Tíminn - 08.02.1978, Page 14

Tíminn - 08.02.1978, Page 14
14 Miðvikudagur 8. febrúar 1978 Þorgrímur Ármannsson Fæddur 13. april 1898 Dáinn 30. janúar 1978. 1 dag verður til moldar borinn tengdafaöir minn, Þorgrimur Ar- mannsson, frá Presthólum i Núpasveit. Á þessum degi er mér efst i huga þakklæti fyrir þær stundir sem ég varö aðnjótandi er ég kom fyrst að Presthólum fyrir fimmtán árum og mér var tekið opnum örmum af þeim hjónum, sem ungri stúlku vestan af f jörð- um, sem þá var nýgift syni þeirra hjóna, Halldórhbifvélavirkja. Foreldrar Þorgrims voru þau hjónin Armann Þorgrimsson og Hálfdania Jóhannesdóttir frá Hraunkoti i Aöaldal. Þorgrimur átti fimm alsystkini og einn hálf- bróður. Þorgrimur giftist Guðrúnu Guðmundsdóttur 13. september 1924 og voru þau þvi búin að vera i ástsælu hjónabandi i rúmlega hálfa öld,eða fimmtiu og þrjú ár. Þorgrimur og Guðrún eignuð- ust sjö mannvænleg börn, sem öll eru á lifi og eru þau: Guðmundur verkstjóri á Húsa- vik, giftur Guðrúnu Gunnarsdótt- ur, Hálfdán bóndi Presthólum, giftur Hjördisi Vilhjálmsdóttur, Jónas, ógiftur, bóndi Presthólum, Þorbjörg gift Karli Þorsteinssyni, sjómanni i Keflavik, Armann tré- smiöur á Akureyri, giftur Krist- veigu Jónsdóttur, Þóra gift Gesti Jónssyni, loftskeytamanni í Heykjavik. Barnabörn þeirra hjóna eru nú orðin 19 og trega þau nú mjög afa sinn. 1 sveitina til hans og ömmu voru þau alltaf velkomin, þótt oft væri þar margt um manninn. 1 þau niu ár sem við Halldór bjuggum á Húsavik vorum við alltaf velkomin með alla fjöl- skylduna að Presthólum. Gesta- gangur var alltaf mikill og alltaf virtist nóg húsrúm fyrir þá sem að garði bar, hvort sem það var á nóttu eða degi. Þorgrimur var ljúfmenni i allri umgengni og vildi hvers manns vanda leysa, var fljótur að átta sig á þvi sem þurfti aö gera er til hans var leitað. 1 þau ár sem ég þekkti tengda- föður minn, lágu honum ætið góð orð til samferðamanna sinna og aldrei minnist ég þess, að hann hafi lagt hnjóðsyrði til nokkurs manns. Þorgrimur Ármannsson Ég mun aldrei gleyma þegar þau hjónin komu langan veg til Reykjavikur i vor, til að vera við fermingu dóttur okkar. Og börnin okkar munu seint gleyma hversu gaman var aö fá afa og ömmu heim til sin. Þorgrimur var mjög vel lesinn og hafði hann mjög gaman af að segja frá löngu liðnum atburðum, þvi minnið var óskert til hins sið- asta, en hann veiktist hinn 17. janúarsiðastliðinn ogandaðist 30. janúar eftir stutta lengu á sjúkra- húsinu á Húsavik. Nú þegar leiöir okkar skiljast i bili er mér efst i huga þakklæti fyrir allt sem hann hefur gert fyr- ir mig og mina fjölskyldu og þakklæti fyrir viðkynningu við traustan og góðan mann með heilbrigðar lifsskoðanir. Hann var maðurinn, sem alltaf var veitandi i samskiptum sinum við mig og aðra. Rausnarskapur og hjálpsemi voru hans sterkustu eðlisþættir. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka tengdaföður minum samfylgdina á liðnum árum og óska honum góðrar ferðar inn á eilifðarlandið. Og eiginkonu og öðrum vandamönnum . votta ég samúð mina. Blessuð sé minning hans. Ingibjörg M. Kristj ánsdóttir. s#gmmammwmmmmœmmmi % ý •T-í'vj ■ % <VT" >w* r »1 -• i ’t Æskulýðsráð Styrkir 1. Nýjungar i starfi æskulýðsfélaga. Æskulýðsráð Reykjavikur veitir nokkra styrki til þeirra æskulýðsfélaga, er hyggja á nýjungar i starfi sinu I ár. Umsóknir um slika styrki, með itarlegri greinargerð um hina fyrir huguðu tilraun eða ný- breytni, óskast sendar framkvæmdastjóra ráðsins, Frlkirkjuvegi 11, fyrir 1. marz næstkomandi. 2. Unglingaskipti. Æskulýðsráð Reykjavikur mun i ár veita nokkurn fjár- styrk til félagshópa, er fyrirhuga unglingaskipti við út- lönd sumarið 1978. Slikur styrkur er bundinn þvi skil- yrði, að um gagnkvæma starfsemi sé að ræða, þ.e. samvinna við erlend samtök, er siðan senda unglinga til Reykjavikur. Upphæð fer eftir fjölda umsókna. Um- sóknir með nákvæmum upplýsingum um þátttakend- ur, erlendan samstarfsaðila og ferðaáætlun, sendist skrifstofu Æskulýðsráðs Reykjavikur fyrir 1. marz, 1978. Æskulýðsráð Reykjavikur, simi 15937 $ | 1 & 2v. I m ■ •:V-T •» AUGLÝSIÐ í TÍMANUM Tónleikar ársins? Föstudaginn 3. febrúar flutti hljómeykið „La grande écuire et la chambre du roy” (sem mér skilst að þýði Hesthúsið mikla og svefnherbergi kóngsins) fjögur renessansverk i Bústaða- kirkju, fyrir fullu húsi. Flokkur- inn var á leið yfir hafið i hljóm- leikaför til Ameriku, og fyrir harðfylgi franska ambassa- dorsins, Jacques de Latour Dejean, og þrotlausa baráttu i margamánuði, tókst að fá Hest- húsið og Kammermúsikklúbb- inn til að halda þessa tónleika hér i leiðinni. Hið eilifa strið um sálir mann- anna er háð á öllum sviðum lifs og dauða — (gleymum ekki prestunum, spiritistunum, engl- um og árum) — hér á íslandi tekur það á sig finna form en sums staðar annars staðar, a.m.k. á yfirborðinu, þvi hér skylmast stórveldin með spjót- um mennta og menningar, en ekki með striðs-ráðgjöf og vopnasölu. Vér minnum á nokkra leiki i hinu stóra tafli siðustu missera: Franska sendiráðið lék fram J. P. Jacquillat og franskri tónlist á vegum Sinfóniuhljómsveitar- innar i marz, hið þýzka svaraði með gagnsókn, Stuttgart-hljóm- sveit Carls Mflnchinger, og Markl-kvartettnum i april. Brezka heimsveldið skákaði með Peter Piers og Osian Ellis i mai, en siðan var vopnahlé yfir sumarmánuðina, sem menning- arfulltrúar sendiráðanna not- uðu vafalausttil hins ýtrasta til að koma skipulagi á hersveitir sinar, hver i sinu landi. 1 haust neyttu Skandinavar svo færis i vopnahléinu og skutu þremur lausum skotum i Norræna hús- inu, en Bandarikin léku fram Stradivari-kvartettnum öðru sinni i november. Þjóðverjar reyndu fyrir sér á barokk-vængnum meö Ars Poetica nýverið, en Frakkar svöruðu með leikfléttu, sem sjálfur Napóleon hefði verið fullsæmdur af, „Hesthúsinu”. Að þeim tónleikum heyrðum segja allir: „Hvers vegna fara menn nokkuð annað en til Frakklands til að læra söng — eða hvað sem er, ef út i þaö er farið?” sem sýnir að nú verða hinir að taka fram fallstykkin, ef „jafnvægið á ekki að rask- ast”. NU i vikunni eru Banda- rikjamenn meö liðsflutninga: listvinakokkteil og bandariskan stjórnanda hjá Sinfóníuhljóm- sveitinni: Rússar eru sagðir vera að hlaða Stóru Mettu, þvi Emil Gilels kemur hingaö i vor (en hvenær kemur Richter — eða væri að kalla yfir sig atómstrið i kúnstinni?) og hver veit nema pianókonsertinn Gula fljótið, eftir starfshóp Rikis- hljómsveitarinnar i Kina, muni heyrast hér innan tiðar. En snúum okkur að tónleikum „Hestshússins”: Tónleikar „Hesthúss- ins” A efnisskránni voru fjögur tónlist verk eftir Couperin (1668-1933), Charpentier (1636-1704), Marin Marais (1656-1728) og Bodin De Boismortier (1699-1755). Allir vor þeir uppi á rikis- stjórnarárum sólkóngsins, Loð- viks XIV (rikti 1643-1715) og lifðuflestirframá daga Loðviks XV (r. 1715-74). Þeir voru sam- timamenn Árna Magnflssonar (1663-1730) oghinna lærðu Vida- lina, Jóns (1666-1720), Páls (1667-1727) og Þórðar (1662-1742) sem var þeirra gáf- aðastur, en hraktist úr rektors- embætti I Skálholti sökum öl- brests. Um hann segir i fornu riti: „Hann beiddi um brennivin á banalegunni, his verbis usus: Guttam per dominum nostrum Jesum Christum, en fékk ekki og dó.” Og á þessum árum orti Stefán Ólafsson Svanasöng sinn: Margt er manna bölið, misjafnt drukkið ölið, lifs um tæpa tið. t dag byljir biða, bjart er loftið friða, á morgun hregg og hrið. Villtur er sá, sem væntir á stöðugt lengi gleðinnar gengi gjörvöll hverfur bliða. Francois Couperin var kall- aður hinn mikli, til aögreiningar frá minni háttar ættingjum, likt og Jóhann Sebastian meðal Bach fjölskyldunnar. Tónlist hans jaðrar við fullkomnunina sjálfa, með þokkafullum lögum sinum, raddsetningu og hljóð- færaskipan. Stofnandi „Hest- hússins”, Jean-Claude Mal- goire, hefur rannsakað tónlist þessa timabils — lesið fræðirit um það hversu flytja skuli og leitazt við að koma sér upp safni hljóðfæra frá þessum tima. t hljómeyki hans er harpsikord, barokk-knéfiðla, tvær barokk- fiðlur, þverflauta og óbó, hvort tveggja frumstætt og án lykla. Auk þess tambúrin eða bjöllu- bumba. 011 þessi hljóðfæri eru raddminni en nútimaafbrigði þeirra, svo semballinn (Helgu Ingólfsdóttur) naut sin vel og flautan þurfti ekki að yfirblása til að komast að. Þetta var afar skemtilegur flutningur, þótt ó- bóleikurin virtist dálitið skrykkjóttur — i rauninni er hlutverk þess likara hlutverki trompets nú. Næst var flutt afar skrautlegt verk, Onnur lexia um skugga miðvikudagsins fyrir páska (ef mig brestur ekki frönskukunn- áttu) eftir Charpentier, sem söngkona „Hesthússins” Sophie Boulin söng með undirleik. Slík- an fádæma kóloratúr hafði ég aldrei heyrt áður, ekki einn ein- asti tónn óskreyttur. 1 þriðja stað fíutti „Hesthúsið’ Suite d’Alcione eftir Marin Mar- ais, einn af siðustu forvigis- mönnum hinnar fornu víól-hljóðfærafjölskyldu ágætt verk en þó lakara enL’Imperial Couperins. En þá var eftir hápunkturinn Kantata fyrir sópran rödd og hljómsveit eftir Boismortier. Dr. Jakob Benediktsson flutti fáein formálsorð eftir stjórn- andann, Jean-Claude Malgoire, um það.hvað visindarannsóknir hefðu leitt i ljós um flutning slíkra verka, nefnilega það, að söngvarinn hafði i frammi mimuleik til þess að leggja áherzlu á efni söngtextans. Og þetta gerði Sophie Boulin með dámafáum glæsibrag og yndis- þokka — svona sjarmerandi söngur og frábær hefur sjaldan heyrzt á f jölum hér áður. Þetta hefðu engir getaö gert nema Frakkar. 5.2. Siguröur Steinþórsson ELDSVOÐI GERIR EKKI BOÐ Á UIMDAN SÉR Nú fást hin landsþekktu Chubb s/ökkvitæki og reykskynjarar hjá S.S. i G/æsibæ Stuðlið að öryggi heimilisins og hafið Chubb ávallt við hendina ÖLAFIJR GÍSLASOM & CO. ilf. SUNDABORG 22 - SÍMI 84800 . 104 REYKJAVIK »------------------------- Chubb Fire

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.