Tíminn - 02.02.1978, Blaðsíða 20

Tíminn - 02.02.1978, Blaðsíða 20
Fimmtudagur 2. febriiar 1978 ^ 18-300 Auglýsingadeild Tímans. HREVFILL Slmi 8 55 22 GiKl TRÉSMIDJAN MEIDUR \ SÍÐUMÚLA 30 • SÍMl: 86822 Sýrö éik er sigild eign 20% hækkun við- miðunarverðs á freðfiski GV —A fundi stjórnar Veröjöfn- unarsjóös i gær var ákveðin 20% hækkun viðmiðunarverðs á freð- fiski. 1 dag veröur fundaö um við- miðunarverð saltfisks, og er von á að ákvörðun liggi fyrir i dag, að þvi er Arni Benediktsson formaö- ur Sambands frystihúsa og stjórnarmeðlimur Verðjöfnunar- sjóðs tjáði blaðinu i gær. — Ég á ekki von á að hækkun viðmiðun- arverðs á saltfiski verði meiri, en Arni Benediktsson. það má segja að meö þessum tveim ákvörðunum sé búið að af- greiða sjávarútveginn, sagði Arni. Mönnum er nú kunnugt að Veröjöfnunarsjóður frystideildar er nú tómur. — Rikisstjórnin tek- ur ábyrgð á viðmiðunarverðun- um þannig að hún á að sjá til þess aö afla fjár til að standa undir þessum skuldbindingum. beir töluðu um þrjár leiðir i sjón- varpsþætti i fyrradag, uppfærslu- leið, millifærsluleið og niður- færsluleið, en fjórða leiðin er til, sem er undanfærsluleiö, sagði Arni. Svo og sagði Arni að þessi ákvörðun út af fyrir sig væri ekki fullnægjandi fyrir fiskvinnsluna, þó að ekki munaði mjög miklu. Þar að auki munu menn verða i miklum vanda, vegna þess tap- reksturs, sem verið hefur á fisk- vinnslunni sl. ár. — Að sögn bæj- arstjóra Keflavikur mun helm- ingur frystihúsa á Suðurlandi vera lokaður, og telst það vart til frétta lengur. En stærri frystihús- in eru öll gangandi á einhvern hátt, menn hafa lifað á þvi að safna skuldum, sagði Arni að lok- um. Þann 21. febrúar veröur önnur vélasamstæða Kröfluvirkjunar væntanlega komin i gagnið og virkj- unin farin að framleiöa fimm megavött. Vélasamstæóan við Kröflu gangsett á morgun frestun um einn dag F1 — Gangsetningu vélasam- stæðunnar við Kröflu hefur ver- ið frestað þar til á morgun, en upphaflega var ráö gert fyrir þvi að hjólin færu að snúast i dag. Að sögn Einars Tjörva Eli- assonar, verkfræöings Kröflu- nefndar, er það ekkert stór- vægilegt, sem veldur frestun- inni, prófanir undanfarið hafa gengið vel, en óhreinindi i gufu- rörum hafa nokkuð tafið undir- búningsvinnuna. Einar Tjörvi kvað mælingar Orkustofnunar sýna fram á þurra gufu og góða samkvæmt þeim forsendum, sem þeir hefðu gefið sér við hönnunina. Aætlað væri.að gera afltilraunir á vél- unum þann 5. febrúar og þann 21. ætti Kröfluvirkjun aö geta fariö að framleiða um fimm megavött. Þrir fulltrúar vélaframleið- enda frá Japan eru 'komnir til landsins til þess að vera við- staddir gangsetninguna. Einnig hönnuðirfrá Roger Engineering og Sigurði Thoroddsen. — Ég get ekki annað sagt en að þetta liti vel út, sagði Einar Tjörvi, og ég segi, eins og ég hef áður sagt, að betra er litið af góðri gufu en mikið af vondri. Blönduvirkj un: Ekki rétt að málinu staðið — sagöi Pórarinn Þórarinsson Virkjunin ótímabær og fráleit — sagði Páll Pétursson KEJ —Allveruleggagnryni kom i gær fram á stjórnarfrumvarp um virkjun Blöndu frá tveimur þing- mönnum Framsóknarflokksins við framhald fyrstu umræðu i neðri deild alþingis. Páll Péturs- son mælti alfarið á móti frum- varpinu en Þórarinn Þórarinsson gagnrýndi einkum vinnubrögö ráðherra og þings varðandi efni og meðferð frumvarpsins. Páll Pétursson talaði fyrstur við umræðurnar og kvaöst álita að efnahagsvanda þjóðarinnar mætti að nokkru leyti rekja til málefna iðnaöarráðuneytis. Hann minnti á Kröflu, stækkun álvers, járnblendiverksmiðju og nú ætti að bæta á afrekalistann Blöndu- virkjun. Virkjunin væri það stór og fjárfrek, taldi hann, að hún gæti ekki miðazt við annað en stóriðjuframkvæmdir. Hann benti á ósamkvæmni i orkuspám, en ef gert væri ráð fyrir 4% aukn- ingu orkunotkunar á ári fram til aldamótanna, mætti gera ráð fyrir að þá yrði nýtanleg vatns- orka fullnýtt. Það sannaði hversu fráleitt væri að halda áfram virkjunarframkvæmdum fyrir útlendinga hér á landi. Kvaðst Páll álfta að við ættum að miða virkjunarframkvæmdir nú við vel viðráðanlega áfanga sem væru i einhverju sæmilegu hlutfalli við orkuþörf og fjárráö þjóöarinnar. Frumvarpið um Blönduvirkjun gerði auk þess ráð fyrir að ein- hverjum blómlegustu og fegurstu afréttum landsins yrði sökkt und- irvatn. Vatnið yrði þriðja stærsta vatn á landinu og mundi þekja meira landssvæði en öll ræktuö tún I Húnavatnssýslu. Þórarinn Þórarinsson kvað orðróm um að vinnubrögð alþing- Bréf rannsóknar- lögreglustjóra og Landsbankas tj ór nar lagt fyrir alþingi í dag GV — Gert var ráð fyrir þvi i gær að bréf bankastjórnar Lands- bankans og bréf rannsóknarlög- reglustjóra yrði lagt fyrir alþingi i dag. 1 bréfunum eru þær upplýs- ingar bankans og rannsóknaraö- ila, sem hægt er að gefa á þessu stigi málsins um gang fjársvika- málsins i ábyrgðardeild Lands- bankans, sem kært var til rann- sóknarlögreglunnar skömmu fyr- ir jól. A þriðjudag i fyrri viku sendi viðskiptaráðherra, ólafur Jó- hannesson, bréf til bankastjórn- arinnar, þar sem hann óskaði upplýsinga um gang málsins. Bréf bankastjórnarinnar barst ráðuneytinu nú eftir helgi, og á grundvelli þess, sendi ráðherrann bréf til rannsóknarlögreglustjóra sl. þriðjudag og óskaði þeirra upplýsinga, sem hægt væri að gefa á þessu stigi málsins um gang rannsóknarinnar. Að sögn Eiriks Tómassonar aðstoðar- manns dómsmálaráðherra var von á svarbréfi rannsóknarlög- reglustjóra Hallvarðs Einvarðs- sonar i dag. Þórarinn Þórarinsson. Páil Pétursson. is væru i afturför sannan aö þvi leyti, að þingið væri mun fúsara nú en áður til þess að veita heimild til ýmissa framkvæmda sem ekki hefði verið gerð nægileg grein fýrir. Kröfluvirkjun væri frægt dæmi um einmitt þetta, og núverandi iðnaðarráðherra virt- ist þvi miður hafa tekið sér til fyrirmyndar þau vinnubrögð sem voru viðhöfð er heimildar til byggingar hennar var aflað á þingi. Frumvarpið um Kröflu- virkjun, sagði Þórarinn, var samþykkt af þingmönnum án þess að fyrir lægju fullnaöarrann- sóknir og án þess að i frumvarp- inu væri ákvarðað hverjir mundu hafa umsjón meö framkvæmd verksins. Framkomið frumvarp um Blönduvirkjun bæri þessi sömu einkenni sagði Þórarinn, og hann gæti þvi ekki samþykkt það oDreytt. Mælti hann með, aö i fyrsta áfanga yrði rikisstjórninni falið að vinna áfram að hönnun Blönduvirkjunar og rannsóknum i þvi sambandi. Þegar þessu yröi lokiðogfyrir lægi hverjir ættu að annast framkvæmdir við bygg- ingu virkjunarinnar,væri hægt aö samþykkja málið i heild á alþingi. Þá minnti Þórarinn á, að það samrýmdist ekki stefnu Framsóknarflokksi ns, að Norðurlandsvirkjun, sem enn er ekki til, yrði falin framkvæmd verksins, og ennþá siður Blöndu- nefnd, sniðin eftir Kröflunefnd. Réttara væri að Landsvirkjun yrði falin framkvæmdin á meðan enn hefði ekki verið stofnað eitt fyrirtæki sem annist allar virkj- unarframkvæmdir og rekstur virkjana i landinu, eins og þing- menn Framsóknarflokksins hafa margsinnis lagt til. Stjórn Blaðamannafélagsins: Fer fram á heimild til verkfallsboðunar SJ — I gær var sáttafundur i kjaradeiiu blaðamanna og útgef- enda. A fundinum voru auk sátta- semjara Torfa Hjartarsonar, fulltrúar beggja deiluaðila. Blaðamenn lögðu kröfur sinar fyrir sáttasemjar’a. Fundurinn stóð i 2 1/2 klst. f dag er fundur i Blaöamanna- félagi Islands. Rætt veröur um horfur i kjaradeilunni. Stjórnin mun farafram á heimild til verk- fallsboðunar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.