Fréttablaðið - 14.08.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 14.08.2006, Blaðsíða 66
 14. ágúst 2006 MÁNUDAGUR26 menning@frettabladid.is ! Aðsóknarmesta sýning síðasta leikárs! Drepfyndinn gamanleikur í Reykjavík! Miðasala er þegar hafin! Miðasala í síma 551 4700 // opið 13:00-17:00 // www.midi.is //Austurbæjarbíó – Snorrabraut 37 Föstudaginn 18. ágúst kl. 20:00 Laugardaginn 19. ágúst kl. 20:00 Laugardaginn 26. ágúst kl. 19:00 Laugardaginn 26. ágúst kl. 22:00 Á ÞAKINU 17. ágúst - kl.20:00 - Uppselt 18. ágúst - kl.20:00 - Örfá sæti 24. ágúst - kl.20:00 - Örfá sæti 25. ágúst - kl.20:00 - laus sæti 31. ágúst - kl.20:00 - laus sæti 01. sept - kl.20:00 - laus sæti Sýnt í Landnámssetri í Borgarnesi Sýningar í ágúst og september Laugardagur 19. ágúst kl. 20 uppselt Sunnudagur 20. ágúst kl. 15 örfá sæti laus Sunnudagru 20. ágúst kl. 20 örfá sæti laus Föstudagur 25. ágúst kl. 20 örfá sæti laus Laugardagur 26. ágúst kl. 15 uppselt Laugardagur 26. ágúst kl. 20 uppselt Laugardagur 2. sept kl. 20 Sunnudagur 3. sept kl. 15 Sunnudagur 3. sept kl. 20 KVÖLDVERÐARTILBOÐ Tvíréttaður matur og leikhúsmiði 4300 - 4800 Pantið miða tímanlega í síma 437 1600 Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningardag. Kl. 11 Arnar Ingi Gylfason heldur aðra einkasýningu sína á Thorvaldsen Bar í Austurstræti. Sýningin stendur til 8. ágúst. Fæst okkar vilja henda bókum þrátt fyrir vissuna um að við munum ekki lesa margar þeirra nema einu sinni. Fyrir þá sem vilja losna við lesnar bækur og fá í staðinn önnur og fýsilegri rit má benda á heimasíðuna www.bookmooch.com sem er nokkurs konar alþjóðlegur rafrænn skiptimarkaður fyrir bækur. Kerfið virkar þannig að lesendur fá gefins bók í hvert sinn sem þeir gefa ein- tak, hægt er að skrá inn bæði lista yfir gjafabækur og óska- lista yfir þær sem eru á leslistanum og kerfið sér til þess að óþreyjufullir lesendur með takmarkað hillupláss eru tengdir saman á fljótvirkan hátt. Markmið síðurnnar er að halda bókum í umferð því líkt og getið er á síðunni er ekkert verra fyrir bókmennt- irnar en að en bækur stöðvist í hillunum og séu ekki lesnar. Það kostar ekkert að nýta sér þjónustu heimasíð- unnar en hún er rekin á auglýsingatekjum frá vefversluninni Amazon sem hefur hlekk inni á skiptisíðunni fyrir þá sem ekki finna þar allt sem þeir leita að. Þess má einnig geta að sérstakt stigakerfi er skipulagt fyrir notendur síðunnar þar sem þeir geta safnað fé til að niður- greiða flutningskostnað bókanna eða safnað fyrir líknarfélög eða hjálparsamtök. Nýtt líf fyrir gamlar bækur >Ekki missa af... fjölbreyttri sviðslistahátíð í fyrr- um húsakynnum Ó. Jónssons & Kaaber við Sætún. Á Art Fart er leiklist og danslist í bland við aðra menningarlega tilrauna- starfsemi. myndlistarsýningu Tedda í Perl- unni. Tilkomumiklir viðarskúlpt- úrar með sál og langa sögu. Fullkomnu brúðkaupi Leikfé- lags Akureyrar sem nú er sýnt í Borgarleikhúsinu. Aðsóknar- mesta leiksýning ársins kitlar hláturtaugarnar. Félagar í tékkneska tónlistar- hópnum Musica ad Gaudium sækja Ísland heim í annað skipti og flytja hlustendum endurreisnar og barokk- tónlist í bland við heillandi nýsmíðar. Hópurinn hefur verið á ferð ásamt Eydísi Franzdóttur, óbóleikara, sem hefur starfað talsvert með hópnum á undanförum árum en samstarfið hófst þegar Eydís var búsett í Tékklandi og lék með útvarpshljómsveitinni í héraðinu Pilzen þaðan sem hópurinn rekur rætur sínar. „Þessi hópur hefur starfað lengi saman og farið víða, sérstaklega á meginlandi Evrópu,“ útskýrir Eydís. „Þau sérhæfa sig í flutningi á barokk- og endurreisnartónlist, það er þeirra aðalfag en þau spila gjarnan nýja tónlist í bland svo efn- isskráin er krydduð með nútíma- tónlist.“ Á tónleikunum nú flytur hópurinn til að mynda nýtt verk eftir Jiri Bezdek, dúó fyrir óbó og sembal, sem sérstaklega er samið fyrir Alenu Tichá semballeikara hópsins og Eydísi. Hópinn skipa, auk Alenu, flautu- leikarinn Jaromír Tichý, Václav Kapusta fagottleikari og sópran- söngkonan Andrea Brozáková en þau taka öll virkan þátt í hinu fjöl- breytilega tónlistarlífi Tékklands sem einleikarar, í hljómsveitar- og kammertónlist auk þess að starfa við kennslu. Í fyrri heimsókn sinni hélt hóp- urinn rómaða tónleika í Sigurjóns- safni og Eydís kveðst nokkuð spennt fyrir efnisskránni þar sem hún nefnir sérstaklega tvær kant- ötur, annars vegar fyrir sópran, flautu og bassafylgirödd eftir Georg Phillip Telemann og hins vegar ástarkantötu eftir Georg Friedrich Händel þar sem allur hópurinn leikur saman. „Þetta eru verk sem þau hafa grafið upp og ég hafði aldrei heyrt áður. Alveg rosa- lega falleg tónlist og algjörir gull- molar í mínum eyrum,“ segir Eydís. Auk fyrrgreindra verka flytur hóp- urinn líka lagaflokk eftir tékk- neska tónskáldið Jiri Bezdek, ein- leiksverk fyrir sembal eftir Ditrich Buxtehude og sönglagasyrpu eftir John Dowland. Hún útskýrir einnig að nafn hópsins, Musica ad Gaudium - tón- list gleðinnar - sé einkar viðeigandi því tónlistarfólkið sé með afbirgð- um lífsglatt auk þess að leika undur- fagra músík. Hópurinn heldur tónleika í Reyk- holti í Borgarfirði á morgun kl. 20 og kemur síðan fram í Salnum í Kópavogi kl. 20 á miðvikudags- kvöldið. Tónleikaferðalaginu lýkur síðan í Vestmannaeyjum næstkom- andi laugardag þar sem þau leika í safnaðarheimili Landakirkju kl. 17. Ókeypis aðgangur er á alla tónleik- ana. - khh Gamlar perlur og nýir gullmolar Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík (RIFF) efnir til sam- keppni um bestu heimagerðu heimildarmyndina í samstarfi við Apple IMC. Landsmenn luma án efa á óborganlegum myndbrotum úr afmælum og fermingum en nú er tækifærið til þess að nýta upp- tökuvélina til stærri verkefna og gera fjölskyldunni skil með staf- rænum hætti. Fyrirkomulag keppninnar er með því sniði að þátttakendur senda inn mynd, að hámarki tíu mínútna langa, þar sem fjölskyld- an er umfjöllunarefni eða yfir- skrift. Myndin verður að vera klippt með iMovie-hugbúnaði og skal henni skilað inn á DVD-diski fyrir 15. september. Þeir þátttak- endur sem ekki hafa aðgang að hugbúnaðinum get fengið aðstöðu til þess að klippa myndina hjá Apple á Íslandi. Dómnefndina skipa leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir, Árni Ólafur Ásgeirsson leikstjóri og Bjarki Guðjónsson frá Apple. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík fer fram 28. september til 8. október og verður myndin sýnd á lokadegi hátíðarinnar sem helguð er fjölskyldunni. Í verð- laun eru augljós heiður og Mac- Book fartölva. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hátíðarinnar, en slóðin er www.filmfest.is - khh Fjölskylduvæn heimildarmyndasamkeppni HVERNIG MYNDAST FJÖLSKYLDAN ÞÍN? Heimildamyndasamkeppni fyrir heimagerðar fjölskyldumyndir. EYDÍS FRANZDÓTTIR ÓBÓLEIKARI ÁSAMT TÓNLISTARHÓPNUM MUSICA AD GAUDIUM Góðir gestir frá Tékklandi leika barokk- og endur- reisnartónlist í blandi við nútímatónlist. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN ÁTTU MARGT ÓLESIÐ ENN? Margar einnota bækur öðlast framhaldslíf með hjálp heimasíðunnar Book Mooch. MYND/AP Líka fyrir þig; lífið, fréttirnar og fjörið á ensku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.