Tíminn - 08.02.1978, Qupperneq 5
MiAvikudagur 8. febrúar 1978
ta Hf einl iver
L«ar el kki
sl íák
Enginn hamagangur i 3. umferðinni
á Reykjavíkurskákmótinu...
Friðrik og Hort
vildu ekki tefla
í tvísýnu...
og sömdu um jafntefli
eftir 25 leiki
Þeir sem lögðu leið sina á Loftleiðahótelið á mánudagskvöldið hafá
eflaust átt von á baráttuskákum i þriðju umferðinni og var fylgzt alveg
sérstaklega með skák þeirra Horts og Friðriks. Þeim varð þó ekki að
ósk sinni, þvi að flestar skákanna voru rólegar og menn urðu ekki vitni
aðeins harkalegum atburðum á skákborðinu og I skák þeirra Friðriks
og Larsen á sunnudag. Friðrik og Hort tefldu af varfærni og hvorugur
þeirra fékk nokkra sóknarmöguleika, og friðsemdarskák þeirra lauk
með jafntefli eftir 25 leiki. Greinilegt var að þarna tefidu menn sem
stefna á efstu sætin i mótinu og vilja ekki tefla i tvisýnu. Ahorfendur
áttu að sjálfsögðu erfitt með aö sætta sig við jafntefli I skák þeirra og
fannst þetta andsk... ekkert tafi,en jafntefli varð staðreynd.
Helgi Ólafsson lenti heldur bet-
ur í klónum á Larsen sem yfir-
spilaði Helga gersamlega og
gafst Helgi upp i 31. leik.Miles og
Polugaevsky gerðu stórmeistara-
jafntefli og tók hvorugur neina
„sjansa”, 25 leikir.
Browne i stuði
Það er siður en svo hægt að
segja að Bandarikjamaðurinn
Browne hafi byrjað mótið ama-
lega. Hann hefur unnið fyrstu
þrjár skákirnar og lagt að velli
tvo stórmeistara. Á mánudags-
kvöldið vann hann Margeir
Pétursson i 28 leikjum. Svo viröist
sem nýju timamörkin eigi vel við
hann. Hann segist sjálfur leika
vel i timahraki sem flestum skák-
mönnum er afar illa við og reyna
að forðast. Það er gaman að
fylgjast með Browne við skák-
borðið, hann er ýmist á iði eða
rennir höndum i ákafa i gegnum
þykkt „passiuhárið”. Þess á milli
kjagar hann á meðal keppenda.
Göngulag hans minnir óneitan-
lega á margfrægt islenzkt göngu-
lag, þó að ,,tempóið”sé hraðara
hjá Browne en landanum. —
Sjálfsagt hefur islenzkum áhorf-
endum komið frammistaöa
Browne i fyrstu umferðunum á
óvart, og ekki búizt við að hann
færi á stað með slikum „ele-
gans”, þó kunnugir menn i skák-
heiminum hafi búizt við þessu af
honum og spái honum miklu
gengi á þessu móti. Og nú er aö
sjá hvort hann heldur, áfram á
sömu braut.
STAÐAN
Staðan á Heykjavikurskákmót-
inu eftir þrjár umferðir er nú
þannig:
1. W. Browne 3 v.
2. -5. Friðrik Ólafsson 2v.
2.-5. V. Hort 2 v.
2.-5. B. Larsen 2v.
2.-6. Guðmundur Sigurjónsson 2
v.
7.-9. W. Lombardy 1,5 v.
7.-9. L. Polugaevsky 1,5 v.
7.-9. G. Kuzmin 1,5 v.
10.-14. Helgi Ólafsson 0,5 v.
10.-14. Margeir Pétursson 0,5v.
10.-14. Jón L. Arnason 0,5 v.
10.-14. J. Smejkal 0,5 + ein skák
10.-14. L. ögaard 0,5 + ein skák
Browne
sterkastur í
timahraki —
hefur komið
skemmtilega
á óvart
3. um-
ferð
URSLIT
ögaard—Kuzmin 0-1
Larsen—Helgi Ólafsson 1-0
Miles — Polugaevsky 1/2-1 /2
Hort — Friörik
Ólafsson 1/2-1 /2
Lombardy — Guðm.
Sigurjónsson 0-1
Browne — Margeir
Pétursson 1-0
Jón L. Árnason —
Smejkal 1/2-1/2
— á mótinu,
er það Hort
,,Það er nú of snemmt að fara
að spá nokkru um úrslit á þessu
mótí, sem er nýbyrjað. En ef ein-
hver er liklegur til að tapa ekki
skák á mótinu er það Hort, hann
teflir m jög öruggt, sagði Jón Þor-
steinsson, fyrrv. alþingismaður
og skákskýrandi, er hann var
gripinn glóðvolgur yfir kaffibolla
i kaffiteriunni á Loftleiðahótelinu
á mánudagskvöldið, þegar þriðja
umferðin stóð sem hæst.
„Þetta eru allt saman jafnir
menn, og það má bóka harða
baráttu undir lokin. Ungu mönn-
unum hefur ekki vegnað vel til
þessa, og virðast þeir ekki hafa
mikið að segja i þrautþjálfaða at-
vinnumennina, sem kannski er
ekki von”, sagði Jón. Um nýja
fyrirkomulagið sagði Jón: „Mér
lizt vel á það og það hefur aug-
ljósa kosti, það sparar biðskákir
og hleypir lifi i tuskurnar, og ég
er ekki svo viss um að gæði skák-
Ekki varð skák þeirra Horts og Friðriks nein baráttuskák eins og margir
fyrir báða. Hort virðir þarna fyrir sér áhorfendahópinn sem var til muna
umferðunum en Friðrik er meö peð á lofti.
Ungu strákarnir eiga er-
fitt uppdráttar,
Ungu strákarnir, þessir „titla-
lausu” hafa enn ekki náð sér á
strik enda ekki við nein smá-
menni að etja á mótinu. Þeir hafa
nú að loknum þrem umferðum
allir hlotið hálfan vinning. Jón L.
Árnason hefur teflt við þrjá stór-
meistara i rennu og farið hallur
úr tveim viðureignum. A mánu-
dagskvöldið hafði hann sizt verri
stöðu á móti Smejkal og svo lauk
að hann náði jafntefli. 1 fyrstu
umferðinni tefldi hann við Miles
og hafði ekki verri stöðu en lenti f
bullandi timahraki við 30 leikja
mörkin og missti af réttu leiðinni.
Helgi hefur tapað fyrir Lombardy
og Larsen en jaíntefli varð i skák
þeirra Helga og Guðmundar i
fyrstu umferðinni. Margeir hefur
lent i tveim stórmeisturum, þeim
Hort og Browne og tapað fyrir
báðum, en gerði jafntefli við
Ogaard frá Noregi.
Skák þeirra Guðmundar Sigur-
jónssonar og Lombardys sem fór
i bið á mánudagskvöldið var tefld
áttu von á, enda mikiö f húfi
fámennari en á fyrstu tveim
Tímamynd Róbert. ,
i gærdag. Almennt voru menn á
þvi að Guðmundur væri með unna
stöðu sem þó yrði að tefla mjög
nákvæmt. Guðmundur átti svo
alls kostar við Lombardy i skák-
inni sem varð um 10 leikir og
Lombardy rétti fram höndina og
þar með hafði Guðmundur unnið
sina fyrstu skák á mótinu.
SSt-
Lízt ekki alltof
vel á tímamörkin
Timinn spjallaði stuttlega
við Hort að lokinni skák þeirra
Friðriks á mánudagskvöldið
þar sem hann var á leið af
keppnisstað með sérlegan
einkavin sinn, kaffibrúsann,
undir hendinni. Hortvar stutt-
orður og vildi ekki láta hafa
mikið eftir sér. Hann sagði
aðeins : Ég get ekki sagt mikið
eftir þær umferðir sem búnar
eru. Ég er óvanur þessum
nýju timamörkum og Uzt ekki
sérlega vel á þau svona i byrj-
un. En ég á vonandi eftír að
venjast þeim. Meira get ég
ekki sagt að svo stöddu — og
var horfinn með það sama.
Jón Þorsteinsson
anna minnki svo mjög við þessa
nýbreytni. Annars er ekki hægt að
segja fyrir um hverjiig þetta
reynist fyrr en að loknu mótinu,
en þettaer allavega heiðarleg til-
raun,” sagði Jón.
Um skák þeirra Friðriks og
Larsens á sunnudaginn sagði
Jón: „Þessi skák varmjög góð af
Friðriks hálfu og glæsilega tefld.
Eftir þvi sem flestum sýnist hefði
Larsen samt átt að geta varizt
betur í lokin . Ég býst við að stór-
meistarar eigi seinna meir eftir
að skoða þessa skák ofan i kjöl-
inn, og er alls ekki óliklegt að hún
fái sinn sess i skákbókmenntun-
um, því Friðrik fór þarna nýja og
athyglisverða leiö i byrjun.
SST-
Róbert ljósmyndara Timans tókst að festa Browne á filmu I þetta sinn
en það er varla heiglum hent að mynda þennan iðandi ameríkumann.
Browne er nú efstur á mótinu.hefur unnið allar skákir sinar.
„Dæmi-
gerð
skák”
Jóhann Þ. Jónsson
Frammi á gangi fyrir framan
keppnissalinn á Loftleiðahótcli
hittum við Jóhann Þ. Jónsson,
þegar farið var aö liða á þriðju
umferðina á mánudagskvöldið.
Það er „vertið” nú hjá Jóhanni
Þóri, sem er ritstjóri Skákar og
heldur úti skákblaði um einvig-
ið meö skýringum keppenda
sjálfra og kemur mótsblaðið út
eftir hverja umferö. Jóhann
sagði um skák þeirra Horts og
Friöriks, að hún væri dæmigerð
að þvi leyti, að þarna tefldu
menn, sem stefndu aö þvi aö
verða ofarlega á mótinu og
vildu ekki taka neina áhættu,
það borgaði sig frekar aö tefla
öruggt.
Jóhann sagöi, að Brown væri
frábær skákmaöur og sér hefði
alls ekki komið á óvart frammi-
staða hans til þessa. Hann væri
nýbúinn að vinna sterkt mót i
Bandarikjunum, og væri þvi til
alls liklegur núna.
SST-