Fréttablaðið - 13.08.2006, Blaðsíða 85

Fréttablaðið - 13.08.2006, Blaðsíða 85
 13. ágúst 2006 SUNNUDAGUR34 Öldungadeild MH Viltu læra eitthvað nýtt og spennandi? Viltu gæðakennslu? Viltu styrkja undirstöðuna? Skelltu þér þá í skemmtilegt og fjölbreytt nám hjá okkur. Innritað verður dagana 16., 17. og 18. ágúst í skólanum frá 16:00 - 19:00, í síma frá 9:00 – 15:00 og yfir netið allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar á heimasíðu MH - www.mh.is. Áfangar í boði á haustönn 2006 Danska Hagfræði Náttúrufræði Stærðfræði DAN1036 ÞJÓ1036 NÁT1036 STÆ1036 NÁT1136 STÆ2636 Eðlisfræði Íslenska NÁT1236 STÆ3036 NÁT1336 ÍSL1036 NÁT1336 STÆ5036 EÐL1036 ÍSL2036 STÆSTO (Stoðtími) ÍSL3036 Norska Efnafræði ÍSL3224 NOR1036 Sænska EFN2036 ÍSL3736 NOR3036 SÆN1036 NÁT1236 ÍSL4036 SÆN2036 ÍSL4224 Saga SÆN3036 Enska ÍSL5036 SAG1036 ENS1036 SAG3036 Tölvufræði ENS3036 ÍTA1036 SAG3836 TÖL1036 (Dreifnám) ENS4036 ÍTA3036 TÖL1136 (Dreifnám) ÍTA4036 Sálfræði Félagsfræði SÁL1036 Þýska FÉL1036 (Dreifnám) Jarðfræði SÁL2036 ÞÝS1036 FÉL2036 (Dreifnám) NÁT1136 ÞÝS3036 FÉL2636 JAR1036 Spænska ÞÝS5136 SPÆ1036 Franska Líffræði SPÆ3036 FRA1036 NÁT1036 FRA3036 LÍF1036 FORMÚLA 1 Ástralski ökuþórinn Mark Webber var staddur hér á landi í vikunni og heilsaði upp á aðdáendur í Smáralindinni auk þess sem hann spjallaði við sigurvegara í dekkjaskiptakeppni sem Baugur stóð fyrir í Vetrargarðinum. Webb- er var einnig staddur hér á landi í fyrra og er því orðinn félagi í hinu fræga Íslandsvinafélagi. „Þetta er stutt og gott stopp. Mér líkar vel við fólkið hérna og finnst gaman að koma í heimsókn,“ sagði Webber í samtali við Frétta- blaðið. „Það er alltaf gaman að keppnum eins og þessari sem fór hér fram og sérstaklega gaman fyrir sigurvegarana sem fá nú að upplifa keppni í eigin persónu.“ Webber er orðinn einn af þekkt- ustu ökuþórum Formúlunnar enda er hann á sínu fimmta keppnisári. Hann verður þrítugur eftir réttar tvær vikur en sagði að kappakstur hafi alltaf verið hluti af sínu lífi. „Pabbi minn leyfði mér alltaf að vaka og horfa á kappakstur í sjón- varpinu,“ sagði Webber en eins og gefur að skilja eru flestar keppnir sýndar frekar seint að kvöldi til í Ástralíu. „Ég missti aldrei af For- múlukeppni og var mjög svekktur frá nóvember og fram í mars þegar engar keppnir voru. En ég fylgdist líka með bandarísku keppnunum eins og Indy 500 og tókst mömmu minni aldrei að vekja mig á morgn- ana til að senda mig í skólann dag- inn eftir keppni enda lauk þeim ekki fyrr en um 3-4 leytið um nótt- ina.“ Faðir Marks, Alan Webber, var eigandi mótorhjólaverslunar og segir Mark að þó svo að hann hafi aldrei keppt á mótorhjólum hafi hann unun af því að aka á þeim. Eins og svo margir aðrir ökuþórar hóf hann sinn feril sem ungur tán- ingur í Go-Kart kappakstri. „Ferillinn minn hefur verið nokkuð farsæll en ég vil samt gera betur. Það er mikil áskorun að kom- ast í Formúlu 1 keppnina og enn meiri að halda sér inn í henni. Ég tel mig vera samkeppnishæfan þó að ég hafi ekki náð á toppinn en hver veit hvað gerist í framtíð- inni.“ Webber hóf ferilinn árið 2002 í Minardi-liðinu, sem var aðallega þekkt fyrir að vera hreinlega léleg- asta liðið í Formúlu 1. Hann neitar því ekki að ferill Minardi sé lítið annað en hver vonbrigðin á fætur öðrum. „Það er erfitt fyrir lið eins og Minardi að bæta sig umfram önnur lið. En þessir tólf mánuðir sem ég var þar voru frábærir. Þetta er rekið eins og fjölskyldufyrir- tæki og er ég enn nákominn mörg- um af þeim sem ég kynntist þar. Þetta var mjög sérstakur tími í mínu lífi.“ Þar næst lá leiðin til Jordan-liðs- ins þar sem hann var í tvö ár áður en hann gekk til liðs við Williams, þar sem hann er á sínu öðru ári. „Jagúar var frábær stökkpallur fyrir mig og vann ég þar með mörgu góðu fólki. Hjá Williams hafa hlutirnir ekki gengið eins vel og ég hafði vonast til. Þetta hafa verið vonbrigði fyrir marga, bæði sjálft liðið og mig og minn feril. En ég vona að ég komi mér aftur á rétt- an kjöl á næsta ári.“ Ekki fyrir löngu síðan samdi Webber við lið Red Bull og keppir fyrir liðið á næsta ári. Hann var einnig um tíma orðaður sem eftir- maður Fernando Alonso hjá Ren- ault og segir hann að það hafi verið sannleikskorn í þeim fregnum. „Þetta gerist hratt í samningsmál- um sem þessum en í raun var ég mun nær því að semja aftur við Williams en nokkurn tíma að ganga til liðs við Renault. Frank (Willi- ams, eigandi liðsins) hefði getað haldið mér. En hann vildi semja við mig á breyttum forsendum og þá kom upp tækifærið með Red Bull.“ Webber neitar því ekki að hlut- irnir breytist þegar ökuþórar semji um að ganga til liðs við önnur lið. „Fyrst og fremst vill maður klára tímabilið með sæmd en það er ekki hægt að láta eins og ekkert hafi í skorist. Og það gengur í báðar áttir, til dæmis fær maður minna að prufukeyra bílana eftir að hafa samið við annað lið.“ Og hann segir að hann búist við miklu af tíma sínum hjá Red Bull. „Ég vona að ég eigi mín bestu ár fram undan og það hjá Red Bull. Það er ekki topplið eins og er en ég hef lært mikið á undanförum árum og vonandi á það eftir að nýtast mér og liðinu vel. Ég hef ekki enn náð þeim markmiðum sem ég setti mér í upphafi ferilsins en vonandi verð ég búinn að bæta úr því á næstu árum.“ eirikur.asgeirsson@frettabladid.is FLOTTIR KRÆKLINGAR Það var hópur frá Sauðárkróki sem bar sigur úr býtum í dekkja- skiptakeppninni og skiptu þeir um öll fjögur hjól Williams-bifreiðarinnar á 4,2 sekúndum. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN VINSÆLL Webber gaf sér góðan tíma til að gefa eiginhandaáritanir fyrir aðdáendur sína sem komu í Smáralindina. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN MARK WEBBER Stillti sér upp á vinstra framdekk Williams-bifreiðarinnar í Vetrargarði Smáralindarinnar í fyrradag fyrir ljósmyndara. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Ætla að ná mínu besta hjá Red Bull Mark Webber segir í einkaviðtali við Fréttablaðið að hann ætli sér langt með liði Red Bull í Formúlu 1 kappakstrinum en hann er á leið til liðsins eftir tveggja ára vonbrigðaveru með Williams-liðinu. FORMÚLA 1 Mark Webber viður- kenndi í samtali við Fréttablaðið að það hefðu verið hans eigin mistök sem urðu til þess að hann varð að hætta keppni eftir aðeins einn hring í síðustu keppni sinni, í Ungverjalandi. Hann var fimmti á ráslínu en lenti í óhappi á öðrum hring og varð að hætta keppni. „Stundum gerir maður mistök og maður verður bara að viður- kenna þau. Ég er ekki hræddur við það. En þetta var einnig í fyrsta skipti í ár sem ég geri mig sekan um eitthvað slíkt og ekk- ert við því að gera. Það fylgir því mikil ábyrgð að aka í Formúl- unni og í langflestum tilvikum gengur allt að óskum.“ - esá Webber um ungverska kappaksturinn: Var algerlega mér að kenna FÓTBOLTI Tímabilið hjá Sunderland í ensku 1. deildinni byrjar ekki vel. Liðið féll úr úrvalsdeildinni á síð- asta tímabili en það hefur tapað öllum þremur leikjum sínum í 1. deildinni til þessa og lífið leikur því ekki við Niall Quinn, sem nýlega tók við liðinu. Í gær tapaði Sunder- land 3-2 fyrir Plymouth. Hannes Þ. Sigurðsson var ónotaður varamað- ur þegar Stoke gerði markalaust jafntefli við Sunderland. Ólafur Ingi Skúlason spilaði allan leikinn og fékk gult þegar Brentford gerði 2-2 jafntefli gegn Brighton á úti- velli í 2. deildinni. - egm Enska 1. deildin í gær: Slæm byrjun Sunderland NIALL QUINN Á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Gunnar Heiðar Þorvalds- son mun í dag leika sinn fyrsta deildarleik fyrir þýska liðið Hann- over er það tekur á móti Werder Bremen. Keppni í þýsku deildinni hófst á föstudag og byrjuðu meist- ararnir í Bayern München á 2-0 sigri gegn Borussia Dortmund. Sex leikir fóru fram í gær og vann Bayer Leverkusen 3-0 sigur á Alemannia Aachen, Mönchenglad- bach vann Cottbus 2-0, Mainz vann Bochum 2-1, Hamborg og Bielefeld gerðu 1-1 jafntefli, sömu úrslit urðu í viðureign Schalke og Eintracht Frankfurt og þá vann Nürnberg 3-0 útisigur á Stuttgart. - egm Þýska úrvalsdeildin: Fyrsti leikur Gunnars í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.