Tíminn - 25.01.1978, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.01.1978, Blaðsíða 12
12 Miðvikudagur 25. janúar 1978. ^ David Graham Phillips: 122 SUSANNA LENOX JánHélgason ,ð\ er hann, hvislaði Ellen, — og hann er meira að segja í bif reið. Það varð úr, að Ellen færi til dyra, og um leið og hún opnaði átti Súsanna að ganga kæruleysislega gegnum forstofuna. Og þetta gerðu þær. Gideon var í fallegum og dýrum fötum, mjög smekklegum. Hann angaði af ilmefnum. En hann varð hvumsa við — þar til hann mundi eftir því, að hún var bara sýningarstúlka, þó að hún væri svona glæsibúin, en hann maður með f immtán þúsund dala árskaup og á leiðinni að verða meðeigandi f yrirtækisins. — Fyndist yður ekki, að við ættum að borða á svölun- um hjá Sherry? sagði hann.— Það er þægilega svalt þar. Hún hafði hert upp hugann, er hún sá hann — hafði hleypt í sig kjarki. Nú var hún komin út í orrahríðina, og nú vildi hún duga. Ekkert hugleysi! Engan kveifarskap! Hvers vegna ekki að njóta þeirrar gleði, sem hún átti kost á? En hjá Sherry? Var það þorandi? Jú, hún gat far- ið hvert sem var i Fimmtu-götu — nema kannski i Wal- dorf. Spenser og kunningjar hans héldu sig á öðrum slóð- um. Hann hafði aðeins einu sinni farið með hana til Sherry, svo að hún gæti séð dásemdir kvöldlifsins þar. — Eins og þér viljið, sagði hún. Gideon var í essinu sínu. Hann langaði til þess að sýna sig með veiði sína. Þegar þau óku brott, leit Súsanna upp í gluggana. Hún sá, að gluggatjöldin bærðust, og bak við þau gat hún greint þrjú vingjarnleg og eftirvæntingar- full andlit. Hún hallaði sér út um gluggann á bifreiðinni og veifaði til þeirra og brosti. Andlitin komu undireins alveg út að glugganum, en drógu sig svo f Ijótt í hlé aftur til þess að Gideon sæi þau ekki. En Gideon var allt of niðursokkinn i hugsanir sínar til þess að gefa gaum að slíku. Hann var að velta því fyrir sér, hvernig hann ætti að haga samræðunum. Hann þótt- ist vita, að þessi ungfrú Sackville væri — ekki verri en allar hinar — og sjálfsagt margreynd á lífsins svelli. En hann gat ekki gert áhlaupið beint framan frá — hann varð að læðast að henni. — Þér eruð í fallegum kjól, sagði hann svo — Já, svaraði Súsanna, jaf n hreinskilnislega og venju- lega. — Ungf rú Hinkle fékk hann lánaðan handa mér af birgðunum. Gideon vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið. Auðvitað grunaðihannhvar hún hafði fengið hattinn og kjólinn, en hann hafði gert ráð fyrir allt öðru svari. Hann botnaði hvorki upp né niður í þessu. Hann hafði lítið kynnzt hreinskilninni í þeim leik, sem hann hafði þreytt við kon- ur um dagana. Konur— konur af öllum stigum — lugu og sviku i öllum sínum viðskiptum, rétt eins og karlmenn- irnir, þegar þeir seldu vörur og keyptu. Og rödd hennar og málfar kom einnig flatt upp á hann. Hann varð að verða sér úti um áfengi eins fIjótt og ástæður leyfðu, þá myndi hann jaf na sig. Já, eitt staup — það myndi hressa hann. Og eitt staup handa henni — það myndi reka úr henni þessa duttlunga. — Hún hlýtur að vera úr einhverri göfugri stétt — ósvikin hefðarmær — og hún ekki af venjulegu tagi. En hún kemur til sjálfrar sín, þegar hún er búin að fá eitt staup. Eitt staup af ósviknu áfengi ger- ir okkur öll hvert öðru lík. Samtalið gekk stirt alla leiðina — snerist aðallega um veðrið. Súsanna gaf nánar gætur að öllu, þreifaði fyrir sér og kunni orðið vel við sig. En þegar bifreiðin sveigði af Fimmtu-götu og staðnæmdist við aðaldyrnar á veitingahúsi Sherrys sá hún, að húsið stóð við Fertugustu-og-f jórðu-götu — einmitt götuna, þar sem þau Spenser höfðu búið þar til í gær. Nei, ekki í gær — það var ómögulegt. Hún lokaði augunum og hallaði sér aftur á bak í sætinu. . Gideon beið til þess að hjálpa henni út úr bifreiðinni. Hann sá, að eitthvað hafði komið fyrir hana — það gat hann glöggt lesið út úr fölu andliti hennar. Hann varð smeykur um, að þjónarnir við dyrnar myndu sjá, að hann var í f ylgd með stúlku, sem var svo óvön viðhöf n og skrauti, að henni lá við öngviti. — Herðið upp hugann, sagði hann hranalega. Súsanna tók á sig rögg, stóð upp, fór út úr bif reiðinni og gekk inn, mjög álút og skjálfandi á beinunum. í ákaf a sínum að útvega borð og f á eitthvað á það gleymdi Gideon alveg, hve f öl hún var. Hann byrjaði umsvifalaust að panta það,sem hann vildi fá, án þess að bera það undir hana, enda hrósaði hann sér af því, hve gott vit hann hefði á mat og drykk, en gerði á hinn bóginn ráð fyrir, að hún bæri lítið skyn- bragð á slíkt. „Ætti það ekki að vera vínblanda?'' sagði hann. ,,Jú, auðvitað. Yður veitir ekki af því, og það fljótt. Hún vildi heldur sherrý. Upphaf lega hafði hún hugsað sér að bragða ekki vín, en nú fann hún, að hún varð at fá eitthvað, sem styrkti hana og hressti. Gideon bað um eitt glas af Martini, og þegar það kom, bað hann um annað og hafði lokið úr þeim báðum, áður en hún var búin úr sherrýstaupi sínu. — Svo hef ég beðið um kampavín, sagði hann. Sá grunur, að henni fyndist ekki meira en svo tii um hann, kom honum undarlega fyrir, þegar áhrifin af vín- inu voru farin að berast frá tómum maganum upp í höf uðið. — Mér f innst einhvern veginn, að það muni fara þokkalega á með okkur. Við sómum okkur ekki heldur svo illa saman. — Hvað heitið þér — skírnarnaf nið? — Lorna. — Lorna, einmitt. Ég heiti Eðvald, en ég er alltaf kallaður Giddi. Þegar þjónninn kom með melónurnar, skipaði hann honum að opna kampavínsflöskuna. — Skál fyrir kunn- ingsskap okkar, sagði hann og hóf glas sitt á lof t. — Þakka yður fyrir, sagði hún með erfiðismunum og bar-glasið upp að vörunum. Hann var allt of kurteis til þess að ympra á því, sem hann hélt að væri orsök þess, hve fálát hún var. En hann varð að binda enda á barnalega aðdáun hennar á um- hverfinu, svo að hann sagði: — Það er eins og þér séuð feimin, Lorna. Eða er það allt uppgerð? — Ég veit það ekki. Þér hljótið að lifa mjög til- breytingamiklu lífi. Viljið þér ekki segja mér einhver ævintýr yðar? — O-o— ekki nema eins og gengur og gerist, svaraði hann af hæfilegu lítillæti. En samt sem áður byrjaði hann strax að lýsa sjálfum sér mjög nákvæmlega, eins og það væri stærsta ævintýrið. Það var gamla sagan um þrekmikinn og framgjarnan mann, sem byrjaði með tveggja eða þriggja dala kaup á viku, en olbogaði sig áfram. Súsanna lét eins og hún hlustaði á hann af at- hygii, en samt kveinkaði hún sér við að hugsa um svona hversdagslega frásögn. í samanburði við Roderick og félaga hans var þessi grobbni kaupsýslumaður aðeins leiðinlegur þöngulhaus. í hvert skipti, sem hann hló að lýsingunni á kænsku sinni — hvernig hann hafði farið í kringum þennan og gert hinum líf ið súrt— brosti hún. Og hann hélt, eins og karlmönnum er títt, að hún hlustaði á þessa sjálfsævisögu hans af jaf n miklum áhuga og aðdá- un og hann sjálfur. — En ég hef haldið áfram að vera „Ég týndi pabba hér inni, er mér ekki óhætt a& öskra einu sinni og þá er ég viss um að við finnum hvorn annan.” DENNI DÆMALAUSI hljóðvarp Miðvikudagur 25. janúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: ,,A skönsunum” eftir Pál Hall- björnsson Höfundur les sögulok (19). 15.00 Miðdegistónleikar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn Halldór Gunnarsson kynnir. 17.30 Útvarpssaga barnanna: ,,Upp á lif og dauða” eftir Ragnar Þorsteinsson.Björg Árnadóttir les (2). 17.50 Tónleikar. Tiikynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Samleikur i útvarpssal 20.00 Af ungu fólki Anders Hansen sér um þátt fyrir unglinga. 20.40 Dómsmál Björn Helga- son hæstaréttarritari segir frá. 21.00 Einsöngur: Tom Krause syngur lög úr ,,Schwanenge- sang" 21.25 „Fiðrið úr sæng Dala- drottningar” Þorsteinn frá Hamri les úr nýrri ljóðabók sinni. 21.35 Sellótónlist: Igor Gav- rysh leikur 21.55 Kvöldsagan: „Sagan af Dibs litla” eftir Virginiu M. Alexine.Þórir Guðbergsson les þýöingu sina (4). 22.20 Lestur Passiusálma (3) Dalla Þórðardóttir stud. theol. les. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Djassþáttur i umsjá Jóns Múla Arnasonar. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. sjonvarp Miðvikudagur 25. janúar 1978 18.00 Daglegt lif i dýragarði. Tékkneskur myndafbkkur. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 18.10 Björninn Jóki.Bandarisk teiknimyndasyrpa. Þýðandi Guðbrandur Gislason. 18.35 Cook skipstjóri. Bresk myndasaga. Þýðandi og þulur óskar Ingimarsson. 19.00 On We Go. Ensku- kennsla. 13. þáttur frum- sýndur. 19.15 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Nýjasta tækni og vísindi. Umsjónarmaður Sigurður H. Richter. 20.55 Ul mikils að vinna (L) Breskur myndaflokkur i sex þáttum . 2. þáttur Tilhugalif- ið. Efni fyrsta þáttar: Gyð- ingurinn Adam Morris hef- ur hlotið styrk til náms I Cambridge. Herbergisfél- agi hans er af tignum ættum og rómversk-kaþólskrar- trúar, og oft kastast i kekki með þeim vegna trúarskoð- ana. Herbergisfélaginn, Davidson, býður Adam heim til sin i páskafriinu. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.10 K vikm ynda þá ttur. Umsjónarmenn Erlendur Sveinsson og Sigurður Sverrir Pálsson. Rifjuð eru upp grundvallaratriði kvik- myndaþáttunum á siðast- liðnum vetri. 22.45 Dagskrárlok ^ ---------------------------

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.