Tíminn - 12.03.1978, Blaðsíða 6
6
Sunnudagur 12. marz 1978
menn og málefni
ísland hefur breytzt
Okkur þykir skelfing vænt um
börnin okkar. Að visu hafa
margir frekar li'tinn tima aflögu
til þess að sinna þeim likt og til
dæmis gömlu fólki enda hvort
tveggja drifið i sinar geymslur,
eftir þvi sem samfélagið heimtar
og leyfir. Þetta stafar af þvi að
allir sem vettlingi geta valdið
verða að stunda vinnu sina utan
heimilis svo að þeir geti komið
sér upp ibúð eða haldið ibúðinni
er það koma sér upp hér um árið
og fyllt hana húsgögnum eins og
tizkanbýðurogstaðiðiskilum við
bankann, sveitarfélagið og rikið
er hafa svo margt á sinni könnu,
og auk þess kannski aurað saman
fyrir utanferð og rækt skemmti-
staðina, þessar höfuðkirkjur nú-
timans og kannski komizt yfir bil
af betri sortinni sem ævinlega er
virðingarauki.
Elsku litlu börnin geta þó alltaf
gist heima og um helgar er
kannski afgangs peningar til þess
að fá þeim svo að þau geti
drattazt i bió og séu ekki fyrir
öðrum allan liðlangan daginn. Við
gerum þetta ekki af þvi að okkur
þyki fyrstog fremst vænt um okk-
ur sjálf heldur fyrir börnin
náttúrlega. Og gamla fólkið — til
þess er litið endrum og sinnum.
Það er svo þolinmótt og lifsreynt
að það ærist ekki þó að ekki sé si-
fellt renniri hjá þvi. Hvildin er þvi
auðvitað fyrir öllu.
Að gráta yfir
tvíburum
Við lifum i þjóðfélagi mikilla
viðskipta og mikillar neyzlu eins
ogsjá máog þar þykist hver bezt-
ur sem mest getur keypt og mestu
torgað. Það er eiginlega orðin
fremsta manngildishugsjónin.
öðru visi var þessu farið áður
fyrr eins og nærri má geta. I
þessu gamla bændasamfélagi
sem baslaði við að vera sjálf u sér
nóg en var það þó ekki.
I tvö hundruð ára gömlu skjali
sem stjórnvöldum var fengið i
hendur, höfundur Magnús Ólafs-
son varalögmaður, segir um for-
eldra og börn:
„Ég hef i kyrrþey veitt þvi
eftirtekt á ýmsum stöðum, að
bændurnir telja þaö mesta óhapp
ef þeim fæðast mörg börn, eink-
um lifi þau öll þótt öll vaxi þau og
dafni sem bezt. Já ég hef séð
mann gráta beizkum tárum yfir
þvi að kona hans ól honum tvi-
bura(tvo vel skapaða drengi, i
fyrsta skipti sem hún varð léttari
enda þótt konunni heilsaðist vel
og bæði væru hjónin þar að auki
ung.og hraust.
Éghef lika séð suma leika á als
oddi af kæti þegar þeir höfðu
misst börn sin. Mæðurnar sjálfar
heyrir maður stundum óska börn-
um sinum dauða einkum ef þau
veikjast, þvi að þau séu bezt
vistuð og vernduð hjá drottni þótt
það sé i rauninni ekki undirrót
þessarar óskar...
Það heyrist einnig að nábúarnir
samgleðjast þeim einróma er
missa börn sin kornung og það
væri óskandi, að þessi hugsunar-
háttur... væri ekki lika farinn að
skjóta upp kollinum hjá þeim sem
eru af heldra taginu og með sann-
sýni mætti vænta að væru betur
þenkjandi...”
Og fleira segir varalögmaður-
inn um þetta efni, þótt hér verði
.staðar numið.
Vesturfarir
vegna
barnanna
Þetta var fyrir tvö hundruð ár-
um, þegar dauöinn var heimtu-
frekur á börn og gat auk þess til
beggja vona brugðizt um matar-
foröa handa þeim er náttúran
hafði svo úr garöi gert að haldið
gætu lifi og heilsu ef allt var
nokkurn veginn með felldu.
Fyrir hundrað árum var annað
upp á teningnum. Þá flykktust Is-
lendingar til Vesturheims og bæði
i bréfum og endurminningum
vesturfara má lesa að þeir hafi
gripið til ráös að slita sig upp með
rótum til þess að börn þeirra gætu
hlotið betri framtið. Þetta var að
visu áhættusamt úrræði einmitt
fyrir börnin þvi að Amerikuferð
var ekki nein munaðarreisa og
barnadauðinn fyrstu árin oft jafn-
vel enn uggvænlegri en hér
heima. Til dæmis munu fá börn
sem ekki voru komin vel á legg
hafa lifað af fyrsta veturinn á
Nýja-Islandi. Og um framtiðar-
horfur þeirra sem af lifðu mun
langoftast hafa verið áþekkt,
hvort heldur fólk réðist til vestur-
farar eða sat kyrrt i heimalandi.
A báðum stöðum kom þorri fólks
þolanlega undir sig fótunum, er
fram liðu stundir og má þar að
likindum ekki á milli sjá.
En sú framvinda var fólki hlul-
in fyrir hundrað árum eins og
ævinlega er um það hvað fram-
tiðin ber i skauti sinu.
Þrjú hverja
tvo daga
t fyrri daga var fólk oft barn-
margt. Nú heyrir til undantekn-
inga ef svo er og með öUu er
óþekkt orðið að hjón eignist jafn-
mörg börn og flest gerðist áður.
Samt er eins og fullmörg börn
komi undir. Nýlega hefur
veriðskýrt frá þvi að i landinu séu
á þessum misserum framkvæmd-
ar ,svo að ekki sé sagt drýgðar,
sem næst þrjár fóstureyðingar
hverja tvo daga ársins. Það er
allmikil sláturtið og stingur i stúf
við það að samtimis er reynt að
haldaliftórunnii lengstu lög i sér-
hverjum sjúklingi og jafnt þótt
banvænn sé og sárþjáður. En að
þessu er gengið svipað og þegar
botnlangi sem er eins konar forn-
leif i mannslikamanum er
klipptur úr innvolsinu og þykir
hvað minnst skurðaðgerð.
Breytingin er mUcil þvi að til
skamms tima voru fóstureyðing-
ar sjaldgæfar að minnsta kosti
svo opinbertværi,ogurðu að hafa
við gild rök að styðjast svo að
lefyaðr væru. Nú orðið hljóta rök-
in að vera orðin næsta léttvæg oft
ogtiðun nema þá þau að losna við
fyrirhöfn og umstang, sem börn-
um fylgir. Þeim fylgir talsverð
binding, likt og kúabúskap.
A dögum Magnúsar varalög-
manns verður að ætla að menn
hafa grátið yfir tviburum og leik-
ið á alls oddi við barnamissi og
mæður óskað þess að veik börn
kæmust i himnasæluna vegna
ótta við að ekki tækist að seðja
aUa munnana. Nú höfum við fullt
hús matar og mikið kerfi sam-
hjálpar, sem ekki tengist neinum
lægjandi skilyrðum. En það nægir
sýnilega ekki til þess að hamla til
muna gegn þvi að það lif sem
kviknað er sé iðulega slökkt með
snöggum hætti.
En aftur á móti kemur náttúr-
lega að útburður barna með
gamla laginu,er talsvert kvað að
nokkuð fram á nitjándu öldfer úr
sögunni.
Viðkoma
og afföll
Ollum lifverum er sameigin-
legt, að þær ala af sér afkvæmi
við einhverjum hætti. Það er
frumlögmál sem hin lifandi
náttúra byggist á. Hver tegund
hefur sitt hjálparráð til þess að
hún liði ekki undir lok. Aldin
fifilsins hefur svifhár svo að þau
berist með vindi laxinn eys möl
yfir hrogn sin svo að þau berist
ekki burtrauðmagar púar, það er
að segja andar á hrognabúið svo
að meira súrefni berist að þvi.
Meðal spendýra og fuglar veitir
að minnsta kosti annað foreldrið
ungviði umönnun á meðan með
þarf.
Ef þetta væri ekki svo yrði teg-
undin aldauða liktog dinósárusar
fornaldarinnar.
Yfirleitt gerir náttúran ráð
fyrir mikilli viðkomu og miklum
afföllum Þvi var maðurinn undir-
orpinn en þekking hans og kunn-
átta hefur gert þar á breytingu á
seinni timum. Loks var þessi
breyting ekki fólgin i þvi' einu að
lifga og græða og kveða mein
mannanna niður heldur einnig
hinu að geta haft vald á viðkom-
unni.
Og nú er svo komið að þvi valdi
er þannig beitt að i sumum lönd-
um gerir ekki betur en þjóðirnar
viðhaldi sér og hjá nokkrum vant-
ar jafnvel heldur á að svo sé.
Off jölgun þar
— mann-
fækkun hér
Nú um skeið hefur mann-
fjölgunin eigi aösiður vepið eittaf
mestu vandamálunum i veröld-
inni — offjölgun og matvæla-
skortur. Og það er einmitt i þeim
löndum og meðal þeirra þjóða
sem örðugast eiga með að sjá sér
farborða sem fjölgunin verður
mest. Þar er það sem milljónirn-
ar hlaðastupp — til hungurlifs. I
allsnægtalöndunum búa þær
þjóðir sem rétt halda sér við eða
eru að siga niður fyrir það mark.
Fyrstu vandkvæðin sem steðja
munu að þeim þjóðum, er þann
veg búa að þær yngja sig ekki
lengur upp, verðir forsjá hlut-
fallslega mikils fjölda gamals
fólks og æ fáliðaðri árgangar til
þess að axla byrðar samfélags-
ins. Seinna meir hlýtur annað að
koma til. Milljarðarnir sem ekki
hafa olnbogarými, hljóta fyrr eða
siðar að renna ágirndarauga til
landa, þar sem svigrúm er meira
og eykst fremur en hitt. Likt og
fénaður leitar þröngum heima-
högum inn á vannýtt beitilönd
þannig munu hinar fjölmennu
þröngbýlisþjóðir sem ónóg hafa
gerast erfingjar landa þar sem
fyrir eru þjóðir sem ekki uppfylla
það boðorð að viðhalda sér. Þar
mun ekki neinn auður megna að
veita viðnám, engar allsnægtir
hrökkva til að stöðva aðsóknina
nema siður sé, jafnvel að verða
hvati þjóðflutninga á nýrri tið.
Hvað hefði
stöðnun þýtt?
Við íslendingar erum ekki enn
signir niður á það þrepið, að
standa með öllu i stað eða jafnvel
draga saman seglin. Enn fjölgar
fólki i landinu ofurlitð með
hverju árinu.ensú fjölgun er litil
orðin, og sækienn um nokkur ár i
þaðhorf, að fæðingum fækki,
erum við áður en varir komin á
að stig, að til veggja vona getur
rugðizt, hvort við höldum stofn-
inum við.
Hvort sem hinar tiðu fóstureyð-
ingar eru siðleg athöfn eða ósið-
leg að dómi fólks, þá orkar hitt
varla tvimælis, að fólksfækkun
hlýtur að draga dilk á eftir sér.
Við höfum þá’sérstöðu að búa i
landi, sem er flestum strjál-
býlla. Það leggur okkur á herðar
hlutfallslega þungar byrðar við
stjórnun, samgöngur rafvæðingu
og margt annað. Einhvern tima
reiknuðu tölfróðir menn, að fimm
til sex hundruð þúsund tslend-
ingar væru óskatalan með tilliti
til þekktra orkugjafa og fram-
færslumöguleika. Með þann
mannfjölda gætum við bezt búið.
Fyrir allnokkrum árum mátti það
sýnast ekki óliklegt, að þjóðin
tvöfaldaði sig á nokkrum ára-
tugum, og þess vegna var þessi
fólksfjöldi þá næstum i sjónmáli,
ef fram i timann var litið.
Nú horfir öðru visi við. Við
erum komin i iskyggilega nálægð
við stöðnun. Við getum kannski
betur gert okkur grein fyrir þvi,
hvað það táknar, ef við hugsum
okkur, að þessa stöðnun hefði
borið að nokkrum áratugum fyrr,
til dæmis á þvi skeiði, þegar
Islendingar voru eitt hundrað
þúsund. Hversu margt af þvi,
sem tekizt hefur að gera i landinu
siðan 1926, hefði ekki orðið að
sitja á hakanum, ef einungis
hundrað þúsund sálum hefði verið
á að skipa, enda þótt fyrir færri
hefði veriðað sjá og milli færri að
skipta?
Menn geta leitt hugann að þvi,
að þá var til dæmis ekki akfært
lengra út frá Reykjavik en upp á
Kjalarnesi og austur i Rangár-
vallasýslu og frá Akureyri aðeins
stuttan spöl fram i Eyjafjörð.
Enginn akvegur var um annan
fjallveg en Hellisheiði, og þó
slæmur, simstöðvar á einum eða
tveimur stöðum i sveit, skipa-
kostur litill og fátæklegur miðað
við okkar tima, skammt á veg
komið um byggingar og ræktun,
hafnir fáar, rafstöðvar smáar og
aðeins á stöku stað, sjúkrahús af
harla skornum skammti,
tryggingar engar og réttindi
þeirra, sem þágu af sveit, stór-
lega skert. Og er þó fátt eitt talið.
Hvað hefðum við megnað að gera
af þvi, sem nú þykir ekki annað
en sjálfsagður hlutur og telst
jafnvel flest alls ónóg, ef þjóðin
hefð staðnað i hundrað þús-
undum?
Við og matar-
búrið mikla
A sama hátt getum við spurt:
Hvers verðum við megnug af þvi,
sem oKkur væri'lært að gera á
næstu fimmtiu árum, með þvi, er
telja má eðlilegan vöxt þjóðar-
innar, ef talan staðnar i tvö
hundruð og tuttugu eða þrjátiu
þúsundum?
Uppi eru kröfur um margs
konar nýmæli, og önnur munu
koma upp á næstu átugum. Við
viljum steypta eða oiuborna vegi
um land allt við viljum stórvirkj-
anir, iðjuver og ný og ennþá betri
framleiðslutæki, við viljum stærri
og betri hafnir, flugvelli og eigin-
lega allt, sem nöfnum tjáir að
nefna Og við ætlum að nýta hina
viðu fiskveiðilögsögu okkar sjálf,
lika þegar við höfum veitt stofn-
unum vernd, er færir þá i það
horf, er sjórinn getur mest alið.
Hvað af þessu verður á valdi
. okkar, ef þjóðin sigur ekki up_p
fyrir þrjú hundruð þúsund á
næstu áratugum, og hvernig
ætlum við að vaka yfir öllu þvi
hafsvæði, sem við höfum helgað
okkur i heimi, sem kallar sifellt á
meiri matvæli, ef við verðum i
framtiðinni jafnfáliðaðir og nú?
Þetta er umhugsunarefni. Við
verðum að gera ráð fyrir, að
heimur standi, og ár og dagar
komi eftir þá tið, sem nú er eða
fram undan er hið allra næsta.
Þetta er þegar orðið umhugs-
unarefni meðal þjóða, sem komn-
ar eru i þau spor, að mannfólkið
timgast slaklega, og eru þó
nokkrum hundruð sinnum fjöl-
mennari en við og mega þess
vegna betur við þvi, þótt einhver
lægð verði. —-JH