru. Fimm amerisk stórfélög hafa tögl og hagldir á kornvöru- markaði heimsins. Þriðjungur alls korns er notaður i fóður handa búfénaði.svo að við, sem tilviljunin hefur látið fæðast meðal allsnægtaþjóða, getum hámað i okkur flesk og steikur. Bændum i rikum löndum er iðu- lega borgað fyrir að takmarka matvælaframleiðslu sina — halda henni i skorðum, svo að verðið falli ekki. Háir tollmúrar eruhlaðniri sama skyni. Það er undantekning, ef gengið er i þær birgðir, sem umfram verða, og hungurþjóðunum liknað á þann hátt. Miklu frekar er birgðum hrúgað saman upp á von og óvon — eða þær eru þá seldar til skepnufóðurs. Fjölþ’jóðafyrirtæki leggja sig af yfirlögðu ráði fram við að breyta matarvenjum van- þróaðra landa. Þannig er hægt að koma upp gróðavænlegum markaði. Heimafengnum mat- vælum er stjakað til hliðar, út- lend matvæli gerð að keppikefli þeirra fáu, sem borgað geta. Aðrir þegnar vanþróaðra landa mega eiga sitt hungur án af- skipta, þvi að þar er ekki feitan gölt að flá. í Zaire, sem áður var sjálf- birgt land, hefur ameriska fyrirtækið Continental Grain komið upp álitlegum brauð- markaði. Mjölið er flutt þangað frá Bandarflcjunum og Contin- Tugmilljónir barna þjást af varanlegum næringarskorti. A Haiti, þar sem holdanautin eru fituð fyrir Bandarikjamarkað, er barna- dauði óhugnanlega mikill, lifskjör afar slæm og meðalaldur lágur. ental Grain hriðir gróöann. Það er orðið ,,fint” i Zaire að eta út- lent brauð, eitt af stöðutáknum landsins. Það hafa að visu ekki nema sumir efni á því, enda væri þá allt ónýtt. Fólk veit, að svona brauð átu nýlendu- herrarnir, og þá er ekki nema sjálfsagt, að hin nýja yfirstétt gangi i þá slóð. Þetta gerðist að sjálfsögðu á kostnað bænda og búaliðs. Hinn gamli undirstöðu- matur i Zaire, chikwanga, selst ekki lengur nema meöal fá- tæklinganna i borgunum, og greiðslugetu þeirra er minni en við getum gert okkur i hugar- lund. I vanþróuðu löndunum kepp- ast bæði útlendingar og nýrikir efnamenn yfirstéttanna við að kaupa allt það jarðnæði, er þeir fá komið höndum yfir. Þaö gera þeir i þvi skyni að rækta þar afurðir til útflutnings. Stjórnar- völdin láta sér þaö mæta vel lynda, þvi að þau sjá hilla undir gjaldeyri, auk þess sem þau geta fitað sig sjálf á þessu á ýmsa vegu. Ræktað er kaffi, tó- bak, te, bananar og meira að segja kokkteiltómatar og nellik- ur. Til þessarar ræktunar er stofnaö á viðlendum ekrum, þar sem unnt er að koma við þeim vélum, sem sökum afkasta sinna reynast ódýrari en fólk á sultarlaunum. Þannig dregst eftirspurn eftir vinnuafli einnig saman, svo að enn hægara verö- ur um vik en áðui að framfylgja miskunnarlausri kaupkúgun. Þannig fer almenningur alls á mis, jafnvel þótt hagskýrslur sýni betri afkomu i orði kveðnu. Haiti er eitt þeirra landa i veröldinni, sem uppblástur og gróðureyðing hefur leikið hroðalegast. Fjallahliðarnar eru eins og naktar beinagrind- ur, og hvar sem lúka moldar finnst, reynir fólk að rækta eitt- hvað i svanginn handa sér og sinum. Niðri á láglendinu eru aftur á móti viða gott land. Það eiga auðkýfingar, sem sumir hverjir koma aldrei á þessar slóðir, heldur láta ráðsmenn sina og verkstjóra halda þar uppflosn- uðum öreigalýð til vinnu. 1 frjó- um dölum er ræktaður sykur- reyr, kaffi og alfaalfa, og allt selt úr landi. Peningarnir fyrir uppskeruna hafna að langmestu leyti í Bandarikjunum. Seinasta uppátæki gróða- valdsins við hagnýtingu Haiti hrópar til himins. Holdanaut eru fiutt flugleiðis frá Texas til Haiti. Þar eru þau fituð i góöum högum, sem landsmönnum er meinað að notfæra sér, og þegar þau eru þung og feit, eru þau sett á ný i flugningaflugvélar og farið með þau á markaö i Bandarikjunum til þess að fylla borðin i húsi nægtanna. En meirihluti fólks á Haiti hjarir á mörkum hungurs og dauða. HINT-veggsamstæður Húsgögn og innréttingar Suðurlandsbraut 18 Sími 86-900 Tek að mér að leysa út vörur fyrir innflytjendur, með l-2ja mánaða greiðslufresti. Þeir sem hafa áhuga, leggi tilboð inn á afgreiðslu blaðsins, merkt, Fyrirgreiðsla. EIMDURSKIIMS- MERKI ERU IMAUÐSYIMLEG FYRIR ALLA UMFERÐARRAÐ Hótel Borgarnes Kynnir þjónustu sina. Þorramatur, þorrablót, þorrakassar. Við höfum ávallt vant fólk til að annast þorrablótin. Dúkar, hnifapör og leir ef óskað er, — fyrir þá sem heima sitja sjáum við lika fyrir bita„ okkar vinsælu þorrakassar. Sendum heim góðan mat, gott verð, góða þjónustu, góðan frágang. Reynið viðskiptin. Hótel Borgarnes simi (93) 7119 og (93) 7219

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.