Tíminn - 25.01.1978, Blaðsíða 14
14
F. 18. apr. 1898
d. 15. jan. 1978
A sjöunda áratug aldarinnar
sem leiö bar svo við sem oftar á
þeim árum, að hópur riðandi
fólks kom sunnan yfir fjöll
snemmsumars og stefndi niður
Blöndudal. Þetta var ungt fólk af
Suðurlandi og Suðurnesjum að
leita i kaupavinnu norður i HUna-
þing. Fólkið reið i hlaö á Guö-
laugsstöðum og fékk svaladrykk.
HUsmóöirin Elin Arnórsdóttir frá
Gunnsteinsstöðum, stóð i bæjar-
dyrum og ræddi við fólkiö. Hún sá
i hópnum myndarlega stUlku og
véksér að henni, spuröi hvort hún
væri ráöin. Svo var ekki enda
kom kaupafólkiö að sunnan oft
óráðiö norður. Þessi stUlka hét
Halldóra Pálsdóttir frá Hvassa-
hrauni á Vatnsleysuströnd. Elin
spuröi Halldóru hvort hún væri
ekki fáanleg til þess að ráðast tii
sin kaupakona, og varð það að
ráði. önnur útgáfa sögunnar
segir, aö Elin hafi spurt Hannes
son sinn, hvort hann vildi ekki
vera svo góður að taka konuefnið
sitt af baki.
Halldóra Pálsdóttir fór ekki
suður um haustiö og giftist
Hannesi Guðmundssyni á Guð-
laugsstööum. Þau bjuggu þar
lengi við rausn og prýði. Af þeim
er kominn hinn merkasti ættbálk-
ur i Húnaþingi. Synir þeirra voru
Guðmundur Hannesson prófessor
og Páll bóndi á Guðlaugsstööum.
Og börn hans og Guðrúnar
Björnsdóttur Eysteinssonar, eru
alkunnugt manndómsfólk á okkar
tið og hefur ekki aðeins sett
reisnarsvip á hérað sitt, heldur
einnig tekið virkan þátt i málum
lands og þjóðar.
Eitt barna þeirra Guðlaugs-
staðahjóna var Hannes Pálsson
frá Undirfelli sem borinn er til
grafar i dag.
Hannes fæddist á Eiðsstöðum i
Blöndudal 18. apr. 1898, en þar
bjuggu foreldrar hans fyrstu bú-
skaparár, en 1907 fluttist fjöl-
skyldan i ættaróöalið, Guðlaugs-
staöi og þar ólst Hannes upp.
Hann var snemma dugmikill og
áræðinn eins og hann átti ættir til,
og fór i gagnfræðaskólann á
Akureyri 1914 og siöan Samvinnu-
skólann 1918. Raunar haföi hann
ráðgertaðfara langskólaleiö með
stuðningi Guðmundar föður-
bróöur sins en sjúkleiki og aðrar
ástæður skákuðu honum annað
sem raunar var meira i samræmi
við gerð hans og áhugamál. Hann
var i hópi fyrstu nemenda Jónas-
ar frá Hriflu, mótaöist mjög af
kynnum við hann og mat hann
mikils, þótt hann ætti ekki fuila
samleiö með honum I skoðunum
siðar á ævi.
Þegarheim kom eftir skólavist,
gekk Hannes I félagsmálabaráttu
héraðs sins hvorki veill né hálfur
Samvinnuhreyfingin var aö festa
þar rætur og Hannes átti mikinn
hlut að þvi að efla kaupfélags-
skapinn i héraðinu og dró aldrei
af sér i þeirri baráttu alla þá
stund sem hann var heima i
Húnaþingi. Hann var atkvæða-
mikill i ungmennafélögum og
búnaðarfélögum og raunar
hverju þvi héraðsmáli sem hann
taldi horfa til heilla, enda hlóðust
á hann margvisleg trúnaðarstörf
fyrir sveit og sýslu þegar eftir tvi-
tugsaldur. Hann gekk I Fram-
sóknarflokkinn ungurað árum og
mátti með sanni kallast brjóst-
vikingur hans I héraðinu I áratugi
og fór orð af vasklegri baráttu
hans þar viöa um land.
Arið 1924 kvæntist Hannes
Hólmfriði Jónsdóttur, Hannes-
sonar á Undirfelli, systur
Hannesar Jónssonar alþingis-
manns, konu mikillar geröar.
Þau bjuggu siðan á Undirfelli i
Vatnsdal um tvo áratugi og
eignuöust mannvænleg börn, sem
að hefur kveðið á siðustu árum
sem öðru þessu ættfólki.En þau
hjón báru ekki gæfu til ævilangra
samvista, og Hannes fluttist brott
frá Undirfelli um miðjan aldur og
settist aö I Reykjavik.
llljii'l'ii"
Hannes Pálsson
Undirfell er vildarjörð I miðj-
um Vatnsdal, einhverjum
fegursta reit þessa lands. Hannes
bjó þar myndarbúi og tók jafn-
framt virkan þátt I stórbrotnu
félags- og mannlifi sveitarinnar
sem raunar er löngu landsfrægt.
Um hann stóð jafnan styrr, þvi
að hann var ekki ætið hlifisamur
þegar i harðbakka sló — og þar
sló i marga harða brýnuna. En
það er til marks um gerð Hannes-
ar og þeirra Vatnsdælinga og
annarra Húnvetninga, sem viö
hann kljáðust að hann kom ókal-
inn á hjarta úr þeim leik og
eignaðist fleiri þessara fang-
bræðra sinna að vinum en óvin-
um.
Hannes Pálsson var i áratugi
burðarás i stjórnmálabaráttu
Framsóknarflokksins heima i
héraði sinu og stóö jafan þar, sem
harðast var barizt, ósérhlifnari,
óeigingjarnari og félagslyndari
en flestir aðrir menn. Hann var
hvað eftir annað I framboði fyrir
flokk sinn og átti jafnan viö harð-
fenga og mikilhæfa andstæöinga.
Það munaði ekki ætið mörgum
atkvæöum, að hann næði kosn-
ingu. Og yfir viðureigninni i
Húnaþingi var ætið sá svipur, að
eftir var tekið með forvitni um
allt land.
Hannes Pálsson var flestum
hreinskilnari og kröfuharðari um
þjónustu við hugsjónir og hann
hafði ekki geð til þeirra hálfyröa
og tviskinnungs, sem oft ríöur
baggamuninn um kjörfylgi. Þvi
vantaði hann jafnan herzlumun-
inn. En aö mlnum dómi var það
skaði að Hannes Pálsson skyldi
ekki eiga sæti á Alþingi.
Ef til vill hefði mátt telja það
liklegastað Hannesi Pálssyni frá
Undirfelli þætti bezt hæfa að
draga bát sinn i naust, þegar
hann fluttist suður I þéttbýlið eftir
stormasama tið fyrir norðan. En
það var ekki við hans hæfi. Hann
gekk þegar með fullu kappi I bar-
áttu flokks sins i nýjum heim-
kynnum og lagði henni veigamik-
ið lið. Hann átti eftir að leggja
fram mikilvægan skerf I hús-
næðismálum þéttbýlisins og beita
sér þar með góðum árangri fyrir
félagslegri nýbreytni til hagsböta
almenningi. Hann vann einnig
mikilvægt starf við fasfeignamat
landsmanna og fram á siðustu
daga inntihann störf af hendi hjá
Búnaðarfélagi Islands.
Eftir að Hannes fluttist suöur,
kvæntisthann Katrinu Þorsteins-
dóttur, systur Eiriks Þorsteins-
sonar alþingismanns. en hún lézt
eftir stutta sambúð þeirra. Eftir
það kvæntist hann Sigrúnu Huld
Jónsdóttur greindri ágætiskonu
sem lifir mann sinn. Þar átti
Hannes hinabeztu aðbúð og umsjá,
þegar aldurinn færöist yfir.
Heimili þeirra var glaöur reitur
góðs samlyndis, þar sem Hannes
undi sér vel, og hinum mörgu
kunningjum þeirra hjóna þótti
gott að koma.
Það var ánægjulegt að sitja þar
hjá Hannesi og rekja farinn veg,
þvi að hann hafði óvenjulega yfir-
sýn um félagsmálasóknina
siðustu hálfa öldina. Hann hafði
alizt upp á islenzku stórbúi áður
en tæknibyltingin breytti land-
búnaðinum og kynnzt lifi og
vinnubrögðum eins og verið hefur
litið breytt I þúsund ár. Siðan tók
hann af lifi og sál þátt i um-
byltingu sveitalifsins snemma á
öldinni og var driffjöður I félags-
málasókninni þar. Og þar á eftir
var hann þátttakandi i hraðfara
þróun þéttbýlislifsins á seinni
hluta ævinnar. Kynni hans af is-
lenzku þjóölifi á þessari öld og
hinu breiða sóknarsviði þess bæði
i sveit og þéttbýli voru þvi mikil
og glögg og hann hafði verið virk-
ur og áhrifarikur þátttakandi á
báöum stöðum.
Hannes Pálssön var mikið
hraustmenni og óvilsamur svo að
af bar bæöi að likamsburðum og
andlegu atgervi. Hann var ágæt-
lega greindur og rikur af lifs-
reynslu. Málefnaleg glögg-
frá Undirfelli
skyggni hans var þar afar næm.
Hreinskilni hans var svo mikil að
ég held að hann hafi sjaldan reynt
að vinna það sér tíl vinsælda að
tala um hug sér. Þaö var ætið tek-
ið vel eftir þvi sem hann lagði til
mála, af þvi að menn vissu ein-
lægni hans og hispursleysi. Hann
virtist stundum hrjúfur, en sú
brynja var þunn og gegnum hana
fannst jafnan sláttur heits hjarta
sem var fullt af mannlegri
samúö, einkum með þeim sem
minna máttu sin og félagslegar
hugsjónir hans tóku mið af þvi að
bæta hlut þeirra. Þó var hann
raunar mikill einstaklings-
hyggjumaður en sú einstaklings-
hyggja var aldrei sérgóð, og hann
trúði þvi aö félagsleg samtök um
góð málefni gætu lyft einstakl-
ingnum i hærra veldi.
Glaður og reifur skyldi gumna
hver, unz sinn biður bana. Þau
fornu orð áttu við um Hannes
Pálsson. Hann vissi, að nú leiö að
náttmálum, en karlmennskuna
oghiðglaða, framsýna lifsviðhorf
brast hann aldrei. Með honum er
fallinn sterkur, islenzkur stofn
mikillar mannlundar.
Andrés Kristjánsson.
f
Hannes Pálsson frá Undirfelli
lézt 15. þ.m. Við sem eigum eins
og hann langa ævi að baki, treg-
um að visu „auðu ræðin allra,
sem áttu rúm á sama aldarfari”,
en játum jafnframt, að mörgum
geti verið þannig fariö aö vista-
skiptin séu þeim til árbóta, enda
fylgja þeim vonir um nýtt starfs-
svið. Margur getur sem betur fer
ekki hugsaö til annars, svo var
um Hannes.
Hannes fæddist á Eiðsstöðum i
Blöndudal 18. april 1898 og átti þvi
aðeins rúma þrjá mánuði ófarna
til að fylla átta tugi vetra. Þótt
þess yröi litt vart að svo löng ævi
væri að baki, þegar hann var
metinn að andlegri heilsu, var
honum tekið mjög að hnigna um
likamlegt heilsufar. En andlegri
heilsu hélt hann svo að furðu
gegndi. Hann var að visu farinn
að kenna sjóndepru, svo hann
treystistekkiaö halda þeim störf-
um er hann hafði með höndum,
nema skamma hrið enn. En þar
tóku aðrir völd. Úrskurði þeirra
verður ekki áfrýjað, enda óvist að
sá úrskurður reyndist bætikostur.
Mun þetta fáum ljósara, sem ég
hefi þeldtt, en Hannesi Pálssyni,
mættí hann hingað hugsa.
Foreldrar hans voru hjónin
Guðrún Björnsdóttir og Páll
Hannesson, bæöi húnvetnsk að
ætterni og áttu þau bæði ættir aö
rekja til Suövesturlands, Guðrún
til Kjósverja, en Páll til Vatns-
leysustrandar. Blasir við i ættum
þeim er að foreldrum hans standa
hugrekki, atorka og margslungin
starfshæfni. Þessu fylgdi lika
sjálfstæði og þó engu siður sjálf-
ræði i hugsun og háttum. Naut
Hannes þessara ættareiginda
sinna i rikum mæli, en galt þeirra
lika. Þetta er islenzkætternissaga,
alþekkt og auðlesin, sé vel lesið,
engetur lika orðið tilásteytingar,
þegar umhverfið efnir tíl and-
spyrnu. Henni mætti Hannes oft-
ar en skyldi. Hannes fluttist
með foreldrum sinum að Guð-
laugsstöðum vorið 1907 og ólst þar
upp. Heimilið var meðal hinna
glæsilegustu i héraðinu og réði
þar hvort tveggja: efnaleg vel-
sæld og glæsibragur i heimilis-
háttum. Foreldrar hans voru á
margan hátt ólik að gerö, en áttu
risnu og ráðsnilld alla svo sam-
eiginlega,aö þar varð ekkiá milli
séð. Páll var flestum skyggnari á
búfé sitt. Guðrún sem hafði sótt
furðu margt til ytri-Eyjarskól-
ans, vareinaf kunnustu húsfreyj-
um héraðsins. Samlif þeirra var
hið ákjósanlegasta. Hannes hóf
nám ungur að árum, settist I
gagnfræðaskólann á Akureyri að-
eins 15 vetra og lauk þvi vorið
1915 með sæmd. Við þaö jók hann
einum vetri i Samvinnuskólanum
(1918-1919), sem þá var að hefj-
ast, undir stjórn eins sérstæöasta
og áhrifarikasta Islendings, sem
þá var uppihér á landi. Þó sköla-
ganga Hannesar væri ekki lengri
varð hún mjög drjúg „til vega-
nestis”, þvi Akureyrarskólinn
var ekki heldur i höndum neinna
veifiskata, meðan Hannes sat
þar: i>að hniga þvi öll vötn að
þeim ósi, að gera hann minnis-
stæðan, frábært æskuheimili, ein-
stæöir kennarar og rikir og ráð-
gjarnir skapsmunir.
Hannes var þrikvæntur. Fyrsta
kona hans var Hólmfriður Jóns-
dóttir frá Undirfelli. Þau giftust
1924, og hófu búskap á Undirfelli
það vor. Þau áttu ekki skap sam-
an og slitu samvistum vorið 1943.
Þeim varð fimm barna auðið og
eru fjögur þeirra á lifi, atorku-
fólk. Þau eru: Páll verkfræðingur
i Kópavogi, Jón verktaki á
Blönduósi, Asta kennari i Reykja-
vik og Bjarni, vélstjóri, einnig bú-
settur I Reykjavik.
Onnur kona Hannesar var
Katrln Þorsteinsdóttir, frá
Seyðisflrði, skrifstofumær hér i
Reykjavik. Húnféllfrá eftir fárra
ára sambúð, barnlaus.
Siðasta kona hans var Sigrún
Huld Jónsdóttir frá Isafirði, nú
við skrifstofustörf i Reykjavik.
Hún áttí tæplega ársgamla dóttur
er þau giftust. Sýnir það að
nokkru inn i hug Hannesar, að
hann mat og unni þessari stjúp-
dóttur sinni, sem hún væri hans
barn. Þau Sigrún eignuðust einn
son, Guðmund, sem er á ung-
lingsaldri og situr enn á skóla-
bekk.
Hannes hefur viða komið við
sögu um dagana. Heima I héraði
var hann til margs kvaddur: í
sveitastjórn i Vatnsdal um all-
langt skeið, frumkvöðull að stofn-
un Veiðifélags Vatnsdæla, og i
stjórn þess á fyrstu árum þess, i
sýslunefnd fyrir sveitina um
skeið, endurskoðandi reikninga
samvinnufélaganna á Blönduósi
um langt skeið. Hann var og kos-
inn i miðstjórn Framsóknar-
flokksins 1934 og sat þar, og I full-
trúaráði flokksins einnig um
langt skeið. Meðan hann var enn
búsettur á Undirfelli, var
hann stjórnskipaður i milliþinga-
nefnd i fasteignamati, sem kom
út 1942. Hann var kosinn i
stjórn lána smáibúða 1953, i
stjórn hins almenna veðlána-
kerfis 1957, i milliþinganefnd
um skattamál og milliþinga-
nefnd um ibúðarmál i kaupstöð-
um og kauptúnum. Hér er að-
eins stiklað á stóru. Þótt
Hannes væri svo viða tíl kvaddur,
sem framanritaö bendir til, og þó
ekki fulltalið, var hann einlyndur
og kappgjarn.Hannsást lítt fýrir,
ef sótt skyldi rangt mál eða rétt
varið aö hans dómi. Hann var
flestum ógjarnari að vægja fyrir
andstæðingum, vigreifur fullhugi
i sókn, flestum ógjarnari að
beygja sigfyrir fjöldanum, þegar
honum sýndust rökleysur ráða
meiru i málflutningi en skyldi. Ég
Miðvikudagur 25. janúar 1978.
þakka honum vináttuna allt frá
æsku til leiðarloka, hversu sem
skiptin annars féllu hvert sinn.
Guðmundur Jósafatsson,
fráBrandsstööum.
t
í dag tekur jörðin við Hannesi
Pálssyni frá Undirfelli, hann á
heimvon góða, af þvi að honum
þótti vænt um þetta land og það
fólk sem þar býr og vann þvi
langa ævi.
Hann er fæddur á Eiðsstöðum i
Blöndudal, 1898, elzta barna Guð-
rúnar Björnsdóttur Eysteinsson-
ar og Páls Hannessonar, er siðan
bjuggu lengi á Guðlaugsstöðum i
Blöndudal.
Hannes ólst upp með foreldrum
sinum og systkinum, nam við
Gagnfræðaskólann á Akureyri og
Samvinnuskóla Jónasar. Giftist
Hólmfriði Jónsdóttur frá Þor-
ormstungu og reistu þau bú á
Undirfelli i Vatnsdal, og bjuggu
þar stórbúi um allmörg ár.
Eignuðust þau börnin Pál, Astu,
Jón, Guðrúnu og Bjarna.
Hannes var ötull félagshyggju-
maður og lenti ungur i forystu-
sveit Framsóknarflokksins i
HUnaþingi. Hlóðust á hann marg-
visleg trúnaðarstörf, og leysti
hann þau öll af hendi vasklega.
Þegar að Framsóknarflokkur-
inn klofnaði og Bændaflokkurinn
var stofnaður af þeim Tryggva
Þórhallssyni og Jóni i Stóradal,
Hannesi Jónssyni frá Þórorms-
tungu og fleirum, þá varð þeim
Austur-Húnvetningum, sem enn
vildu ganga fram undir merkjum
Framsóknarflokksins mikill
vandi á höndum, þar sem foringi
þeirra Jón i Stóradal var orðinn
burðarás I Bændaflokknum. Þá
réðist þaðsvo, að Hannes Pálsson
tók að sér að fara i framboð á
vegum þeirra Austur-Húnvetn-
inga, sem enn þá voru stuðnings-
menn Framsóknarflokksins.
Hann náði ekki kjöri, enda var
það ókleift. Sfðan var Hannes
sjálfsagður foringi Framsóknar-
manna i Austur-Húnavatnssýslu
þangað tíl að hann fluttist alfar-
inn úr héraðinu, margoft fram-
bjóðandi til Alþingis og gegndi
fjölmörgum trúnaðarstörfum
innan héraðs og utan. Hólmfriður
og Hannes skildu.
Hannes fluttist til Reykjavikur,
giftist Katrínu Þorsteinsdóttur,
en missti hana eftir skamma
sambúð. Þá giftist Hannes á efri
árum Sigrúnu Jónsdóttur frá
Hafnardal, og reyndist hún hon-
um góð kona. Attu þau saman
soninn Guðmund og 18 farsæl ár.
Hannes Pálsson starfaði i
Reykjavik, i Stjórnarráðinu, hjá
Búnaðarfélagi Islands og i Hús-
næðismálastjórn. Hann átti þvi
láni að fagna, að halda viti sinu og
starfskröftum til lokastundar, og
alla tið með vakandi auga á
stjórnmálum og þjóðfélagsþróun.
Hannes vildi rétta þeim hjálpar-
hönd sem stóðu höllum fæti, tók
aldrei nærri sér að gera þeim
greiða sem áttu undir högg að
sækja, en ætlaðist ekki til umbun-
ar, enda var hún sjaldan veitt,
nema með þeirri gleði sem íýlgir
þvi að berjast og vita sig hafa
gert sitt bezta að orustu lokinni.
Hann háði margar orustur og
alltaf af kappi og fullhug. Drengi-
legur maöur og kom framan að
andstæðingum sinum, kjarkmik-
ill og æðrulaus. Þannig mun hann
lifa i minningu Húnvetninga,
þeirra sem þekktu hann og bundu
við hann tryggð.
Okkur frændum hans þótti vænt
um hann og dáðumst að honum
stundum meðan hann var hér, og
við sjáum eftir honum, þegar að
hann er farinn.
Páll Pétursson