Fréttablaðið - 14.08.2006, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 14.08.2006, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 14. ágúst 2006 3 Guðmundur Óli Scheving SKRIFAR UM MEINDÝR OG MEINDÝRAVARNIR Lesendum Fréttablaðsins er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið gudmunduroli@simnet.is. Vegna fjölda fyrispurna til mín um lýs, flær og maura ákvað ég að taka saman stuttan pistil um þessi dýr. Mörg þessara dýra lifa í nánasta umhverfi mannsins og á honum. Öll sníkjudýr eru háð hýsli sínum og hér er fyrst og fremst átt við manninn. Hér verður eingöngu fjallað um „útsníkla“ á mönnum og nánasta umhverfi. Reglulega verður vart við „útsníkla“ á mönnum eins og flatlús, mannafló, veggjalús, höfuðlús og rottufló/rottu- maur. Allsherjar skordýraúðun þarf í þeim híbýlum sem þessi dýr finnast. Ef um er að ræða fjölbýlishús þarf að úða allar vistarverur, líka geymslur og alla sameign. Það ætti alltaf að láta sérfræðinga greina lýs, flær og maura ef menn þekkja þau ekki, svo það sé alveg ljóst hvaða dýr eru á ferðinni áður en úðað er. Lýs og flær hafa fylgt manninum alla tíð og heimildir frá um 1944 segja frá því að það sé svo mikil lús og kláðamaur í landinu að ráðleg- ast sé að reisa aflúsunarstöðvar og kláðalækningastöðvar í Reykjavík og stærri kaupstöðum. En sem betur fer byggðum við betri hús og hreinlæti varð almennt og hirðing á gripahús- um og húsdýrum breyttist til batnað- ar. Mjög sjaldgæft er að mannkláða- maur greinist hér á landi í dag, það er þá helst að ferðamenn beri hann með sér frá útlöndum og eru slík til- felli alveg einangruð. Sömu sögu er að segja um veggjalús. Heibrigðisvandamál Greining á rottufló og rottumaur í híbýlum manna er mjög alvarlegt mál og þarf strax að tilkynna þess- ar niðurstöður til heilbrigðiseftirlits í því sveitarfélagi sem um er að ræða vegna hættu á að heilbrigðisvanda- mál komi upp hjá íbúum í viðkom- andi húsnæði. Rottuflær og maurar lifa líka á músum. Á Indlandi t.d. er talið að um 20.000 þúsund manns hafi lát- ist af svartadauða sem rakið var til rottuflóar/rottumaurs á síðasta ári. Mannalýs Mannalýs: (Pediculus humanus) höfuðlús og (Phthirus pubis) flatlús. Þegar vísindamenn og fræði- menn nota orðið lús er það ekki mög afmarkað. Hugtakið lús er notað um flest lítil dýr er lifa á skinni og húð dýra og manna. Hins vegar þegar kemur að því að flokka lýs er um að ræða tvo mjög afmarkaða ættbálka lúsa: Naglýs (Mallophaga) sem lifa af því að naga hár, húð og fiður fugla og sog- lýs (Anoplura) sem lifa af því að sjúga blóð og aðra vessa úr hýslum sínum. Soglýs eru flatar að vexti og með sogmunn, yfirleitt gráar eða brúnleit- ar, húð þeirra er leðurkennd og stinn og hún getur þanist töluvert út þegar hún er að sjúga blóð. Naglýs eru vængjalausar og mjög smávaxnar, allt að 2 mm. Þær eru sníkjudýr á fuglum og spendýrum og hafa dýrategund- irnar og fuglarnir sína sérstöku lús. Egg lúsar eru kölluð nit. Lúsin fest- ir eitt egg á líkamshárin eða þræði í fötum með lími sem hún framleiðir. Mannkláðamaurinn Mannkláðamaurinn (Sarcoptes scabiei) er af ætt áttfættlumaura og lifir á mönnum en skyldar undirteg- undir lifa t.d. á svínum og fara stund- um yfir á menn. Maurinn grefur göng í ysta lag húðarinnar og kvendýrin verpa þar eggjum sínum. Það líða 3- 5 dagar þar til úr eggjunum klekjast ungar sem líkjast fullorðnu dýrunum en hafa aðeins sex fætur. Eftir nokkur hamskipti fá þeir átta fætur. Maurinn er svo smár að hann er vart greinan- legur með berum augum enda 3/10 úr millimetra að stærð. Mikill kláði fylgir maurnum. Rykmaurar Rykmaurar (Dermatophagoides pter- onyssinus og D. farinea) eru af ætt áttfætlumaura. Þá er að finna víða í híbýlum manna, hreiðrum fugla og alls staðar þar sem hiti, raki og húð- flögur spendýra eru til staðar. Í tilfelli mannsins eru það rúmin sem þeir halda sig í en þar verpa þeir eggjum sem úr koma ungar sem eru nauða- líkir fullorðnu dýrunum. Ungarnir hafa aðeins sex fætur en eftir nokk- ur hamskipti eru fæturnir orðnir átta. Rykmaurar fjölga sér gríðarlega hratt og lifa í einn mánuð. Í einu rúmi geta verið hundruð þúsunda rykmaura. Þeir eru hálfgagnsæir, u.þ.b. 3/10 úr millimetra og vart sýnilegir með berum augum. Margir hafa ofnæmi fyrir húsaryki eða hafa ofnæmi fyrir rykmaurum. Í næsta pistli verður fjallað meira um lýs, flær og maura. Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur um Meindýr og varnir 2004 Pöddur Rit Landverndar nr. 9 1989 Stóra Skordýrabók Fjölva 1974 Meindýr í húsum og gróðri 1944 Maðurinn er hýsill fyrir... lýs, flær og maura Síðsumarið er tíminn til að líta yfir garðinn og athuga hvort einhverju þurfi að breyta næsta vor. Síðsumarið er besti tíminn til að huga að framtíðarskipulaginu í garðinum því þá er gróðurinn kominn í hámarksvöxt. Athuga hvort grænmetishornið eða jarðarberjaræktin fái ekki örugg- lega næga birtu eða runnar, tré eða annar hávaxinn gróður sé hugsanlega farinn að skyggja á og draga úr uppskerunni. Svo er um að gera að skrifa hjá sér það sem betur má fara, taka mynd eða teikna upp það sem þarf að laga. Á vorin eru nefnilega öll blóm niður við jörð og erfiðara að átta sig á hvernig gróðurinn þróast. Alltaf er viss hætta á að lágvaxnar plönt- ur lendi aftan við hávaxnari þegar verið er að færa til plöntur og setja nýjar niður. Horfum á heildina Hér hefur greinilega verið staðið rétt að öllu. ����������� Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Opið virka daga frá kl. 10-18 Lokað á laugardögum í júní og júlí ww w. de sig n.i s © 20 06 ������ �� � �� � ��������� �� � � � �� � � ��� ���� ������� ������� ������ ������������������������� ��������������������� �������������������������� ��������������������� ������������������������ ��������������������� ������������������������ ���������������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.