Tíminn - 08.02.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.02.1978, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 8. febrúar 1978 Emanuel Swedenborg Sweden- borgs á uppboð London/Reuter.Hauskúpan af Emanuel Swedenborg, sænska 18. aldar visindamanninum, dulspekingnum og heim- spekingnum verður boðin upp hjá Sothesby i London 6. marz. talið er að söluverð haus- kúpunnar verði milli 800 og 1.600 hundruö þúsund isl. krónur. Hauskúpunni fylgir skjal sem sanna á að hún sé ósvikin. Skýrslan sem fylgir haus- kúpunni var samin að tilhlut- an konunglega visindafélags- ins i Uppsölum 1960 og niður- staða hennar er, að telja megi fullsannað að hauskúpa þessi hafi setið í banakringlu Swedenborgs. Hjá Sothesby’s er gefin sú lýsing á haus- kúpunni aö hún sé „óvenju- lega langleit, mjóleit og beri dökkan filabeinslit.” Sagt er að hauskúpan sé i alla staði eigulegur gripur, þrátt fyrir að kjálkabein vanti og hún beri merki sýnatöku frá þvi að á henni voru gerðar aldurs-. ákvarðanir. Swedenborg lézt i London 1772, en hugmyndir hans og trúarskoðanir höfðu áhrif á mörg mikilsverð skáld og má þar nefna Yeats, Honore de Balzac, Charles Baudelaire og Ralph Waldo Emerson. Ródesía: Viðræður hvítra og þeldökkra enn án árangnrs — aukin harka á landamærum Zambíu og Ródesíu Lusaka, Salisbury/Reuter. Við- ræður svartraog hvitra leiðtoga i Ródesiu hófust aö nýju eftir fimm daga hlé. Ekkert viröist þó miða i samkomulagsátt, en hvorki hefur gengið né rekið í viðræðunum sið- ustu tvær vikur. Mestu valda nú deilur milli þeldökku leiðtoganna, en mikill skoöanamunur virðist milli Abels Muzorewa, leiötoga Sameinaða afriska þjóðíarráösins UANC, og hinna blökkumann- anna þriggja, er þátt taka i við- ræöunum fyrir hönd samtaka sinna. „Staðan er enn hin sama. — Þeir deilaenn” sagöi i heimildum hvitra manna i gær, „þeir eru að rifast, en enn er timi til stefnu”. Talsmenn þjóðernissinna sögðu hins vegar, að ekki hefði miðaö i samkomulagsátt i viðræöunum i gær, og leiðtogar UANC virtust ráðvilltir. Ródesiski herinn gerði árás inn i Zambiu I gær, og taliö er að 50 ródesiskir skæruliöar, er bæki- Framhald i bls. 8 j Eþíópíumenn í Ifclsm stöðugri sókn — Dayan viðurkennir vopnasölu til Eþíópíu Nairobi/Reuter. Sómalskir her- menn flýja nú undan eþiópiska hernum yfir Ogaden eyðimörkina aö þvi er sagði I Utvarpinu i Addis Ababa. Nýju sókninni lýsa eþiópiskir frammámenn i höfuðborginni sem „samræmd- um aðgerðum... til að reka Sómaliumenn af landssvæðinu”. Fréttum frá Addis Ababa og er- lendum sendimönnum i Mogadishu i Sómaliu ber saman um að mikil sókn Eþiópiumanna sé I aðsigi, og er talið að mikill liösauki frá Kúbu sé nú á leiðinni til eþiópisku hafnarborgarinnar Assad við Rauðahafið. Sovézk herflutningaskip eru á leiðinni með hermennina en talið er að þeir verði fluttir til vig- stöðvanna i Ogaden innan fárra vikna. Talið er að gífurlegar árásir flughers Eþíópiumanna á bæki- stöðvar Sómaliumanna i Ogaden séu aðeins forleikurinn að sókn I landhersins. Upplýsingamála- ráðherra Eþiópiu Baalu Girma sagði fréttamönnum I Addis Ababa i gær að „margir héldu nú að Eþiópiumenn hyggðust fara | yfir landamærin til Sómaliu en það væri ekki rétt, Eþlópiumenn hyggðust einungis endurheimta landsvæði sem væri réttilega þeirra”. „Við veröum að útkljá þetta vandamál i eitt skipti fyrir öll” sagði ráðherrann. Talsmaður herráðsins i Addis Ababa sagöi, að sigrar hefðu þeg- ar verið unnir nærri fjallaborg- inni Harar, sem er einn mikil- vægasti staðurinn sem barizt er um á austurvigstöðvum Eþiópiu. Samkvæmt diplómatiskum heimildum ertalið að um 3.000 til 6.000 kúbanskir hermenn séu nú á leiðinni til Eþiópiu. Samkvæmt bandarískum skýrslum eru 1.500 Sovétmenn þegar fyrir i landinu. Þetta hefur ekki verið staðfest af eþiópiskum yfirvöldum og tals- maöur þeirra i Róm sagði i gær, að Sovétmann hefðu sent 100 hernaðarráögjafa og lækna til að aðstoða Eþíópiumenn i striðinu. Moshe Dayan Fjárhagsleg aöstoð Sovétmanna og Kúbubúa hefur ekki farið yfir eina milljón dollara, sagði tals- maðurinn ennfremur. Eþiópíustjórn hefur ekki viljað telja sóknina i Ogadei) gagnsókn en undirstrikað aö hér sé um landvarnirað ræða. Fullvist er aö sigrarnir sem Eþiópiumenn vinna nú eru einvörðungu mögu- legir vegna gifurlegra vopna- sendinga frá Sovétrikjunum og Kúbu. Mörgum kom á óvart i fyrra- kvöld er Moshe Dayan utanrikis- ráðherra ísraels staðfesti, að lsraelsmenn selji nú Eþiópiu- mönnum vopn. Talsmaður utan- rikisráðuneytisins sagði, að hér værium litið magn vopna að ræða, aðallegaskotfæri og lyf og tæki til lækninga. Erlendir fréttamenn i Jerúsalem telja að Israelsmenn seiji Eþiópiumönnum eldflaugar til loftvarna, sprengjur og napalm. Starfsmaður utanrikis- ráðuneytisins I Israel sagði.að þar sem riki, sem væru fjandsamleg Israelsmönnum styddu Eþiópiu- menn.væri nokkur pólitisk áhætía fólgin i þessari vopnasölu en talið væri i Jerúsalem aö réttlætanlegt væri að taka slika áhættu. ÁTÖK MILLI SÝRLENDINGA OG LÍBANA í BEIRUT f jölmargir særðir Beirut/Reuter. Hermenn úr liði Libana lentu i átökum við sýr- lenzka friðargæzluhermenn, og samkvæmt heimildum frá hægri- mönnum munu niu manns hafa lát- ið lifið. Samkvæmt heimildinni kom til átakanna er libanskir for- ingjar mótmæltu tilraun sýr- ienzkra hermanna til að koma fyrir nýjum vegatálmum nærri bækistöðvum h'banska hersins i úthverfi Beirut, Fayyadiya. Ali- margir munu hafa særzt, sumir mjög alvarlega. Ekki var búiö að bera kennsl á alla hina látnu, en talið var að,að minnsta kosti tveir Sýrlendingar hefðu látið lifið. 30.000 hermenn úr friðargæzluliði Arababanda- lagsins hafa haftaösetur I Liban- on, frá lokum borgarastyrjaldar- innar en megin hluti þeirra er sýrlenzkur. Friðargæzluliðiö og libanski herinn, sem sameinaður hefur verið eftir sundrung borgarastyrjaldarinnar, sendu i gær frá sér stutta tilkynningu, þar sem ekki var minnzt á þetta atvik. Varnarmálaráðherra Libanons, Fouad Boutros sendi hins vegarfrá sér tilkynningu þar xfomtex Beirut er enn striðshrjáö borg þó heita eigi aö Sýrlendingar hafi komiö þar á friöi. sem hann kvaðst harma þennan árekstur. Lengra suður i Líbanon, skipt- ast stórskotatið libanskra hægri- sinna, sem studdir eru af ísraels- mönnum, og palestinskra vinstri- manna á skotum, en nokkuð sljákkaði i þeim i gærmorgun. Bardagar halda stöðugt áfram i Suður-Lfbanon, vegna þess að braelsmenn hafa tekið þvert fyr- ir aö friðargæzlulið Araba komi suður fyrir svokallaða „rauða linu”, sem mun vera Litani-áin. Atburðurinn i gær sýnir hversu friðurinn, er Sýrlendingar komu á i Lfbanon fyrir fjórtán mánuðum, stendur völtum fótum. Það er einnig ljóst að pólitisk og trúarleg deilumál Libana eru enn óleyst, þrátt fyrir að borgarastriðið 1975 til 1976 kræfist 60.000 mannslifa. Bardaginn i Fayyadiya er fyrsti meiriháttar áreksturinn sem vitað er um milli sýrlenzkra hermanna og libanska hersins, sem nú er skipaöur mönnum, sem hvergi voru framarlega i hinum ýmsu klofningshópum hersins i borgarastyrjöldinni. Öryggisráðstefnan í Belgrad: Lokaniðurstöður líta enn ekki dagsins — ráðstefnan framlengd um mánuð? Belgrade/Reuter. Sendimenn frá vesturlöndum á öryggisráöstefn- unni i Belgrad virtust i gær von- daufir um að nokkur verulegur árangur verði af viðræðum á ráð- stefnunni. Likurnar á gagnkvæm- um tilslökunum minnkuöu eftir aö Sovétmenn virtust ósveigjan- legri en nokkrusinni fyrr,einkum hvaö varðar mannréttindi. „Tim- inn flýgur frá okkur og ekkert miðar I átt til samkomulags” sagði einn af aðalfulltrúunum á ráöstefnunni. 35þjóöir eiga sendi- menn á öryggisráðstefnunni i Belgrade, og eyddu þeir öörum deginum i röö til aö reyna að koma saman lokayfirlýsingu eða samþykkt. Ráðstefnunni sem sumir eru nú farnir að kalla Maraþon-ráð- I stefnu, mun ljúka um miöjan febrúar. Nú er talin hætta á að ráöstefnunni verði slitið án þess aö endanleg niöurstaöa náist. Boðað var til ráðstefnunnar til að endurskoöa þróun mála frá þvi að öryggisráðstefnan var haldin i , Helsinki 1975. Vesturveldin hafa ! alitaf lagt i.iegin áherslu á mann- réttindi á ráðstefnunni i Belgrad og málinu verið þurrlega tekið af Sovétmönnum og bandamönnum þeirra. Er ráöstefnan kom saman til lokafundar 17. janúar lagði aðal- sendimaður Sovétrikjanna Yuli Vorontsov fram þriggja blaðsiðna uppkast að lokasamkomulagi, þar sem aðeins var drepið stutt- lega á mannréttindamál og minnkun herafla i Evrópu. Full- trúar NATO-rikja og niu efna- ljós hagsbandalagsþjóða hafa haldið fundi til að semja samkomulags- uppkast sem svar við tillögum Sovétmanna. Taliö er aö ráðstefnan verði framlengd, fram i marz, reynist Sovétmenn reiðubúnir að veita einhverjar tilslakanir. Hlutlausar þjóðir er sitja ráöstefnuna, Finn- ar, Austurrikismenn, Sviss- lendingar ogSviar hafa oröið við þeirri beiöni að semja vinnuáætl- un fyrir þann tima er ráðstefnan verður framlengd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.