Tíminn - 27.01.1978, Blaðsíða 15

Tíminn - 27.01.1978, Blaðsíða 15
Föstudagur 27. janúar 1978. 15 [Iþróttir \ Magnús af tur í Hlíðarf jall — eftir nokkurra ára dvöl í Bandaríkj unum Magnús Guðmundsson hinn gamalkunni skíða- kappi frá Akureyri er nú aftur kominn til heimabæj- ar síns og hefur hann verið ráðinn skíðaþjálfari á Hliðarfjalli. Magnús hefur undanfarin ár dvalið í Bandaríkjunum og unnið þar við skiðaþjáifun og kennslu yfir veturinn á hinum fræga skíðastað — Sun Valley. Þaö er mikill fengur fyrir Akur- eyringa aö fá Magnús til liös viö sig en hann er ekki ókunnugur i Hliöarfjalli, þvi aö hann vann mikiö starf á sinum tima viö upp- byggingu og skipulagningu skiöa- landsins i Hliöarfjalli. Magnús mun þjálfa alla flokka skiöamanna Akureyringa — honum til að- stoöar veröa tveir aörir skiöa- menn. Veröa æfingar daglega i Hliöarfjalli frá kl. 2 til 10 á kvöld- in. MAGNÚS GUÐMUNDSSON... fyrrum lslandsmeistari á skiöum og i golfi. GUÐJÓN INGI SVERRISSON... sterki skiöamaöurinn úr Ar- manni. Hann hefur þrjú sl. ár tek- iö á móti Mullers-bikarnum. Punktamót Þekktur norskur þjálfari kemur á skíðum í til Islands ... — og verður aðalkennari á knattspyrnu- þjálfaranámskeiði á vegum K.S.I. Allir beztu skiöamenn landsins veröa i sviösljósinu í fjöllunum kringum Reykjavik um næstu helgi — þá fer fram fyrsta punkfa- mótið i vetur og kcppt verður þá i skiöagöngu og alpagreinum karla og kvenna. Um sl. helgi fór fram hið árlega Miillersmót i Hveradölum og tóku þrjár sveitir frá Reykjavik þátt i mótini . Armenningar urðu sigurvegarar og unnu þeir glæsilega styttu til eignar, þar sem þeir hafa unnið sigur i mótinu þrjú sl. ár. Fyrirliöi sveitarinn arer Guðjón Ingi Sverrisson, sem hefur keppt með sveitinni öll þauskiptisem húnhefursigrað — eða þrjúsl.ár. Sveit Armanns hlaut timann 288.7 sek., en i ööru sæti varð sveit KR — 304.7 sek. og i þriðja sæti kom sveit IR — 306.0 sek. Kunnur norskur knatt- spyrnuþjálfari er væntan- legur hingað til landsins. Þetta er Andreas Moris- bak/ fræðslustjóri Knatt- spyrnusambands Noregs, sem lék með norska liðinu Lyn frá Osló á sínum yngri árum. Morisbak verður aðalkennari á almennu þjálfaranámskeiði, sem verður haldið á vegum Tækninefndar K.S.i. í Kennaraháskóla islands og hefst námskeiðið 18. febrúar. — Morisbak hefur áreiöanlega margt áhugavert i pokahorninu, sagði Karl Guðmundsson, fram- Tap í Aarhus islenzka landsliöiö i handknatt- leik mátti þola tap 18:22 (9:14) fyrir Rússum á HM-keppninni i handknattleik, sem hófst i Dan- mörku i gærkvöldi. islendingar og Rússar mættust i Aarhus, en þar léku einnig Danir og Spán- verjar. Danir unnu sigur yfir Spánverjum — 19:15. islendingar leika gegn Dönum á morgun, en þá leika einnig Rússar og Spánverjar. kvæmdastjóri K.S.I. þegar Tim- inn spurði hann nánar um Norð- manninn. Karl sagði, að Moris- bak hefði orðið dósent i knatt- spyrnu við IþróttakennaraháskóJ ann i Noregi, eftir iþrótta- kennaranám i Noregi og fleiri löndum. — Um 4-5 ára skeiö hefur hann verið stjórnandi allrar fræðslu fyrir knattspyrnuþjálfara á veg- JOE JORDAN... varamaöur? um Norska knattspyrnusam- bandsins. Andreas mun ræða ýmsa þætti knattspyrnuþjálfunar og skipulags, sem eru áhugaverð- ir fyrir islenzka knattspyrnu- þjálfara. Undirbúningstimabil knattspyrnumanna i Noregi fer fram á sama tima og hér og við sömu eða svipaðar aöstæður. Þá er hann nýkominn úr kynnisferð með norska knattspyrnuþjálfara til Hollands og i fyrra fór hann sömu erinda til Þýzkalands, sagði Karl. Þetta námskeið er opið öllum islenzkum knattspyrnuþjálfurum og geta þeir látið skrá sig á skrif- stofu K.S.t. nú þegar — simi 84444. Spánverjar lögðu ítala í Madrid Spánverjar og italar léku vináttulandsleik i knattspyrnu i Madrid á miövikudagskvöld- iö og var leikurinn liöur I undirbúningi liöanna fyrir HM-keppnina i Argentinu i sumar. Viöureign þjóöanna lauk meö sigri Spánverja — 2:1. Þaö var gamla kempan hjá Real Madrid, Pierre, sem skoraöifyrra mark Spánverja úr vitaspyrnu en Dani bætti siöan ööru marki viö, áöur en ttalar skoruöu sitt mark. Þjóöirnar léku ekki meö sina sterkustu leikmenn. Barist á mörg- um vígstöðum 4. umferö ensku bikarkeppninnar leikin á morgun Baráttan veröur I hámarki á morgun i Englandi, en þá fer fram 4. umferö ensku bikar- keppninnar. Hart veröur barizt á mörgum vigstööum, enda margir stórleikir á dagskrá. Sá leikur, sem vekur hvað mesta athygli, er leikur Nottingham Forest og Manchester City — toppliöanna i ensku 1. deildarkeppninni. Þá leiða saman hesta sina Middlesbrough — Everton, Arsenal — Úlfarnir, Manchester United — W.B.A., West Ham — Q.P.R. og Derby — Birmingham, svo einhverjir leikir séu nefndir. Joe Jordan leikur með sinum nýju félögum hjá Manchester United, þegar þeir mæta W.B.A. á Old Trafford. Það verður þó erfitt fyrir hann aö komast inn i liöið, sem hefur átt mjög góða leiki að undanförnu — það hefur verið greinilegt á leik þeirra, að þeir ætla sér ekki að gefa eftir sæti sitt til Jordan baráttulaust. Þvi má reikna meö aö Jordan verði vara- maöur á morgun. Þessi lið leika saman á morgun i 4. umferö ensku bikarkeppninn- ar: Brighton — Notts County Stoke — Blynt Newcastle — Wrexham Orient — Blackburn Middlesbrough — Everton Manchester Utd. — W.B.A. Chelsea — Burnley West Ham — Q.P.R. Bristol R. — Southampton Walsall — Leicester Derby — Birmingham Nott. For. — Man. City Millwall — Luton Bolton — Mansfield Arsenal — Wolves Ipswich — Hartlepool

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.