Fréttablaðið - 14.08.2006, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 14.08.2006, Blaðsíða 73
MÁNUDAGUR 14. ágúst 2006 33 FÓTBOLTI Allt útlit er fyrir að Her- mann Hreiðarsson verði um kyrrt í herbúðum enska úrvalsdeildar- liðsins Charlton en fyrr í mánuðin- um bárust þær fregnir að fimm önnur félög í ensku úrvalsdeild- inni höfðu sýnt honum áhuga. Þetta voru Newcastle, Manchester City, Fulham, Middlesbrough og Wigan. Ólafur Garðarsson, umboðs- maður Hermanns, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að málið væri einfalt - öllum tilboðum sem bærust Charlton í Hermann væri umsvifalaust hafnað. „Við fáum ekki að vita nema hálfa söguna en teljum okkur hafa nokkuð áreið- anlegar heimildir fyrir því að minnst fimm félög hafi gert félag- inu tilboð í Hermann eða sent því fyrirspurn.“ Forráðamenn Charlton telja því að Hermann nýtist þeim betur í vetur en sú upphæð sem þeir gætu fengið fyrir hann en samn- ingur Hermanns við félagið renn- ur út í lok tímabilsins og þá verður honum frjálst að semja við hvaða lið sem er. „Þetta er mjög gott fyrir Hermann, honum er sýnt mikið traust.“ Hermann er nú að hefja sitt fjórða tímabil hjá Charlton. - esá HERMANN HREIÐARSSON Verður líklega áfram hjá Charlton. Er hér í æfingaleik með liðinu gegn Millwall fyrr í sumar. NORDIC PHOTOS/GETTY Hermann Hreiðarsson er í miklum metum hjá forráðamönnum Charlton: Charlton hafnar öllum tilboð- um sem berast í Hermann FÓTBOLTI Óvíst er hvort sóknar- maðurinn Wayne Rooney verði með Manchester United þegar liðið tekur á móti Fulham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um næstu helgi. Rooney á við meiðsli í nára að stríða og sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, að ekki væri víst hvort Rooney yrði búinn að ná sér fyrir næstu helgi en United á leik gegn Fulham. Rooney lék ekki með United á laugardag þegar liðið lagði spænska liðið Sevilla að velli 3-0 í æfingaleik. „Þessi meiðsli sem hann er að glíma við eru alls ekk- ert alvarleg en óvíst er hvort hann geti verið með næsta sunnudag,“ sagði Ferguson. - egm Manchester United: Rooney tæpur fyrir fyrsta leik ROONEY Fagnar hér marki sem hann skor- aði gegn Liverpool. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Steve McClaren, þjálfari enska landsliðsins, sagðist í viðtali við breska ríkisútvarpið í gær ekki útiloka það að kalla David Beckham aftur í liðið í framtíð- inni. „Það er ekki í verkahring þjálfarans að binda enda á lands- liðsferil leikmanna. David segist enn hafa löngun til að spila fyrir England og ég virði það. Aldrei að segja aldrei,“ sagði McClaren. Beckham lét fyrirliðabandið af hendi eftir heimsmeistaramótið í sumar en stefndi á að halda áfram að spila fyrir landsliðið. Öllum að óvörum valdi McClaren ekki Beckham í fyrsta landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Grikklandi á miðvikudag. - egm Beckham og landsliðið: Ekki öll nótt úti enn BECKHAM Mun hann leika aftur fyrir hönd Englands? NORDICPHOTOS/GETTY RALL Heimsmeistarinn Sebastien Loeb frá Frakklandi sigraði um helgina í Þýskalandsrallinu fimmta árið í röð. Loeb ekur á Citroën en hann tók forystu strax á fyrstu sérleiðinni og hélt henni allt til loka. Spánverjinn Daniel Sordo varð annar en hann ekur einnig á Citroën og þriðji var hinn finnski Marcus Grönholm á Ford. Þetta var 26. sigur Loebs í HM- ralli og jafnaði hann þar með met Spánverjans Carlos Sainz. Loeb hefur örugga forystu þegar níu mótum af sextán í heimsmeistara- keppninni er lokið en hann er með 84 stig meðan Grönholm er í öðru sæti með 51 stig. - egm Þýskalandsrallið um helgina: Loeb áfram á sigurbraut SEBASTIEN LOEB Er að verja heimsmeistara- titil sinn. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Þriðju umferð ensku 1. deildarinnar lauk í gær með leik Crystal Palace og Leeds. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og það gerði Clinton Morrison í við- bótartíma. Leeds lék manni færri frá 15. mínútu en þá fékk Geoff Horsfield að líta rauða spjaldið. Það var því ansi svekkjandi fyrir leikmenn liðsins að fá þetta mark á sig þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Eftir þrjár umferðir er Crystal Palace eina liðið sem hefur unnið alla sína leiki og er því á toppi deildarinnar. Burnley, Plymouth, Cardiff og Birmingham koma þar á eftir en öll þau lið hafa hlotið sjö stig. - egm Enska 1. deildin: Crystal Palace á toppinn MARK Clinton Morrison skorar eina mark leiksins. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.