Tíminn - 12.03.1978, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.03.1978, Blaðsíða 13
Sunnudagur 12. marz 1978 13 Vistkona á Hralnistu. Timamynd Gunnar fást nægilegar tekjur til að halda heimilinu gangandi og fjármagna allar aðgerðir. A Grund fyrirfinnast öll ný- tizku þægindi. Þar er bókasafn, þvottahús, endurhæfing, bæði likamlegog svo starfsþjálfun og sundlaug. Rakaraþjónusta er fyrir hendi og fótsnyrting. Prestur þjónar heimilinu og heldur daglega andakt i hátiða- sal hússins. Læknisþjónustan er mjög góð á heimilinu og gefið er út blað mánaðarlega. Fyrirkomulaginu á Asi i Hveragerði er lýst sem óvenju- legri og athyglisverðri lausn, sem fyrirfinnist ekki viða i heiminum, og þar sem ein- staklingseðlið sé virt. Þar segir: „Elliheimili, sem samanstend- ur úr fjörutíu einstökum húsum, en er þó alls engin gamal- mennanýlenda, þvi þessi hús standa við hliðina á húsum þar sem yngra fólk býr og er þvi um stöðugt samband og tengsl milli kynslóðanna að ræða. Gamla fólkið á Asi f Hveragerði er bundið heimilinu. En það losnar hins vegar við að hafa áhyggjur af málum, sem það vegna ald- urs sakir á kannski erfitt með að sinna. Þannig hefur það auk einstaklingsherbergja sinna mjög skemmtilega innréttaða sameiginlega borðstofu. Það eru engin vandamál með hús- hitun né neins konar viðgerðir. Þarna er sérbygging fyrir bóka- safnið og i kjarnahúsunum þrem eru möguleikar til að halda uppi hvers kyns félags- starfsemi. Gróðurhús, tré- smiðaverkstæði ofl. eru þarna, þar sem gamla fólkið getur svalað starfsþorsta sinum. Sem og á Grund er læknisþjónusta góð. En Gisli Sigurbjörnsson, sem einnig rekur þetta frábæra heimili — segir i blaðinu —: ,,Ég er viss um það, að gott heilsufar dvalargestannaerannars vegar að þakka þvi, að þeir þurfa ekki að sitja auðum höndum og geta starfað eftir þvi sem þeir hafa vilja og getu til, en hins vegar lika sérstæðum einkennum staðarins, — heitum hverum og loftslagi, og fjallhringnum sem umlykur þorpið á þrjá vegu og hlifir þvi gegn köldum vindum. Hveragerði gæti vissulega orðið vinsæll lækningastaður, ef það væriekki svona langt úr alfara- leið. (JB tóksaman) Góð fylgd. Það kemur fram i greininni að aðstoð við gamalt fóik á islandi sé það mikil að undrun veki. Skyldi átt við siika aðstoð? Timamynd Gunnar. Þrjár s tærðir VERÐ FRÁ KR. 930.000 nCYnLtUÖLUVMVa" á hagstæðum VETRARVERÐUM ef pantað er strax SÍMI 81500'ÁRMÚLAT1 Athugið! Takmarkaðar birgðir iinnufntQ. Doðin Laugavegi 76 - Hverfisgötu 26

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.