Fréttablaðið - 14.08.2006, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 14.08.2006, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 14. ágúst 2006 5 ECC Skúlagötu 63 – Sími 511 1001 Hreinsar loftið Eyðir lykt Drepur bakteríur Bætt líðan með betra lofti Ný sending komin. Kröftug ryksöfnun. Ryðfrí stálblöð safna á sig ryki og öðrum óhreinindum í stað hefðbundins fílters. Öflugt jónastreymi. Gefur frá sér mínus hlaðnar jónir sem hjálpa til við að eyða bakteríum, ryki, mengun, veirum og frjódufti. Heldur herbergisloftinu hreinu og bætir heilsuna. Bakteríudrepandi útfjólublár lampi. Útfjólubláa ljósið drepur ýmsa sýkla og bakteríur. Áhrifamikil lyktareyðing. Tækið eyðir lykt auðveldlega svo sem reykingalykt, matarlykt og fúkalykt. Ljóshvatasía. Ljóshvati er efni sem sýnir hvötunarviðbrögð þegar ljós skín á það. Þessi sía eyðir lífrænum efnasamböndum eins og köfnunarefnisoxíði, úrgangsgasi, ýmsum bakteríum, vondri lykt o.s.frv. Þrjú skref. HI, MED og LOW stillingar og Turbo stilling fyrir mismunandi aðstæður. (Blá ljós sýna stillingu). Gaumljós. Ljós sýna hvort þrífa þarf fílterinn (stál blöðin) eða hvort tækið þarfnast annars viðhalds. Falleg og hentug hönnun. Tækið er afar vel hannað bæði með útlit og notagildi í huga. Orkusparandi hönnun. Vegna orkusparandi hönnunar notar tækið aðeins 28W á klst. Grunnur að góðri steinhæð VAL Á GRJÓTI OG PLÖNTUM SKIPTIR MIKLU MÁLI ÞEGAR GERA Á FALLEGA STEINHÆÐ Í GARÐINUM. Hraun, holta- eða sjávargrjót kemur til greina, en af plöntum sem dafna á steinhæðum má nefna smáa runna eins og fjalldrapa og víði, eini og furu og fjallajurtir á borð við steinbrjóta og hnoðra. Áburðargjöf ætti að vera í lágmarki og steinhæð- in höfð á sólríkum stað. Trjásnyrting TRJÁSNYRTING EÐA -KLIPPING ER VANDASAMT VERK, ÞAR SEM TÍMI OG AÐFERÐ SKIPTA HÖFUÐ MÁLI SVO ÓGAGN SÉ EKKI UNNIÐ. Best er að klippa tré frá miðjum júní út fyrri hluta ágúst og aftur frá desember til mars. Á fyrra tímabilinu eru tré í fullum vexti, en sár gróa skjótar á þeim tíma, og í vetrardvala á því síðara. Hætt er við að sár trjáa smitist af fúasveppum séu þau klippt á haustin. Þegar greinar eru teknar af er sagað upp undir greinina 20-30 cm frá stofni, síðan er greinin söguð af utan við upphaflegan sögunar- stað en þá fellur hún af svo stubbur verður eftir. Stubburinn er því næst sagaður af með varkárni. góð ráð } Einnig samsettar einingar til að gera læki. Lækur tifar létt um máða steina, segir í kvæðinu. Á heima- síðunni gosbrunnar. is er hægt að fá allt í garðinn sem tengist tjarnagerð, gos- brunnum og vökva- flæði. Hægt er að fá til- búnar einingar til samsetningar. Lækjareiningarnar líkjast flögusteinum að gerð og eru fáan- legar í mörgum útfærslum. Lækja- kerfin eru auðveld í uppsetningu og þegar einingarnar veðrast verða þær mjög raunverulegar þar sem mosi og annar rakagróður festist í skuggasvæð- um sem gerir lækinn enn raunverulegri. Hægt er að byrja smátt og bæta ein- ingum við síðar meir. Hver tjarnar- og lækareining er seld sér og án dælu en tenglar fyrir dælur eru í öllum eining- urm. Einnig er hægt að fá fullsamsettar einingar með dælum. - elí Gosbrunn í garðinn Einingarnar eru til í öllum stærð- um, frá lítilli syllu upp í þessa 187 cm fossaeiningu. Kjöraðastæður málunar EF MÁLAÐ ER MEÐ VATNSMÁLN- INGU VIÐ MIKINN HITA SKAPAST HÆTTA Á ÞVÍ AÐ MÁLNINGIN ÞORNI OF HRATT. Í kjölfarið geta rúllu- og pensilför orðið greinileg. Ef hitastigið er of mikið má einfaldlega lækka kynd- ingu, en auka rakastig með þartil- gerðu tæki eða skrúfa frá heitu vatni og loka gluggum til að halda raka inni. Að málun lokinni má hleypa raka út og hækka kyndingu að nýju til að flýta fyrir þurrkinum. Sjá nánar á www.flugger.is Óhentugt er og dýrt að hafa glugga opna lengi. Nauðsynlegt er að endurnýja loft í híbýlum okkar reglubundið. Það er mikil sóun á hita og fjármunum að hafa glugga opna langtímum saman. Slík síloftun er afar ómarkviss leið til loftskipta og veldur miklu hitatapi. Skilvirkasta leiðin til markvissra loftskipta er að lofta vel út í 10-15 mínútur en hafa alla glugga lokaða þess á milli. Opnir gluggar skila litlum loft- skiptum en valda miklu hitatapi með tilheyrandi kostnaði. „Að henda peningum út um gluggann“ er ekki góð aðferð til loftskipta. (www.orkusetur.is) Loftskipti húsnæðis FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.