Tíminn - 25.01.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.01.1978, Blaðsíða 8
8 mrnm Miðvikudagur 25. janúar 1978. Of brjóstamikil Karl og Ménie i hrókasamræðum Sálfræðileg aðstoð við leit að eiginkonu Davina Sheffield? Marie-Astrid af C- • I.uxemhorg? ' % Verb sjúkur. Mörgum finnst dragast á langinn, að Kari Bretaprins finni sér eiginkonu. Sjálfur er prinsinn áhyggjufullur út af þessu og fór að sögn (heimildirnar eru eitthvað á reiki) til fransks sáifræðings i hjónamálum, Ménie Grégoire að nafni, en sú gefur yfirleitt ráðleggingar tii hrjáðra para eða einstaklinga i sjma. Prins- inum tók hún hins vegar per- sónulega á móti. Samtal þeirra fer hér á eftir: Karl: ÞU varst virkilega sæt að gefa mér tima. Ménie: PUff! Frá þvi aö vinstri stefnan komst i tizku, sýnir maður áhugaleysi sitt á henni meðþvi að hjálpa rikum. Og svo sýnist mér hans hágöfgi vera góðlegur ungur maöur. Karl: Já, ég ætti I raun og veru að vera mjög hamingjusamur, þvi að ég er það sem kallað er „góöur biti”. Mamma stjórnar frekar gróöavænlegu fjöl- skyldufyrirtæki. Ménie: Það er svo sem ekkert nýtt, að rik ungmenni eigi erfitt með að finna hamingjuna i ein- faldleik sinum. Karl: Með brezku kórónuna á höfði tekst mér ekki einu sinni aö ná mér i konu. Ménie: En hvað meö allar stUlkurnar, sem bendlaðar hafa verið við þig i ein ellefu ár? Karl: Sögurnar um þær voru uppspuni frá rótum. Ég er bara svo vel upp alinn, aö ég var ekk- ert að skipta mér af sögu- smjatti. Méni: Viltu gráta viö öxl mér? Karl: Nei, þakka þér fyrir. Ég vil heldur gráta i sófann. Ménie: Hvers æskirðu af konu? Karl: HUn á að vera ensk og kunna aö sitja hest. Ménie: Jaaaaá, en útlend stúlka getur skipt um þjóöerni og kunni hún ekki að sitja hest, set- uröu hana i reiðtima. Karl: Alla vega verö ég ekki einsamaU i reiðtúrum. Ménie: Hugsarðu þér aö kvæn- ast af ást? Karl:Nei,égerlitið gefinn fyrir ástriður. ÞU manst nú eftir henni Möggu frænku. Ménie: Og foreldrum þinum. Kemur þeim vel saman? Karl: Nei. En þegar þau eru i góðu skapi, heyrir maður þau hrópa: „Buckingham höll er svo stór.” Ménie: ÞU varst sagður trú- lofaður Lauru Jo Watkins... Karl: Sjarmerandi stúlka. En þvi miður bandarisk. Ménie: Þiö Bettina Lindsey haf- iö mikið sést saman... Karl: Gómsætur biti. En lát- bragðsleikari og túlkaði tilfinn- ingar sinar eingöngu meö fett- um og brettum. Ménie: Og Fiona Watson? Karl: Aðdáunarverö. En faöir hennar er eigandi sápuverk- smiðju. Ég verð nú aö segja, að mér finnst hásætiströppurnar nógu hálar fyrir. Ménie: Og Davina Sheffield? Karl: Of brjóstamikil. Menn hefðu gert sér mat Ur þvl. Ménie: Og Marie-Astrid prin- sessa af Luxemborg? Karl: Töfrandi! En þessi hjúkrunarköllun hennar leggur mig i rúmið. Ménie: Og Rosie Clifton? Karl: HUn var fátæk. Ménie: Hefuröu kannski ekki nóg handa tveimur? Karl: JU, jú, ég vildi bara ekki, að sagt yrði um hana, að hún hefði gifzt mér til fjár. Méni: Ertu alveg viss um, að þú viljir kvænast? Karl: Já, hvers vegna spyrðu? Ménie: Loksins kom það. ÞU hefur nú verið i sjóhernum og dátarerualveg óUtreiknanlegir. Af hverju kvænist þú ekki hjarð- mey? Karl: Af þvi að æ færri sauðir eru í þeirri hjörð, sem ég á að gæta. Ménie: Sæktu skemmtanir i Soho. Það gæti verið gott fyrir þig aö nudda þér svolitið utan i hinar ýmsu þjóöfélagsstéttir. Karl: Mér leiðast reyndar yfir- stéttarstúlkur, en ekki get ég gifzt hverri sem er. Geturöu imyndaö þér upplitið á erki- biskupnum af Kantaraborg, ef ég kæmi einhvern daginn með fatafellu upp á arminn. Ménie: Eftir þvi sem ég fæ bezt skiliö, eruð þér all óhamingju- samur. Þér hafið þörf fyrir hreint loft.. Karl: Já, sérstaklega á kvöldin næ ég illa andanum, — herberg- in eru 132. Ménie: Lestu Freud. Gerðu leikfimiæfingar upp á sænskan. Faröu á æsandi myndir. (HUn lækkar röddina) Og hvaö með rúmiö? Karl: Ég hef ekki haft undan neinu að kvarta, — þyrfti svolit- ið aðláta snikka til á mér nefið. Ménie: Nei, hindrunin er önnur. Þú ert of mikið mömmubarn. Karl: Ég var það kannski áður, en nú er ég sjóliðsforingi, fall- hlífarstökkvari og þotuflugmað- ur. Ménie: ÞU verður að fara að heiman. Þú verður að yfirgefa Buckingham höll. Karl: ÞU ættir að koma með mér Ménie... Ménie: Þegar þú vilt. Karl: En hvernig á ég að sam- eina einkalif mitt og opinbert lif? Ménie: Biddu þar til frú That- cherverður forsætisráðherra og kvænztu henni. Karl: En ef það veröur nU Heath, sem kemst aö aftur? Ménie (uppgefin): Þá verður hann bara að skipta um kyn.... (Þýtt) Hlöðver Þ. Hlöðversson, Björgum: í kastljósi frá Þorlákskvöldi Mikið hefur undanfariö verið rætt um hlutleysi rikisfjölmiðla. Einkum færöist fjör i þá um- ræðu eftir fréttaflutning um hækkun á veröi landbúnaðar- vara i kvöldfréttum hljóövarps og sjónvarps 7. desember siöst- liðinn. Mótmælaályktanir vegna hlutdrægni fréttamanna bárust margar til yfirmanna rikisfjöl- miðlanna og ýmsir urðu til að lýsa sömu skoöun i samtölum viö formann útvarpsráðs — og ýmsa þingmenn. Þvi þótti mörgum — og langt út fyrir rað- ir sveitafólks —orö i tima talað þegar tveir þingmenn tóku þetta til umræðu utan dagskrár á al- þing. Og svo kom Kastljós aö kvöldi Þorláksdags. Umræðu- efni voru J>ar svo viðfeðm, að timaþröng var meinleg — og niöurskurður umræðna. Þarf þvi enganaö undra þó að áhuga- vert þyki að athuga hægri ar- minn undir Kastljósinu nokkru nánar, og ekki skyldu þeir, sem sækiast eftir þvi að vera oft i sviðsljósi láta sér á óvart koma þó að menn skoði þá og skil- greini. Svo sem eðlilegt var sat Gylfi yzt til hægri, með sina sléttu og snotru leikhúsgrimu. Fyrir mörgum árum — þegar jóla- stjarna landbúnaðarstefnu Gylfa, og nokkurra lækna blik- aði yfir búskap I Krisuvik og Laxnesi — átti ég tal við virtan og lifsreyndan Austfiröing um þá furðu að hægt væri að halda jafnmargar ræöur um landbún- að og Gylfi gerði, og þekkja þó umræðuefnið svo illa sem auðheyrt væri. Þá sagði þessi hógværi Austfirðingur: „Það er nU svona með hann Gylfa blessaöan frænda minn, að hann hefur aldrei komiö nærri neinum atvinnurekstri. Hann var Urvalsnáms- maður I skóla. Svo fór hann i kennslu og þaðan I stjórn- mál. Hann hefur aídrei komizt i nána snertingu við islenzka at- vinnuvegi.svo að engan þarf að undra þó aö tal hans um land- búnaðarmál sé utangátta viö raunveruleikann”.... gamall maður, nágranni minn hlustaði eitt sinn sem oftar á.eldhúsdag’ I Utvarpi. Að umræðu lokinni sagði hann: ,,Gylfiflytur vel sitt mál. Hann talar rólega, æsinga- laust og án stóryröa. Þeir gera ekki aðrir betur — burtséð frá málstaönum þvi að hann er oft verri en enginn”. Þessi fluggáfaði öldungur gerði sér örugglega grein fyrir þvi, aö málstaður Gylfa og flokksins sem hann talaði fyrir varekki eitt og hið sama. Þetta var fyrir löngu, og i áranna rás hefur svolitiö gefið á bátinn við aö varast æsingarnar og stór- yrðin—oghvaö má þá segjaum suma afkomendurna — i holdi og anda? 1 kastljósinu um dag- inn lézt hann vera mjög hneykslaöur á þingmanni sem hefði misboöið virðingu alþingis með stóryrðum — og þeirri samli'kingu, aö áróður gegn landbúnaöi væri þann veg rek- inn, að dragi dám af aöferöum undirsáta Hitlers. Aldrei mun viröing alþingis biða hnekki við það að skaprikir þingmenn tali af gusti geðs er þeir sækja eða verja mál, sem þeir telja miklu skipta. Hitt er alþingi hættulegt, ef þingmenngerasérþaöaö listog iðju að rangtúlka staðreyndir og snúa ummælum I öfugmæli. Slikt er loddaraleikur. Ræða Gylfa Nöfn nokkurra manna I ver- aldarsögu standa sem viti til aö varast: Herostratosvildi heldur vera frægur af illu en engu og brenndi frægasta furöuverk heims, JUdas sveik sinn meist- ara, Kvisling festi ofsatrú á er- lenda öfgastefnu og sveik sitt föðurland og Göbbels endurtók fjarstæöur svo oft aö fólk fór að trúa. Þetta og fjölmargt fleira neikvætt og jákvætt — eru al- þjóöaminni, sem menn taka sér i munn þegar við á. Hitt varðar annarskonaralþjóðatengsl, sem eitt sinn var túlkaö i ræðu I Þjóðminjasafni: að Islenzkri þjóð væri bezt borgið sem smá- fleytu i togi i kjölfari stórskips efnahagsbandalags Var ekki lika sagt i þeirri ræöu að örugg- asta leiöin til að viðhalda sjálf- stæði þjóöar væri að glata þvi? Liklega hefur svo átt að kaupa það aftur eins og uppstoppaðan geirfugl og geyma á safni. Ingi og Stefán mótmæltu hlut- drægum fréttaflutningi hljóð- varpsogsjónvarpsog brýndu til þess að hlutleysis væri gætt. Hlutverki sinu trúr taldi Gylfi þetta pólitiska árás og talaði, fjáígslega þar um. Svo setti hann upp gömlu ræðuna um rangan landbúnaðarstefnu og gjaldabyrgði þjóöfélagsins vegna bænda. Þarna þyrfti að fara að sinum ráðum og breyta til. Þvi miður er land- búnaðarstefnan. röng — af þvi aö húnhefur svignaö I átt aö kenn- ingum Gylfa — þeirri villutrú, að bezt sé að framleiöa ódýrar landbúnaðarvörur á stórbúum. Næst á eftir verðbólguóstjórn- inni, sem leikur bændur verr en aðrar vinnustéttir, hefur stór- búastefnan orðið bændum til ó- farnaðar. Þurfa þykir að stígandi sé i leiksýningum. Þvi vildi Gylfi taka endasprett undir kast- ljósinu. Leikdómurinn er kannski ekki endanlega upp- kveðinn. Sennilega hefur Gylfi ekki minna en þre- faldar árstekjur meöalbónda. Þvi er ekki nema von að ,,al- þýðuforingjnum” blöskri, þegar bændur leyfa sér að hækka verð á aukaafurö frá búi sinu svo mikið meira en aörar landbúnaöarvörur, að undan- rennan hækkar um svipaðan hundraöshluta og laun þing- mannsins. Von er að hann tali um árás á neytendur. Þetta var óneitanlega átaka- mikið leikatriði, enda sá á grim- unni — drætti og hrukkur Ut og upp frá gagnaugunum svo aö minnti á þekkta persónu leik- bókmennta. Sá grunur læðist þó að áhorfanda aö undir grimunni dyljist þreyttur maöur og ekki alltof sæll með sitt hlutverk á liðnum árum. Viðkunnanlegur maður, sem leitar sér afþrey- ingar við að semja notaleg sönglög, betur hefði hann varið riflegar af tima sinum til þess. Ellert Schram er ágætur knatt- spyrnumaður, hefur viðkunnan- lega drengjalegan svip og fer vel i' sparifötunum sínum. En hvort hann hefur glöggskyggni og viðsýni Ut fyrir Melavöllinn — um þaö má spyrja. Stjórnandi þáttarins ber meö sér greinileg einkenni þess, að geta orðið góðurfréttamaður og stjórnandi viðræöuþátta — ein- hverntimaseinna —þá forsendu framfara að vera óviss um sjálf an sig. Þarna urðu honum á þau grófu mistök sem stjórnanúa — auk fleira.sem hægt er aö nefna að kasta i þáttarlok fram frá- leitri spurningu, sem hann virtist jafnframt svara sjálfur: Að bændur og neytendur væru ósættanlegar andstæður — og skar svo niður umræöur án þes^, að timi yröi til verðugra svara. Undanrennuandlit SigrUn Stefánsdóttir væri ,,Ut af fyrir sig merkilegt rannsókn- arefni”. HUn er sennilega gott dæmi um margt fólk i kaupstað, sem er i nánum tilfinninga og ættartengslum við sveit og fólk i sveit og fylgist af áhuga og ná- kvæmni með þvi, sem gerist á bæjum foreldra, systkina eða annarra nákominna. En tauga- gas sibyljuáróðurs, sem sam- kvæmt málvenju er réttilega kenndur við Göbbels, skósvein Hitlers, hefur læöst að þessu á- gæta fólki óvöru og ruglaö svo dómgreind þess, að tal þess og skoðanir um landbúnað og bændur almennt er ekki I neinu samræmi við hlýhug þess og samkennd með vissu fólki I á- kveðinni sveit. örugglega talar hún ekki gegn betri vitund þeg- ar hún segist ekki hafa veriö hlutdræg i umræddum frétta- flutningi. SamUð hennar með sveit mundi aldrei leyfa henni að gera sh'kt visvitandi. En margt býr I þokunni. Ari og Kári áróöursins hafa læðst að henni og annarshugar hefur hún þokað Ur lokunni. HUnsagðifrá orðaskiptum við Svein Tryggvason, sem vægast sagt heföi tekið sér illa. Ein var hún i' þessum þætti til frásagnar af þvi. Ef th vil hefur hann minnzt á undanrennuandlit — afturgöngur á flökti um há- bjartan dag. Áróðursmenn um breyttar neysluvenjur skyldu varastað gera meira illten gott, þegar öll kurl koma til grafar. Þegar fjöldahreyfingar vekjast hættir þeim oft til að slá of langt. Þó að „vlsindamennirn- ir” geti þess t.d. — eins og með smáletri neðanmáls — að á bil- inu milli nýmjólkur og undan- rennu séu að visu nauösynleg bætiefni, en auðvelt sé úr aö bæta, t.d. með þorskalýsi — þá lesa margir aðeins stórt letur, og kynnu þá undanrennuandlit- in að birtast. Og þó — Sólar- geislinn og gosdrykkirnir biða meösina „ódýru” hollustu og ef þar kynni I að vanta t.d. A og D vitamin þá er bara aö blanda þá með fitu. Sigrún lét að þvi liggja, að mestu andstæöingar bænda mundu veraforustumenn þeirra sjáhra, Aldrei mundi henni detta i hug að segja þetta um Hjört á Tjörn og við rólega at- hugun mun hún sjá hve fráleit umsögn þetta er. SigrUn þarf greinilega að skipta um gleraugu svo að henni bregðist ekki glöggskyggni þeg- ar verst gegnir. Ef hún dveldi svo um tima i fagurri sveit og andaöi að sér hreinu lofti, þá gæti hún gengið til starfa á ný — sem ágætur fréttamaður. Við skulum vona aö islenzkt veður hreinsi svo andrúmsloft — að upp renni betri tið. a* e&amj Ritstjórn, skrifstofa og afgrelðsla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.