Fréttablaðið - 13.08.2006, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 13.08.2006, Blaðsíða 73
������� ����� �������������� ���� �������� ��� ������ ������� ������� ����� ������ ���� ������� ����� ������ ������� ������� ��� ����� ����� ������ ���� ���� ������ ������� ���� ����� ���� ������ ������ �������� ��������� ����� ������� ��� ������� ���� ����� ������� ������ ������ ��� ���� ������ ������ ���� ����� ������� ��� ������ ����� ��� ������ ���� ����� ����� ���� ����� ����� ������ ����� ����� ����� ������ ���� �������� �� ���� ����� ����� ������� ��������� �������� ������ �������� ���� ������� ������ ������ �������� ������� ����� ��� ��� ����� ������� ������ ��� ���� ����� ������ ���� ��������� ���� ������� ����� ���� ������� ���� ������� ������������������������������������������������������������������� �� �� �� � ���� �� �� � ������� �� �� � � � � � 13. ágúst 2006 SUNNUDAGUR22 Dregið úr réttum svörum n.k. fimmtudag kl. 12. - 99 kr. smsið Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐIÐ á númerið 1900! Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón. Þá sendir þú SMS-ið JA LAUSN JON. LEYSTU KROSSGÁTUNA! Þú gætir unnið þætti 1-13 úr fyrstu seríu Prison Brake! Í krossferð gegn óhollustu Dr. Steven Komadina, þingmaður í New Mexico í Bandaríkjunum, kom til landsins fyrr í vikunni til að halda fyrirlestur um nær- ingu og heilbrigðan lífsstíl en hann er þekktur innan og utan Bandaríkjanna fyrir baráttu sína gegn off- itu og sjúkdómum tengdum óhollum lifnaðarháttum. Dr. Komadina hefur verið ríkis- þingmaður frá árinu 2000 en með- fram þingstörfum, sem hann sinnir í sjálfboðavinnu, rekur hann læknisstofu sem sérfræð- ingur í fæðinga- og kvensjúk- dómalækningum. Komadina hefur komið víða við og George W. Bush Bandaríkjaforseti er meðal þeirra sem hann hefur veitt ráðgjöf. „Bush er mikill áhugamaður um holla lifnaðar- hætti enda gerir hann sér grein fyrir heilsuvandamálunum í Bandaríkjunum, svo við höfum spjallað nokkrum sinnum saman,“ segir Komadina. „Það sem mér finnst svo merkilegt á Vestur- löndum er að við erum ekki leng- ur að sinna heilbrigðisþjónustu, heldur sjúkraþjónustu. Læknar hugsa fyrst og fremst um ný lyf og meðferðir til að vinna á ein- kennum sjúkdóma í stað þess að hugsa um hvað er að valda þeim og koma í veg fyrir þá með, til dæmis, betra mataræði,“ segir Komadina. Offita flókið fyrirbæri „Ég hef mestar áhyggjur af offitu. Offita getur leitt til krabbameins og hjartasjúkdóma sem eru aðal dánarorsakirnar í dag, svo þetta er grafalvarlegt mál. Ef við tökum frá dauðsföll vegna ofbeldisglæpa í Bandaríkjunum er stærstur hluti þeirra dauðsfalla sem eftir eru rakinn til offitu eða tengdra sjúk- dóma. Með þessu áframhaldi mun maðurinn deyja út,“ segir Komadina. Hann segir að ástæðurnar að baki offituvandanum séu afar flóknar en efst á blaði eru unnin næringarsnauð matvæli. „Það er búið að eiga svo mikið við allar unnar vörur, til dæmis skyndimat, að líkaminn skynjar matvælin sem ókunn efni í staðinn fyrir mat, og kallar á meira af óhollustunni.“ Hert fita, kjöt sem er ekki lífrænt vottað og gervisykur eiga þar stórt hlutverk, sem og kornvörur. Komadina segir að manninum hafi ekki verið ætlað að borða hveiti. „Korn og afurðir unnar af því, svo sem hveiti, innihalda efni sem veldur vellíðan og kemur af stað ákveðinni fíkn. Þetta er í raun fíkniefni. Þegar þú færð þér beyglu líður þér vel, en eftir nokkra stund þarft þú meira. Þannig versnar fíknin sífellt, en samt skortir okkur næringu,“ segir Komadino. Þvert á það sem almennt er talið segir Komadina að hvítt hveiti sé að mörgu leyti hollara en gróft hveiti. „Fólki hefur verið sagt að borða gróft hveiti. En rann- sóknir sýna að efni í grófu hveiti geti hrint af stað sjúkdómum á borð við MS og iktsýki. Ég fæ mér stundum eitthvað með korni en ég er þá meðvitaður um að þetta er ákveðið fíkniefni. En ég er alveg hættur að borða brauð,“ segir Dr. Komadina. Ísland heilsuparadís Dr. Komadina segir að Ísland búi yfir miklum möguleikum sem heilsuparadís. „Þið eruð með hreina vatnið, náttúruna, og vand- að kjöt og fisk. Ég hef sjálfur tekið íslenskar fiskiolíur lengi til að fá Omega 3, en það er alveg nauðsynlegt núna þegar það er búið að eiga svo mikið við mat- vælin. Til dæmis er mun minna af Omega 3 í kjúklingi í Bandaríkj- unum en áður var vegna breyttra framleiðsluaðferða sem eiga að spara tíma,“ segir hann. „Ísland gæti tekið við af spa-stöðunum í Austurríki,“ segir læknirinn, en varar jafnframt við því að Íslend- ingar þurfi að standa vörðinn til að koma í veg fyrir að heilbrigðis- vandamál Bandaríkjanna verði jafn alvarlegt á Íslandi. rosag@frettabladid.is DR. STEVEN KOMADINA Læknirinn og ríkisþingmaðurinn í New Mexico hélt fyrirlestur á fimmtudagskvöld á fundi með læknum og hjúkrunarfólki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.