Tíminn - 25.01.1978, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.01.1978, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 25. janúar 1978. 3 Óveður á Siglu- firði á mánudag FI — Já, við urðum að loka barnaskólanum á mánudaginn, þvi að veðrið var stórhættulegt á tlmabili. Járnplötur fuku af skúrum og einu ibúðarhúsi og bátar I höfninni urðu fyrir ein- hverju hnjaski, sagði Jóhann Helgason, skólastjóri barna- skólans á Siglufirði, þegar hann var spurður um óveðrið, sem gekk yfir Siglufjörö aðfararnótt mánudagsins og á mánudag. Jóhann sagði, að mest hefði veðurhæðin verið á milli kl. 9 og 13 á mánudaginn, þá hefði stormurinn komizt upp í ein tíu vindstig. Gengiö hefði á meö roknabyljum og bleytuhríð, en oft blæjalogn þess á milli. Um nóttina gerði frost mikið og var jörðin líkust hákarla- skráp, þegar ég gekk út i morgun, sagði Jóhann. Nú er logn og bliða og sólin teygir sig niöur i miðjar fjallshliðar. Ríkisstj órnin ræðir vanda fiskvinnslu GV — „Rikisstjórnin hefur fjallað um vanda sjávarútvegsins og fiskvinnslunnar fyrir og eftir hugsanlega fiskverðshækkun og hefur málið verið mjög til um- ræðu innan rikisstjórnarinnar”, sagði Jón Sigurðsson, oddamaður yfirnefndar Verðlagsráðs sjávar- útvegsins, er hann var spurður um, hvort til afskipta rikis- stjórnarinnar kæmi af fiskverðs- máiinu. Jón sagðiennfremur i bvl sambandi, að ekki kæmi til beinna afskipta rikisstjórnarinn- ar af ákvörðuninni sjálfri, þótt hún tengdist vitaskuld almennum ákvöröunum rikisstjórnarinnar I efnahagsmálum. Horfúr í fiskverðsmálinu eru enn þær sömu, fiskverðiö verður sennilega ákveðið með atkvæðum fulltrúa sjómanna, útvegsmanna og oddamanns og átti Jón ekki von á því aö þær horfur breyttust. Akvörðun almenna fiskverðsins liggur nú brátt fyrir og má leiða iikum að þvi að til töluverðrar hækkunar fiskverðs komi, þó að yfir- nefndarmenn hafi ekki viljað tjá sig um máliö I gær. Til hvaða að- gerða hyggst rlkisstjórnin gripa til að mæta auknum hallarekstri fiskiðnaðarins? „Verðjöfn- unarsjóður nánast not- aður til að búa til sveiflur” — segir Bíkharð Jónsson forstjóri GV — Ef ákveðið verður 13% hækkun á fiskverði eins og talað hefur verið um án þess að nokk- uð verði lagt fram til mótvægis við þetta getum viö vart haldið áfram okkar rekstri, sagði Rík- harð Jónsson forstjóri Hrað- frystihúss SIS á Kirkjusandi i viðtali við blaðið i gær. — Manni skilst að rikisstjórn- in hafi talað um gengismálin i þessu sambandi á löngum rlkis- stjórnarfundum, en við mynd- um heldur vilja að létt yrði á einhverjum kostnaðarliðum, heldur en að kostnaðargengi yrði lækkað til okkar, sagði Rik- harð ennfremur. Rikharð taldi einnig að það væri ekki æskilegt að Verðjöfnunarsjóður ætti ekki að greiða hallann á fiskvinnsl- unni. — Hlutverk Verðjöfnunar- sjóðs er upphaflega til að jafna sveiflur á erlendu markaðs- verði, en nú hefur hann nánast verið notaður til að búa til sveiflur, auk þess sem þangaö er litiö fjármagn að sækja. Rikharð taldi að útgerðin þyrfti á hækkun fiskverðs að halda og væri það eðlilegt að sjómenn fengju kauphækkun. — En við teljum gengislækkun ekki heppilega lausn og er það skammvinn breyting. Við erum með gengistryggð lán, sem byggja á erlendum gengis- skráningum. Það þarf fyrst og fremst að hafa hemil á verð- bólgunni þvi örar verðhækkanir skapa okkar vandamál, sagði Rikharð að lokum. Tekj uþróunin 1977 sjómönnum í hag SKJ — Samkvæmt skýrslu þjóð- hagsstofnunar hafa tekjur sjó- manna hækkað mun meira en tekjur verkamanna og iðnaðar- manna á árunum 1976 og 1977. SSt — Eins og kunnugt er hefur veriö stofnaður nýr stjórnmála- flokkur, sem heitir einfaldlega Stjórnmálaflokkurinn og hefur stjórn hans þegar verið valin. Formaður er Ólafur E. Einars- son, sem er formaður og er hann sá eini i stjórninni sem eitthvaö hefur tekiö þátt I stjórnmálum, en hann var ábur flokksbundinn sjálfstæðismaður. Varaformaður flokksins er Kristmundur Sörla- son, ritari er Eirikur Rósberg, gjaldkeri Steinunn ólafsdóttir og meðstjórnandi Tryggvi Bjarna- Hér er miðab við meðaltekjur sjó- manna en tekjur þeirra geta ver- ið afar misjafnar eftir þv.i hvaða veiðar eru stundaðar og hve mik- iil afli fæst. t þessum samanburði mánuði á vegum landsmálasam- takanna „Sterk stjórn”, og tekur flokkurinn upp þrjú atriði, sem landsmálasamtökin auglýstu. Þau voru: t fyrsta lagi, að breyta stjórnarskrá lýöveldisins, meðal Framhald á bls. 19. er heidur ekki gerð nein tilraun til að meta þann vinnutima, er að baki býr. Ljóst virðist þó af samanburði tekna sjómanna og annarra stétt. að þróunin hefur snúizt sjómönn- am i hag á siðustu tveim árum. Tekjur sjómanna hafa ekki breytzt að marki siöan á miöju síöasta ári, nema vegna afla- breytinga en sildar- og loönuveiði var góð s.l. haust. Annar mælikvarði á kjaraþró- un sjómanna og annarra starfs- stétta fæst meö samanburöi á breytingu almenns fiskverös sem mestu ræöur um sjómannatekjur og kauptaxta launþega. Hlutur sjómanna i skiptaverði botnfisks- afla hækkaði talsvert umfram kauptaxta árin 1975 og 1976 og allt fram undir mitt ár 1977. A siöara hluta árs 1977 hefur þetta siðan snúizt við vegna þess aö fiskverð hefur haldizt óbreytt frá miðju ári. Járnblendifélagiö: Tekur fiórar S t j ór nmálaf lokkurinn: „Höfum fengið góð- ar undirtektir” — segir Ólafur E. Einarsson son. A6 sögn formanns flokksins, Ólafs E. Einarssonar, hefur verið gerður góður rómur að stofnun Stjórnmálaflokksins og fjölmarg- ir einstaklingar viðs vegar um land gerzt stuöningsmenn hans, þegar á fyrstu dögum. Aöspuröur sagði Ólafur, að ákvörðun um framboð yrði tekin nú á næstu dögum. Stefnuskrá flokksins hefur þeg- ar veriö mótuö og verður bráð- lega kynnt landsmönnum. Flokk- urinn er stofnaður I beinu fram- haldi af skoöanakönnun þeirri, sem staðiö hefur yfir undanfarna innlendar fréttir Rólegt hjá lögreglunni í gær SJ— Mjög rólegt var hjá lögregl- unni I Reykjavlk i gær og engin umferðarslys urðu. A mánudagskvöld voru þrir piltar teknir fyrir að stela bensini úr bilum við Laugarásbió. Gistu þeir hjá lögreglunni um nóttina, en um ölvun mun einnig hafa ver- ið að ræða. Þá var brotizt inn i Sundhöll Hafnarfjarðar i fyrrinótt, þrjár rúður brotnar og óskilamunum hent út i laugina. Annaö höfðu innbrotsmenn ekki upp úr krafs- inu. íbúðir á leigu á Akranesi — Lánar bændum 13 milljónir FI — Ákveðið hefur verið, að bæjarstjórn Akraness leigi Járn- blendiféiaginu f jórar ibúðir af 16, sem eru i byggingu á Akranesi, samkvæmt samningi við Hús- næðismálastjórn. Verða ibúðirn- ar ieigðar til fimm ára og hyggst Járnblendifélagið nota þær fyrir fjölskyldur starfsmanna sinna. Mun hver fjölskylda fá hálfs árs afnot af ibúö I senn, sem þýöir að 40 fjölskyldur koma til búsetu á Akranesi á fimm árum. A móti lánar Járnblendifélagiö Akranes- kaupstað 13 milljónir króna til byggingar ibúðanna. króna Hagurinn sem við sjáum i þessu, sagði Magnús Oddsson bejarstjóri á Akranesi I samtali v ö Timann i gær. er aðflutningur af fólki, sem nýtir þá þessar ibúðir á meðan það er aö finna sér annaö húsnæði i bænum. Magnús kvaöst búast við aö fjölskyldurnar myndu ekki eiga i neinum erfiðleikum með að finna sér framtiðarhúsnæði i bænum, en tíminn yröi að leiöa slikt i ljós. Nýbyggingar væru fjölmargar á döfinni og frá áramótum hefðu verið veittar lóðir fyrir um 90-100 Ibúðir Veður skánandi á miðunum: Loðnan farin að veiðast GV — I gær dró til tiöinda af loðnuveiðum, en ekkert hafði þá veiðzt i þrjá sólarhringa vegna veöurs. Þrir bátar höfðu tilkynnt um afla til loðnunefndar siðdegis i gær, Gisli Arni með 400 tonn, Stapavik með 250 tonn og Loftur Baldvinsson með 230 tonn, og fékkst aflinn á Kol- beinseyjarmiðum. A mánudagskvöld héldu loönuskip á miöin þar sem út- lit var fyrir betra veöur, en skip höföu þá legið um tima við Grimsey, i Raufarhöfn og á fleiri stöðum. Veður fer nú skánandi á miðunum og ef svo fer sem horfir ætti að aflast vel i dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.