Tíminn - 27.01.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.01.1978, Blaðsíða 9
Föstudagur 27. janúar 1978. 9 á víðavangi Það er mörg Rúmenían og Tékkóslóvakían Nú má heita aö komin sé nokkur skipan á vigstöövarn- ar i prófkjöri Sjálfstæöis- manna i Reykjaneskjördæmi. Ljóst er aö aöferö skotgrafa- hernaöarins hefur oröiö ofan á, og er þaö i fyrsta skipti sem hún er valin siðan fyrri heim- styr jöldinni lauk. Er þaö taliö til nútimalegra vinnubragöa i hópi ihaldsmanna. 1 prófkjörinu hafa alþingis- mennirnir tekiö höndum sam- an og myndaö varnarbanda- lag gegn öörum frambjóðend- um. Kunnugir fullyröa aö þessu varnarbandalagi svipi meira til Varsjárbandalagsins en Atlantshaf sbandalagsins. Þetta bandalag á sér meira aö segja sina Rúmeniu, aö sögn kunnugra, en þar er um Odd Ólafsson aö ræöa. Hefur hann tekið sér nokkuö sjálfstæöa ,,stöðu” végna fylgis þesssem hann væntir sér á Suðurnesj- um, og mun treysta m.a. á stuöning fylgismanna Eiriks Alexanderssonar i Grindavik. Hinir alþingismennirnir eru sagöir örvænta nokkuð um sinn hag, enda þótt þeir teljist vissir um að halda einhverju af efstu sætunum. Hið nýjasta i þessu próf- kjörsstriöi ihaldsmanna i Reykjanesi er þaö aö fulltrúa- ráö Sjálfstæðisfélaganna i Kópavogi mun hafa samþykkt aö snúast af alefli gegn varnarbandalaginu. Er þaö nú stefna Sjálfstæöismanna i Kópavogi aö kjósa engan frambjóöanda utan kaup- staöarins og koma þannig i veg fyrir að atkvæöi þaöan nýtist öðrum. Veröur fróölegt aö fylgjast meö viðbrögöum varnar- bandalagsins gegn þeirri Tékkóslóvakiu sem þarna virðist vera farin aö láta á sér kræla. Þessi nýja stefna ihalds- manna i Kópavogi léttir þeim að sumu leyti róðurinn um þessar mundir, eða einfaldar a.m.k. viðfangsefni þeirra, sem eru ærin fyrir. Þar fer mest fyrirþvístarfi,sem unnið er á þeirra vegum og nefnist Hjálparstofnun Alþýðuflokks- ins i Kópavogi. Aldraðir hauk- ar krata i Kópavogi munu nefnilega hafa gengið frá þvi við foringja Sjálfstæöis- manna, aö hinir siöar nefndu liggi ekki á liði sinu f prófkjöri krata á þessum slóöum, en hljóti að launum atfylgi krat- anna til að mynda „hentugri” meirihluta i bæjarstjórn en veriö hefur aö mati ihalds- manna meö Framsóknar- mönnum undan farin ár. JS Stærri - Kraftmeiri - Betri 1978 Undrabíllinn SUBARU 1600 er til afgreiðslu strax. Allur endurbættur Breiðari, stærri vél, rýmra milli sæta# minni snún- ingsradíus/ gjörbreytt mælaborð/ nýir litir o. fl. o. fl. Það er ekki hægt að lýsa Subaru N verður að sjá hann og reyna Greiðsluskilmálar þeir hagstæðustu sem völ er á í dag Kaupið bí/inn strax í dag því þá getið þér sparað a/it að 5-10 þús. á viku, því gengið sígur svo ört. INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 84510 og 8451 1 Sýningarbilar á staðnum Guðni Kristinsson, bóndi og hreppstjóri, Skarði Landssveit segir í viðtali um Subaru: „Það segir kannske bezt hvernig mér hefir líkað við Subaru að ég er að kaupa 1978 árgerðina. Sá gamli hefir þjónað okkur vel, við höfum farið allt á honum sem við höfum þurft að fara og sparneytni Subaru er næsta ótrúleg."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.