Fréttablaðið - 13.08.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.08.2006, Blaðsíða 24
ATVINNA 4 13. ágúst 2006 SUNNUDAGUR Barnaspítali Hringsins Hjúkrunarfræðingar Vegna aukinna verkefna og endurskipulagningar á hágæsluþjónustu Barnaspítala Hringsins leitum við eftir áhugasömum og metnaðarfullum hjúkrunarfræðingum til liðs við okkur. Við leitum að hjúkrunarfræðingum sem áhuga hafa á barna- og fjölskylduhjúkrun mikið veikra barna og vilja leggja sitt af mörkum við hjúkrun þessara einstaklinga. Boðið verður upp á markvissa aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum ásamt miklum möguleikum á starfsþróun og verkefnavinnu. Kostur verður gefinn á að kynnast hinum ýmsu deildum spítalans ásamt gjörgæslu- og bráðaþjónustu. Á Barnaspítala Hringsins er annast um börn og unglinga að 18 ára aldri. Áhersla er lögð á fjölskylduhjúkrun þar sem barnið og fjölskylda þess er í forgrunni. Barnaspítali Hringsins er staðsettur í nýju og björtu húsnæði þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. Þar er starfandi hópur fagfólks þar sem samheldni og samvinna allra stétta er höfð í fyrirrúmi. Laun samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást í upplýsingum Fossvogi og Hringbraut, skrifstofu starfsmannamála Eiríksgötu 5, á heimasíðu www.landspitali.is. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Landspítali - háskólasjúkrahús er reyklaus vinnustaður. Umsóknir berist fyrir 28. ágúst nk. til Auðar Ragnarsdóttur, deildarstjóra göngudeildar 20E, sími 543 3787, 824 5819, netfang audurr@landspitali.is og veitir hún upplýsingar ásamt Elísabetu Halldórsdóttur, deildarstjóra á vökudeild, sími 543 3777, 824 5826, netfang elisabha@landspitali.is Áfengisráðgjafar Hjá Samtökum áhugafólks um áfengis og vímuefnavandann starfa nú um 45 ráðgjafar við áfengis og vímuefnameðferð á hinum ýmsum starfsstöðvum samtakanna. Vegna aukinna umsvifa viljum við fjölga í hópnum, því eru nú auglýst laus störf áfengis og vímuefna- ráðgjafa.Um er að ræða áhugaverð störf er hefjast með 2ja ára starfsþjálfun sem fram fer á Sjúkrahús- inu Vogi og öðrum starfstöðvum SÁÁ. Unnið er á vöktum á öllum starfsstöðvum SÁÁ. Upplýsingar um störfin gefur Hjalti Björnsson dagskrárstjóri hjalti@saa.is sími 824 7620 Umsóknaeyðublöð eru hjá móttökuriturum á Vogi Umsóknir berist SÁÁ, Stórhöfða 45, 112 Reykjavík í síðasta lagi 25. ágúst n.k. (eldri umsóknir óskast endurnýjaðar) ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - LY F 33 71 1 0 8/ 20 06 - Lifið heil www.lyfja.is Atvinnutækifæri hjá Lyfju Vegna breytinga og vaxandi starfsemi getum við bætt lyfjatæknum, snyrti- eða förðunarfræðingum og sölu- og afgreiðslufólki í okkar frábæra starfsmannahóp. Störfin felast í ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum í verslun, afgreiðslu á kassa, afhendingu lyfja gegn lyfseðli og afgreiðslu á lausasölulyfjum ásamt ráðgjöf um val og notkun þeirra. Um er að ræða fullt starf og hlutastarf í apótekum okkar á höfuðborgarsvæðinu. Í boði eru líflegir vinnustaðir, gott vinnuumhverfi, samkeppnishæf laun og möguleiki á starfsþróun. Við leitum að drífandi starfsfólki með ríka þjónustulund, söluhæfileika, góða tölvu- kunnáttu og getu til að vinna undir álagi. Reynsla af verslunarstörfum er æskileg og reynsla úr apóteki er kostur. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri (thorgerdur@lyfja.is) í síma 530-3800. Tekið er við umsóknum á vefslóðinni www.lyfja.is. Við leitum að sjálfstæðu, skipulögðu og metnaðarfullu starfsfólki sem hefur áhuga á að ganga til liðs við framsækið og spennandi fyrirtæki. Hlutverk Lyfju er að stuðla að góðri heilsu og vellíðan. Frá upphafi hefur Lyfja verið brautryðjandi í lækkun lyfjaverðs og boðið upp á ýmsar nýjungar í faglegri þjónustu. Fyrirtækið rekur apótek og heilsubúðir víðs vegar um landið ásamt því að starfrækja lyfjaskömmtun til einstaklinga og stofnana. Hjá fyrirtækinu starfa um 300 manns. Lykillinn að árangri er starfsfólkið okkar og því höfum við það að markmiði að fá hæft fólk til liðs við okkur, skapa eftirsóknarverða vinnustaði þar sem góður starfsandi ríkir og að starfsfólk fái tækifæri til að öðlast faglegan og persónulegan þroska í starfi. Einkunnarorð okkar eru áreiðanleiki, umhyggja og metnaður. Smiðir Kraftafl ehf auglýsir Erum með vana smiði sem óska eftir mikilli vinnu. Upplýsingar í síma 891 8667
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.