Fréttablaðið - 13.08.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 13.08.2006, Blaðsíða 78
SUNNUDAGUR 13. ágúst 2006 Glitnir efnir til opinnar tveggja þrepa samkeppni um hönnun höfuðstöðva bankans og um tillögu að deiliskipulagi á tæplega 6 hektara lóð fyrir Glitni og samrýmanlega atvinnustarfsemi. Samkeppnin fer fram í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og samkvæmt samkeppnisreglum þess. Allir sem greiða skráningargjald að fjárhæð EUR 100 hafa rétt til þátttöku á fyrra þrepi samkeppninnar og skulu þeir leggja fram tillögur sínar til lausnar verkefnisins. Á síðara þrepi samkeppninnar verða 4–6 aðilar valdir til að þróa áfram tillögur sínar. Nafnleynd verður ekki rofin fyrr en lokið verður við að dæma bæði þrep keppninnar. Stefnt er að því að sá aðili (hópur) sem vinnur samkeppnina starfi áfram í nánu samstarfi við verkkaupa og hlutdeildarfélag hans að hönnun höfuðstöðva Glitnis og skipulagningu svæðisins. VERKEFNIÐ Verkefnið felur annars vegar í sér gerð deiliskipulags á Kirkjusandsreitnum og hins vegar tillögur að nýjum höfuðstöðvum Glitnis. Gert er ráð fyrir að uppbyggingin verði áfangaskipt sem greint verður nánar frá í samkeppnisgögnum. Lóðin er alls 5,7 hektarar að stærð. Meginhluti lóðarinnar verði skrifstofubyggingar með nýtingarhlutfalli allt að 1,9 eða liðlega 90 þúsund fermetrar, þar af eru núverandi höfuðstöðvar um 7 þúsund fermetrar. Í samráði við Reykjavíkurborg verða að minnsta kosti 8.500 fermetrar af lóðinni skipulagðir fyrir lágreista íbúðabyggð með nýtingarhlutfalli 0,7. Við gerð skipulagstillagna er gert ráð fyrir að stærsti hluti bílastæða nýbygginga sé ekki sýnilegur. Aðkoma að deiliskipulagsreitnum verður frá Borgartúni og Kirkjusandi. Gert er ráð fyrir að nýjar höfuðstöðvar Glitnis verði að fullu teknar í notkun árið 2009. UM NÝJAR HÖFUÐSTÖÐVAR GLITNIS OG DEILISKIPULAG KIRKJUSANDSREITSINS OPIN SAMKEPPNI H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA TÍMAÁÆTLUN Verkkaupi gerir ráð fyrir eftirfarandi dagsetningum: • Samkeppnisgögn fyrir fyrra þrep afhent frá og með 15. ágúst 2006 • Lok fyrirspurnartíma 3. október 2006 • Skil tillagna á fyrra þrepi 24. október 2006 • Niðurstaða dómnefndar vegna fyrra þreps og samkeppnisgögn fyrir síðara þrep afhent 14. nóvember 2006 • Skil tillagna á síðara þrepi í 2. viku janúarmánaðar 2007 • Niðurstaða dómnefndar vegna síðara þreps er áætluð síðari hluta febrúar 2007 • Hönnun hefst í mars 2007 • Framkvæmdum lokið 2009 Samkeppnislýsingin verður aðgengileg á vef Arkitektafélags Íslands, www.ai.is, frá og með 15. ágúst 2006. Þar geta keppendur skráð sig til þátttöku og sent fyrirspurnir til trúnaðarmanns. Sýnt í Landnámssetri í Borgarnesi Sýningar í ágúst og september Laugardagur 19. ágúst kl. 20 uppselt Sunnudagur 20. ágúst kl. 15 örfá sæti laus Sunnudagru 20. ágúst kl. 20 örfá sæti laus Föstudagur 25. ágúst kl. 20 örfá sæti laus Laugardagur 26. ágúst kl. 15 uppselt Laugardagur 26. ágúst kl. 20 uppselt Laugardagur 2. sept kl. 20 Sunnudagur 3. sept kl. 15 Sunnudagur 3. sept kl. 20 KVÖLDVERÐARTILBOÐ Tvíréttaður matur og leikhúsmiði 4300 - 4800 Pantið miða tímanlega í síma 437 1600 Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningardag. Aðsóknarmesta sýning síðasta leikárs! Drepfyndinn gamanleikur í Reykjavík! Miðasala er þegar hafin! Miðasala í síma 551 4700 // opið 13:00-17:00 // www.midi.is //Austurbæjarbíó – Snorrabraut 37 Föstudaginn 18. ágúst kl. 20:00 Laugardaginn 19. ágúst kl. 20:00 Laugardaginn 26. ágúst kl. 19:00 Laugardaginn 26. ágúst kl. 22:00 Á ÞAKINU 17. ágúst - kl.20:00 - Uppselt 18. ágúst - kl.20:00 - Örfá sæti 24. ágúst - kl.20:00 - Örfá sæti 25. ágúst - kl.20:00 - laus sæti 31. ágúst - kl.20:00 - laus sæti 01. sept - kl.20:00 - laus sæti Myndlistarkonan Jóhanna Boga- dóttir opnaði sýningu í galleríi grafíkfélagsins í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í gær. Um er að ræða innlit í viðfangefni listakonnunnar þar sem kennir margra grasa en þar sýnir hún málverk, teikningar, litógrafíur, ljósmyndir og fleira. „Þetta kom til með fremur stutt- um fyrirvara en ég ákvað að setja saman sýningu með svona vinnu- stofustemningu með sýnishornum af því sem ég hef verið að fást við síð- ustu árin. Ég spilaði síðan uppsetn- inguna af fingrum fram. Þetta er óformleg sýning sem er eins og opið hús,“ segir Jóhanna, sem verður á staðnum á meðan á sýningunni stend- ur og ræðir við gesti og gangandi. Jóhanna útskýrir að sýningin sé helguð þema sem hvílt hefur á henni lengi en sem hún tengir við misheppnaðar tilraunir mannsins við að skapa betri heim. Þemað kennir hún við línuna „Þrátt fyrir sólskinið og bros barnanna vörpuðu menn sprengjum“. Á sýningunni eru verk þar sem unnið er með hita og sólskin en líka jöklana, hafið og bláu birtuna. Börnin koma oft fyrir og á sýn- ingunni má sjá ljósmyndir Jóhönnu, til dæmis eru myndir hennar af palestínskum börnum í flótta- mannabúðum í Líbanon á sýning- unni og á myndum sem hún tók í ferð sinni til Afríku fyrir skömmu en þær eru ásamt fleiru heimild sem varpar ljósi á innblástur lista- konunnar. Sýningin verður opin í dag milli 15-18 en á menningarnótt næstkom- andi laugardag verður hún opin milli 14-22. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. - khh „Sýning eða ekki sýning“ JÓHANNA BOGADÓTTIR MYNDLISTAKONA Verkið „Þrátt fyrir sólskinið...“ má sjá á óformlegri sýningu í galleríi grafíkfélagsins. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? ÁGÚST 10 11 12 13 14 15 16 Sunnudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  16.00 Gunnhildur Einarsdóttir hörpuleikari og Kristjana Helga- dóttir flautuleikari koma fram á stofutónleikum á Gljúfrasteini.  17.00 Tékkneski tónlistarhópur- inn Musica ad Gaudium heldur tónleika í Akureyrarkirkju ásamt Eydísi Franzdóttur óbóleikara. ■ ■ LEIKLIST  18.00 Leikhópurinn E.L.A sýnir Meyjarheftið á sviðlistahátíðinni Art Fart í húsi Ó. Jónssons & Kaaber við Sætún ■ ■ DANSLIST  18.00 Íslenska hreyfiþróunar- samsteypan sýnir Meyjarheftið á sviðlistahátíðinni Art Fart í húsi Ó. Jónssons & Kaaber við Sætún.  20.00 Danshópurinn Brite Theatre frumsýnir dansverkið Kjöt á sviðlistahátíðinni Art Fart í húsi Ó. Jónssons & Kaaber við Sætún. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.