Fréttablaðið - 14.08.2006, Blaðsíða 71
Færri komust að en vildu sjá flott-
ustu draggkónga og draggdrotn-
ingar spreyta sig í Draggkeppni
Íslands 2006. Í Þjóðleikhúskjallar-
anum voru saman komin „allra
þjóða kvikindi“ til að fylgjast með
keppninni, sem haldin var í tengsl-
um við Hinsegin daga. „Þetta er
tvímælalaust besta draggkeppni
sem haldin hefur verið á Íslandi,“
segir Björn Gunnlaugsson, list-
rænn stjórnandi Draggkeppni
Íslands. Allir kóngarnir og drottn-
ingarnar voru að sögn Björns að
taka stór framfaraskref með
atriðum sínum sem jafnan var
lagt mikið í. „Fjölbreytnin á milli
atriða var líka alveg svakaleg,“
bætir hann við.
Um klukkan fjögur fóru kepp-
endur að koma í hús og byrja förð-
unina. Dagskráin gekk svo ágæt-
lega fyrir sig ef frá eru taldir
nokkrir hnökrar sem komu til
vegna mannmergðarinnar í hús-
inu. „Við höfðum gert ráð fyrir að
keppendurnir myndu labba um
salinn og á milli borðana hjá fólki,
en það var svo troðið að þau kom-
ust ekki almennilega um í saln-
um,“ segir Björn.
Sigurvegari í flokki dragg-
kónga var ljóðskáldið/rapparinn
Halldór Jónsson Maack sem hreif
salinn með sér í ljóðaupplestri.
Aurora Borealis var svo sigurveg-
ari draggdrottninga með listrænu
atriði þar sem hún naut aðstoðar
þriggja dansara.
„Ég er náttúrlega búin að vera
að bíða eftir þessu í átta ár,“ sagði
Aurora Borealis í samtali við Frétta-
blaðið. Hún er alvöru díva sem neit-
aði að taka þátt í draggkeppninni
nema hún fengi lífrænt ræktaðar
appelsínur frá Kýpur og fjölda bún-
ingsherbergja, hvert í sínum litn-
um. „Svo vil ég endilega að Silvía
Nótt skili mér símanum mínum með
öllum contact-númerunum. Hún er
rekin sem ritari,“ bætir Aurora
Borealis við.
Glamúr og
glans í draggi
DRAGGDROTNNING Í DANSI Ef ekki væri fyrir bera bringuna mætti halda að hér væri
föngulegur kvenmaður á ferð. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
ÞRÖNGT SETINN BEKKUR Læsa þurfti
dyrum Þjóðleikhúskjallarans til að hægt
væri að hefja „sjóið“, svo mikil ásókn var
að draggkeppninni.
NÁKVÆMUR UNDIRBÚNINGUR Keppendur
voru mættir allt að sex tímum fyrir keppn-
ina til að undirbúa sig.
Fyrirsætan Jill Gulseth er í
öngum sínum eftir að hún sá
„unnusta“ sinn, Kid Rock, ganga
að eiga fyrrverandi Strandvarð-
argelluna, Pamelu Anderson. Kid
Rock hafði ekki fyrir því að segja
Jill frá ástríðufullum nóttum með
Pamelu og sendi henni bara SMS
þar sem stóð að honum þætti
þetta leitt. „Þetta er mér að
kenna,“ skrifaði Kid til Jill.
Jill var í einkaviðtali við slúður-
blaðið News of the World á sunnu-
dag og þar greindi hún frá ýmsum
atriðum sem Rock verður vænt-
anlega ekki ángæður að lesa. Jill
sagði hann vera hálf ómögulegan
í rúminu og hann stæðist ekki
samanburð við fyrrum ástmann
Pamelu, rokkaranum Tommy Lee.
„Allir vita að Tommy Lee er mjög
góður í rúminu og ef Pamela er að
eltast við villtar nætur þá valdi
hún sér rangan mann,“ sagði Jill í
samtali við blaðið.
Hún viðurkennir þó að Kid sé
mikill herramaður og hafi ekki
verið neitt annað en góður við sig.
„Honum fannst það ekki mikið til-
tökumál að fljúga mér til sín á
einkaþotu og það kom aldrei til
greina að ég greiddi eitt eða
neitt,“ sagði Jill en bætti við að
hún væri í mikilli ástarsorg eftir
að þessi ljúfi maður niðurlægði
hana svona mikið. „Ég fæ aldrei
skilið hvernig þessi maður, sem
ég hafði gefið svo mikla ást, gat
verið svona vondur við mig,“
sagði Jill.
Rock fær ekki háa einkunn
KID ROCK OG PAMELA Létu pússa sig
saman um síðustu helgi, fyrrverandi kær-
ustu Kid Rock til mikilla ama.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP PHOTOS
Hinn sérvitri söngvari
Morrissey hélt tónleika í
Laugardalshöllinni á laug-
ardagskvöldið við góðar
undirtektir. Morrissey
spilaði mestmegnis lög
frá sólóferli sínum og var
kynþokkafullur, ákveðinn
og geysilega flottur í öllum
sínum aðgerðum.
Greinileg spenna ríkti í Laugar-
dalshöllinni rétt áður en tónleik-
arnir hófust enda var mættur á
klakann tónlistarmaður sem hefur
jafnvel verið nefndur sem áhrifa-
mesti maður breskrar tónlistar-
sögu. Þó var á margan hátt nokkuð
furðulegt að sitja í Laugardals-
höllinni. Í fyrsta lagi hefði verið
mun skemmtilegra að hafa tón-
leikana bara sitjandi að hluta til
þess að rífa upp meiri stemningu.
Í öðru lagi safnaðist hópur af æst-
ustu aðdáendum Morrissey fyrir
framan sviðið og geri því ráð fyrir
að fólki í fremstu sætunum hafi
verið lítið skemmt þess vegna.
Þessi tvö atriði komu þó ekki í veg
fyrir frábæra tónleikaupplifun.
Morrissey hefði varla getað
valið betra lagi til þess að hefja
tónleikana. Þegar gítarriff How
Soon Is Now? byrjaði að óma var
ekki laust við að margir hafi
fundið gæsahúðina renna upp
bakið auk þess sem hljóðið í Höll-
inni var vel þolanlegt að þessu
sinni. Margir hafa vafalaust verið
ósáttir við hversu fáa Smiths-
slagara Morrissey tók eftir það en
hann hefur ætíð spilað lágmarks-
skammta af Smiths-lögum á tón-
leikum sínum. Þó fengu lög á borð
við Panic og Girlfriend in a Coma
að heyrast og var það nóg til þess
að halda öllum tónleikagestum á
tánum.
Morrissey virtist samt njóta
sín best í eigin lögum. Í þau lög
virtist hann setja allt sem hann
átti og þrátt fyrir að vel flestir
áhorfendur hefðu aldrei heyrt
meirihluta laganna koma það ekki
að sök. Sviðsframkoma Morrissey
var einnig svo heillandi að þó hann
hefði verið að syngja blöndu af
Nylon og HLH-flokknum hefði það
samt komið vel út.
Eiginlega má segja að
Morrissey sé hin fullkomna rokk-
stjarna þegar kemur að sviðs-
framkomu. Kynþokkinn hreinlega
lekur af manninum, hann heillar
áhorfendur upp úr skónum með
smá spjalli milli laga og er geisl-
andi á sviðinu.
Skemmtilegt var líka að sjá að
Morrissey skipti alls þrisvar sinn-
um um skyrtu á tónleikunum,
fyrst var hann í svartri, svo gulri,
síðan blárri og endaði loks í grárri.
Áhorfendum leiddist það heldur
ekki þegar Morrissey reif af sér
skyrtu og henti út i salinn.
Tónleikarnir voru því hin mesta
skemmtun enda alltaf jafn gaman
að fá jafn mikla goðsögn og
Morrissey til þess að spila hér á
landi. Aðalstjarnan virtist líka
ánægð sjálf og það er alltaf mikill
plús þegar slíkt er áberandi.
Steinþór Helgi Arnsteinsson
Fjögurra skyrtna tónleikar
Í STUÐI Hópur af gestum safnaðist fyrir
framan sviðið og skemmti sér vel á meðan
aðrir létu sér nægja að sitja í sætum sínum.
KYNÞOKKINN UPPMÁLAÐUR Morrissey var hrikalegur flottur uppi á sviðinu og heillaði alla
gesti Laugardalshallarinnar upp úr skónum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON