Fréttablaðið - 13.08.2006, Blaðsíða 22
ATVINNA
2 13. ágúst 2006 SUNNUDAGUR
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa með
hjúkrunarsveit Landspítala – háskólasjúkrahúss
Nýr og spennandi starfsvettvangur fyrir hjúkrunarfræðinga.
Hjúkrunarsveit LSH tekur til starfa 1. september 2006. Um er að
ræða nýja starfsemi innan Landspítala – háskólasjúkrahúss.
Hjúkrunarfræðingar hjúkrunarsveitar munu starfa á hinum ýmsu
deildum spítalans bæði á einstökum vöktum og vegna tímabundinna
verkefna. Um er að ræða spennandi og krefjandi starf þar sem
umsækjandi mun sinna mjög fjölbreytilegum verkefnum í klínískri
hjúkrun. Vinnuhlutfall getur verið breytilegt og vinnutími sveigjanlegur.
Boðið er upp á sérskipulagt námskeið í upphafi starfs og þjálfunar-
tíma á bráðadeildum sjúkrahússins.
Umsækjendur skulu hafa a.m.k. 3ja ára starfsreynslu í hjúkrun.
Við leitum að framsæknum hjúkrunarfræðingum sem eru tilbúnir
að koma og vinna á nýjum vettvangi þar sem krafist er sjálfstæðra
vinnubragða, haldgóðrar þekkingar í hjúkrun og góðra samskipta-
hæfileika.
Umsóknir berist til Dagbjartar Þyri Þorvarðardóttur,
deildarstjóra 24C Hringbraut og veitir hún jafnframt upplýsingar í
síma 543 3297, netfang dthyri@landspitali.is.
Hjúkrunarfræðingar
Óskum eftir áhugasömum og metnaðarfullum hjúkrunarfræðingum
á barnaskurðdeild, lyfjadeild, vökudeild og bráðamótttöku barna.
Boðið verður upp á markvissa aðlögun með reyndum hjúkrunar-
fræðingum ásamt miklum möguleikum á starfsþróun og
verkefnavinnu.
Á Barnaspítala Hringsins er annast um börn og unglinga að 18 ára
aldri. Áhersla er lögð á fjölskylduhjúkrun þar sem barnið og
fjölskylda þess er í forgrunni.
Barnaspítali Hringsins er staðsettur í nýju og björtu húsnæði þar
sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. Þar er starfandi hópur fagfólks þar
sem samheldni og samvinna allra stétta er höfð í fyrirrúmi.
Umsóknir berist fyrir 28. ágúst nk. til Hjálmtýs R. Baldurssonar, skrif-
stofustjóra, Barnaspítala Hringsins, netfang hjalmtyr@landspitali.is.
Upplýsingar veita:
Jóhanna Lilja Hjörleifsdóttir deildarstjóri á barnadeild 22E,
sími 824 5916, netfang johahjor@landspitali.is,
Fríða Ólöf Ólafsdóttir, deildarstjóri á barnaskurðdeild,
sími 824 5683, netfang fridaola@landspitali.is,
Ingileif Sigfúsdóttir, deildarstjóri á bráðamóttöku barna,
sími 824 5862, netfang ingilsig@landspitali.is
Elísabet Halldórsdóttir, deildarstjóri á Vökudeild,
sími 824 5826, netfang elisabha@landspitali.is.
Hjúkrunarritari
óskast til starfa á krabbameinslækningadeild 11E við Hringbraut.
Deildin er 12 rúma legudeild fyrir sjúklinga sem þurfa meðferð
vegna krabbameins. Starfshlutfall er 100%, unnið virka daga frá
kl. 08:00 - 16:00.
Starfssvið hjúkrunarritara felur í sér símsvörun, upplýsingagjöf, útveg-
un og röðun gagna, gagnavinnsla í tölvukerfum sjúkrahússins og
almenna fyrirgreiðslu.
Hæfniskröfur:
• Jákvætt viðmót og lipurleiki í mannlegum samskiptum,
sveigjanleiki, góðir skipulagshæfileikar og geta til að vinna undir
álagi. Þarf að geta unnið sjálfstætt og hafa frumkvæði í starfi
• Stúdentspróf eða sambærileg menntun
• Góð tölvukunnátta
Umsóknir skulu berast fyrir fyrir 28. ágúst nk. til Kristínar
Sophusdóttur, sviðsstjóra, 13A Hringbraut, sími 824 5251, netfang
kristsop@landspitali.is og veitir hún upplýsingar ásamt Steinunni
Ingvarsdóttur, deildarstjóra, sími 543 6216, netfang
steining@landspitali.is.
Sérhæft skrifstofustarf - bókhald
Fjármálasvið óskar eftir að ráða sérhæfðan starfsmann í fjárhags-
bókhald spítalans. Nauðsynlegt er að starfsmaðurinn geti unnið
sjálfstætt við bókhaldsverkefni, afstemmingar efnahagsliða og
úrlausn ýmissa viðfangsefna við fjárhagsbókhald.
Eftirfarandi kröfur eru gerðar til umsækjenda:
• Stúdentspróf, verslunarpróf eða önnur sambærileg menntun.
• Mikil reynsla af störfum við fjárhagsbókhald
• Sjálfstæði í störfum og framtakssemi í úrvinnslu verkefna
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
Æskilegt er að starfsmaðurinn geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknir skulu berast fyrir 28. ágúst nk. til Bjarka Þórs Baldvins-
sonar, verkefnastjóra, fjármálasvið Eiríksgata 5, 3. hæð E og veitir
hann nánari upplýsingar, netfang bjarkiba@landspitali.is.
Sérhæft skrifstofustarf - fjárstýring
Fjármálasvið óskar eftir að ráða sérhæfðan starfsmann í fjárstýringu
og innheimtu spítalans. Nauðsynlegt er að starfsmaðurinn geti
unnið sjálfstætt við innheimtuverkefni, afstemmingar efnahagsliða
og úrlausn ýmissa viðfangsefna við fjárstýringu.
Eftirfarandi kröfur eru gerðar til umsækjenda:
• Stúdentspróf, verslunarpróf eða önnur sambærileg menntun.
• Mikil reynsla af störfum við fjárstýringu og/eða innheimtu
• Sjálfstæði í störfum og framtakssemi í úrvinnslu verkefna
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
Æskilegt er að starfsmaðurinn geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknir skulu berast fyrir 28. ágúst nk. til Sigrúnar Guðjónsdóttur,
deildarstjóra, fjármálasvið Eiríksgata 5, 3. hæð E og veitir hún nánari
upplýsingar, netfang sgudjons@landspitali.is.
Laun ofangreindra starfa samkvæmt gildandi samningi viðkomandi
stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást í upplýsingum
Fossvogi og Hringbraut, skrifstofu starfsmannamála Eiríksgötu 5, á
heimasíðu www.landspitali.is. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við
ráðningar í störf á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Öllum umsóknum
verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Landspítali – háskólasjúkrahús er reyklaus vinnustaður.
KÓPAVOGSBÆR
www.kopavogur.is - www.job.is
Frá Kársnesskóla
Starfsfólk óskast í eftirfarandi störf:
• Gangavörður/ræstir
• Starfsmaður í Dægradvöl 50%
Laun samkvæmt kjarasamningi Launanefndar
sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Upplýsingar gefur Guðrún Pétursdóttir, skóla-
stjóri í síma 570-4100, netfang gudrunpe@kask.
kopavogur.is
Hvetjum karla jafnt sem
konur til að sækja
um störfin.
Starfsmaður
mánaðarins
óskast!
Vaktstjóri
Almenn afgreiðsla
Útimaður
Líður þér best utandyra og lætur veðrið aldrei stoppa þig? Þá ertu hinn fullkomni útimaður.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Olíufélagi› ehf. er kraftmiki› fljónustufyrirtæki. Hlutverk fless er a› sjá fólki og fyrirtækjum
fyrir orku, rekstrarvörum og flægindum me› ánægju vi›skiptavina a› lei›arljósi. ESSO skólinn
veitir starfsmönnum nau›synlega starfsfljálfun en mikil áhersla er lög› á endurmenntun til
a› auka samkeppnishæfni fyrirtækisins. Starfsmannafélag Olíufélagsins er kröftugt og
lifandi. Tilgangur félagsins er að standa fyrir fjölþættri félagsstarfsemi svo sem að standa
fyrir skemmtunum, fræðslu, íþróttaiðkun, ferðalögum auk þess að byggja og reka orlofshús.
Nánari uppl‡singar um ESSO á www.esso.is.
Olíufélagið ehf. vill ráða framúrskarandi fólk, konur og karla, til framtíðarstarfa á þjónustustöðvum
félagsins á höfuðborgarsvæðinu. Leitað er að hörkuduglegu fólki með lipra þjónustulund sem
langar að starfa í skemmtilegu umhverfi.
Krefjandi og skemmtilegt starf í hressum hópi starfsmanna. Umsækjendur þurfa að hafa
stjórnunarhæfileika og vera liprir í samskiptum.
Starfið felst í almennum afgreiðslu- og þjónustustörfum og hentar þeim sem eru jákvæðir og
hafa gaman af samskiptum við fólk.
Einnig er leitað að duglegu og samviskusömu starfsfólki í hlutastörf á þjónustustöðvarnar.
Umsóknir má nálgast á vefsíðu Olíufélagsins www.esso.is. Nánari upplýsingar eru veittar hjá
starfsþróunardeild í síma 560 3300.