Tíminn - 08.02.1978, Qupperneq 7

Tíminn - 08.02.1978, Qupperneq 7
Miövikudagur 8. febrúar 1978 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Askriftargjald kr. 1700 á mánuði. Blaðaprenth.f. Lítið mál og annað stærra Við höfum efnt til kvikmyndahátiðar i Reykjavik. Við upphaf þessarar kvikmyndahátiðar hefur það gerzt, að yfirvöld hafa bannað sýningar á einni myndinni, sem til landsins hafði verið fengin. Þegar hafa orðið nokkur blaðaskrif um þessa mynd, og raunar fleiri myndanna, sem forstöðumenn kvik- myndahátiðarinnar útveguðu. Blindur á ekki að dæma um lit og fólk hefur ekki aðstöðu til þess að leggja dóm á það, sem það hefur ekki séð — i þessu tilviki mynd, sem aðeins örfáir hafa horft á. Þess vegna eru ekki efni til þess að fara fleiri orðum um þá hlið málsins, þvi að hvorug- ir hafa fasta jörð undir fótum — þeir, sem hafa til- hneigingu til þess að hneykslast á myndinni, og hin- ir, sem hneigjast að þvi að hneykslast á banninu. Slik umræða hlyti að svifa nokkuð i lausu lofti. Aftur á móti mætti færa umræðu af þessu tagi á viðari völl. Þar blasir við fyrst af öllu, að megin- driffjöður kvikmyndaiðnaðarins er gróðafikn, og afleiðingar þess hafa orðið það kapphlaup um of- beldi, óhugnað, hrylling og firrur, sem daglega má sjá i kvikmyndahúsum, og mikil brögð eru einnig að i sjónvarpsmyndum. Þeir, sem komizt hafa upp á lag með að gera kvikmyndaiðnaðinn að gróðavegi, hafa um langt skeið siglt þann sjóinn að höfða til þeirra hvata mannsins, sem við almennt uppeldi er annars leitazt við að halda i skefjum. Þessi gerð of- beldis- og óhugnaðarmynda er þess vegna andþjóð- félagslegt athæfi, og hvað þessum gróðahákörlum á kvikmyndaverunum hefur orðið ágengt, jafnvel hér á landi okkar, má meðal annars ráða af lesenda- brefum i dagblöðum, þar sem fólk leggur nafn sitt við óskir um meira af ofbeldi og morðum i sjón- varpsþáttum. En þessi útspekúleraða virkjun peningahákarla á veilum i fari mannsins birtist svo ekki i þvi einu, sem fest er á filmur til sýninga i kvikmyndahúsum og sjónvarpi. Verulegur hluti bókagerðar i fjölda landa er með sama marki brenndur. 1 átakanleg- astri mynd kemur þó sú gróðafikn, sem hvorki skeytir um skömm né heiður, fram i meðhöndlun eiturlyfja, sem spúð er yfir löndin, án nokkurs tillits til alls þess mannfalls, sem af þeim hlýzt. Það er talað f jálglega um manninn, hversu skuli meta rétt einstaklings, og mannréttindi eru veg- sömuð hástöfum. Það er munur nú eða þegar bændur i f jölda landa voru ánauðugir lénsherrunum og verkalýðurinn fótum troðið örbirgðarfólk. Og rétt er það, að slikt ástand er að miklu leyti siglt út úr kortinu i þeim hluta heims, er við þekkjum bezt. En það hafa óneitanlega verið fundnar aðrar leiðir til þess að afmanna fólk og mergsjúga i hagnaðar- skyni og jafnvel án þess að það gefi þvi gaum. Nútimamaðurinn, með alla sina menntun og alla sina skóla og hjálpartæki, er ótrúlega berskjald- aður fyrir þvi, sem að honum er borið. Hann hefur litið viðnám gegn sefjandi mætti áróðurs og aug- lýsinga, og hann gleypir við gerviþörfum, og teygist til hins versta, ef þvi er nógu þrotlaust að honum haldið. Og gammarnir fita sig. í upphafi var minnzt á kvikmyndahátiðina. En þessum orðum er ekki beint gegn henni. Það er litið mál, hvort yfirvöld banna eina mynd, sem átti að sýna, á þeim forsendum, að þeim finnst hún ekki siðleg. Hitt er mikið mál, að fólk liggi ekki flatt fyrir öllu, sem inn i landið ér dælt af óhugnaði, ofbeldi og hroða, hvaða nafn sem þess konar varningi er gefið. Þar er á breiðum grundvelli að berjast. ERLENT YFIRLIT Frönsk vinstri stjórn verður mjög róttæk Mitterand verður að kaupa Marchais dýru verði EF VINSTRI flokkarnir i Frakklandi bera sigur úr být- um i þingkosningunum 12. og 19. marz næstkomandi og mynda siðan stjórn saman, mun það að öllum likindum verða róttækasta rikisstjórn, sem komið hefur til valda i Evrópu um langt skeið. Stefnuskrá sú, sem vinstri flokkarnir urðu sammála um fyrir fimm árum, gerði ráð fyrir mikilli þjóðnýtnýtingu og stórauknum framlögum til margvislegra félagslegra framfara. Endurskoðun fór fram á þessari stefnuskrá á siðastliðnu sumri, og hafði náðst samkomulag um ýmsar verulegar breytingar á stefnu- skránni,áður en endurskoðun- in strandaði endanlega á mikl- um kröfum kommúnista um enn aukna þjóðnýtingu og meiri framlög til félagsmála. Þannig voru flokkarnir orðnir sammála um að hækka lög- fest mánaðarleg lágmarks- laun úr 1750 i 2400 franka, lengja sumarorlof um eina viku með lögum, auka fjöl- skyldubætur verulega og lækka eftirlaunaaldur niður i 55—60 ár eftir ástæðum. Á vissum sviðum kröfðust kommúnistar enn róttækari breytinga og þykir ekki lik- legt, að þeir taki þátt i rikis- stjórn, nema þeir fái eitthvað af þeim fram. Ef fylgt væri þeim fyrirheit- um, sem flokkarnir hafa lofað sameiginlega, myndu rikisút- gjöld aukast stórlega og hefur þvi mjög verið hampað af andstæðingum þeirra, en án sýnilegs árangurs til þessa. Áróður stjórnarflokkanna gegn vaxandi þjóðnýtingu virðist heldur ekki bera árangur. 1 lok siðari heims- styrjaldarinnar voru mörg fyrirtæki þjóðnýtt, m.a. tók rikið við rekstri ýmissa fyrir- tækja, sem fylgismenn nazista voru dæmdir til að láta af hendi. Rekstur þeirra fyrir- tækja hefur gengið upp og ofan, en yfirleitt ekki verr en i einkarekstrinum, enda hafa þau haft verulegt sjálfstæði. Rekstur eins stærsta rikis- fyrirtækisins, Renault- bifreiðaverksmiðjanna, þykir hafa tekizt vel. ASTÆÐAN TIL þess að vinstri stjórn i Frakklandi myndi Marchais leiðtogi kommúnista verða róttæk, ef til kæmi, rek- ur mest rætur til kommúnista. Franskir kommúnistar eru stórum róttækari en italskir kommúnistar. ítalskir kommúnistar þykja ekki lik- legir til að setja mörg skilyrði fyrir stjórnarþátttöku sinni, a.m.k. ekki fyrst i stað. Franskir kommúnistar munu hins vegar ekki telja sér fært að taka þátt i rikisstjórn, nema þeir gætu sett mark sitt verulega á störf hennar. Ann- ars óttast þeir, að stjórnin verði litið frábrugðin venju- legri borgaralegri stjórn og þeir myndu hrekjast úr henni eftir stuttan tima við litinn orðstir. Þeir reikna alveg eins með þvi að stjórnarþátttaka þeirra verði skammvinn og vilja þá geta sýnt, að þeir hafi farið i stjórn til annars meira en að fá ráðherrastóla um stund. Þeir vilja geta bent á sýnilegan árangur stjórnar- þátttöku sinnar. ÞAÐ VAR von stjórnarflokk- anna, þegar samningar rofn- uðu milli vinstri flokkanna á siðastl. sumri, að sundurlyndi þeirra myndi verða vatn á myllu stjórnarflokkanna. Svo hefur ekki orðið og er ástæöan sú, að sundurlyndi milli stjórnarflokkanna hefur orðið sizt minna. Um skeið voru horfur á, að þeir gætu komið sér saman strax i fyrri umferð kosninganna, sem fer fram 12. marz, um sameiginleg framboð, en svo hefur ekki orðið. Gaullistar neituðu að taka þátt i sliku sam- starfi, þegar til kom, þvi að þeir töldu lýðveldisflokk Giscards forseta og miðflokk- ana, sem fylgja honum að málum, ætla sér of stóran hlut. Stjórnarflokkarnir keppa þvi innbyrðis i fyrri umferð- inni eins og vinstriflokkarnir, en munu sennilega mynda samfylkingu i siðari umferð- inni (19 marz), en það munu vinstri flokkarnir einnig gera. Skoðanakannanir benda stöðugt til þess, að vinstri flokkarnir muni bera sigur úr býtum og sama gera spákaup- menn i kauphöllum. Þvi hafa verðbréf fallið i verði og einn- ig hefur frankinn hrapaö nokkuó. Þetta stafar af óttan- um við sigur vinstri flokkanna og væntanlega stjórnarmynd- un þeirra. Stjórnarflokkarnir hafa reynt að nota sér þetta sem grýlu, en almenningur virðistekki taka ótta spákaup- manna nærri sér, nema siður sé. Eins og nú horfir, virðist sennilegast að vinstri flokk- arnir sigri og myndi ríkis- stjórn eftir kosningarnar. Þó gætir öðru hverju efasemda um, að til stjórnarsamvinnu þeirra komi, þótt þeir fái meirihluta. Þessar efasemdir eru sprottnar af þeim grun, að franskir kom-múnistar vilji alls ekki taka þátt i stjórn undir núverandi kringum- stæðum. Þeir telji betra að bíða og það telji samherjar þeirra i Kreml einnig. Ef þeir fari samt i stjórn, verði Mitterand að kaupa þá dýru verði og þá geta orðið árekstr- ar milli hinnar nýju ríkis- stjórnar og Giscard forseta, sem erfitt er að sjá fyrir endann á, en kjörtimabili Giscards lyktar ekki fyrr en 1981. Þ.Þ. Mitterand J.H.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.