Tíminn - 02.02.1978, Blaðsíða 19

Tíminn - 02.02.1978, Blaðsíða 19
iíliíiUll Fimmtudagur 2. febrúar 1978 19 f lokksstarfið. ardaginn 4. feb. n.k. Nánari upplýsingar og mi&asala i simum 40739 Kristján, 40435 Ragnar, 40656 Sigurður, 41228 Jóhanna. Gu&mundur G. #. bórarinsson flytur ávarp. Jón Gunnlaugsson skemmtir. — Stjórnin. ísfirðingar — Félagsmálanámskeið 1 byrjun næsta mánaðar mun Magnús Olafsson, blaðamaður og formaður SUF, koma til Isafjarðar og halda þriggja kvölda fé- lagsnámskeið. Námskeiðið er öllum opið, og eru þeir sem áhuga hafa á að taka þátt i namskeiðinu, beðnir að láta Einar Hjartarson i Fagra hvammi simi 3747, vita sem allra fyrst. Magnús mun vera hér og i nágrannakauptúnum i um það bil 10 daga og þá boða til funda á Flateyri, Þingeyri, Bolungavik og 'Suðureyri. Flokksþing Flokksþing Framsóknarflokksins hefst i Reykjavik 12. marz n.k. Flokksfélögin eru hvött til að kjósa fulltrúa sem fyrst og tilkynna það flokksskrifstofunni. SUF-stjórn Stjórnarfundur verður haldinn dagana 4. og 5. febrúar að Rauðarárstig 18og hefst kl. 13.00laugardaginn 4. febrúar. SUF FUF Reykjavík Málsháttahappdrætti FUF i Reykjavik. Drætti frestað til 15. febrúar. FUF Reykjavik. Aðalfundur FUF í Reykjavík Aðalfundur FUF i Reykjavik verður haldinn fimmtudaginn 9. febrúar að Seljabraut 54 (húsi Kjöts og fisks). Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. Vakin skal athygli á að framboð til embætta á vegum félagsins skulu hafa borizt stjórn félagsins minnst viku fyrir aðalfund samkvæmt 11. grein laga FUF. Stjórnin. Framsóknarfélag Sauðárkróks Næstu mánuði verður skrifstofan i Framsóknarhúsinu opin milli 17 og 18 á laugardögum. Stuðningsfólk Framsóknarflokksins er hvatt til að lita inn á skrifstofuna. Stjórnin Framsóknarfélag Húsavíkur Framvegis verður skrifstofan opin á miðvikudögum kl. 18.00- 19.00 og laugardaga kl. 17.00-19.00. Bæjarfulltrúar verða á skrifstofunni á miðvikudögum og svara fyrirspurnum. Félag Framsóknarkvenna í Reykjavík Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 9. febrúar n.k. kl. 20,30 að Rauðarárstig 18, kaffiteriu. Fundarefni. Venjuleg aðalfundarstörf. önnur mál. Fjölmennið. Stjórnin. Framsóknarfélag Akureyrar Framvegis verður skrifstofan opin á milli kl. 3 og 18 virka daga. Stuðningsfólk Framsóknarflokksins er hvatt til að lita inn og kynna sér starfsemina. Mosfellingar — Kjalnesingar — Kjósverjar Spilakvöld i Hlégarði miðvikudagskvöld 15. febrúar kl. 21.00. Gunnar Sveinsson varaþingmaður Framsóknarflokksins i Reykjaneskjördæmi mætir i vistina. Fjölmennið og tekið með ykkur gesti. Góð verðlaun. Stjórnin. Akranes Framvegis verður skrifstofa framsóknarfél. opin alla þriðju- daga kl. 21-22 Stuðningsfólk er hvatt til að lita inn. Bæjarfulltrúar verða til viðtals á skrifstofunni á sama tima. Framsóknarfélögin < hljóðvarp Fimmtudagur 2.febrúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir ki. 7.00, 8.15og 10.10. Morgunleikfimi kl. 8.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Þórhallur Sigurðsson lýkur lestri sögunnar af „Maxbragðaref” eftir Sven Wernström I þýöingu Kristjáns Guðlaugssonar (8). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Til umhugsun- ar kl. 10.25: Þáttur um áfengismál i umsjá Karls Helgasonar lögfræöings. Tónleikar kl. 10.40: Morg- untónleikar kl. 11.00: Kammersveitin i Slóvakíu leikur Concerto grosso nr. 8 op. 6 eftir Corelli: Bohdan Warchal stj. / Marie-Claire Alainog kammersveit undir stjórn Jean-Francois Paillard leika Orgelkonsert i' B-dúr nr. 1 op. 7 eftir Handel. / Hátiðarkammer- sveitin i Bath leikur Hljóm- sveitarsvitu nr. 4 í D-dúr eftir Bach: Yehudi Menuhin stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frivaktinni Sigrún Sigurðardóttir kynn- ir óskalög sjómanna. 14.30 „Það er til lausn”. Þátt- ur um áfengisvandamál, tekinn saman af Þórunni Gestsdóttur: siðari hluti. 15.00 Miðdegistónleikar. Grazio Frigoni og Annarosa Taddei leika með Sinfóniu- hljómsveit Vínarborgar Konsert i As-dúr fyrir tvö pianó og hljómsveit eftir Mendelssohn: Rudolf Moralt stj. Filharmóniu- sveit Berlinar leikur Sinfóniu nr. 8 I F-dúr op. 93 eftir Beethoven: Herbert von Karajan stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.30 Lagið mitt. Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.10 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. GIsli Jóns- son flytur þáttinn. 19.40 tslenzkir einsöngvarar og kórar syngja 20.10 Leikrit: „Fjarri heims- ins glaumi” eftir Edward Percy og Reginald Denham. Cynthia Pughe bjó til útvarpsflutnings. Þýðandi og leikstjóri: Briet Héöins- dóttir. Persónur og leikend- ur: Leonora Fiske... Kristin Anna Þórarinsdóttir, Ellen Creed... Kristbjörg Kjeld, Albert Feather... Þorsteinn Gunnarsson, Lovisa Creed... Guðrún Asmunds- dóttir, Emelia Creed... Jóhanna Norðfjörð, Systir Teresa... Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Lucy... Helga Stephensen, Bates... Knútur R. Magnússon. 21.50 Samleikur I útvarpssal: Einar Jóhannesson og Ósk- ar Ingólfsson leika á klarinettur verk eftir Crusell, Donizetti og Poulenc. 22.00 Lestur Passiusálma. Guðni Þór Ölafsson nemi i guðfræðideild les (9). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Prelúdiur og fúgur eftir Bach. Svjatoslav Richter leikur á pianó. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Leikritið í kvöld Fjarri heimsins glaumi Fimmtudaginn 2. febrúar kl. 20.10verður flutt leikritið „Fjarri heimsins glaumi” eftir Edward Percy og Reginald Denham. Cynthia Pughe bjó verkið til flutnings i útvarpi. Þýðandi og leikstjóri er Briet Héðinsdóttir. Með helztu hlutverk fara: Krist- björg Kjeld, Þorsteinn Gunnars- son, Guðrún Asmundsdóttir, Helga Stephensen, Jóhanna Norðfjörð og Kristin Anna Þórarinsdóttir. Ellen Creed og systur hennar tvær, Emelia og Lovisa dvelja á fremur afskekktu sveitasetri sem er i eigu Leonoru Fiske. Þegar Albert Feather, frændi Leonoru, kemur i heimsókn furðar hann mjög á þvi að hún skuli ekki vera heima og margt gerist sem setur að honum illan grun. Edward Percy fæddist árið 1891 i London. Hann vann viö Ind- landsverzlunina i um 20 ár og var siðan lengi kornkaupmaður. Fyrsta leikrit sitt skrifaði hann árið 1922 en frá þvi um 1937 skrifaði hann leikrit i samvinnu við Reginald Denham þar á meöal „Fjarri heimsins glaumi” (Ladies in Retirement) árið 1939. Reginald Denham var einnig Lundúnabúi fæddur árið 1894. Hann stundaði tónlistarnám en kom fyrst fram á sviði 1913. Einnig stjórnaði hann bæði leik- ritum og kvikmyndum. Denham skrifaði yfir hundrað sjónvarps- handrit á árunum 1947-50. Hann gaf út sjálfsævisögu árið 1958, sem nefnist „Stjörnur i hárinu á mér”. Útvarpið hefur ekki áður flutt leikrit eftir þessa höfunda. - O Skattur þess háttar. En það er heldur minna en áður um það að fólk sæki um frest,” sagði Gestur. Þá sagði Gestur að mikil vinna lægi nú fyrir, en það þarf að byrja á að flokka niður framtölin og koma þeim i rétta röð og búa þau siðan undir vélvinnslu. Þá eru þau götuð inn á diskhettur, og eftir það eru það Skýrsluvélar rikisins og Reykjavikurborg- ar, sem sjá um allan útreikn- ing. o Malta Owen, utanrikisráðherra Breta, hefur svarað, er hann hefur verið inntur eftir árangri af viðræðunum, að nú riki mun meiri skilningur milli viðmæl- enda en áður og skilningur skæru- liðaforingjanna hafi aukizt á vandamálum annarra aðila er hlut eiga að málum i Ródesiu. Owen hefur lýst þvi yfir að nauð- synlegt sé að ræða við alla máls- aðila i Ródesiu, og er með þvi aö afsaka það, aö hann á nú viðræð- ur eingöngu við þjóðernissinnaða skæruliða. Hraðfrystitæki Til sölu sem nýtt, Clarke, plötufrystitæki, með innbyggðum vélum i ryðfrium skáp. Þarf aðeins að tengjast við rafmagn og vatn. Simar 3-43-49 og 3-05-05. RAFMOTORAR ; : k. Höfum fengið stóra sendingu af rafmótorum, bæði eins og þriggja fasa. Verðið ótrúlega hagstætt. — Pantanir óskast sóttar sem fyrst. ÍSKRAFT Sólheimum 29-33 Simar (91) 3-53-60 & 3-65-50

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.