Fréttablaðið - 14.08.2006, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 14. ágúst 2006 13
Víðsvegar í Reykjavík eru brýr sem hugkvæmni
hefur verið lögð í að hanna og mikil prýði er að.
Þegar gerð Skothúsvegar lauk árið 1920 var trébrú lögð
þar yfir, ætluð gangandi vegfarendum. Miklar endur-
bætur voru gerðar á Skothúsvegi á stríðsárunum en hluti
af þeim endurbótum var smíði steinsteypubrúar árið
1942. Brúin er enn notuð og þekkist undir heitinu „brúin
yfir tjörnina“.
Brýrnar í Elliðaárdalnum voru byggðar á árunum
1919-20 og leystu af hólmi brýr sem byggðar voru árið
1883. Hluti fyrri brúa var notaður áfram, svo sem hlaðnir
brúarstólpar, en steinbitar settir á milli í stað trébita sem
fyrir voru. Ein af skemmtilegri brúunum er síðan göngu-
brúin yfir stífluna ofan við Árbæjarsafn.
Brúin á Kringlumýrarbraut við Bústaðaveg var
hönnuð af Línuhönnun í samvinnu við Manfred Vilhjálms-
son og Þorvald S. Þorvaldsson á árunum 1984-85 og reist
árið 1985. Bygging brúarinnar markaði ákveðin tímamót
í brúarsmíði á höfuðborgarsvæðinu vegna einstakrar
lögunar.
Brúin í Fossvoginum frá árinu 1995 er fyrsta göngu-
brúin sem byggð var yfir stofnbraut á höfuðborgarsvæð-
inu. Markmiðið með byggingu hennar var að tengja
saman göngustíg sem nær frá Ægisíðu og upp í Elliðaár-
dal.Brúna er hægt að taka í sundur og nýta annars staðar
teljist ástæða til. Línuhönnun og Studio Grandi eiga
heiðurinn af hönnun hennar.
Brúin á Höfðabakka yfir Vesturlandsveg var hönnuð
af Línuhönnun og Studio Granda á árunum 1994-95. Mark-
miðið með byggingu hennar var að draga úr umferðar-
þunga og slysatíðni á svæðinu. roald@frettabladid.is
BRÝRNAR Í BORGINNI
BRÚIN YFIR TJÖRNINA Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR Hún er talin vera með fallegri kennileitum miðbæjarins og á sér langa sögu að baki.
BÚSTAÐAVEGUR, BRÚ YFIR KRINGLUMÝRARBRAUT Á sínum tíma voru
hönnunargögnin send til útlanda til yfirferðar af ótta við að brúin stæðist
ekki kröfur vegna lögunarinnar. Prófessor Leonard í Þýskalandi, einn fræg-
asti brúarhönnuður í heimi, gaf grænt ljós á byggingu hennar.
GÖNGUBRÚ YFIR KRINGLUMÝRARBRAUT VIÐ FOSSVOG Hönnun hennar hefur orðið fyrirmynd annarra göngubrúa á höfuðborgarsvæðinu. Þegar hún var hönnuð var reynt að láta líta út fyrir að hún svifi í lausu lofti. Auk þess þótti
mikilvægt að hún félli vel að umhverfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
BRÚIN Á HÖFÐABAKKA VIÐ VESTURLANDSVEG Reynt var að fella brúnna að
umhverfinu. Handrið hennar og neðri kantur mynda hluta af stoðveggjun-
um. Sporöskjuleg op eru í endastöplunum sem lýsast upp í myrkri. Vegna
grannra stálsúla virðist rýmra undir henni.