Fréttablaðið - 14.08.2006, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 14.08.2006, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 14. ágúst 2006 13 Víðsvegar í Reykjavík eru brýr sem hugkvæmni hefur verið lögð í að hanna og mikil prýði er að. Þegar gerð Skothúsvegar lauk árið 1920 var trébrú lögð þar yfir, ætluð gangandi vegfarendum. Miklar endur- bætur voru gerðar á Skothúsvegi á stríðsárunum en hluti af þeim endurbótum var smíði steinsteypubrúar árið 1942. Brúin er enn notuð og þekkist undir heitinu „brúin yfir tjörnina“. Brýrnar í Elliðaárdalnum voru byggðar á árunum 1919-20 og leystu af hólmi brýr sem byggðar voru árið 1883. Hluti fyrri brúa var notaður áfram, svo sem hlaðnir brúarstólpar, en steinbitar settir á milli í stað trébita sem fyrir voru. Ein af skemmtilegri brúunum er síðan göngu- brúin yfir stífluna ofan við Árbæjarsafn. Brúin á Kringlumýrarbraut við Bústaðaveg var hönnuð af Línuhönnun í samvinnu við Manfred Vilhjálms- son og Þorvald S. Þorvaldsson á árunum 1984-85 og reist árið 1985. Bygging brúarinnar markaði ákveðin tímamót í brúarsmíði á höfuðborgarsvæðinu vegna einstakrar lögunar. Brúin í Fossvoginum frá árinu 1995 er fyrsta göngu- brúin sem byggð var yfir stofnbraut á höfuðborgarsvæð- inu. Markmiðið með byggingu hennar var að tengja saman göngustíg sem nær frá Ægisíðu og upp í Elliðaár- dal.Brúna er hægt að taka í sundur og nýta annars staðar teljist ástæða til. Línuhönnun og Studio Grandi eiga heiðurinn af hönnun hennar. Brúin á Höfðabakka yfir Vesturlandsveg var hönnuð af Línuhönnun og Studio Granda á árunum 1994-95. Mark- miðið með byggingu hennar var að draga úr umferðar- þunga og slysatíðni á svæðinu. roald@frettabladid.is BRÝRNAR Í BORGINNI BRÚIN YFIR TJÖRNINA Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR Hún er talin vera með fallegri kennileitum miðbæjarins og á sér langa sögu að baki. BÚSTAÐAVEGUR, BRÚ YFIR KRINGLUMÝRARBRAUT Á sínum tíma voru hönnunargögnin send til útlanda til yfirferðar af ótta við að brúin stæðist ekki kröfur vegna lögunarinnar. Prófessor Leonard í Þýskalandi, einn fræg- asti brúarhönnuður í heimi, gaf grænt ljós á byggingu hennar. GÖNGUBRÚ YFIR KRINGLUMÝRARBRAUT VIÐ FOSSVOG Hönnun hennar hefur orðið fyrirmynd annarra göngubrúa á höfuðborgarsvæðinu. Þegar hún var hönnuð var reynt að láta líta út fyrir að hún svifi í lausu lofti. Auk þess þótti mikilvægt að hún félli vel að umhverfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BRÚIN Á HÖFÐABAKKA VIÐ VESTURLANDSVEG Reynt var að fella brúnna að umhverfinu. Handrið hennar og neðri kantur mynda hluta af stoðveggjun- um. Sporöskjuleg op eru í endastöplunum sem lýsast upp í myrkri. Vegna grannra stálsúla virðist rýmra undir henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.